Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 7
nagblaðið. IWiðvikudagur 5. nóvember 1.975 Argentfnska þingið gerir sig líklegt til að setja Mariu Perón ór embœtti Búizt er við að argentínskir öldungadeildarþingmenn muni í dag ræða leiðir til að skipa eftirmann Mariu Estelu Perón ef hún lætur af völdum á næstunni. Maria er nú á sjúkrahúsi vegna óþægðar í gallblöðru. Að sögn heimilda innan stjórnarandstöðunnar hefur innanrikisráðherra landsins, Angel Robledo, verið kallaður á fund með stjórnarskrárnefnd þingsins til að ræða gangverk mála ef frú forseti segir af sér. Sífellt vaxa kröfurnar um að frú Perón segi af sér eftir að upp hefur verið ljóstrað um hneyksli, þar sem frú Perón leikur eitt aðalhlutverkið. Er henni gefið að sök. að hafa misnotað almannafé á 16 mánaða valdaferli sinum. Rodolfo Roballos, félagsmála- gefin út á hendur Demetrio Horacio Vasquez, fyrrum einka- ritara Jose Lopez Rega, sem var i rauninni valdamesti maður stjórnarinnar og jafnframt félagsmálaráðherra þar til i júli. Þá fórhann úr landi grunaður um samstarf við dauðasveit hægri- ráðherra um þriggja vikna skeið i sumar, var handtekinn i gær skv. skipun dómara, sem rannsakar meinta spillingu i ráðuneytinu. Áður höfðu tveir nánir samstarfsmenn hans verið hand- teknir. Handtökuskipun hefur verið manna. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar hafa farið fram á, að komið verði i veg fyrir að bróðir Vasquez, Dr. Pedro Eladio Vasquez, fari úr landi. Hann var iþróttafulltrúi Lopez Rega og hafði að aðalverkefni að skipu- leggja heimsmeistaramótið i knattspyrnu i Argentinu 1978. Dómari hefur einnig til athug- unar háa ávisun, framlag úr opin- berum sjóðum til góðgerða- starfsemi Perónistaflokksins. Frú Perón skrifaði undir þetta framlag og tók við þvi fyrr á árinu. Tilraunir þingsins til að rannsaka þetta hneykslismál, þar á meðal ,,el cheque”, hafa til þessa verið hindraðar af hægri- mönnum Perónista, sem eru tryggir og dyggir fylgismenn forsetans. bá hefur stjórnin hótað að lýsa rannsóknina andstæða anda stjórnarskrárinnar. Tveir leiðtogar Róttæka flokks- ins, helzta stjórnarandstöðu- ílokksins, hafa hvatt frú Perón til að segja af sér og kom sú áskorun fram innan sólarhrings eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús. Aður höfðu leiðtogar verkalýðs- sambands Perónista hvatt til hins sama. Herma fregnir, að við það hafi frú forseti fengið taugaáfall og þvi sé hún á sjúkrahúsi nú. Beirút: Vopnahléið að mestu leyti virt í morgun Spánn: Prestur sektaður fyrir predikun Sóknarprestur i Pamplona á Spáni hefur verið sektaður um 300 þúsund peseta fyrir predik- un,sem yfirvöld töldu vera árás á félagslega- og pólitiska ein- ingu þjóðarinnar. 1 opinberri tilkynningu sagði að faðir Jesus Lezaun hafi i pre- dikun sinni 5. október ,,hvatt til undirróðurs og ýtt undir hryðju- verk.” Öruggar heimildir Reuters herma að faðir Lezaun hafi byggt predikun sina á umræðu um aftökur skæruliðanna fimm 27. september. Opinberum starfsmönnum i Libanon var i morgun skipað að mæta aftur til vinnu eftir að hafa verið fjarverandi og lokaðir inni á heimilum sinum i nokkrar vikur vegna stöðugra bardaga á stræt- um borgarinnar. ,,Þið hafið verið svo lengi heima, að letin er farin að setjast að i ykkur,” sagði Karami forsæt- isráðherra i sjónvarpsávarpi i morgun og glotti um leið. 1 nótt og morgun var kyrrt i borginni og virðist nú sem vopna- hlé hafi raunverulega tekið gildi. 1 hóteli • einu við sjávarsiðuna er þó ekki allt með kyrrum kjör- um, og þar sögðu leiðtogar Falangista i' nótt, að þeir byggjust ekki við að vopnahléið stæði nema fram að helgi. Karami forsætisráðherra var mjög bjartsýnn i sjónvarpsávarpi sinu og sagði eina áhyggjuefni sitt vera öryggi þeirra gisla, sem fylkingarnar striðandi hafa tekið. Að sögn segjast Falangistar enn hafa að minnsta kosti 22 gisla og hafa ekkert látið uppi um hvenær þeir verða látnir lausir. Alls hafa 1140 manns faliið i Beirút og nágrenni siðan átök hófust fyrir alvöru um miðjan september. Táningsstúlka i Beirút, félagi i hægrisamtökum Falangista. stendur vopnaðan vörð á götu- horni i borginni á sunnudaginn. EKKERT AÐHAFZT GEGN FÖDUR KYRKTU STÚLKUBARNANNA Saksóknarinn i Norðymbra- landi ÍEnglandi hefur fyrirskip- að að frekari aðgerðir i máli Al- freds McNalls verði látnar niður falla. Tvær dætur McNalls fundust kyrktar i rúmum sinum 19. september sl. Daginn eftir fannst kona hans, Mary, látin af of stórum lyfjaskammti. McNall fannst skömmu siðar grátandi á akri ekki langt frá heimili sinu. Lögreglan hefur visað málinu aftur til likskoðar- ans, sem upphaflega fékk dauðsföllin þrjú til meðferðar. Squeaky vitt fá Manson ttt að bera vitni! Lynette Fromme, sem ákærö er fyrir tilræöi við Bandarikjaforseta, hefur óskaö eftir aö hippa- moröinginn svokallaöi, Charles Manson, beri vitni i rétlarhöldunum yfir henni. Fromme, sem er 27 ára og til- heyrir „Manson-fjölskyldunni”, lékk i gær leyíi til að afþakka aðstoð lögfræðingsins, sem rétturinn skipaði handa henni. Lögfræöingurinn hreyfði mót- mælum þegar Fromme fór þess á leil við dómarann i gær, að Manson og aðrir íangelsaðir úr fjölskyldunni fengju að bera vitni i máli hennar. Manson og fjórir fylgifiska hans afplána lifstiðarfangelsisdóm fyrir moröin á Sharon Tate, leikkonu og sex öðrum i Holly- wood 1969. Lynnette „Squeaky” Frorame hefur nú algjörlega tekið að sér eigin vörn og hyggst breyta framburði sinum. sem upphat- lega var „ekki sek”. Líknarmorð framið í USA? Lögregia og spitalayfirvöld i Mineola i New York i Banda- rikjunum rannsaka nú dauða stúlku, sem haidin var ólækn- andi sjúkdómi. Ilún lézt þegar stállunga. sem hélt henni á ltfi. var lekið úr sambandi. Stúlkan, Mary Jane Dahl. lézt á sunnudaginn skömmu eftir að nióöir hennar og framka konnt i heimsókn. Að sögn sjúkrahússyfirvalda kviknaði aðvörunarljós utn leið og stállungað var tekið úr sam- bandi og konnt þá hjúkrunar- konur þegar inn á sjúkrastof- una. Að sögn likskoðarans á staðn- um hefur fjölskyida stúlkunnar verið vfirhevrð vegna látsins. Marv Jane var aðeins 16 ára. Hún þjáðist af krabbameini og nyrnaveiki.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.