Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Föstudagur 26. september 1975. 3 Á 12. hundrað manns starfar í 30 bankadeildum í Reykjavík Bankafólk að störfum i Múlaútibúi Landsbankans. A tólfta hundrað manns starfar að bankastörfum i Reykjavik og bankar og útibú þeirra eru alls 27 i borginni, auk þriggja sparisjóða og gjald- eyrisdeildar og veðdeildar sem eru sjálfstæðar stofnanir innan Landsbanka íslands. Dagblaðið gerði skyndikönnun á starfs- mannafjölda bankanna og kom eftirfarandi i ljós: Ari Guðmundsson, starfs- mannastjóri Landsbanka Islands, sagði að Landsbankinn ræki bankastarfsemi á 7 stöðum i borginni og samtals starfaði við þær 441 starfsmaður. Auk þess störfuðu 33 samtals hjá Veðdeildinni og gjaldeyrisdeild bankanna. Reynir Jónasson, starfs- mannastjóri útvegsbankans, kvað 175 manna starfa i aðal- bankanum og útibúum hans á Hlemmtorgi og i Glæsibæ. Þar af störfuðu 25 manns hjá Fisk- veiðasjóði, en þeir fengju greidd laun frá aðaibankanum, sem Fiskveiðasjóður endurgreiddi siðan. 1 VerzlunarbankanUm og úti- búum, sem eru tvö auk af- greiðsludeildar i Umferðarmið- stöðinni, starfa 58 manns að sögn Árna Bjarnasonar sem annast starfsmannahald. 1 Búnaðarbankanum sem starfar alls á 5 stöðum i borginni, unnu um sl. áramót alls 148 manns og sagði Stefán Pálsson starfsmannastjóri að starfsmannafjöldinn hefði verið svipaður sl. 2-3 ár. Iðnaðarbankinn rekur starf- semi sina á 4 stöðum og vinna alls á vegum bankans 53 i fullu starfi og 7 i hálfsdagsstarfi, að sögn Vals Valssonar aðstoðar- bankastjóra. Alþýðubankinn rekur ekkert útibú, en það mál mun þó vera komið til umræðu, en i bank- anum starfa alls 29 manns og er þá meðtalið sumarfólk að sögn Gisla Jónssonar starfsmanna- stjóra. Stefán Þórarinsson i Seðla- bankanum sagði að þar væru 96 fastráðnir starfsmenn og 17 lausráðnir, en þeir lausráðnu vinna þar að staðaldri og verða á næstunni meðal fastráðinna. Seðlabankinn rekur ekkert útibú og er að þvi leyti á sama báti og Alþýðubankinn, enda skiptir Seðlabankinn ekki við einstaklinga heldur aðeins banka. Auk þessara banka, sem nú er getið, rekur Samvinnubankinn tvær bankadeildir i Reykjavik. Útilokað var að ná simasam- bandi við starfsmannastjóra bankans i gær, en við gizkum á að þar vinni um 40 manns. Með þvi er talan i öllum banka- deildum höfuðborgarinnar komin upp i 1100. Þá eru ótaldir sparisjððir þrir, Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis, Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóðurinn pundið, svo bankastarfsfólk i Reykjavik er nokkuð á tólfta hundrað. I þeirri tölu eru aðpins þeir, sem að beinum banka- störfum vinna, allt annað fólk, sem á vegum bankanna starfar, s.s. mötuneytisstarfsfólk og t.d. hreingerningafólk, er þar fyrir utan. —ASt. SNYRTIAÐSTAÐA Á HLIMMTORGI — og biðskýlið stœkkað Rannsókn lokið — mólið til saksóknara „Biðskýli verður stækkað og snyrtiaðstaða komin á Hlemm- torgi fyrir miðjan næsta mán- uð,” sagði Eirikur Ásgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykja- vikur I viðtali við DAGBLAÐIÐ. „Lokið er við að hanna gler- húsið, sem þar á að koma. Lokaathugun á þvi verður gerð mjög bráðlega og bygging gæti hafizt á útmánuðum,” sagði Eirikur ennfremur. Þriðji nýi Volvo-vagninn, sem yfirbyggður var i Belgiu, fer á leið 12 innan tiðar. Þá eru þrir slikir komnir i umferð, en tveir eftir óleystir út úr vörugeymsl- um hér. Þá er von á 5 nýjum Mercedes-Benz bllum um mán- aðamótin október—nóvember. Þeir eru einnig yfirbyggðir I Belgíu. Hafa þessar yfirbygg- ingar reynzt mjög vel. „Vonandi verður þetta og annað,sem er I undirbúningi, til þess að fólk ferðist meira með strætisvögnum. Bæði er það peningasparnaður fyrir alla Bill og ljósastaur lentu saman i fyrrakvöld kl. rúmlega 8. Slysið varð á Vogatungu og viðskiptun- um lauk með miklum skemmdum Kvenstúdentafélag Islands hefur nú um árabil beint starf- semisinni aðfjáröflun til styrktar námskonum og hefur allriflegum upphæðum verið úthlutað til einstakra námskvenna. Nú hefur verið ákveðið að hverfa frá þessari hefð en i staðinn verður stefnt að þvi að festa kaup á ibúð, sem leigð yrði stúdinu á vægu verði. Aðalfjáröflunarleið félagsins hefur verið hin árlega tizku- sýning. 1 ár verður hún haldin sunnudaginn 19. okt. i.Súlnasal Hótel Sögu, kl. 3e.h. Einnig hefur verið efnt til flóamarkaðar að Hallveigarstöðum. Einn slíkur verður þ. 4. októbern.k. Skorað er neytendur og styrkir rekstrar- grundvöll Strætisvagna Reykja- vikur,” sagði Eirikur. Gamla B.P. skúrnum, sem nú er eina afdrepið fyrir farþega á Hlemmtorgi, verður breytt að hluta i salerni og snyrtiaðstöðu. Gamia Hreyfilshúsið, sem nú er bækistöð fyrir stjórnun vagn- anna og bifreiðastjóra, verður að hluta tekið undir biðskýli. Verða settar dyr á vesturhlið hússins fyrir það, en i skrif- stofuhúsið við Rauðarárstig fer sá hluti starfseminnar sem úr Jlreyfilshúsinu flytur. Þessar breytingar á húsnæði gerir Ahaldahús borgarinnar. Vegna anna, m.a. við skólahús- næði og húsbúnað, hefur ekki unnizt timi til þessara fram- kvæmda fyrr en nú. Hér er um að ræða bráða- birgðaráðstafanir, þar til unnt er að flytja skrifstofur Strætis- vagnanna inn á Kirkjusand. Þá fæst allt Hreyfilshúsið undir á bilnum. Hér var ekki um ölvun að ræða eða aðrar annarlegar á- stæður, heldur hreint óhapp. á allar konur að bregðast skjótt við og kanna geymslur sinar og hver þau húsakynni, þar sem leynast kynnu föt og munir sem ekki er lengur brúk fyrir. Allar frekari upplýsingar um markaðinn má fá hjá eftirtöldum: Heklu Pálsdóttur, simi 82587, Guðriði M. Thorarensen, simi 19961, Bergljótu Halldórsdóttur, simi 14982. Félagið gengst fyrir opnu húsi fyrsta miðvikudag hvers mánaðarað Hallveigarstöðum kl. 3 til 6. Allar félagskonur eru eindregið hvattar til að lita þar inn til skrafs og ráðagerða. biðskýli og snyrtiaðstöðu, en það hús getur staðið á meðan glerhúsið verður reist, en stjórnunin flyzt þá öll á meðan i skrifstofubygginguna. Grein i dagblaðinu Visi i dag, sem að meginefni til er aðdróttun um skjalastuld, getur orðið nokkurt umhugsunarefni öllum sæmilegum mönnum. Þessi „frétt”, ein allra greina blaðsins, er ómerkt upphafs- stöfum höfundar, eins og leiðar- inn. Þessi klausa er væntanlega kveðja fyrrverandi samstarfs- manna undirritaðs I stjórn Reykjaprents h.f. þ.e. þeirra þriggja sem nú mynda svo- kallaðan meirihluta stjórnar- innar. Allir þessir menn voru viðriðnir það vandræðatimabil, þegar rekstur Visis var i bull- andi tapi og höfuðstóll öfugur um nokkrar milljónir. Þegar þeir nú kjósa að ata auri fyrrverandi framkvæmda- stjóra félagsins, eða að minnsta kosti bera ábyrgð á skrifum i þá átt, hafa þeir i höndum nýtt reikningsyfirlit um rekstur þessa árs, eða þar til undirritað- ur hætti störfum. Hagnaður félagsins hefur aldrei verið meiri og þótti sumum hann þó nægur fyrir. Má hiklaust full- yrða að eignir Reykjaprents h.f. nemi nú um 100 — eitthundrað milljónum króna t- i fasteignum og fjármunum. Þetta veganesti ætti að vera nægilegt núverandi ráðamönnum félagsins til að „hafa efni á” að stunda heiðar- íega samkeppni við nýtt dag- blað, án þess að þurfa að eyða kröftum sinum i að reyna að sverta mannorð þeirra, sem við er keppt. Drengilegar baráttu- aðferðir skila sér alltaf betur en rógur og ósannindi. 1 tilvitnaðri klausu um „Visis- Eins og DAGBLAÐIÐ skýrði frá um daginn var lögreglan á Neskaupstað kærð fyrir likams- meiðingar. Bogi Nilsson, fulltrúi sýslumanns á Akureyri, hefur haft rannsókn með höndum. 1 samtali við blaðið i morgun sagði skjöl” hefur höfundi alveg láðst að geta þess, kannski visvit- andi, að i skrifstofu minni voru geymd og að sjálfsögðu skilin eftir öll fylgiskjöl félagsins frá þvi árið 1968 til siðustu áramóta. Oll þessa árs fylgiskjöl voru komin til endurskoðanda félags- ins vegna uppgjörs þess, sem áður er að vikið. Fyrst fylgi- skjölin voru ekki „numin á brott” hvaða skjöl er þá átt við? Þegar undirritaður hætti störf- um á dagblaðinu Visi varð það að samkomulagi milli okkar Þóris Jónssonar að ég gerði grein fyrir ýmsum atriðum er reksturinn varða, þegar leitað yrði eftir. Það hefur aldrei verið neitt ágreiningsmál að ég taldi mig þurfa að yfirfara ýmis bréf og minnisblöð, sem safnazt höfðu 1 hirzlur minar á siðast- liðnu sjö ára timabili. Og tæpast láir mér þaö neinn þótt ég vildi tryggja mér aðgang að þessum gögnum fremur en að láta „félaga” mina meðhöndla mig i þeim efnum með sama hætti og Jónas Kristjánsson ritstjóra er þeir skiptu um skrá á vinnu- herbergi hans meðan hann var i sumarfrii og ráku hann siðan. Jónas hefur ekki enn fengið að- gang að skjölum sinum og kannski sviður mönnum það að geta ekki viðhaft sama hátt á að þvi er mig varðar. Þar sem ýmis vandamál i sambandi við einstök atriði er varða félögin Reykjaprent h.f. og Járnsiðu h.f. hafa verið borin á torg af þeim félögum þarf það engan að undra, sem með þvi hefur fylgzt, þótt meðhöndla verði Bogi að rannsókn væri lokið og næsta stig að senda málið til rikissaksóknara. Ekkert frekar vildi Bogi tjá sig um málið á þessu stigi — mál sem þessi væru alltaf viðkvæm I litlu bæjarfé- lagi. með gát ýmis gögn er þessi félög varða. Er þá átt við, að tryggt sé, að þau gögn, er Járn- siðu h.f. tilheyra, lendi á réttum stað, og hin, er Reykjaprent h.f. varða, lendi þar sem þau eiga að vera. Jafnvel þetta ætti þeim félögum að vera ljóst, þótt vel- vildinni sé litt fyrir að fara. Þá skulu menn ekki gleyma þvi að undirritaður er enn stjórnar- maður i Reykjaprenti h.f., svo tæplega verður litið svo á, að um fjalli óviðkomandi maður. Það furðulegasta i þessu máli er svo það, að i gær, 24/9 1975, hafði Þórir Jónsson forstjóri samband við undirritaðan og sagðist hafa tekið saman lista yfir ýmsar upplýsingar, sem hann taldi i minni vörzlu og hann þyrfti að fá. Samdist okkur svo um, að hann sendi mér list- ann heim til min i gærkveldi, hvað hann og gerði, en við hitt- umst siðan i dag til að afgreiða málið Næst gerist það að ég les i Visi, að ég sé meiriháttar skjalaþjófur, eða hvernig ber á annan hátt að skilja aðdróttanir VIsis i dag? Er þarna kannski einhver að verki, sem ekki vill þola að „Visismálið” verði ekki enn verra en orðið er og sendir mér þvi þetta „drengilega” skeyti frekar en ekkert. Eru fylgjendur hinnar frjálsu sam- keppni, samkvæmt eigin yfir- lýsingum, að reyna að skaða samkeppnisaðila með þessum hætti? Sennilega afgreiða les- endur blaðanna slik vinnubrögð á viðeigandi hátt. 25. september 1975 Sveinn R. Eyjólfsson Bíll og Ijósastaur —ASt. KVENSTÚDENTAFÉLAGIÐ HYGGUR Á ÍBÚÐARKAUP — til að leigja stúdínu ó vœgu verði - BS - Um Vísisskjöl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.