Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 18
18 Hagblaðið. Þriðjudagur 4. nóvember 1975. LIBERZON EFSTUR MEÐ 9 VINNINGA Ennþá gelur allt skeð í mótinu Liberzon frá Israel er nú efstur með 9 vinninga i svæðis- mótinu. Næstur er Ribli, Ung- verjalandi, með 8 vinninga. Parma frá Júgóslaviu er i þriðja sæti með 7 1/2 vinning. Jansa frá Tékkóslóvakiu er i 4. sæti með 6 1/2 vinning. Friðrik okkar er i 5. sæti með 6 vinninga og biðskák við Hollendinginn Timman. 1 6.-7. sæti koma þeir Hamann frá Danmörku og Ostermayer frá V-býzkalandi. 8.-9. Poutiainen frá Finnlandi og Norðmaðurinn Zwaig með 5 1/2 vinning. Timman hefur fengið 5 vinninga og biðskák við Friðrik og er i 10. sæti 11. Hartston: 3 1/2, 12. Murray: 2 1/2, 13. Björn 2, 14. Laine 11/2, 15. Van Den Broeck 1 1/2. 111. umferðinni, sem tefld var i gærkvöldi, fóru leikar þannig: Jansa — Ribli: 1/2 — 1/2 Ostermayer — Poutiainen: 1/2 — 1/2 Murray — Hartston: 1/2 — 1/2 Liberzon — Hamann: 1—0 Timman — Friðrik: Biðskák Parma—Van Den Broeck: 1—0 0 Björn — Laine: 1—0 . Zwaig átti fri i þessari umferð. Liberzon á ótefldar 3 skákir, enda þótt enn séu fjórar umferðir eftir. Hann situr yfir i siðustu umferðinni, sem tefld verður á sunnudaginn kemur. Þeir. sem hann á eftir að tefla við eru: Friðrik, Zwaig og Timman. Ribli á eftir að tefla við Parma, Björn, Laine og Van Den Broeck. Parma á eftir að tefla við Ribli, Poutiainen, Hartston og Hamann. Jansa á eftir að tefla við Poutiainen, Hartston, Hamann og Friðrik. Friðrik á eftir að tefla við Liberzon, Murray, Ostermayer og Jansa. Ef tekið er mið af frammi- stöðu keppenda i mótinu til þessa og röð eftir vinningum, er alveg Ijóst, að Ribli á eftir þrjá lægstu mennina og Parma. Laine á fri i kvöld og Timman annað kvöld. 1 14. umferðinni á föstudag situr Van Den Broeck yfir, en eins og áður segir á Liberzon fri i siðustu umferðinni á sunnudag. Timman og Friðrik tefldu Sikileyjarvörn i gærkvöldi. Friðrik sýndi Hollendingnum i tvo heimana, sem hann tefldi sig snyrtilega út úr. Komst hann út úr þófinu með frjálsara tafl, þegar timaþröngin fór að herja á. Þegar skákin fór i bið eftir 41 leik hjá hvitum, var staðan þessi: Hvitt. Timman- Kg2, Da3, H dl, B e2, c2, e4. f5, g4, h4 Svart, Friðrik: K f8, D b7, H c7, R f7, a4, c4, e5, f6, g7, h7. t þessari stöðu lék svartur biðleikinn, eins og auðséð er. þegar upp er stillt. Mér heyrðist menn telja, að Friðrik ætti ekki betra tafl, en menn fara sér nú varlegaað spá, þegar slikir eiga i hlut. Mér fannst mönnum vera miklu lausari tungan um, að Björn ætti unnið á móti Guernsy bóndanum Laine. beir tefldu Kóngs-Indverja og hefði sú skák einnig farið i bið, en Laine gaf áður. Ostermayer og Poutiainen sömdu stórmeistarajafntefli eftir 19 leiki i Sikileyjarvörn. Murray lenti i timahraki á móti Hartston i Benoni-vörn, en hélt jöfnu: 1/2 — 1/2. Liberzon og Hamann tefldu Sikileyjarvörn. tsraelinn vann peð af Dananum og má minnast þess, að ekki þýðir að rétta skrattanum litla fingurinn, þá tekur hann alla hendina. Sá Hamann sitt óvænna og gaf eftir 40 leiki, peðinu undir. Parma og Van Den Broeck tefldu franska vörn. Skákin vakti ekki heimsathygli. Vann Slavinn örugglega. „Einkennilegir menn eru þetta”, sagði einn áhorfandinn. „Þeir eru ekki fyrr staðnir upp frá kappskák en þeir setjast niður i næsta herbergi og tefla alla skákina aftur.” Þeir Ribli og Jansa fóru strax i litla her- bergið i sýningarsalnum og skoðuðu sina skák, þegar þeir höfðu samið jafntefli. Liberzon stóð yfir þeim og tók virkan þátt i skoðuninni. Þeir Jansa og Liberson töluðu slavnesku. Doktor Van Den Broeck var þarna lika ásamt Poutiainen. Svo kom Parma þarna. Þótt Liberzon sé góður og gildur full- trúi sins lands, tsraels, þá er hann fæddur Kákasus-Rússi og talar að sjálfsögðu slavnesku eins og innfæddur. Jansa var áreiðanlega ekki alveg sannfærður eða ánægður með jafnteflið. Hann' stöðvaði eldsnöggar analýsur Liberzons hvað eftir annað. En jafnteflið kom upp jafnoft og þeir Ribli og Jansa sátu með báðar hendur fullar af mönnum og Liberzon með tvo eða þrjá. „Ribli vinnur þetta mót!’ sagði Poutiainen, þegar hann var spurður um skoðun á þvi. „Hann teflir sannfærandi og ég tel hann sterkastan keppenda á mótinu,” sagði Poutiainen. Skákskýringarnar i gærkvöldi önnuðust þeir Bragi Hall- dórsson og Leifur Jósteinsson. Kunnu áhorfendur vel að meta þær. Meðal áhorfenda má nefna: Róbert Sigmundsson, Berg Pálsson, Viðar Thorsteinsson, Halldór Blöndal, alþingismann, Árna Jakobsson, Ólaf Friðriksson, Guðmund Ágústsson, Kristján Sigurðsson, Berg Bjarnason, séra Gisla GUÐMUNDUR I í BÚLGARÍU Guðmundur Sigurjónsson er enn i efsta sæti ásamt Ermen- kov. Þeir hafa fengið 5 1/2 vinning eftir 9 umferðir. Geysi- lega hörð keppni og jöfn stendur um efstu sætin, og eru margir efstu menn i hnapp. Skiiur ekki Kolbeins, Kristján Jónsson, kaupmann, Ellert Schram, alþm., Einar S. Einarsson, Guðfinn Kjartansson, Sigurð Gislason, Helga Bachmann, Sturlu Pétursson, Högna Torfa- son, Viimund Gylfason, Val Benediktsson, Halldór Pétursson, Eirik Ketilsson, Gest Jónsson og Sigurð Kristjánsson. Ef menn vilja átta sig á þvi, hverjir eiga eftir að keppa við hverja i þessu móti, fylgir hér skrá um þá, sem eigast við i umferðunum, sem ótefldar eru: hvitur á undan: 12. umferð i kvöld: Laine á fri: Van Den Broeck — Björn Hamann — Murray Hartston — Ostermayer Poutiainen — Jansa Zwaig — Timman Ribli—Parma Friðrik — Liberzon 13. umferð á fimmtudag. Timman á fri: Björn — Ribli Parma-Poutiainen Jansa — Hartston Ostermayer — Hamann Murray — Friðrik Liberzon — Zwaig Laine — Van Den Broeck 14. umferð á föstudag. Van Den Broeck á fri: Ribli — Laine Poutiainen — Björn Hartston — Parma Hamann — Jansa Friðrik — Ostermayer Zwaig — Murray Timman — Liberzon 15. umferðin verður svo tefld á sunnudaginn kemur. Liberzon á þá fri: Van Den Broeck — Ribli Laine — Poutiainen Björn — Hartston Parma — Hamann Jansa — Friðrik Ostermayer — Zwaig Murray — Timman 7. 8. 9. 10. 11.12. 13. 14. 15. EFSTA SÆTI nema 1/2 eða 1 vinningur allan þorra keppenda eftir þvi, sem næst verður komizt af fréttum frá mótinu. Guðmundur gerði jafntefli við Ermenkov i 9. umferðinm en hafði i næstu tveim umferðum á undan gert jafntefli við þá Radulov og Matanovic. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 1. Ribli HT 1 1 •Á 1 1 'k 1 'k 'k 8 2. Poutiainen <?H 1 o o 1 1 o 1 Vz 1 5/?. 3. Hartston o o 0 o 1 o o •k 1 1 3!z 4. Hamann o 1 1 •k o 1 o 1 Vz 1 6 5. Friftrik ’/z 1 1 'k 'k 0 1 1 'k 6 + BiO 4. Zwaig 0 0 o r 'h 1 'k •k 1 1 5'k 7. Timman 0 o 1 o 1 'k 'k 1 o 1 5 ♦ BiP 8. Liberzon 'lz 1 1 1 1 'k 'k 'k 1 1 1 9 9. Murray o o ‘Á o 'k 0 'h 1 o Z'k 10. Ostermeyer 'k 'A. o 'k Vz 'k Vz 1 1 1 6 11. Jansa 'k o '/z '/z 1 Zz 1 ■ 1 1 6 'h 12. Parma 1 'k Vz 'k 1 'k 'k 1 1 1 7'k 13. B|örn o 0 'k o o Vz 0 o o 1 Z 14. Laine 0 'lz o o 1 o 0 0 0 o om \'k 15. Vanden Broeck 0 o o •k o 0 0 1 o o o 1 1 'k r ViIhjá 1 mur Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum, lézt af slysförum 28. október sl. Útför hans fer fram i dag frá Egilsstaðakirkju. Vilhjálmur var fæddur að Gilsárteigi i Eiðaþing- há 1. júni 1923, sonur hjónanna Gunnþóru Guttormsdóttur og Sigurbjörns Snjólfssonar bónda. Viihjálmur stundaði nám i Eiðaskóla og að þvf loknu hélt hann til Akureyrar og tók þar gagnfræðapróf. Hann útskrifaðist frá Kennaraskóla ísiands árið 1946 og kenndi eftir það i tvo vetur á Eiðum. Þá hélt hann til Kaup- mannahafnar og stundaði þar nám i Kennaraháskólanum árin 1948—50. Eftir heimkomuna kenndi Vilhjálmur á Eiðum, unz hann gerðist skattstjóri á Isafirði 1955— 56 og i Neskaupstað 1956— 62. Árið 1963 gerðist Vil- hjálmur framkvæmdastjóri Byggingarfélagsins Brúnáss og gegndi hann þvi starfi til æviloka. Vilhjálmur gegndi fjölda trún- aðarstarfa um ævina. Hann sat lengi i hreppsnefnd Egilstaða- hrepps, var prófdómari á Eiðum o.fl. Einnig var hann varaþing- maður Framsóknarflokksins og hafði nokkrum sinnum setið á þingi. Kona Vilhjálms var Inga Warén frá Helsinki i Finnlandi. Þau eignuðust fimm börn, Bene- dikt, önnu Brittu, Valborgu, Ingu Þóru og Karl. Auk þess átti Vil- hjálmur eitt barn áður. Sigríður Guðmundsdóttir, kenn- ari, Lokastig 20A, lézt i Landspit- alanum 26. október sl. og verður jarðsungin frá Fossvogskirkju i dag kl. 13.30. Hún var fædd i Höfn i Dýrafirði 7. marz 1893, dóttir hjónanna Guðmundu Guðmunds- dóttur og Guðmundar Gislasonar bónda. Hún stundaði nám i Kvennaskólanum á Blönduósi og fór siðan i Kennaraskólann, þar sem hún lauk prófi árið 1914. Arið 1930 dvaldi hún við nám i Þýzka- landi. Hún gerðist kennari i Kjósinni árið 1919 og kenndi þar til ársins 1930 er hún hóf störf við Mið- bæjarskólann i Reykjavik. Þar kenndi hún til ársins 1961, er hún varð að láta af störfum sakir heilsubrests. Sigriður var gift Steini Erlends- syni netagerðarmanni. Þau eign- uðust þrjá syni, Erling Konráð, Guðmund og Gunnar. Sigurrós Jónasdóttir, Sæviðar sundi 32, lézt 27. október sl„ og verður jarðsungin frá Laugarnes- kirkju i dag kl. 13.30. Sigurrós var fædd i Reykjavik 7. júni 1935, dóttir hjónanna Sigriðar Rögn- valdsdóttur og Jónasar Guð- mundssonar. Ung missti hún föður sinn og ólst upp eftir það hjá móður sinni. Sigurrós giftist árið 1955 eftir- lifandi eiginmanni sinum Hrólfi Gunnarssyni skipstjóra og eign- uðust þau fimm börn, Sigriði Öldu, Jónas Sævar, Gunnar Sigurjón, Rögnvald Arnar og önnu Rún. Þórhildur Jónasdóttir, Markar- flöt 41, Garðahreppi, lézt af slys- förum 26. október sl. Itún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. nóv. kl. 13.30. Kristveig Jónsdóttir andaðist 31. október. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. nóv. kl. 13. Kristján Ólason, frá Húsavik, Mjóuhlið 8, verður jarðsunginn lrá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 15. Jónas Hallgrimsson, forstöðu- maður, Háaleitisbraut 119, lézt i Landspitalanum 3. nóvember. Sigurður Magnússon frá Fúlu- tjörn lézt i sjúkrahúsinu i Surna i Noregi 28. október sl. Stefán Thorarensén, apótekari, lézt i Borgarspitalanum 31. októ- ber sl. Guðrún Hansdóttir, Nesvegi 56, lézt i Landspitalanum 2. nóvem- ber. lialldór ólafsson. ritstjóri tsa- firði, lézt i Landakotsspitala 2. nóvember sl. Austfirðingamót Austfirðingamót verður haldið að Hótel Sögu föstudaginn 7. nóvember og hefst með borðhaldi kl. 19. Húsið verður opnað kl. 18.30. Aðgöngumiðar eru afhentir i anddyri Hótel Sögu miðvikudag 5. og fimmtudag 6. nóv. kl. 17-19. Fundartimar AA- samtakanna. Fundartimar AA-deildanna i Reykjavik eru sem hér segir: Tjarnargata 3c mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 9 e.h. Safnaðarheimili Langholtssafn- aðar föstudaga kl. 9 e.h. og laugardaga kl. 2 e.h. Frá iþróttafélagi fatlaðra, Reykjavik: Vegna timabundins húsnæðis- leysis falla æfingar niður um óá- kveðinn tima. Bréf verða send út er æfingarnar hefjast aftur. Stjórnin. Mænusóttarbólusetning Önæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30 — 17.30. Vinsamlega hafið með ykkur ónæmisskirteini. Þann 27. september voru gefin saman i hjónaband i Bústaða- kirkju af séra Ölafi Skúlasyni Dýrborg Ragnarsdóttir og Þröst- ur Elfar Hjörleifsson. Heimili þeirra er að Plfstalandi 20. Barna- og fjölskylduljósmyndir. Þann 10. ágúst voru gefin saman i hjónaband i Innri-Njarðvikur- kirkju af séra Ólafi Oddi Jónssyni Sigurdis Ingimundardóttir og Hlynur Antonsson. Heimili þeirra er að Frostaskjóli 11. Ljósmyndast. Suðurnesja.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.