Dagblaðið - 15.10.1975, Side 4
Dagblaðiö. Miðvikudagur 15. október 1975
Þœr koma nœstar á eftir Pöpum
— fimm írskar nunnur setjast hér að
A myndinni sjáum við nunnurnar fimm, systir Anna haflU brugðið sér frá og gat þvf mlftur ekki veriö
meö á myndinni. (DB-mynd Björgvin)
LÉNHARÐUR FÓGETI, HINN
DÝRI, SÝNDUR Á
ÖLLUM NORÐURLÖNDUNUM
Fyrsta irska einsetufólkið i
rúmlega ellefuhundruð ár kom &■
þessu ári til íslands, þrjár
nunnur i júli og aðrar þrjár i
september.
Eru nunnurnar komnar
hingað til ársdvalar til að byrja
með en að árinu loknu eiga þær
að gera upp hug sinn um hvort
þær vilja setjast hér að til fram-
búðar. Systurnar sex heita:
Nellie, Deirdre, Maud, Anna,
Teresita og Ita. Sem stendur
starfa þær allar að hjúkrun i
sánkti Jóseps spitala I
Hafnarfirði, þær eru lærðar
hjúkrunarkonur og tvær þeirra
eru auk þess kennslukonur. Þær
munu svo, þegar valdi á is-
lenzkri tungu er náö, hefja
kennslustörf.
Við heimsóttum nunnurnar
fyrir skömmu og tókum þær
tali. Við rákum augun i bók á
borðinu hjá þeim „Teach your-
self Icelandic” kváðust þær
styðjast viö þá bók auk þess sem
þær nytu tveggja tima kennslu i
islenzku á viku.
Eru þær ánægðar með dvölina
hér, enn sem komið er, rómuðu
gestrisnina og hiýtt viðmót
þeirra er þær höfðu átt sam-
skipti við. Hvort þær söknuðu
einhvers? Jú, að visu, ættingja
sinna og tungumálsins. Einnig
væri maturinn á margan hátt
frábrugðinn þvi er þær áttu að
venjast. Veðrið? Sumarið i
sumar á Irlandi var ekki neitt
þjóðhátiðarsumar i ár fremur
en hér. Sögðu þær jafn kalt hafa
verið á írlandi þegar þær héldu
þaðan og þegar komið var til
Islands. Rigningasamt væri á
eyjunni grænu, Irlandi, ekki
siður en á tslandi.
Þegar hugmyndin kom upp i
reglu þeirra á trlandi að senda
nokkrar hjúkrunarkonur til
tslands var i fyrstu óskað eftir
sjálfboöaliöum og buðu sig
nokkuð margar fram. Voru þaö
þær sex sem fóru sem nokkurs-
konar frumherjar og ef áfram-
hald veröur á dvöl þeirra á
Islandi eftir fyrsta reynsluárið
munu væntanlega koma fleiri á
eftir og þá e.t.v. einnig prestar.
t irsku dagblaði var íarar
þeirra systranna getið og viðtal
við yfirmann þeirra, dr. Daly
biskup i Derry. I viðtalinu lýsti
hann ferð þeirra systranna til
tslands sem erfiðri för og sagöi:
„A lslandi er ekki sú sama
hætta fyrir hendi og vlða
annars staöar á hinum ýmsu
sjúkdómum og veikindum,” og
bætti svo við: „1 háþróuðu sam-
félagi eins og á tslandi, þar sem
áhrif kirkju vorrar eru þverr-
andi, er aftur á móti fólgin
hætta fyrir andann.”
Þegar við sögðum nunnunum
frá þessum ummælum bisk-
upsins við irska blaðamanninn
kváðu þær það rétt að sam-
nunnur þeirra sem sendar höfðu
verið til Afriku, hefðu fengið
marga illkynjaöa sjúkdóma en
að siðari hluta svars biskups
þeirra gátu þær ekki annað en
brosað og kváðust ékki háfa orð1
ið varar þeirrar andlegu hættu
sem biskupinn minntist á og þó
svo væri, þá óttuðust þær hana
ekki, sögðu þessar ungu og glað-
legu stúlkur okkur að lokum.
Sjónvarpið hefur selt leikritið
„Lénharður fógeti” til sýninga
á Norðurlöndum og standa yfir
athuganir á möguleikum til sölu
þess til annarra landa.
„Lénharður verður fyrst
sýndur núna á næstunni 1 Noregi
og siðan taka hin löndin hann til
sýningar hvert af öðru, sagði
Jón Þórarinsson, yfirmaöur
Lista- og skemmtideildar Sjón-
varpsins I viðtali við Dagblaðið.
„Ýmsir aðrir aðilar hafa látið i
ljós áhuga á aö fá leikritiö til
sýningar og vonum við að svo
verði raunin.” Sagði Jón enn-
fremur að allmikið samninga-
þref væri i kringum sölu á
myndinni, enda væri hún og þá
einnig Brekkukotsannáll, að
visu óbeint, kveikjan að fyrstu
viðskiptum íslands á alþjóða-
markaöi á þessu sviði og hefði
þvi reynzt nauðsynlegt að gera
fyrsta grundvallarsamning við
leikara og aðra aðstandendur
listaverka um rétt þeirra i þvi
sambandi.
„Löndin greiða ákaflega mis-
jafnar upphæðir fyrir sýninga -
réttinn,” sagði Jón. „Fer það
veröeftir viðtækjafjölda þar þvi
þeir hafa ekki fast verö, eins og
við.” Taldi Jón flest viðskipti
okkar viö Norðurlöndin okkur i
hag, við fengjum yfirleitt miklu
meira fyrir okkar snúð, allt upp
i fjögur erlend leikrit fyrir eitt
islenzkt.
Heyrzt hefur að sala á leik-
ritinu „Veiðiferð I óbyggðum”
sem gert er eftir handriti Hall-
dórs Laxness.gangi erfiðlegaen
Jón sagðist ekki hafa áhyggjur
af þvi máli, enda væri sannleik-
urinn sá að vegna þess að
Noröurlöndin væru öll að sýna
Lénharð fógeta um þessar
mundirmætti segja að markað-
urinn væri mettaður. Heföi leik-
ritiö veriö sýnt fulltrúum sjón-
varpsstöðva Norðurlandanna og
þeirlátið I ljósáhuga, en ákveð-
ið að taka Lénharö fyrst til sýn-
inga og sjá svo til.
„Norðmenn eiga t.d. ennþá
inni eitt ósýnt leikrit frá okkur,”
sagði Jón að lokum.
Ríkisskattstjóri fœr eitt bréfið enn:
Starfsmenn Tryggingqnna
styðjq Bolvíkingq
Starfsmannafélag Trygginga-
stofnunar rikisins tekur undir
kröfur Bolvikinga og annarra
um leiðréttingu á ranglátri
skattalöggjöf.
A félagsfundi starfsmannafé-
lagsins var eftirfarandi ályktun
gerð:
Stjórn og félagsfundur Starfs-
mannafélags Tryggingastofn-
unar rikisins fagnar frumkvæði
50skattgreiðenda i Bolungarvlk
er þeir rituðu skattstjóra Vest-
fjarðaumdæmis bréf og mót-
fmæltu óréttlátri skattalöggjöf.
Félagið tekur af alhug undir
sanngjarnar kröfur þeirra Bol-
vikinga og annarra sem fylgt
hafa þeim eftir og hvetur skatt-
greiöendur i landinu til að láta
ekki staðar numið fyrr en leið-
rétting hefur fengizt og menn
greiða gjöld sin til þjóðfélagsins
i samræmi við raunverulegar
tekjur.
Alyktun þessa sendi starfs-
mannafélagið til rlkisskatt-
stjóra.
—BS—
Kjarvals-
sýning utan
Kjarvals
staða
,,Ég held að ekkert hafi verið
reynt til þess að fá inni á Kjar-
valsstöðum fyrir þessa sýningu,”
sagöi Sveinn Kjarval i viðtali viö
DAGBLAÐIÐ, er fréttamaður
spurði hann um Kjarvalssýning-
una, sem nú á að halda.
54 myndir, sem flestar hafa
fundizt i kössum og handröðum
eftir lát listamannsins, verða á
þessari sýningu. Flest eru þetta
teikningar, sem Jóhannes Sveins-
son Kjarval gerði á árunum allt
frá 1911 og fram til slðustu daga
sinna. Hann andaðist 13. april
1973 en hefði orðið niræður mið-
vikudaginn 15. október i ár.
Að sýningunni standa börn
listamannsins, Asa Lökken Kjar-
val og Sveinn Kjarval og þeirra
börn. Verður hún haldin að
Brautarholti 6 á 3. hæð. —BS.
Sveinn Kjarval stendur hér vio gamla sjálfsmynd föður slns á sýningunni