Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 4
Pagblaðiö. Þriðjudagur 4. nóvember 1975. 4 r Það er athyglisvert að myndin er gerð 1951 með þeirri tækni sem þá er komin isambandiviö kvikmyndagerð en leikstill og sjálf kvikmyndatakan er með yfirbragði þöglu myndanna. 1 sumum atriðunum er yfjr „dramatiserað” úr hófi fram, en það skritna er að það væri vart hugsanlegt að gera það öðruvisi. Það yrði þá að vera einhver annar maður og hrædd- ur er ég um að það reyndist öðr- urh erfitt að halda athyglinni hjá áhorfendum eins og Chaplin hefur tekizt. Sviösljós er margslungið verk og er hægt að nálgast það á marga vegu. Sviösljós er heim- speki, listaverk, pólitik og fjöl- margt annað, samtvinnað meö öruggu handbragði manns sem þekkir kvikmyndaformið til hlftar. Það er hæpið að ætla sér að fara að fjalla um þetta verk i stuttri blaðaumsögn. Sviðsljós er mynd sem hver og einn verð- ur að upplifa fyrir sjálfan sig. Chaplin gefur manni eitthvað og maður vill ógjarnan fara að deila þvi með öðrum sem svo kannski hafa séð sömu hlutina i allt öðru ljósi. Það má svo i lokin geta þess að tónlistin i myndinni er einnig samin af Chaplin og má segja að það sem tónlistargyðjan fór á mis við, þegar Chaplin afréð að gerast kvikmyndaframleiðandi, hafi verið gróði okkar sem skoðum myndir þessa aldna meistara þvi það er enginn vafi að Chaplin hefði getað náð býsna langt sem tónskáld. Kvik myndir ÞORSTEINN ÚLFAR BJÖRNSSON MEISTARICHAPLIN z/APASPIL" Lisa (Natalie Trundy) og Virgil (Paul VVilliams) i félagsskap nokkurra górilluapa. Takið eftir höndum og nögium Lisu. Hafnarbió: Sviðsljós (Lime lights) + + + + + 135 mfn, bandarlsk gerð 1951, leikstjórn: Charles Chaplin. Calvero hinn mikli er hniginn á efri ár. Hann hafði eitt sinn verið vinsæll reviuleikari en er nú nær öllum gleymdur. Hann er farinn að drekka helzt til mikið og eitt sinn, er hann kem- ur heim augafullur, finnur hann megna gaslykt. Hann brýtur upp hurð á herbergi þvi sem lyktin kemur út og bjargar þar meö ungri stúlku frá því aö svipta sig lifi. Þaö veröur upphafiö að innilegri vináttu þeirra sem svo smásaman breytist i ást. Hún er ballett- dansmær og Calvero stappar svo I hana stálinu aö hún verður fræg og eftirsótt. Hann reynir einnig að komast aftur á tind- inn, ekki vegna fjár eða frama heldur til að heyra áhorfend- urna hlæja, þótt að sjálfsögðu spili hitt inn í lika. Aö lokum fær hann tækifæri og áhorfendur fyllast geysihrifningu. En þá er það of seint og eftir fagnaðar- læti áhorfenda deyr hann. Það er misskilningur að halda að þessi mynd meistara Chaplins sé barnamynd en þaö virtist vera skoðun þeirra sem voru I bió þegar ég sá þessa mynd. Það var greinilegt að þessum litlu greyjum hund- leiddist mikill meirihluti mynd- arinnar. Þessi mynd er fyrst og fremst meistaraverk eins manns, Charlie Chaplin. Sviðs- ljós er frábær lýsing á tilfinn- ingum þeirra manna sem eitt sinn hafa verið elskaðir og dáðir af almúganum en eru nú öllum gleymdir. Chaplin tekst á frá- bæran hátt að lýsa tilgangsleysi og vonbrigðum slikra manna. Nýja bió: Lokaorustan um apa- piánetuna (Battle for the pianet of the apes) + + 90 min. bandarisk gerð 1973. Panavision, litir frá de Luxe, leikstjóri: J. Lee Thompson. Apar og menn lifa saman i sátt og samlyndi en aparnir ráða þó öllu. Caesar apakóngur fer til borgar sem jafnaðist við jörðu i uppreisninni sem aparnir gerðu gegn yfirráðum mannsins. Þar finnur hann segulbandsspólu með viðtölum við foreldra sinar þar sem þeir segja að aparnir muni gjöreyða jörðinni f öðru kjarnorkustríði. 1 borginni finnur hann einnig fólk sem þar hefst við mjög illa farið af geislun. Kolp fyrirliði þess skipar nú liöi sinu til árásar á apaborgina. Um sama leyti gera górilluaparnir uppreisn gegn Caesari, þvi þeim finnst hann allt of linur við mannfólk- iö. Um tima litur út fyrir að allt sé komið i óefn+hjá Caesari og hann verður að berjast bæði við sitt eigið fólk og árásarlið Kolps en að lokum tekst að koma á friði milli manna og apa. Það er ekki ofsögum sagt að apamyndirnar fari hriöversn- andi. Fyrsta myndin var bara þó nokkuð góð og var það ekki sizt fyrir þá sök að hún hafði anzi beittan brodd i endann sem vafalaust kom óþægilega við marga. En hinar, sem á eftir Virgil (Paul Williams), Caesar (Roddy MacOowali) og MacDonald (Austin Stoker). Berið saman hendur Caesars á þessari mynd.. ...og myndinni þar sem hann er fyrir framan villuna sfna. hafa komið, hafa alltaf orðið þynnri og þynnri. Þrátt fyrir það má hafa gaman af þessari mynd. Að visu er hún lang- dregin á köflum en maður getur bó allténd skemmt sér við að finna gallana á meðan, svona til að hafa eitthvað fyrir stafni. Boðskapurinn er sá sami og i fyrri myndunum, þ.e. hvað strið sé nú slæmt og hvað allt verði gott ef allir lifðu i friði og spekt. Innan um allt þetta er svo fléttað spakmælum sem mest fara fyrir ofan garð og neðan. Þetta er svo sem allt i lagi ef maður hefur ekkert annað við timann að gera og tekur mynd- ina sem afþreyjara. Sem slik er myndin tveggja plúsa virði. Einnig held ég að börn og unglingar hafi mjög gaman af þessari myndogeitt ervist: hún er töluvert betri en margt annað sem börnum er boðið upp á. Myndin er ágætlega tekin og klippt og einnig er leikmynd all- bærileg. Það sem manni finnst einna verst er hvað förðun og búningar eru illa úr garöi gert, að undanskildum grimunum. Það er leiðinlegt að sjá apa með næstum þvi apahendur og svo aftur naglalakkaðar manns- hendur i sama atriðinu, bara hvort I sinu myndhorninu. Leikstjórinn, J. Lee Thomp- son, hefur sett örlítið ofan með þessari mynd. Það má geta þess að hann hefur oft áður verið við- riðinn ágætis-myndir og má þar til dæmis nefna MacKennas gold og Byssurnar i Navarone. Terry ballettdansmær (Clair Bloom) og Calvero (Chaplin). Chaplin lengst til vinstri með nokkrum vinum sinum þar sem þeir eru aö „slátra bjór, Bach og Beethoven”. Chaplin i fyndnasta atriði myndarinnar þar sem hann og önnur gömul þöglumynda- kenipa, Buster sálugi Keaton, leika saman.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.