Dagblaðið - 14.10.1975, Page 24
LOKUÐU VEGINUM
MED BÍLUM SÍNUM
„Méira að segja
sjúkraflutningar eru
erfiðleikum bundnir
vegna þess að vegurinn
er að heita má alveg ó-
fær,” sagði Guðmund-
ur Sigurðsson i Þor-
lákshöfn i viðtali við
DAGBLM)IÐ.
Þorlákshafnarbúar lokuðu
veginum á vegamótum Þor-
lákshafnar og Þrengslavegar
kl. 22 í gærkvöldi til þess að
mótmæla aðgerðaleysi Vega-
gerðarinnarí viðhaldi vegarins.
Var tveim fólksbilum lagt þann-
ig á veginn, að ekki varð komizt
fram hjá, nema brýna nauðsyn
bæri til.
Að sögn Guðmundar hefur
vegurinn verið illfær undan-
farna daga. Vegagerðin á Sel-
fossi hefur daufheyrzt við beiðn-
um um vegheflun og ofaniburð.
„Þegar við báðumst ásjár hjá
verkfræðingi Vegagerðarinnar
voru svörin þau, að þeir sendu
mann til að skoða veginn. Hann
mun hafa sagt að vegurinn væri
að visu slæmuren ekki nærri þvi
ófær.
Fólksbflar lokuðu veginum fyrir
allri ónauðsynlegri umferð —
næturlangt til að byrja með.
Okkur er lofaö vegheflum i
dag, en einnig þarf að bera hér
ofan i veginn. Hann verður lok-
aður þar til bót verður gerð á
þessu ófremdarástandi,” sagði
Guðmundur að lokum.
Ekki kom til átaka eða af-
skipta' lögreglu Ut af lokun veg-
arins i nótt.
A siðasta ári gripu Þorláks-
hafnarbúar til þess ráðs að loka
veginum á sama hátt og nú var
gert og af sömu ástæðu. Siðan
hefur nýr vegur verið lagður til
Þorlákshafnar, sá með mörgu
beygjunum. En það er ekki nóg
að leggja vegi á Islandi. Það
þarf að halda þeim við. —BS.
Áhafnasprúttið:
ÞEIR FÁ JAFNVEL 10%AFSLÁTT FRÁ FRÍHAFNARVERÐI
Flugáhafnir fá 10% afslátt af
frihafnarverði á tóbaki og
áfengi. Samkvæmt upplýsing-
um Frihafnarstarfsmanna á
Keflavikurflugvelli, er þessi af-
sláttur kominn til á sérstakan
hátt, og var raunar nokkru
meiri, eða 30%.
Þegar Frihöfnin á Kefla-
vikurflugvelli tók til starfa árið
1959, var með ýmsu móti reynt
að laða viðskipti til hennar.
Meðal annars vár tekið til þess
ráðs, að gefa flugáhöfnum 30%
afsláttaf öllum vörum. Erlendir
flugstjórar ráða nokkru um það,
hvar þeir millilenda, og þótti
þetta gefa góða raun i sam-
keppni við t.d. Shannon-flugvöll
á Irlandi. Islenzkar flugáhafnir
voru látnar sitja við sama borð
og annað flugvéiastarfsfólk.
Raunar var þessu breytt fyrir
10-12 árum á þann veg, að af-
slátturinn var færður niður i
10% af tóbaki og áfengi en felld-
ur niður af öðrum vörum, og er
svo enn.
Hefur oft komið til tals að af-
nema þetta siðleysi, sem engan
munar um hvort eð er.
— BS-
Lánasjóður íslenzkra námsmanna er ennþa galtómur:
M R ER FULLKOMLEGA LJÓST,
AÐ FÓLK SVELTUR", ' ŒT
— rœtt við nokkra námsmenn erlendis
—- Þvi miður, það er ekkert
hægt að gera, — okkur hefur
ennþá ekki tekizt að útvega
fjármagn til að mæta fjárþörf
sjóðsins, sagði Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráð-
herra, er blaðið innti hann eftir
horfum á námslánum til náms-
manna hér heima og erlendis. —
Mér er það fyllilega ljóst að
þessi dráttur á útborgun lán-
anna kann að hafa slæmar af-
leiðingar i för með sér og að fólk
kunni að þurfa að herða sultar-
ólina um einhvern tima.
Ekki gat ráöherra upplýst
hvenær möguleiki væri á þvi að
hefja greiðslur lánanna né
heldur hvort þær gætu hafizt yf-
irleitt.
— Nefndin, sem sett var á
stofn til að kanna leiðir til úr-
bóta og endurskoöunar á náms-
lánakerfinu hefur nú hafið störf
og vonast ég til þess að hægt
verði að taka tillögur hennar til
umræðu nú á fyrri hluta þessa
þings, sagði Vilhjálmur
ennfremur. — Vonast ég til þess
að þá fari hlutirnir að lagast og
að kjör námsmanna batni.
Stangast vonir menntamála-
ráðherra þó verulega á viö
gerðir fjármálaráðherra, sem
hefur i hinu nýja fjárlagafrum-
varpi farið fram á niðurskurð
fjármagns til sjóðsins, sem fel-
ur i sér allt að 50% skerðingu á
kjörum námsmanna frá þvi
sem verið hefur undanfarin ár
og hefur það nú ekki verið mik-
ið.
Dagblaðið kannaði ofurlitið
ástand fjármála hjá náms-
mönnum og fjölskyldum þeirra
erlendis og höfðum við m.a.
samband við Hörð Halldórsson
tæknifræðinema i Arósum i gær.
Sagði hann að ekki mætti drag-
ast úr hófi að lánin kæmu og
alls ekki lengur en til mánaða-
móta. Taldi hann að dráttur
þessi kæmi án efa verst niður á
einhleypum, þar eð i nokkuð
mörgum tilfellum hefði eigin-
konum námsmanna þar tekizt
að verða sér úti um einhverja
vinnu, s.s. skúringar og annað i
nokkra tima á viku og drýgði
það að vonum krónurnar.
Jón Gislason, nemi i Osló,
sagði að hann ætti rétt tæpar tiu
krónur i vasanum og væri satt
aö segja ekki tilbúinn til þess að
segja hvað til bragðs skyldi
taka.
— Hér rikir megn óánægja með
seinagang þennan, sagði Jón. —
Fólk vili ógjarna fara að svifa á
nágrannana og snapa lán svo að
bankar eru eina leiðin. Ekki eru
þeir aliir auðfúsir að lána eigna-
lausum útlendingum peninga,
enda skiljanlegt. Taldi Jón þetta
framkvæmdaleysi stjórnvalda
um útvegun fjármagns fyrir
neðan ailar hellur og að heldur
hefðu þau gengið á bak orða
sinna, þegar tillit væri tekið til
þess að þau hefðu meira að
segja lofað greiðslu fyrri hluta
haustlána um miðjan
september en greinilega hunz-
að málið algjörlega.
— Sumarhýran er að ganga til
þurrðar hjá flestum, sagði
Valdimar Harðarson, nemi i
arkitektúr i London, er við höfð-
um samband við hann. Astandið
er þvi verulega slæmt hjá flest-
umog eru menn viö sulti bornir.
Sagði Valdimar það Ijóst að
flestir yrðu orönir peningaiausir
um næstu mánaðamót og væri
þegarorðinnkurrmikilli röðum
námsmanna. Hefðu mótmæla-
aögerðir nú þegar verið ræddar
og taldi hann að draga kynni til
tiðinda, — mótmælagangna og
jafnvel vandalisma, eins og
hann komst að orði, ef ekki yrði
úr þessum málum bætt hiö
skjótasta.
— Ég borga 435 kr. danskar i
húsaleigu. en á um 400, sagöi
Salvör Aradóttir nemi er við
höfðum samband við i húsi Jóns
Sigurðssonar i Kaupmanna-
höfn.” Ég býst þvi við að tölu-
veröur haili verði á minum
reikningum, er þeir verða gerð-
ir upp. Þó stend ég betur en
margir aðrir. Að sögn Salvarar
eru urn 200 manns við nám i
Kaupmannahöfn og taldi hún
sig geta ábyrgzt, að ástandið
væri verulega slæmt og þörf
væri mjög skjótra úrbóta.
—III*—
frjálst, úháð dagblað
Þriðjudagur 14. október 1975.
Eldavélarnar
í Þjóðleikhúsinu:
Fjórmagns-
skortur hef ur
tafið úrbœtur
Vegna brunans i Þjóðleikhúsinu
á sunnudagsmorguninn vakna
ýmsar spurningar, svo sem hvort
eldvarnir hússins séu nógu góðar.
Að sögn fróðra manna vantar
töluvert upp á að svo sé. Húsið er
orðið gamalt, og þegar það var
teiknað um 1930, þá voru allt
aðrar kröfur gerðar til eldvarna
en nú er.
Eldvarnaeftirlit Reykkjavikur
hefur fyrir löngu gert ráða-
mönnum hússins aðvart um, að
ekki sé allt i lagi, en ýmislegt
hefur tafið úrbætur, til dæmis
fjármagnsskortur. Hins vegar
má fullyrða að bruninn á sunnu-
daginn hafi opnað augu manna
fyrir þvi, að nú þurfi eitthvað að
fara að gera áður en stórslys
hlýzt af. —AT—
,,/Etlum ekki
í dómsmól"
— segir Byggingar-
samvinnufélag atvinnu-
bifreiðastjóra
„Við ætlum okkur ekki að reka
mál fyrir dómstólum fyrir Verð-
lagseftirlitið”, sagði Óskar Jóns-
son, framkvæmdastjóri Bygg-
ingasamvinnufélags atvinnubif-
reiðastjóra, i viðtali við DAG-
BLAÐIÐ. „Við ætlum að minnsta
kosti fyrst að sjá það svart á
hvitu, hvort rangir útreikningar
byggingameistara hafa j meira
en tvö ár farið i gegnum verðlags-
eftirlitið athugasemdalaust.”
Stjórn BSAB var að fara á
venjulegan mánaðarlegan stjórn-
arfund i morgun, þegar frétta-
maður DAGBLAÐSINS náði i
Óskar Jónsson, framkvæmda-
stjóra. Hann sagði, að þettá mál
væri ekki sérstaklega á dagskrá
fundarins.
„Okkur finnst ótrúlegt að svona
geti skeð,” sagði óskar, ,,og það
er óhætt að lofa þeim að skjóta
fyrstu skotum. Ef þetta er stað-
reynd, þá ætlum við fyrst að sjá,
hvað verðlagsyfirvöld gera i mál-
inu,” sagði Óskar að lokum.
Athugun verðlagsstjórans hef-
ur leitt i ljós, að byggingameist-
arar hafa i heimildarleysi lagt
alít að 4% á launatengda kostnað-
arliði við útreikning ákvæðis-
vinnu, eins og DAGBLAÐIÐ hef-
ur skýrt frá.
Deildarforsetar og
þingflokkaformenn
A þingfundum i gær var Asgeir
Bjarnason (F) kjörinn forseti
Sameinaðs þing og varaforseti
var kjörinn Gils Guðmundsson
(Ab). Forseti neðri deildar var
kjörin Ragnhildur Helgadóttir
(S) og varaforseti Magnús Torfi
Ólafsson (SFV). I efri deild var
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) kjörinn forseti og varaforseti
Eggert Þorsteinsson (A).
A fundum þingflokkanna var
Þórarinn Þórarinsson kjörinn
formaður þingflokks Framsókn-
arflokksins, Karvel Pálmason
formaður þingflokks Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna,
Gunnar Thoroddsen formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins er Ragnar Arnalds
og formaður þingflokks Alþýðu-
flokksins er Gylfi Þ. Gislason.
—HP