Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 26.09.1975, Blaðsíða 8
8 Dagblaðið. Föstudagur 26. september 1975. MBIAÐIB frfálst, úháð dagblað Otgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ilitstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Hallur Slmonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson,, Bragi Sigurðsson, Hallur Hallsson, Ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrlmur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Maria Ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirlksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Úr vöndu að ráða Rikisstjórn okkar virðist ekki hafa mikið svigrúm til samninga um undanþágur fyrir erlenda tog- ara i islenzkri landhelgi. Þjóðin sem heild hefur mjög harða af- stöðu i landhelgisdeilunum og virð- ist fremur vilja þorskastrið en eft- irgjafir. Annað mál er, hvort rétt er að þrengja jafnmik- ið að rikisstjórninni og gert hefur verið viða i ræðu og riti að undanförnu. Rikisstjórnin þarf að sjálfsögðu að geta komið fram af sómasamlegri sáttfýsi út á við. Og hún þarf til dæmis að hafa i huga hagsmuni okkar af tollalækkunum á is- lenzkum útflutningsafurðum i ýmsum Evrópu- löndum. Við verðum að treysta rikisstjórninni til að vega og meta rækilega alla þætti, sem snerta af- stöðuna i landhelgisdeilunum og til að halda á þessum málum i senn af einurð og skynsemi. Sér- staklega ber að vara fólk við gagnrýnendum, sem eru að reyna að afla sér pólitisks uppsláttar á kokhreysti i landhelgismálinu. Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá rikis- stjórninni, að undanþágur innan fimmtiu milna verða mjög illa séðar hér heima fyrir, þegar tvö hundruð milna landhelgin er komin til fram- kvæmda. Andstaðan gegn slikum undanþágum er rótgróin i huga mikils fjölda fólks. * Ennfremur er það útbreidd skoðun, að þýðing- arlaust sé að semja um nokkrar undanþágur við Belga og Breta. Sú skoðun byggist á trú manna á, að Vestur-Þjóðverjar hyggist ekki semja, heldur sitja eftir með vopn refsitolla Efnahagsbanda- lagsins á lofti. Refsitollar bandalagsins á islenzkum sjávaraf- urðum fara hækkandi með hverju árinu. Þar með gætum við i vaxandi mæli freistazt til að vera eft- irgefanlegir i samningum við Vestur-Þjóðverja, þegar þeir eru orðnir eina hindrunin i vegi af- náms refsitollanna. Dagblaðið tekur undir þá skoðun, að ekki megi koma Vestur-Þjóðverjum i slika aðstöðu. Rikisstjórnin verður að taka fullt tillit til þeirra sjónarmiða, að sérsamningar við Belga eða Breta eða báðar þessar þjóðir komi ekki til greina, heldur verði slikir samningar að vera hluti af heildarsamningi, er tryggi afnám refsi- tolla Efnahagsbandalagsins. Sumir vilja láta fylgja afnám löndunarbannsins i Vestur-Þýzka- landi, en það er of litilvægt mál til að hafa á- hyggjur af. Um leið og rikisstjórnin er vöruð við undanþág- um innan fimmtiu milnanna og við sérsamning- um við Belga og Breta, er ótilhlýðilegt að binda hendur hennar svo rækilega, að hún hafi enga möguleika á að ná samningum um viðurkenningu Evrópurikja á tvö hundruð milna fiskveiðilögsög- unni. Málstað okkar hefur þegar verið spillt nokkuð með þvi að hunza kvótaskiptinguna á sildveiðum i Norðursjó. Menn hafa litla trú á friðunarást okkar, þegar við hyggjumst veiða i Norðursjó eins og okkur þóknast. Eins mundi það spilla. málstað okkar að vera svo einstrengingslegir i landhelgisdeilunni, að við tækjum einungis gilda skilyrðislausa uppgjöf viðsemjenda okkar. Skammhlaup Ég ætlaði mér sannarlega ekki að halda áfram að skrifa hér greinar uppi á háa séinu, en allar aðstæður valda þvi, að mér finnst ég ekki komast hjá að ræða meira um spillingu i stjórnmálum, þó það sé óneitan- lega bæði sorglegt og ömurlegt umræðuefni. Mér var um og ó, þegar siðasta grein var að fljóta úr pennanum hjá mér. Ég vona að menn lái mér ekki, að ég gat verið smeykur. Enginn getur verið öruggur og meðan hneykslismál eru illa upplýst eins og þá var, er svo grátlega örðugt að greina, hvaða vegi maður er að feta sig eftir og það getur virst svo mjótt á munum, eftir þvi hvernig á allt er litið, hvort maður er að útbreiða and- styggilegan róg eða reyna af góðum vilja og tilgangi að fletta ofan af spillingu. Þar við bætist að i litlu persónubundnu kliku- samfélagi má varla hendi blaka, svo maður kalli ekki yfir sig hatur og verði ásakaður um ofsóknir. Nú er ég dálitið öruggari, þvi að ég þykist hafa merkt það á margan hátt að fyrri grein min var eftir allt saman réttlæt- anleg. Ég réttlætist i verkinu m.a. fyrir það, að hún var i eðli sinu sjálfsgagnrýni. Ég held að flestir skilji, að hún var ekki skrifuð i þeim anda að vera árás á neinn, heldur reyndi ég að skoða heiðarlega hug okkar og samvisku, sem teljum okkur sjálfstæðismenn, að við sjálfir gerum okkur grein fyrir, hvernig við viljum að flokkur okkar sé, hvernig hann eigi að standa i fylkingarbrjósti með hreinan skjöld. Þannig spratt greinin út úr brjósti mér fyrst og fremst sem hastarleg viðbrögð gegn furðu- legum órökstuddum yfirlýs- ingum sjálfstæðisfélaganna, sem sýndu alveg óvenjulegan skort á stjórnmálaþroska og vöntun á varúð heiðarlegra manna. í öðru lagi finnst mér, að grein min hafi réttlæst af við- brögðum fjölda fólks, kunnugra og ókunnugra, sem hefur siðan snúið sér til min og sent mér kveðjur eftir ýmsum leiðum með innil. þakklæti fyrir hana. Ég túlka þessi einkennilega sterku viðbrögð almennings svo, að fólk sé órólegt og bein- linis hrætt um, að pólitisk spill- ing sé nú svo óðfluga að breiðast út i samfélagi okkar, að fólk beinlinis uggi um það, að réttur einstaklinga og alþýðufólks sé fyrir borð borinn, meðan frekir stórgammar i stórmeistara- klikum berjast um öll mestu gæði og auð þjóðfélagsins. I þriðja lagi sýnist mér að grein min hafi loksins réttlæst af þeim upplýsingum sem borgarstjóri gaf á blaðamanna- fundi sinum. Hinn illi grunur er nú staðfestur, að byggingar- félagið greiddi raunverulega 1 milljón króna i byggingarsjóð Sjálfstæðishússins og naut skömmu siðar alveg einstæðrar fyrirgreiðslu borgaryfirvalda, sem likur hafa verið leiddar að að kunni að veita félaginu 20 milljón króna aukahagnað. Á blaðamannafundinum velti borgarstjóri raunverulega ábyrgðinni af sér yfir á herðar Alberts Guðmundssonar stór- kaupmanns. Mátti skilja af skýrslunni, að eftir að borgar- stjóri hafði tvisvar neitað byggingarfélaginu um lóðina, hefðu forráðamenn þess farið til Alberts Guðmundssonar, sem þegið hafði milljónina frá þeim, og hann beitt sér fyrir því að farið var á bak við borgarstjóra til skipulagsstjóra. Svo virðist málinu hafa verið þröngvað i gegn með svo miklu offorsi á bak við sjálfan borgarstjóra, að þegar það kom svo til hans i þriðja skipti, mátti heita, að það væri útrætt mál, eða það sem fransarinn kallar ,,fet akkompli” með stimpil skipu- lagsstjóra á. Undarlegt var, að þegar borgarstjóri hafði skýrt frá þessu, skyldu engir fjölmiðlar, hvorki útvarp, sjónvarp né blöð gefa Alberti tækifæri til að svara fyrir sig. Þvi svifur ^maður enn i vafa um, hvort hann hafi aðra sögu að segja. En meðan þá yfirlýsingu vantar, litur þetta mál mjög illa út fyrir Alberti. Það liggur nú alveg ljóst fyrir, að hann tók við milljóninni frá byggingarfélag- inu og skömmu siðar beitti hann sér fyrir þvi, að sama bygg- Samsœri bandarískra stjómvakki gegn John Lennon Þær fréttir bárust nú i vikunni að John Ono Lennon, fyrrum Bitill, hefði fengið frest á að hafa sig úr landi I Bandarikjun- um vegna óléttu konu sinnar, Yoko Ono. Gáfu þau hjónin út yfirlýsingu siðar þann sama dag, þar sem sagði: „Yoko gengur með barn, John gengur með von.” Lennon hefur barizt fyrir þvi siðan i marz 1972 að fá að dvelja um kyrrt i Bandarikjunum sem hann litur nú á sem heimili sitt. Astæðan er einföld: New York er miðdepill alheimsins, segir Lennon, og þar vil ég vera. 16. júni i sumar lagði Lennon fram kæru i sambandsrétti Manhattan i New York. Kæran var á hendur John Mitchell, fyrrum dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum bandarisku stjórnarinnar. í greinargerð með kærunni nefndi Lennon einnig Richard Kleindiest, sem tók við embætti af Mitchell, og embættismenn Innflytjendaeftirlitsins (Immi- gration and Naturalization Ser- vice) INS. Asakar Lennon þessa menn fyrir að viðhafa „óviðeig- andi” aðgerðir til að flæma sig úr landi. Lögmaður Lennons, Leon Wildes, staðhæfir að stjórnvöld hafi af ásettu ráði „sótt og dæmt fyrirfram” i máli skjólstæðings sins og að brottvisunartilraun- irnar stafi fremur af „stjórn- málalegum ástæðum en broti á reglugerðum um innflytjend-' ur”. Fyrst þegar merki sáust um að stjórnvöld virtust vera eitthvað að gefa sig vakti það furðu manna, að þvi er segir i bandariska timaritinu Rolling Stone. Kjarni röksemdafærslu Lenn- ons er að „Watergate-aðferðir” hafi verið notaðar til að koma honum á kné. Snemma árs 1972 undirbjó og sendi undirnefnd dómsmálanefndar þingsins ó- venjulega orðsendingu varðandi Lennon til öldungadeildarþing- mannsins Stroms Thurmonds. 1 skjalaskápum INS, sem lög- fræðingar Lennons hafa fengið aðgang að, hafafundizttvær orð- sendingar. Richard Jones, einn starfs- manna Thurmonds, sagði við yfirheyrslur hjá lögfræðingi i dómsmálaráðuneytinu að efni fyrri orðsendingarinnar hefði verið á þá leið, að Lennon og kona hans ásamt fleira fólkiværii New York á leið til Kaliforniu, þar sem hópurinn hygðist spilla fyrir og stofna til óeirða við flokksfund Repú- blikanaflokksins, sem þá var i uppsiglingu. Jones hafði eftir „ónafngreindum en traustum heimildum” að starfsemi þessa hóps væri kostuð af Lennon. önnur örugg heimild inn- an stjórnarinnar, sagði I orð- sendingunni til þingmannsins, John Lennon: stefnir dómsmálaráðherra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.