Dagblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.10.1975, Blaðsíða 2
2^ Hagblaðiö. Fimmtudagur 23. október 1975. „Hann er meinleysisgrey../# w KISA VAR ROFUBROTIN OG VIÐÞOLSLAUS AF KVÖLUM „Þetta er meinleysisgrey og mér finnst rétt að skýringin á þessu slysi komi fram,” sagði kona i Asparfelli 4, sem hringdi i DAGBLAÐIÐ vegna fréttar blaðsins i gær. Þar var sagt frá þvi að köttur réðst á sex ára telpu og klóraöi hana illa. Móöir barnsins kom þarna að og þurfti að sparka i köttinn til þess að flæma hann i burtu. Konunni, sem hringdi, fórust svo orð: „Þetta slys, sem blaðið sagði frá, varö þannig að börn, áem eru hér i húsinu i gæzlu, voru að leika sér með þennan kött. Nokkuð þung hurð hefur cvo lokazt með þeim afleiöingum að kötturinn klemmdist á milli stafs cg hurðar og rófubrotnaði. Krakkinn, sem var fyrir innan, fór að toga i köttinn, þar sem hann var þarna klemmdur. Þegar kattargreyiö losnaði hef- ur hann eflaust verið yfir sig hræddur og viti sinu fjær af sársauka. Mér finnst rétt að þetta komi fram, þvi að þessi köttur er augsýnilega heimilis- köttur sem hefur eitthvað villzt. Honum hefur verið gefiö hérna i húsinu og krakkar hafa leikið sér við hann. Þetta slys er hörmulegt, en þaö lýsir alls ekki hegðun heimiliskatta almennt, þvert á móti eru þeir elskir að mönnum, bæði börnum og full- orðnum, alveg eins og þessi köttur hefur verið. Ég veit ekkert hvað verður gert við kattargreyið. Hann er kominn hér i húsið aftur og er alveg eins og hann var, nema hann er rófubrotinn. Það þyrfti kannski að veita honum hjúkrun og ég held að það sé gert, þrátt fyrir það sem kom fyrir.” Sorgarsaga ungro bíleigenda: Bíllinn bilaði í torfœruakstri, var sem flak er að var komið Það er hálfgerð sorgarsaga sem þessi bill hefur að segja. Hann liggur nú fram á framlappirnar i sandgryfjunum við Fifuhvamm i Kópavogi. Strákar höfðu kevpt bilinn, pappiralaus. ogá ólögformlegan hátt, fóru að keyra og lentu fyrr en varði i torfæruakstri i gömlu malargryfjunum á farartæki sinu, Vauxhall, 10—12 ára gömlu módeli. Slikir bilar eru kannski ekki gerðir fyrir svona ániðslu, og fyrr en varði gaf eitthvað sig i bílnum og þeir urðu að skilja hann eftir þarna á staðnum. Strákarnir sáu auðvitað að á þessum stað var bifreiðin þeirra hreint ekki vel stödd. Tóku þeir forláta góð framdekk undan henni til að bjarga þó einhverju frá þjófum, sem gætu runnið á bráðina. Liklega hefur billinn þótt heldur ámátlegur svona á sig kominn þarna i gryfjunum, þvi strax fyrsta sólarhringinn var framrúðan brotin. Siöan var farið að kroppa i einn hlutinn af öðrum. Loks var sandur settur niður i vélarhúsið. Billinn var Svona lKur bilflakið út eftir aö úr honum hefur veriö tekiö og skemmdarvargar spreytt sig á honum (DB-mynd, Björgvin.) hreinasta flak, þegar hans var loks vitjað, og liklega hafa ein- hverjir kannski haldið að þarna mætti fá ókeypis varahluti i samsvarandi bil, en aðrir sval- að skemmdarfýsn sinni. I dag eiga strákarnir þvi ónýt- an bil að mestu, en auðvitað heföu þeir átt að reyna að drösla bil sinum á betri stað i manna- byggð strax og bilunin varð. Þá hefði hann liklega ekki fengið þessa útreið. Fyrir kemur að bilar eru skildir eftir á afviknum stöðum, en slikt er óheimilt. Eru þeir yfirleitt fjarlægðir fljótt og vel, en erfitt reynist að ná til eigend- anna. Þó kemur það fyrir og fá þeir þá að borga þann kostnað sem flutningum er samfara.JBP GRÝTTI BÍLINN I ÖLÆÐINU Aöfaranótt sunnudagsins var ráðizt að bil er stóð á götu á Pat- reksfiröi og hann grátt leikinn. Voru rúður bilsins brotnar, bill- inn grýttur, i hann sparkað og billinn stórskemmdur eftir svo lauslega er áætlað að tjóniö nemi 100—200 þúsund krónum. Patreksfjarðarlögreglan fékk rannsóknarlögreglumenn úr Hafnarfirði sér til aðstoðar við rannsókn málsins og fór John Hill á vettvang. Allmargir voru yfirheyrðir i snatri og bárust böndin aö þeim sem minnst þóttist muna um ferðir sinar. Hefur hann nú játað á sig verkn- aðinn, sem framinn var i áfeng- isvimu og i hreinni vitleysu. ASt Góð heimsókn í Hólabrekkuskóla: Kiwanismenn gefa 600 endurskinsmerki Þeir fengu góða heimsókn i Hólabrekkuskóla á dögunum. Fé- lagar úr Kiwanisklúbbnum Elliða i Breiðholti komu þá i skólann og færðu 6 ára börnunum endur- skinsmerki að gjöf, en lögreglu- kona ræddi við börnin um mikil- vægi þess að bera slik merki á yf- irhöfnum sinum. Félagarnir i Elliða gefa öllum 6 ára börnum i Breiðholti endur- skinsmerki, en einnig börnunum i Heyrnleysingjaskólanum, Bjark- arási, Lyngási og i öskjuhliðar- skóla, — alls um 600 börnum. „Vonandi verða þetta árlegar heimsóknir,” sagði Sigurjón Fjeldsted skólastjóri i Hóla- brekkuskóla eftir heimsókn þeirra félaga. Nú er bara spurningin hvort ekki þurfi að gefa slik merki öll- um börnum i öllum borgarhverf- um Reykjavikur og raunar um allt land. Kiwanismenn safna fé til þess fyrst og fremst með jóla- tréssölu i Breiðholti. —JBP- Hlýindi ó Austurlandi: DÆMI UM AÐ BLÓM SÉU AÐ SPRINGA ÚT Það er ekki alvanalegt aö fá nýútsprungnar morgunfrúr á afmælisdaginn, siöla i október, austur á landi. Þaö fékk þó tengdadóttir Reginu Thorarensen á Eskifiröi. Hlý- indin eystra hafa verið með eindæmum aö undanförnu, 10 til 12 stiga hiti dag hvern. Regina kvaðst hafa sett niður 10 morgunfrúr og væru þær i fullum skrúða og sumar væru nýútsprungnar. —JBP— Spurning dagsins Hvaða mála- flokkum œtlar þú sem varu- þingmaður að sinna meðan þú situr þing? ólafur Þ. Þórðarson, varaþingm. <F): Þennan tima, sem ég hef verið varaþingmaður hef ég flutt tvær þingsályktunartillögur um afnám oliu- sjóðs fiskiskipa og um endurskoðun á heil- brigðislöggjöfinni fyrir Vestfirði. Þessum mál- um fylgi ég fast eftir. Bragi Sigurjónsson, varaþm. A): Ég verð nú varla hér nema i hálfan mánuö I þetta skiptið svo mér gefstekki timi til stórra hluta. Þegar ég hef verið hér hef ég annars fylgt eftir þings- ályktunartillögu um eignarráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum. Mauaor Biondal, varþm. (S): Ég held aö allir, sem sitja á Alþingi, hljóti að hugsa fvrst oe fremst um efnahagsmálin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.