Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 5
Pagblaðið. Þriðjudagur 4. nóvember 1975. Utvarp Sjónvarp Skólamál í útvarpinu kl. 19,35: Kenning bandarísks uppeldisfrœðings frá 1949 enn í fullu gildi í kvöld kl. 19:35 er á dagskrá útvarpsins erindi er nefnist „Kenning Tylers um námskrár- gerð”, flutningsmaður er Guðný Helgadóttir. Við ræddum við Guðnýju og spurðum hana um efni erindis- ins, sem eins og nafnið ber með sér, fjallar um skólamál. Tyler þessi er bandariskur uppeldisfræðingur sem setti kenningar sinar fram árið 1949, Að skoða og skilgrcina: Fréttaskýringaþátt- ur fyrir unglinga á dagskrá útvarpsins í kvöld kl. 20,50 Kl. 20.50 i kvöld er á dagskrá útvarpsins þátturinn ,,Að skoða og skilgreina”. Umsjónarmað- ur er Kristján Guðmundsson, kennari við Menntaskólann við Tjörnina. Við ræddum við Kristján og báðum hann að segja okkur frá efni þáttarins. Þátturinn i kvöld er eins kon- ar fréttaskýringaþáttur fyrir unglinga með tónlistarivafi og verða tekin fyrir ýmis vanda- mál þróunarlandanna, offjölg- unarvandamál þeirra og ósam- komulag innbyrðis og leitazt við að gefa skýringu á þessu. Þá verður einnig tekin fyrir mark- aðsaðstaða þróunarlandanna gagnvart iðnaðarlöndunum. Rætt verður við Björn Þor- steinsson framkvæmdastjóra stofnunar um þróunarhjálp Is- lands, sem sett var á stofn með lögum árið 1971. Meðal athyglisverðra hluta sem i ljós koma í þættinum i kvöld er að ísland þiggur ivið meira en það lætur i té til þró- unarlandanna. A sl. ári greiddu Islendingar tæplega 30millj.kr. til þróunar- landánna en fengu rúmlega 30 milljónir i sinn hlut, —■ sem þá væntanlega þróunarland! Kristján sagði okkur að ætl- unin væri að þátturinn ,,Að skoða og skilgreina” yrði hálfs- mánaðarlega i vetur og er þetta fyrsti þátturinn. Kristján Guðmundsson mennta- skólakennari sér um þáttinn ,,Að skoða og skilgreina”. Ljós- mynd Bj. Bj. Sfðar i vetur hyggst Kristján taka fyrir sérvandamál ung- linga, en hann treystir ungu fólki fullkomlega til þess að hafa áhuga á alheimsvanda- málum,eins og verða á dagskrá þáttarins i kvöld. —A.Bj. Skólamálin eru ofarlega á baugi um þessar mundir, l'jallað er um þau bæði i útvarpi og sjón- varpi. Myndin sýnir nemendur i Kellaskóla i friminútum. Ljós- invnd B.P. en þær eru enn i fullu gildi og er stuðzt við þær bæði hérlendis og erlendis. Guðný fjallar m.a. um hvert eigi að vera markmið eða til- gangur skólanáms, hún fjallar um ýmsa þætti svo sem þarfir og áhuga nemandansog leiðir út frá þvi. Einnig fjallar hún um þarfir þjóðfélagsins og hverjum árangri má ná með tilliti til þroska nemendanna og þann tima sem verja má til námsins. Þá nefnir hún dæmi um náms- ERNA V. 1 INGOLFSDOTTIR skrá, sem byggir á þessum þörfum. Guðný Helgadóttir, sem starfar i skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins sagði okkur að erindi hennar væri hið fjórða i erindaflokki sem fluttur er i samvinnu við Kennara háskóla nn. Erindi þessi voru flutt á vegum Kennaraháskólans á s.l. sumri á ráðstefnu fyrir starf- andi kennara. A.Bj. í I ^Sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og auglýsing- ar. 20.35 Þjóðarskútan. Þáttur um störf Alþingis. M.a. verður viðtal við Jón Árna- son formann fjárveitinga- nefndar og litið inn á fund hjá f járveitinganefnd. Einnig verður fjallað um vandamál frystihúsanna. Umsjónarmenn: Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. 21.15 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.05 Utan úr heimi. Umræður um Shakarof málið. Þátt- takendur : Gunnar Gunnarsson, Halldór Lax- nessog Matthias Johannes- sen. Stjórn-andi Gunnar G. Schram. 22.50 Skólamál. Hlitarnám. í þættinum er fjallað um hlitarnám — megininntak kenningarinnar kynnt og sýnd dæmi. Þátturinn er gerður i samvinnu við Kennaraháskóla tslands og sendur út i tengslum við tvö útvarpserindi, sem flutt voru 2. og 4. nóvember. ' Umsjónarmaður Helgi Jónasson fræðslustjóri. 23.05 Dagskrárlok. 17.00 Lagið mitt. Anne Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.50 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Kenning Tylers um námsskrárgerð. Guðný Helgadóttir flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins. Sverrir Sverrisson kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.30 Tónlist eftir Robert Schumann. Wilhelm Kempff leikur á pianó.. 21.50 Kristfræði Nýja testa- mentisins. Dr. Jakob Jóns- son flytur fyrsta þátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (9). 22.40 Skákfréttir. 22.45 Harmonikulög Laiho-bræður leika 23.00 A hljóðbergi. Sagan af Plútó og Próserpinu i nur ögn gnathnil ghvaw- horne. Anthony Quayle les. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Sjónvarpið í kvöld kl. 20,50: Svona er ástin #/ #/ Ástin og bannfœrða bókin Ástin og fyrsta nóttin" Ástin og kóngurinn // „Svona er ástin” er á dagskrá i kvöld og að venju eru það þrjár myndir sem við sjáum. Fyrsta myndin nefnist „Ástin og bann- færða bókin.” Hún fjallar um hermann nokkurn er kemur heim til sin til -Bandarikjanna eftir að hefa gegnt störfum er- lendis. Þá er kona hans búin að skrifa metsölubók. Auðvitað fjallar bókin um ástir og segir frá konu er hefur átt tólf elsk- huga. Hermaðurinn hefur konu sina grunaða um að vera ekki viðeina fjölina felld i ástarmál- um, þar sem hún hafi getað skrifað slika bók. „Ástin og fyrsta nóttin” heitir sú næsta. Tvö á táningaaldrin- um álita sig vera reynslumikið fólk i ástum sem öðru. Þau ætla sér að sanna þetta og fara á mótel þar sem þau ætla að gista einanótt. Ýmislegtkemur iljós, meðal annars það að þroskinn // er ekki eins mikill hjá ung- ménnunum eins og þau höfðu haldið. „Ástin og kóngurinn” heitir svo þriðja myndin. Maður á miðjum aldri vinnur á skrif- stofu nokkurri og er álitinn afar trúr og dyggur bæði i starfi og i kvennamálum. Þá kemur i heimsókn til hans gamall kappi úr hernum en þeir höfðu verið saman i herdeild. Hin trúa og dygga kempa hafði þá verið anzi fjörug á sinum sokkabandsárum. Nema hvað, það á að hafa parti og svo vel vill til að kona þess dygga er ekki heima. Um það bil sem veizlugleðin er að hefjast kemur forstjórinn i heimsókn og það berst eins og eldur um sinu á skrifstofunni að hin dygga kempa sé ekki eins saklaus og áður var haldið. EVl PRJONAKONUR - ATHUGIÐ Okkar vinsœli þríþœtti lopi í öllum sauðalitun- um verður seldur á sama lága verðinu meðan á útsölunni stendur Magnafsláttur VERKSMIÐJUUTSALAN ★ TEPPI - MOTTUR ★ TEPPABÚTAR ★ RYA GARN - MARGIR LITIR ★ TEPPAHREINSARAR - 3 GERÐIR ★ TEPPASHAMPO Á SPRAYBRÚSUM Póstsendum samdœgurs TEPPI H/F SÚÐARVOGI 4 REYKJAVÍK 36630 - 30581

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.