Dagblaðið - 23.10.1975, Síða 12
Dagblaðið. Fimmtudagur 23. október 1975.
Dagblaðið. Fimmtudagur 23. október 1975.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Valur og
Haukaró
toppnum
Úrslit leikja i gærkvöldi:
Grótta-Fram
FH-Haukar
Staðan i 1. deild:
Valur
Haukar
Fram
FH
Vikingur
Ármann
Þróttur
Grótta
Markhæstir eru nú:
Hörður Sigmarsson
Páll Björgvinsson
Björn Pétursson
Viðar Simonarson
12-16
16-18
44-26 4
40- 30 4
28-24 3
41- 36 2
39-36 2
26-37 1
10-20 0
46-65 0
17/2
11/4
1Ö/5
l(|/4
Bezt hjá þeim
hollenzku
Hollenzka liðið Eindhoven náði athyglis-
verðasta árangrinum i Evrópubikarnum —
keppni meistaraliða —i gær. Sigraði þá Ruch
Chorzov i Póllandi 3-1. Lubse, Edström og
Kerkhof skoruðu mörk liðsins — en Bula fyrir
Rucli fyrsta mark lciksins. -/,*•
Hadjuk Split vann stærsta sigurinn 'i-O á
heimavelli gegn Molenbeek, Belgiu, Zungul,
Rozic, Surjak og Mijac skoruðu fyrir
júgóslavneska liðið.
Benfica vann einnig stórsigur, 5-2 I Lissa-
bon gegn Ujpesti Dozsa, Ungverjalandi, 3-1 i
hálfleik. Moinhos, Baptista (2), Sheu og Toni
skoruðu fyrir portúgalska liðið, en Dunai og
Fazekas fyrir Ujpcsti.
Varnarleikur varð Glasgow Rangers að
falli i St. Etienne I Frakklandi, — Hann brást.
Revelli skoraði fyrir hlé — á lokaminútunni
urðu Jardine á mistök og Baphenay skoraði
annað mark Frakkanna. 2-0 og erfitt verður
fyrir Rangers að vinna það upp.
Malmö vann sigur á Evrópumeisturum
Bayern, 1-0. Tommy Andersson skoraði eina
mark teiksins fyrir hlé — og kannski leika
Sviarnir sama leikinn oggegn Magdeburg i 1.
umferð.
Hins vegar vann hitt þýzka liðið i Evrópu-
bikarnum, Borussia Mönchengladbach,
góðan sigur á Juventus. Leikið var i Dussel-
dorf og þar var mesti áhorfendafjöldinn, 65
þúsund. Jupp Heynckes og Alan Simonsen
skoruðu fyrir Borussia i fyrri hálfleik. Þetta
ætti að nægja, þvi Borussia hefur náð ein-
stökum árangri á útivöllum undanfarið.
ttalski landsliðsmarkvörðurinn, Dino Zoff,
átti snilldarleik i marki Juventus — en það
nægði ekki.
Dundee Utd. lá
Dundee United mótherjar Keflvikinga i
I. umferð UEF A-bikarsins, máttu
þola tap á heimavelli — gegn Porto frá
Portúgal. Aðeins 6.500 áhorfendur komu til
að sjá leikinn. Mörk Portúgalanna skoruðu
Oliveira og Seninho en fyrir Skotana skoraði
Rennie.
Liverpool vann góðan sigur á Spáni. Þar
léku þeir við San Sebastian og sigruðu 3-1.
Mörk Liverpool gerðu Heighway, Gallaghan
og Thompson. Fyrir Spánverjana skoraði
Amas. Ahorfendur voru 30 þúsund.
Ipswich vann sannfærandi sigur á belgíska
liðinu Brugge — 3-0. Mörk Ipswich gerðu
Gates, Peddelty og Austin. Ahorfendur voru
26.817.
Sviarnir sönnuðu enn einu sinni mátt sinn.
Öster fra Vaxjösigraði Roma frá italiu 1—0.
Mark Svianna gerði Tommy Everson við
gifurleg fagnaðarlæti hinna 10 þúsund
áhorfenda.
Á irlandi kom frammistaða Athlone Town
á óvart gegn AC Milanó frá italiu. Jafntefli
varð 0-0. 23 þúsund áhorfendur sáu leikinn,
sem er óvenju mikið á irlandi. Þess má geta
að ekki er nema ár siðan litlu munaði að
Athlone legði upp laupana — og nú leika þeir
gegn cinu frægasta liði Evrópu, já, það
skiptast á skin og skúrir.
í Moskvu sigraði Spartak Moskva
v-þýzka liðið FC Köln 2-0. Lovchev skoraði
bæði mörk Itússanna.
Liðiö hans Einars Magnússonar SV
Hamborg gerði jafntefli í Belgrad — gegn
Red Star 1-1. Susic skoraði fyrir Júgóslavana
en Daninn Björnmose skoraöi fyrir Þjóðverj-
ana. h halls
Hörður sá um mörkin
Gunnar markvörzluna!
— þegar Haukar sigruðu FH 18-16 í 1. deild í Hafnarfirði í gœrkvöldi — Sigur
Haukaliðsins var aldrei í hœttu og FH skoraði aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik
,,Ég man ekki eftir Gunnari
Einarssyni verja eins vel og nú.
Þetta þjappaði okkur saman i
vörninni — stappaði i okkurstál-
inu,” sagði Hörður Sigmarsson úr
Haukum eftir góðan sigur Hauka
gegn FH i gærkvöldi, 18-16.
Já, Gunnar varði stórkostlega
vel. Fékk aðeins fjögur mörk á
sig i fyrri hálfleik, en það þarf
lika mann til að skora. — Um
það sá Hörður. Hann skoraði 11
mörk i leiknum. Var hreint
óstöðvandi.
Haukar verða með i toppbar-
áttunni i vetur, Það fer ekkert á
milli mála. — Á laugardag unnu
þeir stóran sigur á fslandsmeist-
urum Vikings og i gærkvöldi
lögðu þeir erkifjandann FH að
velli. — Mun öruggari sigur en
tölurnar gefa til kynna.
En snúum okkur að leiknum.
Strax i upphafi komust stórstjörn-
ur FH ekkert áleiðis gegn sterkri
vörn Hauka og það sem fór i gegn
varði Gunnar. Það segir sina
sögu, aðeins 4 mörk i 30 minútur
hjá FH. Slikt er óvenjulegt.
Hörður Sigmarsson var iðinn
við kolann i leik FH og Hauka.
Hér gnæfir hann yfir Guðmund
Stefánsson og skorar örugglega.
Meistarar Derby
léku Real grátt
Önnur eins stemmning hefur
aldrei fyrr verið á Baseball
Ground i Derby og i gærkvöld.
Troðfullur völlur áhorfenda,
34.839, sá Englandsmeistara
Derby vinna stórsigur á frægasta
liði Evrópu, Real Madrid, 4-1, og
fögnuður þeirra var svo mikill að
á stundum var litið hægt að heyra
i þulunum vegna söngs og
fagnaðarhrópa.
Real Madrid, sem sex sinnum
hefur orðið Evrópumeistari
félagsliða, var yfirspilað og
aðeins snilldarmarkvarzla kom i
veg fyrir nokkur mörk Derby til
viðbótar.
Kokkney-strákurinn Charlie
George var hetja Derby i leiknum
— skoraði þrjú mörk, þar af tvö
úr vitaspyrnum, en var samt tek-
inn útaf 10 min. fyrir leikslok og
Roger Davies kom i stað hans.
Einnig fór Kevin Hector þá út af
— Jeff Bourne var varamaður
hans.
Derby náði strax góðum tökum
á leiknum óg á 9. min. skoraði
George fyrsta markið. Sex min.
siðar var Lee á fullri ferð innan
vitateigs, en var felldur og vita-
spyrna dæmd. George tók spyrn-
una af öryggi 2-0. Real tókst að
minnka muninn á 24.min., þegar
Pirri skoraði — en yfirleitt var
liðið litið i sókn — Martinez oftast
einn frammi. A 43. min. skoraði
bakvörðurinn Nish 3ja mark
Derby i leiknum.
Framan af siðari hálfleiknum
fóru Þjóðverjarnir Breitner og
Netzer hjá Real að láta meira að
sér kveða — en komust litið áleið-
is, þar sem Colin Todd átti hreint
stórkostlegan leik i vörn Derby,
og var oftast sá klettur, sem
sóknarlotur Real brotnuðu á. En
á 65. min léku þeir vel saman með
Martinez og Pirri — og skelfing
fór um áhorfendur, sem allir —
utan 120 frá Spáni — voru á bandi
Derby. Eftir gott skot Pirri lá
knötturinn i marki Derby.
Dómarinn sneri sér eins og hann
ætlaði að dæma mark — en leit þá
á linuvörð sinn, sem veifaði mjög.
Eftir að hafa ráðfært sig við linu-
vörðinn dæmdi dómarinn markið
af vegna rangstöðu til mikils létt-
is fyrir áhorfendur.
En leikmenn Real voru ekki
hrifnir — og þeir áttu eftir að
skeyta skapi sinu á sovézka
dómaranum — þeim fræga linu-
verði Ivanoff, sem var á linunni i
úrslitaleik HM 1966 og dæmdi
mark, þegar Geoff Hurst átti
hörkuskot i þverslá, og knötturinn
hrökk svo niður á marklinuna.
Enn i dag hefur ekki verið sannað
hvort knötturinn fór inn fyrir eða
ekki.
A 76. min. dæmdi dómarinn
aðra vitaspyrnu á Real — Hector
brugðið innan vitateigs, og þegar
dómarinn benti á vitaspyrnu-
punktinn hópuðust leikmenn Real
utan um hann — ýttu við honum
og jafnvel hrintu. En Ivanoff
breytti ekki dómnum — og það
merkilega var að hann bókaði
heldur engan. George skoraði
örugglega úr vitinu, þegar ró
komst á aftur. Var svo tekinn út
af rétt á eftir — og þá fagnað sem
konungi. Hann er kominn til að
vera á Baseball, strákurinn
siðhærði, sem var svo óþekkur á
Highbury hjá Arsenal.
Fleiri urðu mörkin ekki i leikn-
um og með 3ja marka forskot ætti
Derby-liðið að vera nokkuð
öruggt um að komast i 3. umf. —
þó svo allt geti skeð i siðari leikn-
um i Madrid, þegar 120 þúsund
áhorfendur hvetja Real-liðið. En
yfirburðir Derby i gærkvöldi voru
ótviræðir — aðeins frábær
markvarzla kom i veg fyrir, að
Francis Lee skoraði tvivegis og
Bruce Rioch átti hörkuskot, var-
in.
Haukar skoruðu tvö fyrstu
mörkin og FH svaraði með mörk-
um Geirs og Guðmundar Stefáns-
Kúbumenn
harðir í
boxinu
— d Ameríku-
leikjunum í Mexíkó
Amerikuleikarnir eru nú komn-
ir á lokastig — en þar keppa sem
kunnugt er þátttakendur frá 33
Amerikuþjóðum. Gullstraumur-
inn hélt áfram til Bandaríkjanna i
gær. Þá var keppt i sundi og
bandarisku keppendurnir — mest
efnilegir unglingar — hafa unnið
14 gullverðlaun af þeim 16, sem
keppt hefur verið um. Eins og oft-
ast áður i fréttaskeytum Reuters
frá Mexikó-borg er ekkert getið
um árangur.
Bandarikin hafa nú hlotið 74
gullverðlaun. Kúba er i öðru sæti
með 38 gull og Kanada i 3ja með
15 gullverðlaun, þá Mexikó og
Brazilia með sex. Frábær árang-
ur keppenda frá Kúbu hefur vakið
mesta athygli á leikunum. Fyrst
1971 vakti Kúba athygli á þessum
Amerikuleikjum sem afl i iþrótt-
um. Hlaut þá 30 gullpeninga — og
nú þegar, eftir 10 keppnisdaga af
14, eru keppendur Kúbu komnir
með fleiri verðlaun en þá.
Og gullstraumur á enn eftir að
verða til Kúbu. Framan af leikun-
um komu keppendur frá eyjunni á
óvart i frjálsum iþróttum og stóðu
sig mjög vel i glimu og lyftingum.
Nú er hnefaleikakeppnin að
komast á lokastig — og þar hafa
Kúbumenn slegið niður flesta
mótherja sina, fljótt og vel.
Reiknað er með niu gullverðlaun-
um Kúbu i 11 þyngdarflokkum,
sem keppt er i.
sonar. Það var eRi eina skiptið,
sem jafnt var — eftir 20 minútna
leik var staðan 5-4 fyrir Hauka og
FH fékk viti, en Guðmundur
Sveinsson tók, en Gunnar gerði
sér litið fyrir og varði — Haukar
bruna upp og Hörður skorar 6-4.
Við þetta tviefldust þeir og skor-
uðu þrjú siðustu mörk hálfleiks-
ins — 9-4.
„Þeir halda þetta aldrei út —
Gunnar getur ekki varið eins
stórkostlega tvo hálfleiki i röð,”
sagði áhorfandi i hálfleik. En hafi
menn haldið, að Haukarnir gæfu
eftir, þá var það mikill misskiln-
ingur. — Afram hélt bilið að
breikka. Eftir 15 minútna leik var
staðan 14-6 og Hörður lék aðal-
hlutverkið, skoraði hvert markið
á fætur öðru og Gunnar varði eins
og berserkur.
Þegar aðeins 7 minútur voru
eftir var staðan 18-12 og FH-ingar
tóku Hörð og Elias úr umferð. —
Við það riðlaðist leikur Hauka og
hvað eftir annað sendu þeir bolt-
ann i hendurnar á FH-ingum sem
brunuðu upp. Þó þeim tækist ekki
alltaf að koma boltanum framhjá
Gunnari breyttist. úr 18-12 i
18-16 en i raun var allt um seinan
fyrir FH. Þeir áttu aldrei mögu-
leika — til þess höfðu Haukar náð
of miklu forskoti, en engu að siður,
leikurinn var æsispennandi til
siðustu minútu eins og alltaf,
þegar þessir keppinautar úr Firð-
inum leika saman. Áhorfendur
gera lika sitt til að gera þessa
leiki spennandi. Loftið er ávallt
þrungið spennu.
Það fór ekkert á milli mála, að
Haukar voru sterkari i gærkvöldi
— lið með Gunnar Einarsson i
markinu og Hörð Sigmarsson til
að skora mörkin er ekki á flæði-
skeri statt. En það þarf lika fleira
til — vörnin er ákafl. sterk og i
sókninni eru allir virkir — góðir
linumenn og Elias stjórnar spil-
inu mjög vel. Hörður skoraði 11 —
2 viti — af 18 mörkum Hauka —
það segir sina sögu, Sigurgeir
Marteinsson 3, Ingimar Haralds-
son 2 , Elias Jónasson og Jón
Hauksson 1 mark hvor.
Það er langt siðan FH hefur
aðeins skorað fjögur mörk i 30
minútur og þegar stutt var eftir
höfðu þeir aðeins gert 12 mörk.
En þeir spiluðu oft skemmtilega
— Geir virðist vera að komast i
betri æfingu og Guðmundur
Sveinsson var ávallt ógnandi.
Viðar var eitthvað miður sin —
kannski ekki nema von. Gunnar
varði bókstaflega allt frá honum.
Geir og Guðmundur voru
markhæstir FH-inga, skoruðu 4
mörk hvor — Geir 1 viti — Þórar-
inn Ragnarsson skoraði 3 mörk,
Viðar, Guðmundur Stefánsson 2
hvor og örn Sigurðsson 1 mark.
Le'ikinn dæmdu Karl Jóhanns-
son og Hannes Þ. Sigurðsson og
fórst það vel. —
—h.halls.
Gunnar Einarsson átti stóran
dag i markinu I gærkvöldi —
varði hvað eftir annað stórvel
og meðal annars tvö viti.
Fram vann Gróttu
í leík mistakanna
Skelfing var að sjá leik Fram
og Gróttu i gærkvöldi — liðin
gerðu sig sek um mistök á mistök
ofan. Það var ekki fyrir snilli
Framara, að þeir sigruðu, heldur
einfaldlega — þeim urðu ekki -á
eins mörg mistök og leikmönnum
Gröttu.
Framarar voru alltaf sterkari i
þessum leik. Höfðu yfir i hálfleik
8-6 og hafði Pálmi þá gert fjögur
mörk. Fljótlega i siðari hálfleik
varð munurinn fjögur mörk 10-6,
STOÐU I MEISTURUM MEIST-
ARANNA EINS OG MEISTARAR
Davið Kristjánsson, markvörð-
ur Akurnesinga, átti snilldar leik i
Kænugarði i gærkvöldi — varði
hvað eftir annað á undraverðan
hátt. Bjargaði liði sinu frá stærra
tapi gegn Pynamo-liði, sem var
að sleikja sár sin eftir tapið
mikla i Tashkent á dögunum, seg-
ir I fréttaskeyti Reuters.
Akurnesingar áttu við erfiðan
mótherja að etja — Dynamo átti
snilldarleik til mikillar ánægju
fyrir fimmtiu þúsund áhorfendur
og skoraði þrivegis. Aldrei fyrr
hefur islenzkt lið leikið frammi
fyrir svo mörgum áhorfendum —
en islenzku piltarnir létu það ekki
Ég næ honum!
En Polli nær knettinum og...
Enn sóknarlota heimaliðsms
© King Fealutci Syndicate. Inc.. 1974. World righv rrved. |.T
á sig fá.Léku eins og meistarar
við meistara meistaranna, Kænu-
garðsliðið, sem nú er talið bezta
félagslið Evrópu og hefur
reyndar sannað það með sigri
sinum gegn Evrópumeisturunum
Bayern.
Sennilega hefur islenzkt lið
aldrei lent i erfiðari raun en
þarna i Kænugarði — aldrei leikið
við betri mótherja. Én Akurnes-
ingar stóðu sig eins og hetjur.
Varnarleikur var góður — og það
þó sovézku sóknarmennirnir
héldu uppi gifurlegum hraða út
allan leikinn, að sögn Reuters
Greinilegt, að þeir vildu sanna
getu sina á ný frammi fyrir hin-
um tryggu áhorfendum sinum —
eftir áfallið i Tashkent.
Oieg Blohkin, sem skoraði öll
þrjú mörkin i sigurleikjunum
gegn Bayern, skoraði fyrsta
mark leiksins i gær á 31. min.
Siðar skoraði Vladimir Buryak og
staðan i leikhléi var 2-0. Buryak
bætti við 3ja markinu i siðari
hálfleik i 57. min. en þrátt fyrir
þunga sókn tókst Dynamo ekki að
skora fleiri mörk i leiknum —
mest vegna snilli Daviðs. Siðari
leikur liðanna verður I flóöljósum
á Melavelli miðvikudaginn 5.
nóvember, en þá leika flest liðin i
Evrópumótunum siðari leik sinn I
2. umferðinni.
og sá munur hélzt til loka 16-12.
Leikmenn Gróttu gerðu sig
seka um hreint ótrúleg mistök.
Hvað eftir annað glopruðu þeir
boltanum, — vægast sagt klaufa-
•lega. Heáu þeir leikið á móti
betra liði en Fram hefðu þeir ein-
faldlega verið kafsigldir. — Það
vantar skyttu i liðið. Landsliðs-
maðurinn þeirra gerirhrein byrj-
endamistök — kannski ekki nema
von hann falli niður á sama plan
og aðrir leikmenn liðsins.
Fram leikur ekki skemmtileg-
an handknattleik — litil hreyfing
er I liðinu og aldrei eru reynd
hraðaupphlaup. — Sem sagt, þeir
blanda sér hvorki i topp- né fall-
baráttu i vetur.
Fyrir Fram skoraði Pálmi 7
mörk, Arnar 5 — 2 viti, Andrés
Bridde 2, Gústaf Björnsson og
Pétur Jóhannesson 1 mark hvor.
Fyrir Gróttu skoruðu Björn
Pétursson 3 — 1 viti, Magnús Sig-
urðsson 3 — 1 viti — Arni
Indriðason, Björn Magnússon 2
hvor, Atli Þór og Kistmundur As-
mundsson 1 mark hvor.
Leikinn dæmdu Óli Ólsen og
Björn Kristjánsson. _____h.halls
íþróttir
Enskur
bjargaði
Iskozkuml!
Enski markvörðurinn
Peter Latchford bjargaði
skozku bikarmeisturunum
Celtic með snilldarmark- i
vörzlu i gær i Oporto i Portú-
gal. Hann fékk ekki á sig i
mark i leiknum i Evrópu-
keppni bikarhafa við Boa- i
visto. Celtic-liðið var mest
allan leikinn pressað á eigin
vallarhelmingi — en Peter
varði aUt sem á markið kom
— oftast snilldarlega. Fimm
min. fyrir leikslok kórónaði i
hann leik sinn. Þá var vita-
spyrna dæmd á McClusky —
og Peter kastaði sér i hægra
hornið eins og Fallon fram- |
kvæmdastjóri hafði sagt
honum að gera — og viti i
menn. Þangað var knettin-
um spyrnt — og Peter varði.
Celtic lék sterkan varnarleik
— og þar átti Jóhannes Eð-
valdsson stóran hlut. Áhorf-
endur voru 25 þúsund og á
heimavelli ætti Celtic að
tryggja sér rétt i 3ju umferð
eftir hálfan mánuð.
Gott hjó
West Ham
Ensku bikarmeistararnir,
' West Ham, gerðu það gott einsl
log Nói forðum i Yerevan, þeg-1
ar þeir gerðu jafntefli við Ara-I
Irat i Kákasus i gær 1-1 ij
Evrópukeppni bikarhafa. Þar|
ívar mesti áhorfendafjöldinn á
Evrópuleikjunum, eða 70 þús-|
und, og þeir voru ekki hrifnir
þegar Alan Taylor náöi for-l
justu fyrir Lundúnaliðið á 58 J
min. Petrosjan jafnaði á 68.1
Imin. eftir að hafa fyrst spyrntj
knettinum úr höndum Day(
| markvarðar.
Mesta athygli i þessari
’keppni vakti sigur Eintracht
iFrankfurt i Madrid gegn Atle-1
' tico 2-1. Holzenbein skoraðij
kbæði mörk Eintracht, en]
'Bccerra fyrir Atletico. Staðanl
ii hléi var 2-0. Anderlecht.j
'Bclgiu vann góðan sigur ál
IBanja Luka, Júgóslaviu, 3-0.]
'Resenbrink (2) og Coeck skor-
kuðu.
Haag, HolIancU,vann Lenz,
rFrakklandi 3-2 eftir að Frakk-I
iarnir skoruðu tvö fyrstu mörk]
' leiksins.
\h>lit
aiiil
Straufría sængurfataefnið er nú
fyrirliggjandi í mörgum mynztrum
og litum. i
Einnig í saumuðum settum.
Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur.
Sparið húsmóðurinni erfitt verk,
sofið þægilega og lífgið upp á litina
í svefnherberginu.
Reynið Night and Day og sannfærizt.
Samband íslenzkra samvinnufélaga
Innflutningsdeild
Sambandshúsið Rvik sími28200