Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 5
Magblaðið. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 Ct Utvarp * Sjónvarp Sjónvarp kl. 21,20: Nýr bandarískur sakamólaflokkur hefur göngu sína Sveitalöggan sem slœr í gegn í stórborginni I kvöld kl. 21:20 er fyrsti þátt- urinn um lögreglumanninn Mc- Claud á dagskrá. Er þetta bandariskur sakamálaþáttur, þýðandi er Kristmann Eiðsson. Við spurðum Kristmann um þáttinn og sagði hann okkur að hann væri hinn skemmtilegasti. Aðalleikarinn er Dennis Weaver, en islenzkir sjónvarps- áhorfendur muna trúlega eftir honum hann lék hlutverk Festusar i bandaríska þættinum Gunsmoke. Aðalefni þáttarins í kvöld er á þá leið að McClaud, sem er lög- reglustjóri frá New Mexico, kemur með fanga til New York, þar sem þátturinn gerist. Það verður úr að McClaude verður um kyrrt i stórborginni og hyggst læra af starfsbræðrum sinum þar. Hann er sveitamað- ur i húð og hár en samt býsna glöggur. Aðstoðar hann stór- borgarlögregluna við að upp- lýsa mannrán og endar með þvi að hann fer einn á stúfana og er ekki að efa að honum tekst vel upp við að leysa málið. A.Bj. Útvarpið í kvöld kl. 19,35: Úr atvinnulífinu Tengsl menntakerfisins við atvinnulífið ,,Þessir þættir fjalla um ýmsa hluta atvinnulifsins,” sagði Brynjólfur Bjarnason, annar af tveim rekstrarhagfræðingum sem sjá um nýjan þátt i útvarp- inu „Crr atvinnulifinu”. Hinn stjórnandinn er Bergþór Kon- ráðsson en þættirnir verðahálfsf mánaðarlega. Hver þáttur fjallar um ákveð- ið málefni sem viðtölum og við- ræðum er skotið inn i. „Við ger- um okkur auðvitað fulla grein fyrir þvi að svið atvinnulifsins er óskaplega viðtækt og aðeins er hægt að fara inn á litið eitt,” segir Brynjólfur. Það mál sem ofarlega hefur verið á baugi er verkmenntun i tengslum við atvinnulifið og það er einmitt um það sem þessi þáttur fjallar. Fjórir aðilar verða gestir þeirra Brynjólfs og Bergþórs, þeir Guðmundur Ein- arsson verkfræðingur, Öskar Guðmundsson framkvæmda- stjóri Iðnfræðsluráðs, Ármann Ægir Magnússon fyrrverandi formaður Iðnnemasambandsins og Arni Brynjólfsson rafvirkja- meistari. —EVI Sjónvarpið í kvöld kl. 20,40: Nýjasta tœkni og vísindi VISTFRÆÐI PLANTNA - ÓSÝNI- LEGIR GEISLAR LJÓSMYNDAÐIR - JARÐHITI í FRAKKLANDI - SKURÐAÐGERÐIR Á HÖNDUM - RAFMAGNAÐIR FISKAR 1 1 þættinum um nýjustu tækni og visindi verða að þessu sinni sýndar fimm franskar fræðslu- myndir. Hin fyrsta er um vistfræði plantna oger raunar kynning á störfum og lifsviðhorf um fransks vistfræðings, Jean Marie Pelt, en hann hefur á- samt nokkrum vinum sinum stofnað evrópska vistfræði- stofnun i Netz i Lorraine og er markmiðið að stuðla að alhliða rannsóknum og kennslu, en jafnframt vilja aðstandendur stöðvarinnar láta til sin heyra i þvi skyni að bæta lifið og vernda umhverfið. Kemur raunar glöggt fram að Pelt telur hlut- verk visindamanns — ekki sizt þess er fæst við samspil mann- félags og umhverfis — að marka pólitiska stefnu i samræmi við þær ályktanir sem hann dregur af rannsóknum sinum. Tekur þá við stutt fréttamynd um nýstárlega myndavél er gerir sýnilega og ljósmyndar ýmiss konar ósýnilega geisla. Þá er forvitnileg kvikmynd um nýtingu jarðvarma i Frakk- landi en Frakkar hafa meðal annars komið sér upp hitaveitu enhitar 2000húsnærri Paris. Þó að sæmilega mikill jarðvarmi sé þarna er vatnið ekki meira en svo að dæla verður köldu vatni niður i jarðhitasvæðið i stað heita vatnsins sem upp er tekið. Fjórða myndin kynnir afar haglegar skurðaðgerðir á hönd- um þar sém skurðlæknar koma gerviliðum inn i krepptar hend- ur. en rétt er að taka fram að þessi tækni er enn á tilrauna- stigi og ekki nothæf nema i örfá- um tilvikum. Þættinum lýkur svo á mynd af rannsóknum á rafmögnuðum fiskum. Bæði eru þar sýndir fiskar er gefa frá sér allmögnuð rafhögg i sókn og vörn en einnig eru kynntar nýjar og minna þekktar rannsóknir á fiskum er gefa frá sér veik rafmerki sem íiskarnir nota til að átta sig á umhveríi sinu og til samskipta við aðra fiska sömu tegundar. —EVI örnólfur Thorlacius stjórnandi þáttarins „Nýjasta tækni og vis- indi.” DB-mynd Bjarnleifur Sjónvarp kl. 18,40: HVAÐ ER LISTDANS? Kl. 18:40 i dag cr 1. þáttur i brezkum ('ræðslumyndaflokki fyrir börn og unglinga er ncfnist Listdans. Þátturinn i dag ncfnist Hvað cr list- dans? H Sjónvarp 18.00 Glatt á hjalla. Þrjár stuttar, sovéskar teikni- myndir. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 18.15 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Einbvers staðar er hún. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.40 Listdans. Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga um þessa listgrein, sögu hennar og þróun. 1. þáttur. Hvað er listdans? lllé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Vistfræði plantna — Ósýni- lcgir geislar Ijósmyndaðir. — Jarðbiti i I'rakklandi. — Skurðaðgerðir á höndum. — Kafmagnaðir f i s k a r . , Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.20 „Koke No Niva”. Tón- verk i japönskum stil eftir Alan Hovhaness. Flytjend- ur: Kristján Þ. Stephensen. enskt horn, Árni Scheving, pákur, gong, Reynir Sigurðsson, marimba, klukkuspil, Janet Pechal, harpa. 21.20 McCloud. Nýr banda- riskur sakamálamynda- flokkur um leynilögreglu- manninn Sam McCloud. Aðalhlutverk Dennis Weaver. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.35 Dagskrárlok. h Útvarp 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Árna Gunnarssonar og Sveins H. Skúlasonar. 14.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A fullri ferð” eftir Oscar Clau- sen. Þorsteinn Matthiasson les (15). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 15.25 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga harnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (5). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvcldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Sigurður Björnsson syngur islensk lög, Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. b. Frá Norður-Svi- þjóð til Noregsstranda. Gunnar Ólafsson kennari flytur erindi. c. Andblær frá tshafsströnd. Gisli Hallgrimsson, Guðmundur Guðbrandsson og Guðrún Bjartmarsdóttir lesa ljóð eftir Guðmund Þorsteinsson frá Lundi. d. „Minnisstætt gainlárskvöld 1903" og „í haustrigningum með Dala-Brandi”, Ágúst Vigfússon flytur tvo frá- söguþætti eftir Jóhannes . Asgeirsson. e. Kórsöngur, Karlakór Reykjavikur syngur islensk lög, Sigurður Þórðarson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (10). 22.40 Nútimatónlist. 23.25 Fréttir i stuttu máli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.