Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 8
8 Pagblaðið. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 MMBIABIB frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn H. Eyjólfsson Hitstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Hitstjórnarfulltrúi: Ilaukur Helgason iþróttir: Hallur Simonarson Hönnun: Jóhannes Heykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Ilallur Hallsson, Helgi 'Pétursson, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guðmannsdóttir, Maria Ölafsdóttir. I.jósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaidkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Ilannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent bf. Kitstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Hvað ætti að gera? Þjóð, sem leyfir verðbólgunni að geysast áfram um 50 af hundraði á ári tvö ár i röð, treystir á glópalán. í bágindum okkar megum við hrósa happi, að ekki er verr komið. Þau riki, sem hafa haft slika verðbólgu, hafa undantekningarlaust rambað á barmi glötunar. Þetta eru einkum riki i Suður-Ameriku, og menn minnast einnig Þýzkalands á árunum 1918—1923. Menn héldu þar, að unnt væri að skrimta við óðaverðbólgu, en raunin varð önnur. Þýzkt lýðræði hrundi fyrir vikið, þótt nokkur ár liðu, áður en það varð ljóst. Verðbólgan varð i Þýzkalandi að ófreskju, sem eng n bönd fengu haldið. í orðinu óðaverðbólga felst þetta. Farþegi með sporvagni greiddi 0,10 mörk fyrir farið 1. janúar 1918. 1 mai varverðið komið i 0,15 og 0,20 i september 1919. Þetta þykir okkur ekki mikið. Verðlag hér hefur hækkað miklu hraðar. Enda var sagan rétt að hefj- ast. í april 1920 fór sporvagnsmiðinn i 0,50 mörk, i 1 mark i april næsta ár og 1,50 i april 1922. í október 1922 var hann kominn i 10 mörk og 20 mörk i nóvem- ber. 1 september 1923 var miðinn kominn i 600 þús- und mörk og i 150 þúsund milljónir marka i növem- ber það ár. Þetta var hrun þýzka lýðræðisins. Það er að tefla á tæpasta vað að láta reka á reið- anum við 50 prósent verðbólgu ár eftir ár. Rikis- stjórnin bar i fyrra ekki gæfu til aðgerða. Fjárlög- um var ekki nægilega i hóf stillt. Þvert á móti hélt rikisstjórnin áfram stefnuleysi fyrri stjórnar. Verð- bólgunni var i alltof rikum mæli leyft að rása, og rikið var einna fremst á sprettinum. Rikisstjórnin lagði kapp á að halda fullri atvinnu, sem hefur tekizt. Það er rétt, að full atvinna skiptir mestu, en við höfum fórnað alltof miklu fyrir þetta markmið með þvi að láta verðbólguna rása. Enda hefur rikisstjórnin snúið við blaðinu með siðasta fjárlagafrumvarpi, sem gerir ráð fyrir mun minni hækkun frá siðasta ári en verðbólgunni nemur. En hættan er enn mikil. Hvaða leiðir koma til greina við lausn efnahags- vandans við minnkandi þjóðartekjur og óðaverð- bólgu? Uppbótaleið getur ekki orðið að gagni. Við höfum einfaldlega ekki úr neinu að spila. Gengið er of hátt skráð, en gengisfelling þýddi, að oliu væri hellt á verðbólgubálið. Hér þarf óvenjuleg- ar aðgerðir. Niðurfærsluleið væri raunhæfasta framhaldið, en hún er mjög erfið i framkvæmd. Hún er hins vegar það eina, sem verulega dugir við núverandi aðstæður. Samhliða niðurfærslu kaupgjalds og verðlags þyrfti að bæta hag hinna lægst launuðu, sem er mjög illa komið. Jafnframt þyrfti að tryggja, að gengi krónunnar sé rétt skráð en ekki of hátt. Ella fengju útflutningsatvinnuvegirnir ekki staðizt.—HH Nú rofnar þögnin um ouðœfi Francos Með dauða Francisco Franc- os — sem heimspressan hefur nú nokkurn veginn afgreitt sem dauðan mann — fær spænska þjóðin endanlega tækifæri til að gægjast á bak við dyr fádæma spillingar og óvenjulegra við- skipta. í tið einræðis Francos hafa peningarnir streymt i kistur fjölskyldu hershöfðingjans. Þessir peningar skipta hundr- uðum milljarða. Þeir hafa feng- izt með kúgunum. Þeir hafa fengizt með dularfullum dauðs- föllum og sjálfsmorðum... Þannig hefst grein sem tveir blaðamanna Aftonbladets sænska skrifuðu frá Spáni i blað sitt á sunnudaginn. Staffan Heimerson og Lars Weiss hafa verið á Spáni að undanförnu. Sænska pressan fer yfirleitt ekki hlýjum orðum um ástand og gang mála þar suður frá og rétt þykir að hafa þar eigin menn. Segja þeir félagar i grein sinni að allar upplýsingar þar i landi um viðskipti Franco-fjölskyld- unnar séu viðlika „heitar” og bráðið blý. Þeir sem viti vilji yfirleitt ekki segja aukatekið orð vegna eigin hagsmuna og þeir sem ekki viti nema litið, þeir vilji heldur ekkert segja. Þeir óttast að brenna fingurna, segir blaðið. Heimerson og Weiss vörðu rúmri viku til að ræða við alia þá sem mögulega gátu eitthvað vitað um málið. Þeirra á meðai voru kaupsýslumenn, lögfræð- ingar, stjórnmálamenn og her- menn. Þannig telja þeir sig hafa komizt að ýmsu um „kamarill- una” — klikuna — i kringum Franco. Hún er fámenn, i skugga ,,el Caudillo”. Auðæfi Francos og fjölskyldu hans eru andvirði 100 milljarða peseta. Það eru svo mikið sem 280 milljarðar islenzkra króna, rúmlega fimmföld islenzku fjárlögin i ár. En hverjir tilheyra svo kama- rillu Francos? Aðeins nánustu ættingjar. Almennt er talið að Franco sjálfur hafi ekki verið sérlega ágjarn en kona hans, Donna Carmen, hefur verið þeim mun útsjónarsamari. Nicolas Franco, bróðir hers- höfðingjans, hefur átt sinn þátt i nærri hverjum einasta skandal sem orðið hefur i viðskiptalifi Nánasta fjölskylda Francos. Lengst til vinstri er dóttir hans Carmen og maki hennar, markgreifinn af Villaverde, þá dóttir hjónanna og maður hennar, Alfonso, hertogi og prins af Cadiz og loks Franco og kona lians, Donna Carmen. Byssuþjóðfélagið Aðeins örfáar konur, sem nauðgað er, kæra til lögreglu. Þeim er eindregið ráðlagt, i fjölmiðlum, að sýna engan mót- þróa, ef nauðgarinn er vopnað- ur. Nauðgunum hefur fjölgað ó- hugnanlega i Baridarikjunum að undanförnu. Þær eru eitt aðal- einkenni sjúkdómsins i byssu- þjóðfélaginu. Þriðjungur svertingja i Chicago-borg gengur atvinnu- laus. Menn hafa atvinnuleysis- styrk, allsæmilegan i rúmt ár, en eftir það fara þeir á opinbert framfæri, fátækrastyrki. Styrkir til handa fátækum eru af ýmsu tagi, svo sem matarmiðar til innkaupa i verzlunum. Af- hending þessara miða hefur verið miðuð við ákveðið tekju- mark, en nú vill rikisstjórnin leggja niður mikinn hluta þeirra, sem fara til fólks, sem talið er komast af án þeirra. 1 blöðum birtast viðtöl við unga svertingja, sem eru að komastaf atvinnuleysisstyrk og fara á fátækraframfæri. Þeir segjast ekki vita, hvað þeir eigi að gera. Blaðamaður spyr, hvort þeir ætli kannski að hefja rán. ,,Rán eiga nú ekki við okk- ur,” er svarið. Hins vegar sýnir þetta viðhorfin i byssuþjóðfé- laginu, að blaðamaður skuli beina þeirri spurningu til þess, sem hann ræðir við. Það þykir vist koma sterklega til greina, að hinir fátæku gripi til rána til að afla ser lifsviðurværis. Auglýst eftir 2000, einn kom Fyrir nokkru var auglýst eftir tvö þúsund leigubflstjórum i Chicago. Reiknað hafði verið út, að þennan fjölda þyrfti i borginni, ef sómasamlega ætti að vera séð fyrir þörfinni. Dag- inn eftir hafði aðeins einn gefið sig fram, og það i borg, þar sem atvinnuleysingjar eru hátt á ánnan tug prósenta. Það er nefnilega stórhættu- legt að vera leigubilstjóri i Chicago, svo hættulegt, að menn, sem hæglega gætu tekið starfið að sér, vilja heldur lifa við sultog seyru en aka leigubil. Margt er reynt til að gera at- vinnuöryggi Ieigubilstjóra skárra, svo sem að hafa skothelt gler milli bilstjóra og farþega. En skothelt gler dugir skammt, þegar glimt er við vopnaðan ræningja. Hann finnur leiðir, segja menn. Nokkrar konur hafa tekið að sér akstur strætisvagna i borg- inni. Einni þeirra var nauðgað fyrir skömmu. Einn farþegi hafði verið eftir i vagninum á- samt konunni. Hann dró fram byssu og fór með konuna á af- vikinn stað i skuggalegri götu. Eftir nauðgunina kærði hún, sem er sjaldgæft. Raunin hefur orðið, að lögreglunni er ógerlegt aðhafa uppi á nauðgurunum að nokkru marki. Auk þess kemur til sú gamla hræðsla kvenna við að láta slik mál fréttast, og vilja margarheldurbera harm sinn i hljóði. Börn við lögregluvernd „Þarna hefur tveimur telpum verið nauðgað,” var blaða- manni Dagblaðsins sagt við hús eitt, sem var i niðurniðslu og átti að'rifa. Svo mjög hafði hús-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.