Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 24
Þeir taka hlutverkin alvaríega í Carmen: Mognús Jónsson slosaðist í skylmingum í Carmen ,,Já, þaö rennur blóð,” sagði Hjálmar Kjartans- son, þegar Dagblaðið innti hann eftir einstakri innlifun, sem frumsýn- ingargestir urðu aðnjót- andi í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. ,,Don José er undirforingi i liöi minu,” sagði Hjáimar, sem leikur Zuniga liösforingja. „Þegar hann, heillaöur af ást til Carmenar, ætlar að gerast lið- hlaupi og ganga i lið með smygl- urunum, get ég ekki setið að- gerðalaus.” „Þegar Don José, Magnús Jónsson, segir mér að fara til fjandans, hefjast ryskingar,” sagði Hjálmar. A frumsýningu óperunnar Carmen á föstudagskvöldið, hlaut Magnús Jónsson skurö þvert yfir handarbak hægri handar. Hefur að likindum mar- izt taug og hafði Magnús ekki fullan mátt í tveim fingrum 'hægri handar. ,,Já, þetta var bara mikið högg," sagði Magnús Jónsson, ópérusöngvari, „sverðin eru býsna þung.” Magnús sagði, að Hjalti Þórarinsson, læknir, hefði komið til sin aö tjaldabaki i hléinu, en hann var meðal frumsýningargesta. Hann bauð Magnúsi að láta hann hafa eitthvað við sársauk- anum. Annað var ekki hægt að gera þarna. „Ég þorði ekki að eiga við það. Maður veit ekki, hvaða áhrif slikt getur haft á röddina,” sagði Magnús. Eftir sýninguna fór Magnús á Siysavarðstofuna og fékk meiðslin skoðuð. Hugsanlegt er, að afltaug hafi skaddazt eða jafnvel farið i sundur. Langa- töng hægri handar er ennþá máttlaus. „Ég fann mikið til i hendinni á 2. og 3. sýningu,” sagði Magnús Jónsson. „Þó aö til aðgerðar komi, vona ég að ekki þurfi að stöðva sýningar. Ég verð þá bara að leika i gifsi á meðan þetta er að lagast,” sagði Magnús Jónsson að lok um — I5S— Froskur skemmtir Flugfélagsmönnum: KOM MEÐ BANANA- SENDINGU „Froskurinn kom bara hlaup- andi á móti okkur,” segir Sig- urður Pálsson hleðslustjóri hjá Flugfélaginu, en þetta gerðist fyrir um það bil þrem vikum er flugvél félagsins kom frá Vest- mannaeyjum. Hún hafði flutt þangað banana og Vestmanna- eyingar orðið varir við eitthvað kvikt i sendingunni. Reyndust það vera tveir froskar og náðu þeir aðeins öðrum, hinn fundu þeir ekki. Froskurinn var hinn spræk- asti og Sigurður hringdi þegar i Gullfiskabúðina, lýsti skepn- unni og fékk þær upplýsingar að þessi tegund froska gæti ekki lifað nema i einn dag á íslandi eða svo. Hann þyrfti sérstaka tegund af skorkvikindum til að éta. En Sigurður er þrár eins og margur landinn og setti frosk- inn i smákassa og gaf honum froskamat úr búð og virðist íroskurinn við ágæta heilsu. Ekki bærir hann samt mikið á sér á daginn, það er þá helzt, að vaktmaðurinn verði var við hann á nóttunni. En þótt kvikindið sé litið, svona um 5 cm langt þá er ekk- ert spaugað náþvi.ef það sleppur úr kassanum þvi að froskurinn hoppar heilan metra i loft upp. Sigurður kvaðst þá ýmist vera á fjórum fótum eða hlaupandi til að ná honum. Þess má geta að greyið er ekkert um of vinsælt þarna hjá þeim Flugfélags- mönnum og er það kvenfólkið sem sýnir sizt hrifningu 'sina. —EVI r A daginn ósköp venjuleg dönsk stólka: Á KVÖLDIN FÆKKAR MARIA TERESÍA FÖTUM „Það er ekki á hverjum degi, að maður kemst til Islands, ég hafði heyrt svo mikið um fegurð þessa lands, fossana og fjöllin og sló þvi til, er tækifærið gafst, „sagði Elisabet Eve Gellet, dönsk stúlka, sem hingað er komin með son sinn Jan, 7 mánaða. Eva er ekki venjulegur túristi, þótt ekki sé hún ósvipuð þeim i útliti. A kvöldin klæðist hún sinum bestu fötum, heitir Maria Teresia og fer úr fötunum aftur i sviðsljósum. Þetta heitir. „strip tease” á útlenzku, eða beruglettur og þykir vinsælt skemmtiatriði erlendis. Elisabet Eva hefur unnið við þennan starfa undanfarin 2 1/2 ár, aðallega á ferðalögum um Noreg og um heimaland sitt Danmörku. Hér á hún að koma blóðinu á hreyfingu i frost- bitnum Islendingum i skamm- deginu fram að 2. desember og mun hún koma fram á skemmtistöðum á Suðurlandi og skreppa norður til Akureyrar. Leizt henni harla vel á landið. er við ræddum við hana i morgun og sagðistengu kviða, enda væri hún búin að fá barnavagn, sem hún gæti ekið syni sinum i um Reykjavikurborg á daginn. HP „Ég hef nokkrum sinnum verið á ferðalagi i nokkra daga, i senn, eftir að ég eighaðist Jan, en ég gat ekki hugsað mér að skilja hann eftir I heilan mánuð,” sagði Elisabet Eva (Ma.ria Teresia) i viðtali I morgun. „Eins inun ég hætta berugiettum um leið og hann veröur eldri og þarfnast heimilis.” „TALDI MIG EKKI ÞURFA AÐ KLAPPA MATTHÍASI" - segir Jónas Arnason um sjónvarpsþóttinn í gœr „Ég taldi ekki, að mér væri boðið i svona umræðuþátt til að sitja við fótskör meistarans og þaðan af siður til að brosa til Matthiasar Johannessen eða klappa honum,” sagði Jónas Arnason alþingismaður i morgun. Halldór Laxness rithöfundur „tók þá Jónas og Matthias á hné sér” i sjónvarpsþætti i gær og veitti þeim ádrepu fyrir Þjóðvilja- og Moggaþras, sem hann sagði, að „tröllriði” þeim landsmönnum, sem lært hefðu að lesa. Jónas sagði hins vegar i morgun: „Þetta sýnir ekki annað en þaö, að Halldór Laxness vill i umræðum um þetta mál og kannski fleiri ógjarnan láta truflast af veruleika liðandi stundar. Mér virðist næstum þvi, að þessi gamli rithöfundur, sem ég dái mest allra rithöfunda aldarinnar i veröldinni, telji núorðið allt að þvi sóðaskap að takast á um brýnustu vandamál nágrennis og samtiðar þrátt fyrir það, að það var fyrir snilld hans á þvi sviði, sem við ungir menn þess tima dáðum hann mest.” Jónas sagðist hafa álitið, að þátturinn ætti að fjalla um Sakharovmálið og i framhaldi af þvi um mannréttindamál almennt. Við hefði blasað, að menn hefðu i upphafi flutt löng erindi og verið álitið timans, þegarþeim lauk.Hefði hann viljað „byrja þáttinn upp á nýtt”, þar sem þetta var ekki bein út- sending. „Nóbelsskáldið flutti tvö erindi, og fannst mér hann telja þessi ósköp i eðli Rússa að búa við harðstjórn. „Jónas kvaðst ekki vilja átelja stjórnanda þáttarins, Gunnar G. Schram, en sér hefði fundizt hann hlutdrægur i þvi, að hann hefði stöðvað mál sitt en ekki hinna, þótt þeir væru langorðir. Ahorfendum þótti um skeið, sem Jónas mundi ganga af fundi, og svo þungt var i Halldóri, að hann neitaði að flytja lokaorð. Ekki tókst i morgun að hafa samband við Halldór og Matt- hias. —HH frjálst, úhád dagblað Miðvikudagur 5. nóvember 1975. SLYSAALDAN m • r « e Fjorir i slysadeild eftir órekstur ökumenn tveggja bila og tveir farþegar voru fluttir i slysadeild eftir harðan árekst- ur á tiunda timanum i gær- kvöldi. Liður enn vart sá dag- ur, að ekki koini til alvarlegra slysa i umferðinni. Slysið varð klukkan rúm- lega 9 i gærkvöldi. Skoda bif- reið var ekið suður Elliðaár- vog og hugðist ökumaður sveigja inn i Dugguvog, en til þess þarf hann að taka meira en vinkilbeygju. 1 sama mund var VW-bifreið ekið norður Elliðaárvog og lenti hún á hægri hurð Skodans. Maður er sat við hana meiddist mest, lærbrotnaði og mjaðma- grindarbrotnaði. Hinir þrir er fluttir voru i slysadeild hlutu ekki alvarleg meiðsli. —ASt. Skellinöðru- síys í Borgartúni Ungur piltur á skellinöðru varð fyrir bil i Borgartúni á móts við Klúbbinn siðla dags i gær. Pilturinn var fluttur i slysadeild, en reyndist ekki al- varlega slasaður. —ASt. Höfuðkúpu- brotin í gjör- gœzludeild önnur stúlkan, sem lenti i umferðarslysinu á Húsavik i fyrrakvöld, var i gærkvöldi flutt i gjörgæzludeild Borgar- spitalans. Hún er enn i lifs- hættu, hefur ekki komið til meðvitundar eftir slysið og er talin höfuðkúpubrotin. Hin stúlkan liggur i sjúkrahúsinu á Húsavik, lærbrotin á báðum fótum. ASt. Mikil hólka Mikil hálka var á vegum austan fjalls og á Selfossi i gær, en þrátt fyrir alla erfið- leika kom ekki til árekstra né slysa á fólki. Hestur lenti fyrir bil móts við Ingólfshvol i ölfusi i gær- kvöldi. Var þar stór Scania- bifreið á ferð og hesturinn var svo illa leikinn við árekstur- inn, að lögreglan á Selfossi af- lifaði hann á slysstaðnum. ASt. Slökkviliðið ó þönum Slökkviliðið i Reykjavik var fjórum sinnum kallað út i gær, en hvergi var um alvarlegan eld að ræða. Fyrst fór liðið að Múla við Suðurlandsbraut, þar sem kvikn- að hafði i rusli. Næst var það birgðastöð Landsbankans við Höfðatún þar sem eldvarnakerfi hafði farið i gang vegna einhverr- ar bilunar. Laust eftir hádegi kviknaði i bifreið er hún var stödd á mótum Hverfisgötu og Smiðju- stigs og loks kom upp eldur i kyndiklefa á Selásbletti 22. Eldur þar var slökktur með dufttæki og urðu litlar sem engar skemmdir þar. ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.