Dagblaðið - 15.10.1975, Qupperneq 24
„VIÐ HOLDUM
f AUSTURÁTT"
Skipstjóri
á þýzkum
togaraí
morgun
„Skipstjórinn segist
vera að veiðum... Við
höldum núna F austur-
átt..: Við gefum ekki upp
hvert við ætlum... Mér
þykir það leitt, við getum
ekkert frekar um málið
sagt."
Þetta fékkst út úr samtali, er
Dagblaðiö náði við þýzka togar-
ann Eckernförde rétt fyrir kl. 10
i morgun. Rætt var við loft-
skeytamanninn og hann kallaði
svo i skipstjórann og flutti svör
hans.
— Eruð þið að veiðum núna?
— Skipstjórinn segist vera að
veiðum.
— Eruð þið við Reykjanes,
SV-af landinu?
— Við höldum i austurátt,
segir skipstjórinn.
— Eruð þið á leið út fyrir 200
milur?
— Við gefum ekki upp hvert
við ætlum, segir skipstjórinn.
— Eruð þið búnir að vera
lengi á þessum sömu lóðum?
— Mér þykir það leitt... skip-
stjórinn vill ekkert láta eftir sér
hafa, I am sorry.
—A.St.
Sjómenn mótmœla fiskverði:
UM AÐ LOKA HAFNAR-
í REYKJAVÍK
HAFA RÆTT
KJAFTINUM
Sjómenn mótmæla fiskverði og
lýsa vantrausti á fulltrúa útgerð-
armanna, sjómanna og odda-
mann i Verðlagsráði sjávarút-
vegsins. Ahafnir 119 fiskiskipa
allt i kringum land, sendu sjávar-
útvegsráöherra skeyti i gær-
morgun, þar sem þetta kemur
fram. Mótmæla sjómenn þeirri
kjaraskerðingu, sem þeir telja sig
verða að þola vegna óhagstæðrar
stærðarflokkunar á fiski og ört
minnkandi aflamagni, og svo
hins, að sjómenn fái ekki raun-
verulegt verð til skipta.
„Krefjumst við lagfæringar á
fiskverði okkur til hagsbóta og
teljum hæfilegan frest eina viku,
svo róðrar falli ekki niður og öll
forsenda hlutaskipta sé ekki al-
gjörlega brostin”, segir i
skeyti sjómanna til sjávarútvegs-
ráðherra.
Einn sjómanna er ræddi við
Dagblaðið kvað mikinn urg út af
fiskverði og i talstöðvum bátanna
siðustu daga hefði verið rætt um
að sigla skipunum til Reykjavik-
ur og loka innsiglingunni i höfnina
til að undirstrika mótmælin á
svipaðan hátt og danskir sjómenn
gerðu i sumar.
—BS—
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!
Island hefur margfaldazt að
stærð i dag, þegar 200 sjómilna
landhelgin er orðin að veru-
leika. Sjávarsvæðið við Island
eitt saman verður nær fjórum
sinnum stærra en fyrr, eða 3,6
sinnum stærra.
Landsmenn fögnuðu i morgun
útfærslunni. Viða um land var
islenzki fáninn við hún i morg-
unsárið, og menn heyrðust óska
hver öðrum til hamingju. Undir
þessari útfærslu landhelginnar
og framkvæmd gæzlu á henni
eru framtiðarhorfurnar mjög
komnar.
DB-MYNDIR, Bjarnleifur:
Þeir voru að flagga hjá prent-
arafélaginu i morgun (eindálka
myndin), og á Látraströnd á
Seltjarnarnesi var heil fánaborg
eins og sjá má.
BRETINN
VERÐUR
AÐ FLÝJA
INN FYRIR
50
MÍLURNAR
Brezkir togarar verða nú að
flýja inn fyrir 50 milna mörkin,
ef þeir ætla ekki að gerast land-
áelgisbrjótar samkvæmt nýju
útfærslunni, og út fyrir 12 milna
mörkin.
Samkvæmt núgildandi fisk-
veiðisamningum milli Islend-
inga og Breta hafa brezkir tog-
arar leyfi til að veiða á tiltekn-
um svæðum á milli 12 milna
markanna og 50 milna mark-
anna, en hvorki fyrir innan
þessi mörk né utan. Gildir þessi
samningur tij 13. nóvember
næstkomandi.
Með nýju útfærslunni i 200
milur, er þvi komin upp sú
staða, að brezkir togarar, sem i
gærkvöldi voru að veiðum um io
milum utan við 50 milna mörk-
in, verði nú að fara inn fyrir þá
markalinu til að veiða þar.
—BS-
frýálst, nháð dagblað
Miðvikudagur 15. október 1975
Stal kopar-
vír fyrir
79 þús. kr.
Á föstudaginn sigldi Laxá úr
Sundahöfn og meðal farms
skipsins voru um 20 tonn af
kopar og eirvir, sem seld eru
utan i bræðslu. Lögreglan
komst i þetta mál á siðustu
stundu vegna gruns um ólög-
legan útflutning.
1 ljós er nú komiö að 790 kg
af þessum farmi var notaður
koparvir úr loftlinum, sem var
i eigu Landssima Islands, en
hafði verið stolið og seldur i
brotakopar. Verðmæti þess
magns er 79.000 kr og hefur sá
er seldi vlrrúllurnar játað
stuldinn.
Rannsókn málsins var ekki
að fullu lokið i gær en enginn
gæzluvaröhaldsdómur hefur
fallið.
—ASt.
24. október og
konurnar:
ERLENDIR
FJÖLMIÐLAR
ÁHUGASAMIR
og mikill stuðningur
við verkfallið
Kvennaverkfallið 24.
október hefur þegar vakið
niikla athygli erlendis. Vitað
er að erlendir blaðamenn
koma hingað og sagði Vilborg
Harðardóttir i morgun að f jöl-
miðlahópi Kvennafrisnefndar-
innar hefði borizt vitneskja
um tvo norræna blaðamenn,
sem hingað kæmu, en án efa
yrðu þeir miklu fleiri. Vilborg
kvað stuðning við kvenna-
verkfallið fara stórlega vax-
andi. Hvaðanæva bærust
stuðningsyfirlýsingar, frá
verkalýðsfélögum, starfshóp-
um, pólitiskum félögum, allt
frá sjálfstæðisfólki til eining-
arsamtaka kommúnista og
allt þará milli. Þá hefðufram-
kvæmdanefndinni borizt fjár-
framlög frá hinum ólikustu
aöilum.
—JBP—
FÆR RÚMA MILLJÓN FYRIR
NEFNDASTÖRF HJÁ RÍKINU
— en Jóhannes Nordal er skœður keppinautur
Guðmundur
Skaftason
nefnda-
kóngurinn í ór:
Guðmundur Skaftason, fyrr-
verandi skattrannsóknastjóri
var i efsta sæti nefndakónganna
áriö 1974. Þessi siðbúna ^Viður-
kenning er með þeim fynrvara,
að innifaiin i nefndaþóknun til
Guðmundar eru laun hans fyrir
störf, sem hann vann fyrir rikis-
skattanefnd. Samkvæmt
skýrslu um stjórnir, nefndir og
ráð rikisins árið 1974 hafði
Guðmundur Skaftason samtals
kr. 1.066.808.00 fyrir hvort
tveggja.
Næstur kemur Jóhannes Nor-
dal, bankastjóri, með kr.
742.954.00, og eru áhöld um,
hvor fær hærri nefndaþóknun,
þegar launahluti Guðmundar er
hafðuri huga.
Jón Sigurðsson, forstöðumað-
ur Þjóðhagsstofnunar, fékk kr.
563.884.00 fyrir nefndastörf,
Þorsteinn Geirsson, skrifstofu-
stjóri i fjármálaráðuneytinu,
kr. 529.300.00, Gunnar Guð-
bjartsson, formaður Stéttar-
sambands bænda, kr. 502.803.00,
Guðlaugur Þorvaldsson, há-
skólarektor, kr. 498,579.00^ Ingi
R. Helgason, hæstaréttarlógm.
kr. 489.579.00, Ragnar
Olafsson, hæstaréttarlögm. kr.
473.009.00
Helgi Bergs, bankastj. kr.
441.625.00, Daviö Ólafsson,
bankastjóri, kr. 388.165.00, Jón
Skaftason, alþingismaður, kr.
380.020,00, Gisli Blöndal, for-
stöðumaður hagsýslustofnunar
fjármálaráðuneytisins, kr.
358.084,00, og ioks teljum við
upp Jónas Haralz, bankastjóra,
meö kr. 327.036,00 fyrir nefnda-
störf á vegum rikisins.
Þriðjungur launaöra nefnda
hafði enga þóknun fengið fyrir
árið, sem skýrslan greinir frá.
Er þvi skýrslan að þvi leyti ó-
fullnægjandi. Augljós er vax-
andi tilhneiging til að geta
þeirrar staöreyndar fremur en
þess, hversu mikil laun nefnd-
armanna voru.
Skýrslan greinir frá 2.292
nefndarmönnum i 466 nefndum,
ráðum og stjórnum rikisins árið
1974. Rúmlega 40 nefndir eru ó-
launaðar eða Iaunaðar af öðrum
en rikinu.
141 nefnd hafði ekki fengið
neina þóknun greidda fyrir árið
1974. Hafa ráðuneyti þau, sem
bjuggu gögnin I hendur útgef-
anda skýrslunnar, ekki séö á-
stæðu til að geta þeirra og ekki
heldur, hvers nefndarmenn eiga
að gjalda fremur en hvað þeim
var goldiö.
—BS—