Dagblaðið - 23.10.1975, Qupperneq 18
18
DagblaðiO. Fimmtudagur 23. október 1975.
Millisvœðamótið í gœrkvöldi:
Friðrik vann, —
Björn jafntefli
Eftir 3 umferðir i svæðismótinu
hafa 5 þátttakendur 2 vinninga.
Þeir eru Hartston, Friðrik,
Zwaig, Timman og Parma.
Hamann er með 1 1/2 vinning og
oiðskák. iibli og Poutiainen hafa 1
vinning hvor og biðskák sin á
milli. Ostermayer og Liberzon
hafa 1/2 vinning og biðskák sin á
m:lli. Björn McMurray og Laine
hafa 1/2 vinning hvor. Liberzon
og McMurray eiga óteflda
skákina sem frestað var i 1.
umferð.
Skákirnar i 3. umferð fóru
þannig:
Hartston — Ribli: 0-1
Hamann — Van Den Broeck: bið-
skák
Friðrik — Laine: 1-0
Zwaig — Björn: 1/2-1/2
Timman — Parma: 1/2-1/2
Liberzon — Jansa: 1/2-1/2
McMurray — Ostermayer:
1/2-1/2
Poutiainen sat hjá i gærkvöldi.
Hartston og Ribli tefldu Sikil-
eyjarvörn. Ribli tefldi af öryggi
og Hartston gaf eftir 39 leiki, sem
var réttur leikur i stöðunni. Skák-
in var fjörleg og þótti mörgum
skemmtilegasta skák kvöldsins á
meðan hún stóð yfir.
Hamann og Van Den Broeck
tefldu drottningarbragð, og sem
fyrr segir fór skákin i bið. Fleiri
telja Hamann standa betur, en
lengst af var skákin afar tvisýn
og ekki lakari hjá Belganum.
Enda þótt menn heyrðust spá
jafntefli, þegar þessi biðskák
verður tefld i dag, er þó sennilegt,
að Hamann kræki sér þar i heilan
vinning og verði þá efstur i
mótinu með 2 1/2 vinning, þegar
4. umferð byrjar á morgun.
Friðrik og Laine tefldu f jögurra
riddara tafl. Staðan varð mun
þyngri og lokaðri hjá Laine og tók
hann þann kostað fórna peði til að
ná fram uppskiptum. Friðrik hélt
peðsmuninum og ekki þurfti að
spyrja að leikslokum. Það er eng-
inn leikur að tefla við Friðrik með
peð undir.
Zwaig og Björn Þorsteinsson
tefldu vængtafl eða Reti. Skákin
varö skemmtileg og spennandi,
linudans hjá báðum, en afleikur-
inn kom ekki. Jafntefli eftir 34
leiki. 1/2-1/2.
Timman og Parma tefldu Sikil-
eyjarvörn og sömdu stórmeist-
arajafntefli eftir 18 leiki. 1/2-1/2.
Liberzon og Jansa tefldu einnig
Sikileyjarvörn. Svipað er um þá
skák aö segja og viðureign
Timman og Parma. Jafntefli eftir
22 leiki
Hjá McMurray og Ostermayer
kom upp kóngs-indverskt tafl.
Það er kannski gróft aðsegja það,
en ég gat ekki betur séð en að
þetta kóngs-indverska tafl hafi
verið að mestu óteflt, þegar þeir
McMurray og Ostermayer sömdu
jafntefli eftir 23 leiki.
í dag verða biðskákir tefldar kl.
1—8, sem og skákin milli
McMurray og Liberzon, sem
fresta varð i fyrstu umferð.
Ribli og Poutiainen eiga bið-
skák úr 2. umferð. Sagði Pouti-
ainen við undirritaðan i gærvöldi,
að hann teldi þá skák tapaða hjá
sér. Að visu ætti hann eftir að lita
betur á hana, en hann væri ekki
bjartsýnn.
Ostermayer er aftur á móti
með betri stöðu i skákinni við
Liberzon, sem fór llka I bið i 2.
umferö.
Þá verður tefld biðskákin milli
Hamann og Van Den Broeck úr 3.
umferð. Vera kann, að Belganum
takist að ná jafntefli við Danann,
en spá okkar er sú, að Hamann
vinni skákina og verði þá efstur
eftir að allar skákir hafa verið
tefldar úr þrem umferðum, með 2
1/2 vinning. Ef hann heldur þvi
vinningshlutfalli, er aðgætandi,
að það gefur honum áfanga að
stórmeistaratitli.
Ahorfendur voru allmargir i
gærkvöldi. Þess er þó að vænta,
að þeim fjölgi, þegar liður á
keppnina. Ég saknaði ungra
skakáhugamanna á Hótel Esju i
gær. Þeir voru að visu nokkrir en
settu engan svip á salinn. Þarna
voru aftur á móti gamlar skák-
kempur eins og Sigurkarl Stef-
ánsson, menntaskólakennari og
Konráð Arnason, svo einhverjir
séu nefndir. Þarna voru einnig
Kristján Jónsson, kaupmaður,
Eirikur Ketilsson, Björn Bjarm-
an, Birgir Ólafsson, Úlfar Krist-
mundsson, Björn Sigurðsson,
bankamaður, Þráinn Guðmunds-
son, Jón Þorsteinsson, Ásgeir As-
geirsson, Guðmundur Agústsson,
Þórir ólafsson og fjöldi þekktra
skákmanna.
Keppendur, sem spurðir voru,
létu vel af keppnisaðstöðunni og
áhorfendum. Mótsstjórinn, hinn
bandariski stórmeistari sér Lom-
bardy, stýrir öllu styrkri hendi
kunnáttumannsins, hreinasta
bæjarprýði.
Á morgun verður 4. umferð
svæðismótsins tefld. Þá tefla
þessir saman (hvitur talinn
fyrr):
Ribli — Hamann
Poutiainen — Hartston
Van Den Broeck — Friðrik
Laine — Zwaig
Björn — Timman
Parma — Liberzon
Jansa — McMurray
Ostermayer situr hjá I þessari
umferð.
A laugardaginn verða tefldar
biðskákir aftur, ef einhverjar
verða, en á sunnudag verður tefld
5. umferð. Hefst hún kl. 2. Þá hef-
ur Friðrik hvitt gegn Ribli,
Hamann gegn Poutiainen, Zwaig
g. V.D. Broeck,Timman g. Laine,
Liberzon g. Birni, McMurray g.
Parma.Ostermayerg. Jansa.
—BS—
Frá Vestf irðinga-
félaginu i Reykjavik
Aðalfundur Vestfirðingafélags-
ins verður haldinn að Hótel Borg
næstkomandi sunnudag, 26. októ-
ber, klukkan 4. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Onnur mál. Nýir og
gamlir félagar fjölmennið.
Klúbburinn: Pelican og Haukar.
Opið frá 8—11.30.
Röðull: Stuðlatrió. Opið frá
8—11.30.
Sesar: Diskótek Erlendur
Magnússon velur lögin. Opið frá
8—11.30.
Þórscafé: Trió 72. Opið frá 9—1.
óðal: Diskótek. Opið til kl. 11.30.
Á þriðja þúsund nóms-
menn mótmœla
Námsfólkið I veðurbliðunni á Austurvelli I gær. Skyldu ráðamenn
irnir nokkuð taka mark á okkur? hugsar pilturinn á bekknum e.t.v
með sér, eöa kannski eru það áhyggjur af framtiðinni, hver veit það?
(DB-mynd Ragnar Th. Sig.)
Námsmenn fjölmenntu á fund
á Austurvelli I gærdag. Var
safnazt saman við þá skóla er
viðurkenndir eru til námslána
og siðan farið i nokkrum göng-
um niður i miðbæinn. Er álitið
að tala fundarmanna hafi nálg-
azt þriðja þúsundið er fundurinn
var settur laust eftir kl. 13.30.
Kjörorð fundarins var „Efna-
hagslegt jafnrétti til náms” en
auk þess voru settar fram kröf-
ur og hvatningar til rikisstjórn-
arinnar i borðum og spjöldum.
A fundinum töluðu fulltrúar
nemenda hinna ýmsu náms-
brauta og bárust honum fjöl-
mörg skeyti og baráttukveðjur
frá verkalýðsfélögum, BSRB,
ASt og námsmönnum erlendis.
Mótmæltu ræðumenn harðlega
skerðingu námslána og studdu
kröfur sinar með óyggjandi rök-
um, sem fundarmenn tóku með
dynjandi lófaklappi. 1 lok fund-
arins var Geir Hallgrimssyni
forsætisráðherra afhent ályktun
fundarmanna þar sem skorað
var á rikisstjórnina að skerða
NÁMSMENN
STYÐJA
SJÓMENN
Fundur námsmanna á
Austurvelli samþykkti eftir-
farandi ályktun með dynj-
andi lófaklappi:
„Fjöldafundur framhalds-
skólanema á Austurvelli lýs-
ir yfir fullum stuðningi við
baráttu sjómanna fyrir bætt-
um kjörum. Sameiginleg
barátta okkar gegn fjand-
samlegu rikisvaldi hlýtur að
skipa okkur i sameiginlega
fylkingu. Við mótmælum þvi
að láglaunafólki i landinu sé
ætlað að axla kreppu auð-
valdsins.”
Verða nóms-
menn erlendis
að snúa heim?
Af fregnum sem berast af
fundarhöldum námsmanna i
London, Kaupmannahöfn,
Osló og Arósum má ráða að
sumartekjur þeirra, ef ein-
hverjar hafa verið, séu nú á
þrotum eða þrotnar fyrir
nokkru. Hafa sumir orðið að
taka vixillán til þess að
fleyta sér fram að lánum,
eins og það er kallað, en nú
eru horfur á þvi að lánin
verði mun minni en ætlað
var. Hafa námsmenn erlend-
is haft á orði að skammt sé
þess að biða að þeir verði að
hverfa frá námi og koma
heim. Má reikna með að þaö
séu um 400 manns alls. HP
ekki námslánin og hún vöruð við
að taka þessa geigvænlegu
stefnu varðandi málefni náms-
fólks hér heima og erlendis. Tók
Geir við yfirlýsingunni og
óánægjuhrópum fólksins með
brosi og veifaði til mannfjöld-
ans. Að öðru leyti fór fundurinn
vel fram.
1 dreifibréfi, sem námsfólk
hefur dreift til alþýðufólks á
vinnustöðum og á götum úti i
dag, er bent á ýmis atriði kjara-
baráttu námsmanna til
skýringa, m.a. að námslánum
sé ætlað að brúa bilið milli tekna
námsmanns og f járþarfar og að
lánin hafi aldrei brúað bil að
fullu. Óskert lán ætti að vera um
300 þús. kr. sem námsmanni
væri gert að lifa á i heilan vetur
og i mörgum tilfellum fjöl-
skyldu hans jafnframt. Nú
eigi að skerða þessa upphæð
um helming og hljóti hver
maður að sjá hverjar afleið-
ingar slikt hafi i för með
sér. Má vitna i bréf lækna-
nema á 3ja ári til fjölmiðla
þar sem þeir setja dæmið upp
á einfaldan hátt: „Við lukum
prófum 15. júni, fengum fri
til 12. júlf, en þá tók við ólaunað
skyldunámskeiö i 4 vikur. Skól-
inn hófstsiðan 1. september. Við
höfðum þvi 7 vikna sundurslitið
fri til þess að afla okkur tekna
sem eftir atvinnuleysissumar
eru litlar sem engar”. Guð-
fræðinemar segja i bréfi að
niðurskurðaraðgerðir þessar
geri láglaunamönnum nær
ókleift að senda börn sin til
framhaldsnáms og sé megintil-
gangur Lánasjóðsins þvi úr sög-
unni en hann sé einmitt að
tryggja jafna aðstöðu til náms.
HP.
Þessi ágæta mynd sýnir gjörla að mannfjöldinn á Austurvelli var
mikill i gærdag. (DB-mynd, Björgvin).
Austan stinnings-
kaldi eöa allhvasst og
rigning fram eftir
degi. Suðaustan kaldi
og súld með köflum
slðdegis. Hlýtt verður
áfram.
Andlát
Ilalldór Erlendsson
Iþróttakennari lézt á Landakots-
spitalanum 14. október siðastlið-
inn og verður jarðsettur i dag
klukkan 15 frá Fossvogskirkju.
Halldór fæddist á Isafirði 16.
marz 1919. Foreldrar hans voru
Erlendur Jónsson skósmiður og
Gestina Guðmundsdóttir. Hann
lauk prófi frá Kennaraskóla
Islands árið 1938 og fór sama ár
til Kaupmannahafnár til náms
við Statens Gymnastik-Institut og
lauk þaðan prófi sem iþrótta-
kennari. Að námi loknu kenndi
hann leikfimi við Kgl. Blindein-
stitut. Arið 1940 hélt
Halldór heim og kenndi við
barnaskólann á ísafirði 1940—45.
Arið 1945 fluttist hann til Reykja-
vikur og gerðist kennari við Mið-
bæjarskólann. Síðar kenndi
Halldór leikfimi og smiðar við
ýmsa skóla og siðustu árin var
hann kennari við Alftamýrarskól-
ann.
Arið 1942 kvæntist Halldór Arn-
disi Ásgeirsdóttur. Þau eignuðust
fjögur börn, Asgeir, Sigriði,
Erlend og Asu. Einn stjúpson átti
Halldór einnig, Hrafn.
Um ellefu ára bil starfrækti
Halldór fyrirtækið Sportvöru-
gerðina. Hann var um langt skeið
forsvarsmaður kastnefndar
Stangaveiðifélags Reykjavikur.
Jón H. Halldórsson
bifreiðastjóri Kleppsvegi 120
verður jarðsettur frá Fossvogs-
kirkju i dag kl. 13.30. Hann var
fæddur 8. apríl 1917 að
Minni-Bakka i Skálavik. Foreldr-
ar hans voru Ingibjörg Björns-
dóttir og Halldór Benediktsson.
Eiginkona Jóns var Asta Stefáns-
dóttir og eignuðust þau fjögur
börn. Þrjú þeirra eru á lifi,
Dagný, Stefán og Guðný
Hafbjörg.
Jón var bifreiðarstjóri á Sendi-
bilastöðinni.
Kristján Bender
rithöfundur, Melhaga 7, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju á
morgun klukkan 15.
Herdis Simonardóttir
verður jarðsett frá Fossvogs-
kirkju á morgun klukkan 10.30.
Jóhanna Þórðardóttir
Pétursborg, Blönduósi, verður
jarðsungin frá Blönduóskirkju
laugardaginn 25. október kl. 14.
Halldór F. Arndal.
frá Ardal lézt 18. október. Hann
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju laugardaginn 25. október
kl. 10.30.
Sigurður Guðmundur Þorkelsson
verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni laugardaginn 25.
október kl. 10.30.
liarnaverndardagurinn
1975
er fyrsta vetrardag. Merki dags-
ins og barnabókin Sólhvörf verða
seld i Reykjavik og annars staðar
þar sem barnaverndarfélög
starfa.
Merki og bækur til sölu I Reykja-
vik verða afhent i barnaskólum
borgarinnar frá kl. 10 árdegis.
Sölubörn, mætið vel og verið hlý-
lega klædd.
Barnaverndarfélag Reykjavíkur
Opið hús
Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Há-
skóla tslands býður stúdentum,
mökum þeirra og börnum i
Stúdentakjallarann (Gamla
Garði) i kvennafriinu. Það verður
opið hús, veitingar og barnapöss-
un allan föstudaginn, og þar
verða ræddar ýmsar hliðar jafn-
réttismálanna.