Dagblaðið - 07.10.1975, Side 13
Dagblaðið. Þriðjudagur 7. október 1975
13
óttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
therjar
nesinga
beztir!
Kiev sigraði Bayern 2-0 í
er í „stórbikar" Evrópu
því í bóðum leikjunum
iraliðið,
nótherjar
umferð
i þessum
t til titils-
pyrnulið
i sigraði
Evrópu-
k Iiðanna
stórbikar
Crsiit 2-0
Munchen
innig. 1-0
eikjunum
10 Kiev,
ukeppni
sigurveg-
mi, hafa
ápusam-
kki opin-f
Ukralnu-
; skipa I
sliðið I
idsliða,
gulli og
0 þúsund
ks kaup-
arinn af-
gær.
Kiev I
eg Blok-
rúmlega
indum á
skoraði
ns — og
i markið
í dögun-
sovézku
ákveðn-
dunarafl
ýzka liö-
■ aðeins
iknum —
, þar á
ilverja,
íörk úr
andi og
t knatt-
er Páll
I fyrri
meðal heimsmeistaranna Gerd
Muller og Uli Hoeness. Fá lið
mega við sliku — enda leið hálf-
tlmi af leiknum þar til Bayern
átti skot á mark. Kiev sótti
mjög, en nokkurs kæruleysis
gætti I sóknarlotum liðsins —
fyrst komst Blokhin I gott færi,
siðan Onishchenko, já, báðir I
galopin færi, þar sem Maier var
„strandaður” I marki og vörnin
I molum. En ekki tókst þeim að
skora.
En svo kom fyrsta markið á
40. min. Blokhin lék óstöðvandi I
gegn, hljóp varnarmennina auð-
veldlega af sér og skoraði án
þess að Maier hefði nokkra
möguleika að verja. í slðari
hálfleiknum lék Bayern-l’iðið
betur, en von þess að sigra varð
aö engu á 8. mln. Þá var dæmd
aukaspyrna á Bayern talsvert
utan vltateigs — og Blokhin tók
spyrnuna. Þrumufleygur hans
þyrlaðist framhjá varnarmönn-
unum og markverðinum efst I
markhorn Bayerns-marksins.
Lokakaflann sótti Bayern tals-
vert, en tókst ekki að koma
knettinum framhjá hinum
gamalreynda markverði
Dynamo, Rudakov.
Liðin voru þannig skipuö:
Bayern: Maier, Horstmann,
Duenberger (Hansen), Schwar-
zenbeck, Beckenbauer, Roth,
Wunder, Weiss, Schuester
(Thorstensson), Rummenigge
og Kapelmann. Dynamo: Ruda-
kov, Konkov, Zuyev, Fomenko,
Reshko, Troshkin, Muntyan,
Onishchenko, Buryak, Vere-
mayev og Blokhin.
Sá misskilningur hefur á ein-
hvern hátt borizt til aðalstöðva
UEFA, að Akranesliöið sé frá
Reykjavlk. í fréttum BBC af
drætti I aðra umferð og umræð-
um slöar hefur alltaf verið talað
um Akranes, Reykjavlk, íslandi
— og evrópskar fréttastofur
hafa haft sama hátt á. Það var
þvi ekki furöa, þegar drátturinn
kom til umræðu hjá Bayern, og
einn leikmanna taldi Malmö-lið-
ið hið léttasta, sem Bayern hefði
getað fengið, að Gerd Muller,
miðherjinn frægi, gripi inn I
„það er eitt léttara, Reykjavik,
tslandi — það hefði verið létt-
asta liðið, sem við gátum feng-
ið”, sagði Muller.
Vill heim
Johnny ReD. ein skærasta
„stjarnan” I HM-liði Hollands
sagði i gær I Amsterdam, að hann
væri ákveðinn i þvi að yfirgefa
hið spánska félag sitt, Valencia,
og snúa aftur heim til Hollands.
Valencia keypti hann frá Ajax
fyrr á þessu ári fyrir 130 þúsund
sterlingspund.
Rep, sem er aðeins 23ja ára,
sagði, að honum likaði ekki að
búa á Spáni, og bætti við, að
fjölskylda hans - eiginkona og
börn - væru ekki hjá honum þar.
Þá sagði Rep, að Coster, tengda-
faðir Johans Cruyff, myndi fara
með honum til Spánar til að ræða
samninginn við Valencia.
Miklar bollaleggingar hafa líka
verið um Cruyff hjá Barcelona -
einkum siðan „uppalari” hans
Rinus Michels hætti sem fram-
kvæmdastjóri Barcelona og tók
viö störfum hjá Ajax á ný.
RITSTJÓRN:
HALLUR
SÍMONARSON
Axel Sigurðsson, framkvæmdastjóri HSl, afhendir Walter Ketel, matsveini á Hótel Borg, lyklana að FIAT-bflnum — og til vinstri er
Eirikur Ingi, sem átti tlu miða með Walter. DB~mynd Bjarnieifur.
Keypti miða nr. 23
af því ég er 23ja óra
sagði Walter Ketel, sem hlaut ósamt félaga sínum FIAT-bílinn í happdrœtti HSÍ
— Ég hélt að einhver væri að
gera grin að mér — trúöi þessu
alls ekki — þegar hringt var til
min og sagt að ég hefði fengið
bil i happdrætti HSt, sagði
Walter Ketel, matsveinn á
Hótel Borg, þegar hann tók
ásamtfélaga sinum á Borginni,
Eiriki Inga Friðgeirssyni, við
lykiunum að nýja Fiat-rally-
bflnum, sem dreginn var út I
happdrætti Handknattleikssam-
bands tslands eftir siðari leikinn
við Pólverja á sunnudag i
Laugardalshöllinni. Það var
niðri i Lækjargötu f gær og Axéi
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
HSt afhenti vinninginn.
Við félagarnir keyptum tfu
miða i happdrættinu, sagði
Ketel ennfremur, en hann er af
þýsk-japönskum ættum — og ég
vildi endilega fá miða nr. 23 af
þvl ég er 23ja ára. Það var góð
fjárfesting — bætti hann við
brosandi — billinn kom upp á
miöa 23 og er virtur á eina
milljón og fimmtíu þúsund
krónur. Já, þeir voru glaðir,
kokkarnir á Borginni, i gær I
Klausturhólum í Lækjargötu —
en þar er aðalsalan á happ-
drættismiöum HSt. Dregið er
mánaðarlega — aðeins 2500
miðar — og vinningur nýr Fiat I
hvert sinn.
Eftir leikinn á sunnudag I
Höllinni dró Ölafur Jónsson,
tollvörður, formaður Hand-
knattleiksdeildar Fram, borö út
á gölf — setti á það fallegan
vasa með miðunum I happ-
drættinu, og brátt birtust full-
trúar borgarfógeta — Þórhallur
Einarsson, lögfræðingur, sá
kunni kappi, sem lék I fyrsta
íslenzka landsliðinu i knatt-
spyrnu 1946 gegn Dönum, og er
enn afar áhugasamur um
Iþróttir. Skiljanlega, þvi synir
hans tveir, Einar og Hinrik
„markakóngur” 2. deildar I
sumar, eru meðal kunnustu
leikmanna Breiðabliks — Hinrik
nú á förum norður til Akur-
eyrar. Með Þórhalli var
Sigurður Sigurz, sem sjaldan
lætur sig vanta á völlinn, þegar
eitthvað mikið er um að vera —
einkum i knattspyrnunni.
Ahorfendur biðu margir
hverjir eftir drættinum — ung
stúlka dró miða úr vasanum —
miða nr. 23 — og hinir heppnu
reyndust svo matsveinarnir á
Borginni.sem kannski hafa
keypt flesta miða allra — eða tiu
samtals. Eins og áður segir er
dregið mánaðarlega og er hægt
að endurnýja miðana — ef fólk
vill halda þeim I næsta drætti,
eftir mánuð.
íþróttir j
C J
Framkvœmdastjóra enn sparkað
Enn var framkvæmdastjóri
ensks knattspyrnuliðs látinn
fjúka i gær — Ken Furphy hjá
Sheffield United var rekinn — og
það hlýtur að vera ótryggasta
starf i heimi að starfa í enskum
knattspyrnuheimi.
Sheff. Utd. er nú I neðsta sæti 1.
deildarinnar ensku — og eftir
stjórnarfund i félaginu I gær var
ákveðið að láta allt bitna á
Furphy. Stjórnarformaðurinn
John Hassall sagði að stjórnin
hefði samþykkt einróma „að þörf
væri á breytingu á stjórn liðsins.
Akveðið var að slita samningn-
um við Furphy á stundinni”.
Þjálfarinn Celcil Coldwell mun
annast þjálfun og liösuppstill-
ingu, þar til nýr framkvæmda-
stjóri hefur verið ráðinn. Bæði
Sheffield-liðin eru nú án fram-
kvæmdastjóra — og einn maður
er mjög nefndur I sambandi við
þau — George Kirby, þjálfari
Akurnesinga.
Ken Furphy hefur veriö með
Sheffield-liðið i tæp tvö ár — var
áður framkvæmdastjóri Wat-
ford.Siðasta leiktimabil var hið
fyrsta „heila” hjá honum með
Sheffield-liðið. Það náði þá betri
árangri en um langt árabil —
varð i sjötta sæti i vor. Nú hefur
hins vegar allt gengið á afturfót-
unum hjá liðinu — meiðsli og leik-
bönn leikmanna riðluðu liðsskip-
an hjá Furphy I fyrstu leikjunum I
ágúst — og raunasagan hefur
haldið áfram. Meiðsli og aftur
meiðsli hrjáð leikmenn og árang-
ur liðsins, sem talið var eitt hið
sigurstranglegasta þegar keppn-
in hófst, hörmulegur, skiljanlega.
En stjórnin hefur ekki tekið tillit
til þess — hins vegar „höggvið”
viðurkenndan mann i starfi, ekki
aðeins hjá Sheffield United, held-
ur þeim liðum, sem hann hefur
áður stjórnað.