Dagblaðið - 07.10.1975, Page 18

Dagblaðið - 07.10.1975, Page 18
18 Dagblaðið. Þriðjudagur 7. október 1975 Gullið ú SKEIÐARÁRSANDI Málmarnir hafa dreifzt um hoiuna, jarðfrœðingur " „Það er ekki rétt, eins og látið er i veðri vaka i Visi i gær, að leiðangursmenn hafi hætt leit- inni að gullinu vegna niðurstaða mælinga þeirra er ég fram- kvæmdi fyrir þá á laugardaginn var. Einhver bilun, eða hreint eðlilegt slit var komið i dæluút- búnaðinn, dælan var komin á tima, eins og þeir segja”, sagði Leo Kristjánsson jarðeðlis- fræðingur i viðtali við Dagblaðið. Sagði Leó að það, sem gerzt hefði væri það helzt, að niður- stöður mælingarinnar á laugar- daginn hefðu verið i allmiklu ósamræmi við mælingarnar i september. Vilja menn nú nota timann meðan gert er við til þess að bera saman ráð sin. „Mælingarnar i september sýndu tvo toppa á því svæði, sem mest hefur verið dælt úr, annar toppurinn 3-4 metra breiður og gaf mikla svörun, sem jafngilti tugum tonna af málmum, og svo einn til, sem nú er norðanlega i holunni”, sagði Leó ennfremur. „Laugardags- mælingarnar sýndu að aðeins var um 1/10 hluti svörunar eftir frá miðtoppinum en toppurinn norðarlega i holunni gefur enn sömu svörun”. Leó sagðist ennfremur hafa stungið upp á þvi við leitar- menn, að þeir reyndu að verða sér úti um loftþjöppur til þess að reyna að hreinsa til á botni holunnar og einnig taldi hann nauðsynlegt, að farið yrði nákvæmlega i gegnum hauginn, sem upp er kominn. Taldi hann liklegast, að málmar þeir, sem verið hefðu I miðtoppnum, hefðu dreifzt um holuna, þegar komið var niður á 15—16 metra dýpi og yrði þvi að fara að öllu með mikilli gát i framtiöinni. HP Hver er „sá seki"? Ekki kerfinu að kenna — en kannski hagsmunahópnum sjálfum? „Þetta hefði aldrei komið fyrir, ef við hefðum fengið að ráða. Við embættismennirnir höfum aðeins hjálpað til að koma þessu i lag,” sagði Þórður Asgeirsson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins i viðtali við DAGBLAÐIÐ. Þórður átti hér að sjálfsögðu við sildveiði- og söltunarregl- urnar, sem settar voru og nú hefur verið breytt. Tilgangurinn með þvi að setja yfirleitt nokkrar reglur um veiðar og meðferð afla, var sá að takmarka aflamagnið og dreifa þvi á veiðiskipin. „Við fengum ekki það verkefni að setja þessar reglur,” sagði Þórður Asgeirsson, að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Sjávarútvegsráðherra, Matt- hias Bjarnason, ákvað þá til- högun að leita tillagna um hvernig staðið skyldi að þvi að takmarka aflamagnið. í þá nefnd voru skipaöir æðstu menn hagsmunahópa, sem málið varðaði. í nefndina voru skipaðir: Þor- steinn Gislason, varafiskimála- stjóri, formaður, Jón Sigurðs- son, formaður Sjómannasam- bands Islands, Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóri Sildarút- vegsnefndar, Kristján Ragnars- son, formaður L.Í.Ú., Þorsteinn Jóhannesson, form. útvegs- mannafél. Suðurnesja og Hrólf- ur Gunnarsson, skipstjóri. Már Elisson, fiskimálastjóri tók sæti Þorsteins Gislasonar i nefnd- inni. Meirihluti nefndarinnar skil- aði áliti, sem ráðherra fór eftir. Fulltrúi Sildarútvegsnefndar skilaði séráliti og greiddi einn atkvæði á móti áliti meirihlut- ans. Það hefur reynzt erfitt að finna nokkurn, sem leizt á þetta álit, sem ráðherra fór eftir. Eftir stendur þvi tillögugerð æðstu manna þeirra hagsmuna- hópa, sem málið varðaði, eins og áður segir, og nýjar reglur, sem ganga i allt aðra átt. —BS— Standa saman allar sem ein - UM FRÍ ÞANN 24. OKTÓBER „Viö stöndum saman allar sem ein og höfum ákveðið að biðja um fri þann 24. október.” Það er Guðný Þórðardóttir varðstjóri hjá Pósti og sima, sem mælir þessi orð fyrir hönd stúlknanna sem sjá um talsam- band við útlönd. Og það er al- gjörlega I höndum kvenna. Það er þvi eins gott fyrir alla þá sem þurfa að ná sambandi við útlandið að hafa góðan fyrir- vara á þvi. Frá kl. 8—5 þann 24. verður ekkert afgreitt nema i algjöru neyðartilfelli sé. „Viö viljum taka undir yfir- lýsingu á þessum degi Samein- uðu þjóðanna að standa á rétt- indum kvenna um allan heim,” segir Guðný og bætir við. „Okk- ur finnst það jákvætt að kven- fólkið standi saman og sýni i verki að það getur það.” A landsfundi simafélaga, sem haldinn var á Húsavik um sið- ustu helgi, lýsti formaður síma- félagsins Agúst Geirsson þvi yfiraðfélagið stæði algjörlega á bak við kvenfólkið þann 24. október. —EVI | Björn G. Björnsson stórkaup- maður og fyrrum framkvæmda- stjóri Sænsk-Islenzka frystihúss- ins, er sjötugur I dag. Hann tekur á móti ættingjum, vinum og kunningjum að heimili sinu, Freyjugötu 43, kl. 4-7 I dag. Mænusóttarbólusetning Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30 — 17.30. Vinsamlega hafið með ykkur ónæmisskirteini. Neskirkja: Þau börn, sem fermast eiga i Neskirkju á næsta ári, vor og haust, eru vinsamlega beðin að koma til innritunar I Neskirkju nk. miðvikudag 8. október kl. 3.15 e.h. — Sd knarprestarnir. Kvenfélagið Seltjörn heldur fund miðvikudaginn 8. ok't. i félagsheimilinu kl. 20.30. Heiðar Jónsson kynnir snyrtivörur og segir frá vetrartizkunni. Fluttur verður skemmtiþáttur. Stjórnin. Frá Norræna húsinu: ARNE BERG arkitekt frá Noregi heldur fyrirlestur i Norræna húsinu miðvikudaginn 8. október nk. kl 20.30. „Om norsk by ggningsvern” og sýnir skuggamyndir til skýringar. Laugardaginn 11. október kl. 16 verður sýnd ný litkvikmynd um norskar stafbyggingar og Arne Berg ræðir um ýmsar staf- byggingar i Noregi. Aðgangur er öllum heimill. Verið velkomin. Laugarnesprestakall. Börn sem eiga að fermast i vor og næsta haust, komi til viðtals i Laugarneskirkju fimmtudaginn 9. okt. kl. 6. Séra Garðar Svavarsson. Hreingerníngar Hreingerningar. Vanir og góðir menn. Hörður Victorsson, simi 85236. Vélahreingerning, gólfteppahreinsun og húsgagna- hreinsun (þurrhreinsun). Vanir menn. Vönduð vinna. Uppl. i sima 40489. Teppahreinsun. Hreinsum gólf- teppi og húsgögn i heimahúsum og fyrirtækjum. Góð þjónusta. Vanir menn. Simi 82296 og 40491. Hreingerningar. Geri hreinar Ibúðir og stiga- ganga, vanir og vandvirkir menn. Upplýsingar i sima 26437 milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7. Hreingerningar—Teppahreinsun. íbúðir kr. 90 á fermetra eða 100 fermetra Ibúð á 9000 kr. Gangar ca 1800 á hæð. Simi 36075. Hólm- bræður. v, Þjónusta Múrverk. Get tekið að mér múrverk strax. Uppl. i sima 74457 eftir kl. 7. Heimavinna! Tek að mér heimavinnu i vélrit- un. Upplýsingar i sima 82957. Verkfæraleiga. Málningarsprautur með könnu, borvélar og suðutæki. Uppl. i sima 52083. A sama stað óskast bilskúr til leigu. Hreinsuin og pressum samdægurs. Efna- laug Nóatúns, Norðurveri, s. 16199. Huröaisetningar. Tek að mér isetningu innihurða. Simi 42278. Húsráöendur athugið. Lagfæri smiði i gömlum húsum, dúklagnir, flisalagnir, veggfóðrui o.fl. Upplýsingar i simum 26891 og 71712 á kvöldin. Tek að mér flisalagnir. Uppl. i sima 75732. Ileimilisþjónusta. Getum bætt við okkur heimilis- tækjaviðgerðum. Viðgerðir og breytingar utan húss sem innan. Sköfum upp útihurðir. Uppl. i sima 74276 milli kl. 12 og 13 og eftir kl. 6 á kvöldin. Tek aö mér viögerðir á vagni og vél. Rétti og ryðbæti. Simi 16209. Innrömmun. Tek að mér innrömmun á alls konar myndum, fljót og góð afgreiðsla. Reynið viðskiptin. INNRÖMMUN VIÐ LAUGAVEG 133 næstu dyr við Jasmin . Húsaviðgerðir og breytingar. Tökum að okkur hvers konar húsaviðgerðir og breytingar á húsum. Uppl. i sima 84407 kl. 18—20. Vinsamlega geymið aug- lýsinguna. Þiö sem eruð aö flytja Tökum að okkur hvers konar niðurtekningar og uppsetningar s.s. á hillum, köppum, ljósum o.fl. Útvegum efni ef með þarf Fag- maður að verki. Leitið upplýsinga i sima 74276. Úrbeiningar — úrbeiningar. Tökum að okkur úrbeiningar á nauta- svina- og folaldakjöti. Upplýsingar I sima 44527 eftir kl. 6. Lærðir fagmenn. Geymið auglýsinguna. Mála gömul húsgögn. Uppl. s. 11463 eða Miðstræti 3a. Birgir Thorberg. Pipulagnir Tek að mér nýlagnir og breyt- ingar i pipulögnum. Simi 75567 eftir kl. 7 á kvöldin. Hnýtið teppin sjálf. Mikið úrval af smyrnavcgg-'* og gólfteppum og alls konar handa- vinnu, alltaf eitthvað nýtt. — Rya- búðin Laufásvegi 1. Tek að mér bókhald fyrir verzlanir og smærri fyrirtæki, er vanur. Uppl. i sima 33713 eftir kl. 5.30. Bílabónun — hreinsun. Tek að mér að vaxbóna bila á kvöldin og um helgar. Uppl. i Hvassaleiti 27. Simi 33948. Úrbeining á kjöti. Tek að mér úrbeiningu á kjöti á kvöldin og um helgar. (Geymið auglýsinguna) Simi 74728. Tökum að okkur að þvo, þrifa og bóna bila, vanir menn, hagstætt verð. Uppl. i sima 13009. Ilibýlaráðgjafi tekur að sér skipulagningu og hönnun hibýla. Simi 84876. Viðkomústaðir bókabilanna Arbæjarhverf i Hraunbær 162 —þriðjud. kl. 1.30- 3.00. Verzl. Hraunbæ 102 — þriðjud. kl. 7.00-9.00. Verzl. Rofabæ 7-9 — þriðjud. kl. 3.30- 6.00. Breiðholt Breiðholtsskóli — mánud. kl. 7.00- 9.00, miðvikud. kl. 4.00-6.00, föstud. kl. 3.30-5.00. Hólagarður, Hólahverfi — mánud. kl. 1.30-3.00, fimmtud. kl. 4.00-6.00. Verzl. Iðufell — fimmtud. kl. 1.30- 3.30. Verzl. Kjöt og fiskur við Engjasel — föstud. kl. 1.30-3.00. Verzl. Straumnes — fimmtud. kl. 7.00-9.00. Verzl. við Völvufell — mánud. kl. 3.30- 6.00, miðvikud. kl. 1.30-3.30, föstud. kl. 5.30-7.00. Háaleitishverf i Alftamýrarskóli — miðvikud. kl. 1.30- 3.00. Austurver, Háaleitisbraut — mánud. kl. 1.30-2.30. Miöbær, Háaleitisbraut — mánud. kl. 4.30-6.00, miðvikud. kl. 6.30- 9.00, föstud. kl. 1.30-2.30. Holt — Hliðar Háteigsvegur — þriðjud. kl. 1.30- 2.30. Stakkahlið 17 — mánud. kl. 3.00-4.00, miðvikud. kl. 7.00-9.00. Æfingaskóli Kennaraháskólans — miövikud. kl. 3.30-5.30. Laugarás Verzl. við Norðurbrún — þriðjud. kl. 4.30-6.00. Laugarneshverfi Dalbraut / Kleppsvegur — þriðjud. kl. 7.00-9.00. Laugalækur / Hrisateigur — föstud. kl. 3.00-5.00. Sund Kleppsvegur 152 við Holtaveg — föstud. kl. 5.30-7.00. Tún Hátún 10 — þriðjud. kl. 3.00-4.00. Vesturbær Verzl. við Dunhaga 20 — fimmtud. kl. 4.30-6.00. K.R.-heimilið — fimmtud. kl. 7.00-9.00. Skerjafjörður, Einarsnes — fimmtud. kl. 3.00-4.00. Verzlanir við Hjarðarhaga 47 — mánud. kl. 7.00-9.00, fimmtud. kl. 1.30- 2.30. Tilboð óskast i jarðvinnu og steypuvinnu á 28 ferm bilskúrsplötu. Tilboð leggist á afgr. blaðsins fyrir 30/9 merkt „210”. Bókhald. Get tekið að mér bókhald fyrir lít- ið fyrirtæki. Uppl. i sima 73977 á kvöldin. Sjónvarpsloftnet. Tek að mér loftnetavinnu. Fljót og örugg þjónusta. Simi 71650. Málningarvinna. Ef þér þurfið að láta mála, hring- ið þá i sima 81091. Húseigendur — Húsverðir Þarfnast hurð yðar lagfæringar? Sköfum upp útihurðir og annan útivið. Föst tilboð og verklýsing yður að kostnaðarlausu. Vanir menn. Vönduð vinna. Uppl. i sim- um 81068 og 3827Í. Úrbeining. Tek að mér úrbeiningu og sundurtekt á nautakjöti. Sé um pökkun ef óskað er. Geymið aug- lýsinguna. Upplýsingar i sima 32336.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.