Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 6
6 Dagblaðið. Þriðjudagur 4. nóvember 1975. Ens árs tugthós fyrír hórmang — og svipting mann- réttinda í þrjú ár Frönsk kona, sem talin var hafa rekið einhvern glæsilegasta simavændishring Frakklands, var i gær dæmd i eins árs skil- orðsbundið fangelsi fyrir hor- > mang. Maddama Fernande Grudet, sem betur er þekkt undir nafninu Maddama Claude og hafði sem slik vakið á sér athygli með „heimili” er hún rak á Rue Damremont, var einnig dæmd i 15000 franka sekt (um hálfa millj. isl. kr.). Þá var hún svipt al- mennum borgararéttindum i þrjú ár. I bók, sem út kom fyrr á þessu ári, sagði „Maddama Claude” frá mörgum frönskum og erlendum háttsettum mönnum, er höfðu heimsótt „heimili” hennar. Hún lýsti einnig hvernig hún hafði skipulagt útflutning færra vændiskvenna til annarra landa, þeirra á meðal Bandarikjanna og Bretlands. I bók sinni sagði hún að afrakst- ur hennar hefði aðeins verið 20% af gjaldi upp að sem svarar 100_ sterlingspundum og var þá matur innifalinn. 1 réttarhöldunum var hún sökuð um að hafa haft fé af rúmlega 2600 „fundum” stúlkna hennar og viðskiptavina þeirra. A undan- förnum mánuðum hafa nokkrar kvikmyndir og bækur um við- skipti hennar komið á markaðinn. Allar halda þvi fram, að franska stjórnin hafi útvegað erlendum gestum vinskap fagurra og blíð- lyndra kvenna fyrir milligöngu Maddömu Claude. 1 bókinni segir hún frá þvi er hún varð að fá flygil inn á eitt her- bergið, þar sem franskur ráð- herra vildi fá að leika Bach áður en hann sneri sér að stúlkunni, og afrikanskur þjóðhöfðingi vildi fá gitar. — Maddama Claude vinnur nú við almannatengsl fyrir klæðafyrirtæki. f/ Vörumerki harð- ## stjórnarmnar — segir Church um tilraunir Fords til að stöðva birtingu CIA-skýrslu þingsins Frank Church, öldungadeildarþingmaður, for- maður rannsóknarncfndar deildarinnar um starfsemi leyniþjónustunnar CIA, sakaði Ford Bandarikjaforseta um það i gærkvöldi, að brott- vikning Williams Colbys úr embætti yfirmanns CIA væri tilraun til að hindra rannsókn nefndar- innar á misbeitingu valds leyniþjónustunnar. Ford forseti hefur að undan- förnu beitt sér mjög gegn þvi, að skýrsla rannsóknarnefndarinn- ar um morðáætlanir CIA verði gerð opinber. Búizt hefur verið við þvi siðar i þessum mánuði. Skrifaði forsetinn nefndinni bréf nýlega, þar sem þessi ósk for- setans er itrekuö. Church sagði i gærkvöldi, að tilraunir forsetans, brottvikning Schlesingers varnarmálaráð- herra og Colbys auk þeirrar skoðunar nefndarinnar, að Kissinger utanrikisráðherra ætti ekki siður hlut að máli en sjálfur forsetinn, sýndi ákveðna viðleitni til að stöðva rannsókn nefndarinnar. Oldungadeildarþingmaðurinn varð á köflum svo reiður, að rödd hans brást. „Hvað mig varðar,” sagði hann, „þá verður þessi rannsókn ekki trufluð. Nefndin ætti ekki að láta kúgast undan þrýstingi for- setans á elleftu stundu.” Hann kallaði bréf forsetans hreinlega „svivirðilegt”, og sagði að með þvi að „fela hið illa kemur i ljós vörumerki harð- stjórnarinnar.” Ýmsir embættismenn stjórn- arinnar hafa gagnrýnt Colby fyrir að hafa verið of skrafhreif- inn við þingnefndir, er grafast fyrir um starfsemi CIA og ann- arra bandariskra leyniþjónusta. Grœnland fyrir Grœnlendinga! Sprenging og bruni varð á norskum oliuborpalli Ekofisk I Norðursjó á laugardaginn og biöu þrir menn þar bana. Nokkrir hlutu brunasár og var þessi mynd lekin þegar verið var aö flytja einn þeirra á sjúkrahús i Stafangri. Náttúruauðæfi Græn- lands tilheyra ibúum landsins. Það ætti að taka fram i lögum um leið og heimastjórn verður innleidd. Tillaga um þetta efni var sam- þykkt á fundi græn- lenzku landsstjórnar- mnar i Godthaab sl. þriðjudag. Samþykkt lands- stjórnarinnar kom i kjölfar umræðu um til- lögu grænlenzka þing- mannsins Odaks Olsens um breytingar á lögum um námuvinnslu á 1/4 milljón dollara fyrir upplýsingar um JFK-morðið Bandariska timaritið Satur- day Evening Post hefur boðið kvart milljón dollara — rúm- lega 40 milljónir islenzkra króna — fyrir upplýsingar, er geti leitt til sakfellingar ein- hvers er tók þátt i samsæri um að myrða John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta. Blaðið bauðst einnig til að greiða allan lögfræðikostnað er kynni að hljótast af þvi að veita nýjar upplýsingar, þ.e. ef viðkomandi yrði lögsóttur. Áhugi á Kennedy-morðinu 1963 hefur aukizt að undan- förnu vegna nýrra upplýsinga, sem komið hafa fram um mál- ið. Brjálaður símnotandi hirtur í Los Angeles Grænlandi. í tillögunni gerir Odak það mjög ljóst, að öll hráefni, er kunna að finnast i grænlenzkri jörð, séu i eigu Græn- lendinga sjálfra og að allar rannsóknir, til- raunir og vinnsla heyri undir landsstjórnina. Danska blaðið BT skýrði frá þessu um helgina. Lögreglan i Los Angeles hefur handtekið simnotanda nokkurn. sem kallað hefur sjálfan sig „Dauða” — og hafði lýst þvi yfir, aðh hann sé valdur að dauða tveggja manna og héldi þeim þriðja lifandi, en vildi frá 100 þúsund dollara lausnargjald fyrir hann. Maðurinn viðhafði þessar stað- hæfingar i simasamtölum við dagblað og sjónvarpsstöð i borg- Bianca fœr að leika Bianca Jagger, eiginkona söngvara rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones, Micks Jaggers, hefur fengið leyfi til að verða kvikmyndastjarna — og leika fallega rika konu i kvikmynd um lesbiur. Þegar henni var fyrst boðið hlutverkið i myndinni, sem ber beitið „Trick or Treat” kvartaði brezka leikarafélagið harðlega yfir þvi að hún væri ekki i stéttar- félagi þeirra og hótaði að neita allri aðstoð. A endanum lét félagið undan — gegn þvi skilyrði, að Bianca sem er 28 ára, yrði siðasti utanfélags- maðurinn, sem gengi beint inn i aðalhlutverk i brezkri kvikmynd. inni. A föstudagskvöld kom lög- regluforingi i Los Angeles fram i sjónvarpi þar og hvatti „Dauða” til að láta til sin heyra, svo vitað yrði hvar ætti að skilja peníngana eftir handa honum. Skömmu siðar var maðurinn handtekinn á rútubilastöð, þar sem hann var að hirða peningapokann. Lögreglan hefur enn ekki nafn- greint manninn eða úttalað sig um hvort hann hafði i rauninni einhvern i gislingu. Ekki var heldur getið um hvort „Dauði” var valdur að dauöa þeirra tveggja manna, sem hann þóttist hafa liflátið. Hann kallaði gisl sinn „Frank”. Lögreglan vissi um engan, sem var horfinn, með þessu nafni. Missti nebhann í innbroti Lögreglumenn, sem rann- sökuðu innbrot i verzlun i London í gær, fundu allt i' einu óvænta visbendingu og hana ekki sérlega pena. Á miðju gólfi lá nefbroddur af manni. Er nú skoðun lögreglunnar, að innbrotsþjófurinn sem stal sigarettukveikjara með þvi að brjóta gluggarúðu i verzluninni, hafi skorið sig svo hraustlega við átökin, aðnebbinn hafi fallið af. Afgangs mannsins er nú leitað. Dýrlegasti dagur lífs hennar Fimmtudagurinn 6. nóvem- ber ætti að verða dýrlegasti dagurinn i lifi Nadezhdu Pavlovu, risandi stjörnu á himni sovézks balletts: hún dansar þá i fyrsta skipti með Bolshoi-ballettinum og giftist sólódansara við ballettinn, Vya- cheslav Gordeyev. Nadezhda dansaði á siðasta ári við ballettinn og óperuna i iðnaðarborginni Perm i úral- fjöllum, en hún er þegar þekkt og virt um allan heim. Nýlega lauk hún við sinn þátt i gerð kvikmyndarinnar „Blue Bird”, sem er fyrsta kvikmynd- in, er framleidd er sameigin- lega af Bandarikjunum og So- vétrikjunum. Þar kemur hún fram ásamt bandariskum stjörnum á borð við Elizabeth Taylor og Jane Fonda. Á fimmtudaginn dansar hún i ballettinum „Giselle”. Þar á eftir dansar hún ásamt brúð- guma sinum, sem er 27 ára og hefur verið hjá Bolshoi siðan 1968, i „Hnotubrjótnum”, „Þyrnirós”, „Don Quixote” og nýjum ballett eftir Tikhon Khrennikov, „Mikil læti um ekki neitt”. „Auðvitað hlakka ég mikið til frumdansins,” sagði Pavlova i samtali við Tass i gærkvöldi. „Ég verð að leggja mikið á mig til að vera traustsins verð.” Nadezhda er ekkert skyld heimsfrægu ballerinunni önnu Pavlovu, sem uppi var á fyrri hluta þessarar aldar. Ungu hjónaleysin kynntust i Moskvu fyrir tveimur árum þegar þau unnu að undirbúningi alþjóð- legrar danskeppni — þar sem þau unnu bæði til gullverðlauna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.