Dagblaðið - 18.10.1975, Síða 20
Slökkviduftið kom
í veg fyrir stórtjón
Fátt er óhugnanlegra fyrir
bflstjóra en að finna að eldur er
laus i farartækinu. Það gerðist
hjá einum bilstjóranna, sem ók
norður Kringlumýrarbrautina i
hinni þungu föstudagsumferð.
Skyndilega fór hann aö finna
siæma lykt frá biivélinni, og svo
tók reykur að liðast upp úr
henni. En betur tókst til en á
horfðist. Eldinn tókst að slökkva
áöurenhann grandaði ökutækinu
en þá var lögreglan komin á
staðinn og rétt á eftir kom
slökkviliðið.
Ökumaður einn, sem átti leið
þarna framhjá, var svo forsjáll
að hafa i bil sinum slökkvitæki
með dufti en þau duga mjög vel
gegn oliu og 'bensineldi. Tæki
þessi ættu ökumenn almennt að
Slökkviliðið þurfti ekki mikið að
gera, enda þótt bill væri kominn
á staðinn eftir örskamma stund.
Slökkviduft forsjáls bilstjóra sá
um að eldurinn varð ekki lang-
lifur. (Ljósmynd Lárus Þor-
valdsson).
hafa i bilum sínum og reyndar
ætti það að vera hagur
tryggingafélaganna að sem
flestir hefðu slik tæki i bilum
sinum, þvi mikið er i húfi.
— JBP
GESTUR UM
BORÐ í DAG-
STJÖRNUNNI
Þeir fengu gest um borð i Pag-
stjörnuna frá Keflavik þegar þeir
voru á siglingu 25-30 milur út af
sunnanverðum Vestfjörðunum
núna um daginn. Þettá var
smyrill, sem kom fljúgandi og
lenti á brúarglugganum. Greini-
lega var fuglinn örmagna orðinn.
Skipverjar tóku hann upp, út-
bjuggu handa honum búr og
fæddu hann á hráu kjöti, sem
hann hámaöi brátt i sig af mestu
áfergju.
Ekki leið nema sólarhringur
þar lil fuglinn var orðinn hinn
hressásti oggaf til kynna að hann
vildi halda sinni för áfram. Var
honum sleppt og frclsinu feginn
tók hann stefnuna upp á land.
(Ljósmynd Guöbjartur
Gunnarsson).
Stórórekstur
á Seyðisfirði
Þá má vist telja á fingrum
annarrar handar árekstrana,
sem verða á Seyðisfirði á einu
ári, en i gær varð þar samt
einn af kröftugra taginu.
Áreksturinn atvikaðist
þannig að fólksbill, sem ekið
var á mikilli ferð, lenti á
öðrum, sem kom bakkandi i
mestu rólegheitum út úr
innkeyrslu. ökumanni fólks-
bílsins brá að vonum við
þennan óvænta árekstur og
sveigði hann frá i skyndi en
ekki tókst betur til en svo að
hann lenti á enn öðrum bil.
Tv.eir bilanna eru stór-
skemmdir. öj/AT—
BLÓÐUG ÁTÖK í HAFNARHÚSINU
Blóðug átök urðu milli þriggja
manna niðri i Hafnarhúsi á
þriðja timanum ; gær. Til
átakanna kom á 3. hæð hússins en
þar eru skrifstofur BÚR til húsa
og i hlut áttu þrir sjómenn sem
Maöurinn, sem fyrir árásinni var
allir voru vel við skál.
Talið er að tveir mannanna hafi
i upphafi ráðizt að hinum þriðja.
Var hann allilla leikinn og var
fluttur i slysadeild alblóðugur i
andliti, enda munu fætur hafa
, borinn út i sjúkrabifreiö.
verið látnir ráða ásamt hnúum.
Annar „árásarmannanna” er i
fangageymslu og vitað er hver sá
þriðji var en hann hafði ekki
náðst kl. 7 i gærkvöldi.
—ASt.
(DB-mynd Björgvin).
Það hlœja allir,
nema
gagnrýnendur
,,Það hiæja allir innilega á
sýningum á Bör — nema gagn-
rýnendurnir, þeir eru i súrasta
lagi,” sagði einn af aðstand-
endum Leikfélags Kópavogs,
sem hefur nú frumsýnt Bör
Börsson i Kópavogsbiói. Tvær
sýningar eru búnar og aðsókn
ágæt. Sú þriðja er á sunnudags-
kvöld og verður siðan sýnt á
fimmtudags og sunnudags-
kvöldum. Um 50 manns vinna
við þessa litskrúðugu sýningu.
JBP—
frjálst, úháð dagblað
Laugardagur 18. október 1975.
Lögreglust jóri:
Var aldrei á
móti skeggi
sinna manna
,,Ég var aldrei með þá hug-
mynd að banna skegg,” sagði
Sigurjón Sigurðsson lögreglu-
stjóri i viðtali við DAG-
BLAÐIÐ. „Ég legg áherzlu á
snyrtimennsku lögregluþjóna,
en það kom eiginlega aftan að
mér að deila skyldi vera
komin upp um skegg þeirra,
þegar ég kom heim”, sagði
iögreglustjóri.
DAGBLAÐIÐ skýrðí frá þvi
að upp hefði komið ágrein-
ingur um það hvort lögreglu-
þjónar mættu hafa skegg
þegar þeir væru við störf.
Ekki var hann viðtækur né
langvinnur en lögreglustjóri
var erlendis, er hann kom upp.
DAGBLAÐÍD hefur eftir
áreiðanlegum heimildum að
innan lögreglu séu fullar
sættir. Er mála sannast að
deila þessi var ein hinna
mörgu sem staðið hafa um
„keisarans skegg” fremur en
lögreglumanns, ef deilu skal
GEKK ÚT
MEÐ ÞÝFIÐ
UM HÁ
BJARTAN
DAG
— með fullu
samþykki
starfsfólks
Dularfullt þjófnaðarmál er
nú á dagskrá hér i borginni og
snýst um 60 þús. kr. reiknings-
tölvu, sem komið var með i
viðgerð til Skrifstofuvéla.
Viðgerðarmenn urðu þess
fljótt varir að búið var að
sverfa út númer vélarinnar.
En auk númersins setur IBM á
leynilegan stað i hverja vél
talnanúmer er skýrir söluár
og mánuð. Út frá þvf númeri
fannst út að talvan átti að vera
i eigu Tryggingastofnunar
rikisins.
Er þangað var leitað kom i
ljós að maður einn hafði þar
birzt og sagðist sá eiga að ná i
reiknitölvu til viðgerðar.
Stúlka visaði honum á
ákveðna vél og sagðist halda
að það hlyti að vera þessi.
Maðurinn bað um yfirbreiðslu
vélarinnar, fékk hana og labb-
aði siðan út.
Nú á eftir að rannsaka
tengsl milli þess aðila, er kom
með tölvuna til viðgerðar, og
Tryggingastofnunarinnar.
ASt.