Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 24
Alvarlegt bílslys á Húsavík: Stúlka liggur lífshœttulega slösuð eftir að bíll ók upp á gangstétt - Tvær stúlkur liggja mikið slasaðar i sjúkrahúsinu á Húsavik eftir umferðarslys er þar varð rétt eftir klukkan 8 i gærkvöldi. Er önnur stúlknanna i lifshættu og ekki komin til meðvitundar eftir höfuðhögg er hún hlaut. Siysið varð á Garöarsbraut á móts við Vallholtsveg. Þar ætlaði bifreið að aka fram fyrir pilt á vélhjóþ. Hafði vélhjóls- pilturinn gefið stefnumerki um beygju en þvi veitti bifreiðar- stjórinn ekki athygli. Lenti bifreiðin á vélhjólinu, en öku- maður þess hlaut ekki meiösli en varð fyrir taugaáfalli. Bifreiðarstjórinn missti vald á bifreiðinni við áreksturinn við bifhjólið og kastaðist bifreiðin stjórnlaus upp á garigstétt, en þar voru stúlkurnar tvær fyrir. Onnur þeirra er meðvitundar- laus eftir höfuðhögg og i lifs- hættu. Hin er lærbrotin á báðum fótum. Lögreglan á Húsavik telur of hraðan akstur orsök slyssins. ASt. Hjón fyrir bifreið ó Grensósvegi öldruð hjón, 74 og 75 ára, urðu fyrir bifreið á Grensásvegi i gær. Voru þau á leið austur yfir götuna á móts við verzfunina Axminster og komin langleiðina yfir þegar stationbifreið er var á leið suður Grensásveginn lenti á þeim. Lentu gömlu hjónin framan á bilnum og köstuðust upp á vélarhlifina áður en þau skullu i götuna. Þau liggja nú bæði i sjúkra- húsi. Maðurinn er fótbrotinn og meiddur á hrygg, konan hlaut höfuðmeiðsl og er auk þess all- mikið marin. Slys þetta varð um kl. 18.20 i gær og eins og oft áður leit það verr út á slysstaðnum en reynd- in varð er meiðsli höfðu verið könnuð. — ASt. Skór, taska, brotin framrúða tala raunalegu máli (DB-mvnd Björgvin. þetta skipti fór liklega betur en við mátti búast LEIÐIN ÚR BREIÐHOLTI LÍKUST SKÍÐABREKKU Anno Bjarnason á ritstjórn Dagblaðsins Anna Bjarnason hóf i gær störf við ritstjórnina okkar á Dagblaðinu. Anna er gamalkunnug blaðakona, hóf að starfa á Morgunblaðinu eftir verzlunarpróf frá Verzlunarskóla Islands 1951. Starfaði Anna þar i mörg ár. Siðustu árin hefur hún starfað sem læknaritari, þar til hún sneri sér aftur að blaða- mennsku, fyrst við Visi og nú hjá Dagblaðinu. Bjóðum við önnu velkomna til starfa við ritstjórnina. —JBP— „Það kostar kannski 20-80 þúsund krónur að henda salti á leiðina héðan ofan úr Breiðholti, en það er talsvert meira, sem vinnutapið kostar, þegar 2-3 þúsund manns koma meira en klukkutima of seint til vinnu,” sagði Jón kaupmaður i Straumnesi i viðtali við Dag- blaðið. Gizkað er á, að um tveggja kflómetra biðröö af bilum hafi myndazt á leiðinni úr Breiðholti, þegar ástandið var verst i morgun, en þá var Starfsíólk ötvarps, Sjónvarps og Sinfóniuhljómsveitarinnar fékk ekki laun sin greidd i gær. Að sögn launadeildar fjármála- ráðuneytisins er orsök þeirrar tafar sú, að ekki séu til peningar til að leysa launaávisanirnar út, og þvi biða nú launatékkarnir innistæðulausir eftir þvi að seölar komi inn i kassann. L a u n a d e i 1 d f j á r m á 1 a - ráðuneytisins sér um að dreifa launum til rikisstarfsmanna, en þegar peningar eru ekki fyrir Breiðholtsbraut likust skiða- brekku. Þessu olli vitanlega hálkan, sem var mikil i út- hverfunum i morgun. Menn voru misjafnlega búnir til aksturs þennan fyrsta vetrar- morgun i borginni. ,,Það hafði ekkert að segja þótt bflar væru á keðjum,” sagði annar Breiðholtsbúi, sem varð of seinn i bæinn. „Þetta er ekki fyrsti veturinn hérna. Það væri til mikilla þæginda fyrir alla, ef borið væri á veginn áður en umferðin verður mest. hendi, þá stöövast dreifingin vitanlega af sjálfu sér. Um siðustu mánaöamót fékk starfsfólk Þjóðleikhússins ekki laun sin greidd fyrr en degi seinna en lög kveba á um. Er þjóðleikhússtjóri leitaði skyringa, var honum sagt, að þar sem leikhúsið væri búið að eyða allri sinni fjárveitingu, yröu engin laun greidd. Að sögn þjóðleikhússtjóra voru hins veg- ar nægir peningar þannig að launin bárust daginn eftir. Er Dagblaðið hafði samband — borgar sig ekki að stró salti á Breiðholts- braut til að fyrirbyggja umferðaröngþveitið? Úr þvi kemst ekki einu sinni saltbfllinn að.” Þrátt fyrir erfiða færð vegna hálkunnar og þar af leiðandi amstur og óþægindi með geðbrigðum, urðu ekki nema 3 árekstrar i morgun- umferðinni. Einn varð I Breiðholti, annar á Bústaða- vegi og hinn þriðji i Elliðavogi. Verður það að teljast vel sloppið, hvað sem töfunum leið. —BS- við Kristján Thorlacius for- mann BSHB i morgun, sagði hann, að honum hefðu borizt lausafregnir af þessu máli. Samkvæmt lögum á að greiða rikisstarfsmönnum laun sin fyrsta starfsdag hvers mánaðar, og sagði Kristján, að Bandalagið liti mjög alvarleg- um augum á það, ef ekki væri farið eftir lögunum. Hann hefur haft samband við fjármála- ráðherra vegmj þessa máls, og ,er það nú i ajhugun. / _ a fr_ Tómahljóð í ríkiskassanum: DRÁTTUR Á LAUNAGREIÐSLUM TIL ÚTVARPS OG SJÓNVARPS frjalst, áháð daghlað Þriðjudagur 4. nóvember 1975. Minnzt 100 ára afmœlis Seltjarnar - neshrepps milljónir í verðlaun í hugmyndasamkeppni um aðalskipulagið Efnt verður til sérstaks hátiðarfundar i félagsheimili Seltjarnarness kl. 17.15 i dag i tilefni af þvi að nú eru liðin rétt 100 ár siðan hreppsnefnd kom fyrst saman til fundar á Seltjarnarnesi. Forsaga þess var i stuttu máli sú, að konungleg tilskipun var gefin út 4. mai 1872 um skipun sveitarstjórnarmála, þar sem ákveðin var gerbreyting i þessum málum um allt land. Sagði i til- skipuninni, að héraðsstjórn ætti að vera i höndum hreppsnefnda, sýslunefnda og amtsráða, sem ættu aftur að lúta yfirstjórn landsstjórnarinnar og vera háð eftirliti hennar við störf sin. Með þessu var atkvæðisbærum ibúum einstakra hreppa fengið vald i eigin málum og áttu hrepps- nefndir að vera skipaðar eigi færri fulltrúum en þrem og ekki fleiri en sjö, sem kjörnir væru til sex ára. Hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps var svo samkvæmt þessu skipuð fimm mönnum og var svo alla tið eða þangað til hreppurinn fékk kaupstaðarréttindi á siðast- liðnu ári. Bæjarstjórn Seltjarnarness hyggst einkum minnast afmælis- ins með þrenns konar móti, sem hér skal getið: Samin verði 100 ára saga hreppsins og Mýrarhúsaskóla, sem fyllti öldina i sl. mánuði. Skólanum skal fært að gjöf listaverk eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Aðalskipulag bæjarins verði tekið til endurskoðunar og efnt til hugmyndasamkeppni i sambandi við það. Hvað snertir siðastnefnda atriðið má jafnframt geta þess, að heitið verður verðlaunum, sem nema i heild rúmlega milljón króna og á samkeppninni að vera lokið 15. júni að ári. Bæjarstjórn Seltjarnarness skipa eftirtaldir menn: Karl B. Guðmundsson, Snæbjörn Ásgeirsson, Sigurgeir Sigurðsson, Magnús Erlendsson ,Viglundur Þorsteinsson, Njáll Ingjaldsson og Njáll Þorsteinsson. —EVI— • /m W.r.o'r.T ^ /XK'L ---, '/■h[yífcyv/cM. •*' —. rt*+/ /VV'J + «*^-----íL- tHH+ZZAti. /J* W»’ t*o—- /f/ Titilblaðið af funda-og bréfabók Seltjarnarneshrepps árið 1875.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.