Dagblaðið - 07.10.1975, Blaðsíða 3
Dagblaðið. Þriðjudagur 7. október 1975
3
Alþjóðlegt
gjaldeyris-
//SuTQil
fer fram
á íslandi
Hér á landi eru nú staddir 3
menn frá Alþjóðagjaldeyris-
stofnuninni. Hafa þeir átt
viðræðufundi með forstöðu-
mönnum islenzkra efnahags-
stofnana og islenzkum
ráðherrum.
Er þessi heimsókn starfs-
menna gjaldeyrissjóðsins til
íslands samkvæmt reglum
sjóðsins. Mæla þær svo fyrir,
að þátttökulöndin séu sótt
heim til viðræðna og úttektar,
að minnsta kosti einu sinni á
hverjum tveim árum.
Aðildarlöndin eru um 150
talsins. Auk skýrslna, sem
sjóðnum berast stöðugt, er
leitazt við að efla gagnkvæm
kynni starfsmanna sjóðsins og
forvigismanna i efnahags-
málum aðildarlandanna.
Seinast komu þessir menn
hingað i desember 1973. —BS
800 börn voru í Skóla-
görðum Reykjavíkur
HELDUR VAR HÚN
RÝR UPPSKERAN
Það varð rýr uppskeran I
Skólagörðum Reykjavikurborgar
I ár. Tölur um uppskeruna liggja
enn ekki fyrir en Hafliði Jónsson
garðyrkjustjóri kvað uppskeruna
hafa verið I lélegu meðallagi.Er
það tiðarfarið sem mestu um
ræður.
800 börn stunduðu ræktunar-
störf i Skólagörðum Reykjavikur
i sumar. Skólagarðarnir eru á 5
svæðum, i Laugardal, I gömlum
Aldamótagöröunum, Breiðholti,
Arbæ og á mótum Miklubrautar
og Ásenda. Stærstu svæðin eru
tvö þau fyrstnefndu, en nú horfir
svo að Skólagarðarnir muni
missa gömlu Aldamótagarðana
vegna byggingar læknahúss I
tengslum við LandspItalann.A.St.
Við eðlilega notkun
Týs og Ægis er
svartolía 100 millj.
kr. ódýrari en gasolía
um i heimsókn hjá MAN-véla-
framleiðendunum ásamt fulltrú-
um frá Stálvik. Stálvik er nú að
smiða tvo togara meö MAK-vél-
um fyrir Islenzka aðila. Fékk
Stálvik tilboð um aukatæki vegna
svartoliubrennslu i þeim og nam
viðbótarkostnaðurinn 16—18
millj. kr. samkvæmt tilboðinu frá
Þýzkalandi og aukakostnaöi hér
heima.
Svartoliunefnd yfirfór áætlun-
ina og gerði tillögu um öðruvisi
hannað kerfi. Var sú tillaga lögð
fyrir hina þýzku vélaframleið-
endur i siöustu viku og sam-
þykktu þeir kerfi Svartoliunefnd-
ar og taka fulla ábyrgö á vélum
togaranna eftir sem áður. Kerfi
Svartoliunefndar kostar um 1/3
hluta þess umframkostnaðar sem
upphaflega var talinn verða mið-
að við gasoliubrennslu eingöngu.
1 þessu dæmi hafa tillögur
Svartoliunefndar, teikningar og
útreikningar staðizt nákvæma
endurskoöun þýzkra framleið-
enda og orðið til milljónasparnað-
ar.
Enginn hefur cnnþá vefengt út-
reikninga hennar varöandi varð-
skipin tvö sem eru meö vélar
byggöar fyrir svartolíu en á vél-
arnar er notuð gasolía, sem er 100
millj. kr. dýrari á hverju ári en
svartolia.
—ASt
HAGSTÆÐ BIFREIÐAKAUP MEÐ SMÁAUGLÝSINGU:
BÍLL FYRIR 40 ÞÚSUND
og jafnvel
hjólbarðarnir
eru þess virði
Hann Árni B jarnason auglýsti
hjá okkur i Dagblaðinu eftir bil
og tók fram að hann mætti ekki
kosta meira en 50 þúsund krón
ur. Auglýsingin bar þann árang-
ur að hann fékk bifreið, Renault
R-8 af árgerð 1964, og borgaði
fyrir hana 40 þúsund krónur út i
hönd. Með bilnum fylgdu sum-
ardekk þau er undir bilnum
voru og að auki ný negld snjó-
dekk á felgum. Billinn er litið
sem ekkert ryðgaður og ekkert
hefur að honum fundizt.
Arni fékk um 30 tilboð eftir
auglýsinguna og reyndist þar
margt sæmilegustu bilar þó
vissulega hefði einnig verið þar
talsvert af druslum.
—BH
Á myndinni sjáum við Árna hjá
hinum ágæta bil sinum. (DB
mynd Björgvin).
NÚ SENDA ÞEIR
BÓKINA HEIM!
sú þjónusta
Borgarbókasafnsins
nýtur œ meiri
vinsœlda
„Bókaþjónustan er fyrir fatl-
aða, blinda og ýmsar stofnanir,
svo sem Sjálfsbjörg og Hrafn-
istu.”
Þetta segir Elfa Björk Gunn-
arsdóttir bókasafnsfræðingur
en það hefur nú verið möguleiki
siðan i mai i fyrra að fá bækur
heimsendar.
Elfa Björk kemur alltaf i
heimsókn til viðkomandi og
rabbar við hann. „Það er alltaf
auðveldara að tala við fólk i
sima þegar persónulegt sam-
band er komið á,” segir hún.
Það eru venjulegar svartlet-
ursbækur, sem eru i útláni fyrir
fatlaða og langtimasjúklinga,
sem lokaðir eru inni á heimilum
sinum og geta ekki farið út.
Starfsemin er jafnt fyrir þá
yngri sem þá eldri og hún eykst
með degi hverjum.
Þá er lika það sem kallaö er
50% þjónusta. Kvað Elfa Björk
það spara heilmikla vinnu hjá
þeim sem þurfa ekki að keyra
bækurnar heim. Þá væri gengið
frá bókapökkunum en einhver
af ættingjum eða vinum við-
komandi sækti bækurnar.
Svo eru það talbækurnar fyrir
hina blindu og sjóndöpru. Slikt
lánar Blindrafélagið og
Blindravinafélagið einnig. Sú
starfsemi er rekin fyrir allt
landið öfugt við útlán svartlet-
ursbókanna, sem aðeins er fyrir
höfuðborgarsvæðið.
Talbækur eru spólur, sem les-
ið hefur verið inn á. Bæði kass-
ettur og stór bönd. Elfa Björk
segir okkur að þau séu mörg ó-
leyst vandamálin við útlánin á
þeim. Bæði sé, að ekki er úr
nema um 100 bókatitlum að
velja og svo eru það margir
sem ekki eiga kassettu- eða
segulbandstæki til þess að geta
notað þessa þjónustu.
Hún sagði að Hrafnista hefði
keypt nokkur taéki, sem vist-
menn gætu fengiö að láni. Þá
hefði kvennadeild Reykjavikur-
deildar Rauða krossíns nýlega
keypt heilmikið af kassettu-
tækjum, sem gjöf til sjúkrahús-
anna.
Elfa Björk benti á að það væri
tilvalin gjöf og vel metin þegar
menn veldu gjöf handa blindum
eða sjóndöprum að gefa kass-
ettutæki.
EVI
Alltaf eykst starfsemin i bókaútlánunum þar
bilsins. Ljósm. Björgvin.
sem bækurnar eru sendar heim til viðkomandi. Þetta er Haukur Sveinsson biistjóri bóka-
I 3 i r ,
| I ’■*
i I m * mm> ^ir ' j
ÓTAMINN HÁHYRNINGUR ÓSKAST í KAUPFÉLAGINU
„Lifandi háhyrningur ósk-
ast,” segir i auglýsingu sem sett
hefur verið upp i sölubúð Kaup-
félags Austur-Skaftfellinga á
Höfn i Hornafirði. Boðnir eru 10
þúsund dollarar fyrir dýrið.
Undir auglýsinguna ritar nafn
sitt franskur maður, Grandiere,
sem gefur upp heimilisfang á
mb. Sigurvon.
Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir
til að koma lifandi háhyrningi til
fyrirhugaðra heimkynna, hefur
það mistekizteins og lesendum
DAGBLAÐSINS er kunnugt.
Enda er auglýsingin ennþá uppi
i Kaupfélaginu á Höfn. Væntan-
lega er átt við ótaminn háhyrn-
ing þar sem tamdir háhyrning-
ar eru taldir fimm sinnum
meira virði en þarna er boðið.
—BS—