Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 4
DagblaðiB. en þrýstinn barmur Föstudagur 26. september 1975. Stofna jazzklúbb í Háskólabló. Skytturnar 4 (The 4 musketeers) + + + + + Brezk, frönsk, þýzk, itölsk, spönsk, gerð 1975, Panavision, Technicolour. Leikstjóri: Richard Lester. Richelieu, Milady de Winter og Rochefort hefur ekki tekizt aö klekkja á Onnu drottningu. Milady og Rochefort ákveða að hefna sin á d’Artagnan og saumakonu drottningar sem komu i veg fyrir klæki þeirra. Meðan franski herinn situr um La Rochelle sendir kardinálinn Milady til Englands til að fá hertogann af Buckingham til að hætta stuðningi við uppreisnar- mennina. Bregðist það á Milady að drepa hann. 1 staðinn á hún að fá lif d Artagnans. Honum og félögum hans skilst þó fljótt hvað er á seyði og bjarga mál- unum á sinn sérstæða hátt. Eftir að Dick Lester hafði gert Help með Bitlunum fékk hann ekkert að gera i nokkur ár sök- um þess að Help hafði ekki gefið þann gróða sem fram- leiðendurnir höfðu vonað. Þvi ánægjulegra er að sjá mynd eft- ir hann sem svo sannarlega tek- ur af öll tvimæli um hæfileika hans til kvikmyndagerðar. Astæðan fyrir þvi að hann var fenginn til að gera Skytturnar er Cristofer Lee (Rochefort) og Michael York (d’ Artagnan) Kvik myndir sú, svo vitnað sé I hans eigin orð, að ,,ég var sá ódýrasti sem þeir gátu fengið á þessum tima.” Framleiðandi myndar- innar má þvi vel við una þvi Lester hefur tekizt mjög vel upp. Að minum dómi hefur hann valið hárrétta leið til að lýsa þessum sögupersónum Dumas. Það er óneitanlega sennilegra að skytturnar hafi I raun og hefur verið eitthvaö I likingu við það, sem lýst er i myndinni, heldur en einhverjir glans- mynda súperkarlar sem allt geta og aldrei mistekst, fyrir nú utan það að verða aldrei drull- ugir. Auk þess er töluverður húmor i sögunni hans Dumas semkemur vel fram i myndinni. Það hefur áreiðanlega ekki ver- ið auðvelt að fá leikara eins og Charlton Heston og Raquel Welch til að vinna með svona „smástirnum.” enda var það einna erfiðasta atriðið i samn- ingum þessara tveggja leikara, hvar nafnið þeirra ætti að standa i titlum. En öll svona vandamál hefur Lester leyst með stórgóðum árangri eins og bezt sést á tjaldinu. Skytturnar 4 eru að ýmsu leyti betri en fyrri hlutinn, skytt- umar 3. Fyrir það fyrsta er hraðinn meiri og meira um leik- ræn tilþrif. AB visu gefur seinni helmingurinn betra tilefni til slikrar tjáingar. Hér eru grin- atriðin auk þess dempaðri og minna lagt upp úr þeim sem slikum. Nú má enginn skilja þetta þannig að myndin sé minna fyndin, þvi það er hún svo sannarlega ekki. Það þarf engum að leiðast i Háskólabiói þessa dagana. Þegar svona margir góðir leikarar eru samankomnir er alltaf vafasamt að tina úr einn og einn og tiunda frammistöðu þeirra. En ég get ekki látið hjá liða að minnast á Raquel Welch. Það er ánægjulegt að sjá að hún getur leikið. Ég hef séð hana i nokkrum myndum og hún kom sannarlegaá óvart i Skyttunum. Hún virðist hafa fleira til brunns að bera en þrýstinn barm, kon- an sú. En yfirhöfuð er leikurinn i myndinni fyrir ofan meðallag. Hafnarfirði Jazzklúbbur verður stofnaður i Hafnarfirði kl. 14 á laugardaginn. „Við teljum okkur ekki annað fært, ekkert gerist i jazzmálum i Reykjavik,” sagði Guðmundur Steingrimsson trommuleikari, en hann stendur að stofnun klúbbsins ásamt þeim Ólafi Stephensen og Hermanni Þórðar- syni. Allir eru þeir þekktir jazzistar, fullir áhuga. Má búast við liflegu starfi Jazzklúbbs Hafnarfjarðar i framtiðinni. ,,Það hefur hreinlega ekkert gerzt i jazzi hér siðan Þráinn Kristjánsson fór til Kanada fyrir nokkrum árum,” sagði Guðmundur i spjalli við frétta- mann DAGBLAÐSINS i vikunni. ,,Nú viljum við láta til skarar skriða. Við stefnum að þvi að fara af stað strax i næsta mánuði og reyna að halda okkur við fimmtu- dagskvöldin i vetur.” Guðmundur kvaðst ekki hafa áhyggjur af þvi, þótt jazzleikarar hérlendis væru ekki margir. „Það er allavega til i tvær eða þrjár „grúppur”, sagðihann. „og svo er alltaf til i dæminu að fá jazzleikara utanlands frá. Stóra spurningin er hvernig hægt er að fjármagna slika hluti og við erum farnir að vinna i þvi.” Allir eru velkomnir á stofnfund Jazzklúbbs Hafnarfjarðar i Skiphóli á laugardaginn. Leó M. Jónsson tœknifrœðingur Hin kúgaða stétt öðru hvoru birtast i dagblöð- um frásagnir fólks af slæmum viðskiptum þess við bifreiða- verkstæði. 1 flestum tilvikum hefur bileigandinn farið halloka og orðið að bera tjón sitt bóta- laust. 1 nokkrum tilvikum hefur verið greitt fyrir vinnu og vara- hluti, sem ekki voru látin af hendi, — sem sagt hrein svik. Oruggt má telja að einungis litill hluti þeirra bileigenda, sem prettaðir hafa verið, skrifi um viðskiptin i blöðin. Að minnsta kosti sumir reyna ekki að fá leiðréttingu mála sinna hjá viökomandi verkstæðum, vegna fenginnar reynslu. Þær frásagnir, sem iðulega heyrast á mannamótum um hrakfarir bileigenda gegn verk- stæðum, eru oft svo lygilegar, að fólk veit ekki hvernig á að taka þeim. Tilefni þessara skrifa er bréf sem „argur druslueigandi” skrifaði Alþýðublaðinu og birt- ist þar 11. september sl. 1 þessu bréfi er sagt frá þvi að bileig- andi hafi greitt fyrir nýja kveikju og ný kerti, sem honum var sagt aö nauðsynlegt hefði reynzt að skipta um, en var aldrei skipt um. Auk þess var hann ginntur til aö sleppa þvi að fá nótu gegn þvi að fá afslátt og niðurfelldan söluskatt. Þegar billinn neitaði að fara i gang morguninn eftir'var farið með hann á annað verkstæði og þar með flett ofan af svikunum. Það er einu sinni svo að hér- lendis eru ekki skýr mörk á þvi, hvað er þjófnaður og hvað eru svik, en þó er augljóst að i þessu tilviki hefur sölusk. verið stol- ið af rikissjóði — nema ef sú gloppa er I lögunum að glæpa- starfsemi af þessu tagi sé ekki söluskattsskyld, þegar grannt er skoðað. En þótt það sé nú annað mál þá ætti fólk að hugleiða að sá, sem kaupir vöru og gengst inn á það að sleppa kvittun og sölu- skatti um leið, er óneitanlega meðsekur i þvi að hafa fé af rik- issjóði. Skemmdarverk Til eru dæmi um bein skemmdarverk sem greitt hefur veriö fyrir samkvæmt hæsta leyfilega taxta, og jafnvel verið bætt við sérstöku „tvistgjaldi”. í þessu tilviki fór maður með bilinn sinn á verkstæði og vildi fá skipt um framhjólslegur og pakkdósir. Það skal tekið fram að nokkurt slit var i gömlu leg- unum, án þess að það fyndist við akstur. Eigandinn taldi það sjálfsagt öryggisins vegna, að skipt væri um þessa hluti, enda ekki mjög dýr stykki. Nokkrum dögum eftir þessa viðgerð losn- ar annað framhjólið með braki og brestum. Legan maskbrotin, nafið kengbogið og spindillinn allur sennilega ónýtur. Fyrir einskæra heppni varð ekki slys i þessu tilviki, en hægt er að rekja þetta atvik til vitaverðs gáleysis og skorts á þekkingu þess, sem verkið vann, svo ekki orkar tvi- mælis. Þeir, sem eitthvað þekkja til bilaviðgerða, vita hver hætta getur af því skapazt ef fram- hjólslegur gefa sig. Enda er það eitt af þvi sem Bifreiðaeftirlit rikisins tekur sérstaklega fyrir við skoðun, hvort los er á fram- hjólslegum. Hver er ábyrgð verkstæða? Það þarf enginn að fara i grafgötur um að fúsk af þessu tagi gæti orsakað slys og jafnvel dauða. Nú er það staðreynd að til þess að reka bilaverkstæði þarf meistararéttindi. 1 þvi sambandi hlýtur sú spurning að vakna hvort þvi fylgi ekki á- byrgð að lögum. I refsilögum nr. 19/1940, 18. kafla 164. grein, segir: „Fang- elsi skal sá sæta, sem bakar öðrum tjón á lifi, likama eða eignum, með þvi að valda sprengingu, útbreiðslu skað- legra lofttegunda, vatnsflóði, skipreika, járnbrautar-, bifreið- ar- eða loftfarsslysi eða óförum annarra slikra farar- eða flutn- ingatækja”. Og siöar I sömu lögum, 167. grein: „Ef brot, sem i 164. eða 165. grein getur, er framið af gá- leysi, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum”. Og einnig i sömu lögum 187. gr. segir: „Hafi maður fengið opinbert leyfi til einhverrar einkastarf- semi eða atvinnurekstrar, sem ekki er heimilt að stunda án sliks leyfis, og hann brýtur sið- an gegn skyldum gagnvart hinu opinbera, sem sliku leyfi eru samfara, þá skal hann sæta sektum eða varðhaldi, ef ekki er ákveðin sérstök refsing við brotinu i öðrum lögum.” Kúgaðir neytendur eða naut? Bileigendur eru án efa þeir neytendur á tslandi sem greiða mest i rikissjóð i formi neyzlu- skatta. Bileigendur verða að þola sifelldar hækkanir á rekstrarvörum og þjónustu. Auk þess þurfa þeir að þola si- aukin gjöld og skatta til rikis- sjóðs án þess að fá nokkuð i staðinn. Gjöld, sem rikið leggur á rekstrarvörur undir þvi yfir- skini að fjármagna endurbætur á vegakerfi landsins, eru iðu- lega notuð til annarra þarfa rik- isins, án þess að bileigendur séu spurðir. Tryggingafélög komast upp með þaö ár eftir ár að hækka ið- gjöld án þess að bileigendur mögli. Bileigendur láta bjóða sér það að tryggingafélögin starfi eftir úreltum reglum ár- um saman, þannig að iðgjöld eru miskunnarlaust hækkuð á bíleigendum sem ekki hafa bak- að félögunum nokkurt tjón i áratugi. Og þeir láta hafa sig i að greiða hluta af þeirri hækkun sem tiltölulega fámennur hópur bileigenda skapar með kunn- áttuleysi, glannaskap og vita- verðu gáleysi. Þetta eru menn, sem valda hverju tjóninu á fæt- ur öðru, og i stað þess að þeir beri iðgjöld i samræmi við á- hættu, komast tryggingafélögin upp með það að jafna þessum tjónum yfir á meirihlutann sem ekkert hefur til saka unnið ann- að en keyra gætilega. Varahlutaþjónusta er einn af höfuðverkjum bileigandans. Dæmi eru um það að nýr bill hafi staðið i 8 mánuði vegna skorts á varahlutum og um- boðsmenn logiö hverri sögunni á fætur annarri, þetta sé komið i toll, eigi einungis eftir aö leysa út o.s.frv. Og vist er að þetta er ekkert einsdæmi, enda láta bil- eigendur bjóða sér allt. Bifreiðaeftirlit rikisins er gott dæmi um þá þjónustu sem rikið býður þessum kúgaða hluta þegna sinna sem endurgjald fyrir þá rányrkju sem þeir mega þola. Það er ekki nóg með að að- staða þessarar stofnunar sé til háborinnar skammar, heldur er þetta aðstöðuleysi þvi valdandi, að skoðun bifreiða er engin trygging fyrir öryggi þeirra og alls ekki hægt að ætlast til að starfsmenn þessarar stofnunar geti rækt starf sitt til nokkurrar hlitar. Fyrir bragðið eru slysa- valdar og rúllandi likkistur á ferð og flugi um götur og þjóð- vegi. Langlundargeð bileigenda er slikt að ár eftir ár komast ráð- herrar upp með að lýsa þvi yfir hundapurkulegir að fjárveiting til bifreiðaeftirlits hafi verið skorin niöur við trog eða alls ekki komizt inn á fjárlög. Bileigendur eiga heimtingu á þvi aö árlega sé framkvæmd ströng skoðun á öryggisbúnaði bila og þannig tryggt að slysa- valdar séu tafarlaust teknir úr umferð. Til þess þarf aðstöðu undir þaki og fullkomin próf- unartæki, eins og gerist á öllum öðrum Norðurlöndum. Slik stofnun væri um leið fær um að meta og benda á illa unna verkstæðisvinnu og vera þannig bileigendum hlutlaus aðstoð i að ná rétti slnum. Eitthvaö verður aö gera Það er alveg makalaust hvernig hægt er að pretta og kúga bileigendur án þess að jafnvel félagasamtök geti þar rönd við reist. F.Í.B. er meira og minna máttlaust, bæði gagn- vart rikinu og öðrum þjónustu- okrurum. Neytendasamtökin eru nú einu sinni spegilmynd af hinum réttlausa islenzka neytanda og mega ekkert róttækt gera fyrr en lögum hefur verið breytt, hvenær sem það verður nú. Bilgreinasambandið er mátt- laust apparat á þessum vett- vangi og svarar kvörtunum jafnvel á þá leið að viðkomandi verkstæði hafi verið vikið úr sambandinu og þvi ekkert hægt að gera. Enda virðist það engu breyta fyrir verkstæði hvort það er i Bilgreinasambandinu eða ekki. Nei, bileigendur eiga að taka sig saman og stofna stéttarfélag sem byrjaði á þvi að standa uppi i hárinu á rikisvaldinu með kröftugum mótmælaaðgerðum. Siðan þarf að taka verkstæðis- mafiuna fyrir með skipulögðum aðgerðum. Það þarf að byrja á þvi að safna og skrá sem flest vafasöm viðskipti, sem fólk tel- ur sig hafa átt við þjónustufyrir- tæki, þannig að einhver heildar- mynd fáist. Sú mynd verður ekki fögur en hún gæti sennilega fengið fólk til að rumska og vakna upp af neytendasvefnin- um. S

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.