Dagblaðið - 18.10.1975, Side 9

Dagblaðið - 18.10.1975, Side 9
Dagblaðið. Laugardagur 18. október 1975. 9 Bruce Springsteen: þess að geta verið sönn og ljóðin hans eru of viðkvæmnisleg og of tilbúin. Sannir ræflar eru eins og göturæflarnir, sem þú sérð á götunni. Þeir eru orðnir svo sambandslausir vlð umheiminn, að þeim er nákvæmlega sama um hvort þér finnst þeir vera sannir ræflar eða ekki. Og ef þeir segja frá einhverju eða skrifa eitthvað, eru þeir svo kaldhæðnir, að þeir festast aldrei i sinum eigin ræfildómi, eða hafa áhyggjur af honum. Springsteen gerir liferni sinu svo nákvæmleg skil að hann er ekki lengur trúverðugur. Hægt væri að segja, að Springsteen sé algjör andstæða Lou Reed. Reed kemur til dyranna eins og maður, sem hefur gengið i gegnum svo margt, að hann er hættur að finna til, hvorki með sjálfum sér né öðrum. Allt rennur fram hjá augum hans með sama hraða og allir atburðir eru jafn þýöingarmiklir eða þýðingar- lausir. Springsteen lifir sama lifi, en hann reynir að breyta götum og öngstrætum New York borgar i einhvers konar litadýrð ofbeldis og óþokkaháttar. Hins vegarer þessað gæta, að þar sem Reed sleppir, stekkur Springsteen inn á sviðið með kraftmikla allt-i-fina-lagi rokk- tónlist og þvilika sviðsfram- komu, að menn telja sig ekki hafa séð hans lika i langan tima. Gallinn er bara sá, að plöt- urnar hans afhjúpa tvöfald- leikann i tónlistariðnaðinum. Hljómleikar með Springsteen þar sem hann stekkur og hoppar um allt sviðið og leikur af fingrum fram fjörugri rokktón- listen heyrzt hefur lengi, er allt annað en ljóðskáldið / söngvar- inn Bruce Springsteen sem seg- ir i einu ljóða sinna: Það er erf- itt að vera dýrlingur, þegar þú ert bara fátækur götustrákur”. Sannleikurinn er bara sá, að það er erfitt að vera fátækur götu- strákur, þegar allir i kringum þig eru að segja þér að þú sért dýriingur. —HP ROKKSINS Bruce Springsteen er búinn að spila á litlum troðfullum börum frá þvi að hann var 15 ára. Hann þekkir slika staði vel og hann kann öll brögðin, sem listamenn er þar koma fram verða að kunna vel til þess að leiða athygli gestanna frá glösunum að senunni og þvi, sem þar fer fram. Slikt er ekki auðvelt, en ef þér tekst það, — þá geturðu komið fram i hvaða tónleikahöll sem er og af hvaða stærð sem er og átt auðvelt með að halda athygli áhorfenda, sem reyndar komu til þess að sjá einmitt þig. Og Springsteen, sem talinn er einkavon allra rokkunnenda, notfærir sér þessa þekkingu sina út i æsar. Ef frá eru talin tvö róleg lög af nýútkominni hljómplötu hans, „Born to Run” ganga allir hljómleikar hans i hröðum magnþrungnum takti og svo virðist sem Springsteen sé aldrei kyrr á sama stað. Og hann fer frjálslega yfir allar ákveðnar stefnur innan rdcksins, blandar öllu saman og út úr þvi kemur ein bezta Rythem&Blues- tónlist, sem heyrzt hefur úr hvitum barka frá timum J. Geils. Maðurinn, sem er 25 ára og hefur alið sjálfan sig upp á götunum i Freehold, Jew Jersey, tekur það umhverfi með sér i tónlist sina og sviðsframkomu. Það er allt þama, tdmar öldósir, blikkandi auglýsingaskilti, gamlir Sévró- lettar og hamborgarar. Hann fer frjálsum höndum um þekkt Chuck Berry lög, eins og „Come on” og lag Bo Viddley „She’s the one” og þau verða um leið hluti af honum sjálfum og þvi sem hann stendur fyrir. Það er sem hann þýði eða túlki svarta tónlist fyrir okkur hvíta fólkið og það er kannski bara hann sem getur gert slika hluti vegna fyrra lifernis. Og það er einmitt þetta fyrra lif- erni, sem CBS notfærir sér i auglýsingaherferðum, sem gerðar hafa verið fyrir Spring- steen. öll auglýsingaspjöld og plötuumslög bera myndir af honum, þar sem hann stendur einn á auðu stræti og útslitnir tennisskór hanga um hálsinn á lélegum Fender-gitar. Les Paul (Gibson) myndi þykja allt of finn fyrir imynd Springsteens. Þessi imynd er því miður að riða manninum að fullu, sem yrði þá enn eitt dæmið um of- gerða hluti stórra peningavelda i tónlistariðnaðinum. Myndin af honum sem göturæfli og kvöldu skáldi er um of full af smáatriðum, of nákvæm til GÖTUSTRÁKURINN, SEM ER EINKAVON Fjas og mœlgi fer þér bezt.. Húsið Ármannsfell á húsið að heita. Hingað munu sárþreyttir leita. Létta hér á samvizku sinni. Sumir unna borginni minni. Alberthol það eins mætti kalla. öruggt þar er skjól fyrir alla. Næðingur er nógur á fróni. Nokkuð mörgum veldur hann tjóni. Hallir ýmsum heppnast að byggja. Heiðarleikann verður að tryggja. Annars skapast óhemju vandi. Ekki stendur hús tryggt á sandi. Nokkrar ágætar hestavisur enda úr- vals höfundar. Blakkar frýsa og teygja tá. tunglið lýsir hvolfin blá. Knapar risa og kveðast á, , kvikna' visur til og frá. Jóh. úr Kötlum Hjörtun dreymir, bylgjast blær, björtu heimur krýnist, stundin gleymist, gatan hlær, grundin streyma sýnist. Guðm. Böðvarsson Hastur fær af hungri köst, hristi af sér élin byrst, kastar hófi um klakaröst, kvistar hjarn af matarlyst. Hjálmar Jónsson Þú hefur borið, Þröstur mig þúsund glaðar stundir. — Kossi heitum kyssi ég þig kofaveggnum undir. Margrét Rögnvaldsdóttir Þriðjudaginn 7.10. mátti lesa i Vel- vakanda Morgunblaðsins klausu sem einhver Guðjón V. Guömundsson skrif- aði. Var Guðjón sem von var mjög hneykslaður yfir þvi hvernig flestar þjóðir heims færu með jafn ágætan leið- toga sem Frankó gamla á Spáni og stjórn hans. Auðvitað tók ég i sama streng. Illa þeir fara með Frankó minn, ég finn til þess ástkæri vinurinn. Hvar er i heiminum hærra plan og hugsað betur um náungann. Þú lætur ei Baskana lumbra á þér, þó langi þá sjálfa að ráða sér. Liftóran vonandi lafi i þér, lengi, þvi hvað sem að höndum ber er öryggi mikið að eiga þig. Er and..... páfinn að þenja sig. Ólafur Pálmi og allir þeir sem öskra nú á þig og jafnvel Geir. Þeir ættu að skriða og skammast sin, . þvi skást er i heiminum stjórnin þin. Vist er hann Ford ennþá vinur þinn og verður ei CIA þér handgengin. Ég vona að enginn þér vinni tjón, þinn vinur til dauðans, Guðjón. Hér eru nokkrir visuhelmingar til að botna: Ó, ég vaka vil þér hjá, við þér blaka til og frá. Lipur skeiðar lifs um braut, löngum veiðilegur Hver sem snauðum leggur lið og léttir nauðir manna. Fjas og mælgi fer þér bezt og fánýt orðaræða. Matthiasar-guöspjall Timinn átti nýlega viötal við Adólf Oddgeirsson skipstjóra á sildarbátnum Hákoni frá Grenivik. Adolf taldi þetta söltunarfyrirkomulag óframkvæman- legt. Hann sagði sjómenn mjög óánægða sennilega tapaði Sjálfstæðisflokkurinn miklu, af sjómannafélagi vegna máls þessa. Söltunarreglugerðina sagði Adólf að sjómenn nefndu Matthiasarguð- spjall. Þessi staka varð þá til. VISNAÞATTUR Óð er sildin. úfinn sjór, austanrok og tómur hasar. Allir syngja i einum kór, andlaust guðspjall Matthiasar. Stúlkan og stutta ræðan Klerkur einn var að messa i kvenna- skóla á Norðurlandi. Þar voru skóla- stúlkurnar eðlilega i meirihluta. Ekki kærðu þær sig allar um mjög langa predikun. Þá gerist það að ein stúlkan finnur upp á þvi að stytta nú ræðu prests, bregður sér frá, en kemur að vörmu spori inn með miklu fasi og segir svo allir máttu heyra að reykjarlykt mikil sé i einni kennslustofunni. Við þessi tiðindi kom fát á prest svo hann segir: Hvern and,...en til þess að enda nú ræðu sina kristilega bætir hann við: t Jesú nafni amen. Viöbætir Inn kom hlaupandi ungfrúin, iturvaxin og pen. Þá umlaði i klerki: Hver andskotinn i Jesú nafni amen.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.