Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 18
18
Paí'blaftift. Miövikudagur 5. nóvember 1975
FRIÐRIK A BETRA
í BIÐSKÁKINNI
VIÐ LIBERZON
Jafntefli varð hjó Ribli og Parma
Liberzon 9 og biðskák' við
Friðrik
Ribli 8 1/2
Farma 8
Friðrik 7 og biðskák
Poutiainen og Jansa 6 1/2
Hamann 6 og biðskák við
Murray
Ostermayer 6
Zwaig 5 1/2 og biðskák við
Timman
Timman 5 og biðskák
Hartston 4 1/2
Murray 2 1/2 og biðskák
Van Den Broeck 2 1/2
Björn 2
Laine 1 1/2
Svona litur röðin út eftir 12.
umferðina, sem tefld var i gær-
kvöldi fyrir fullu húsi áhorfenda
á Hótel Esju.
Kunnáttumenn töldu, að vinn-
ingurinn væri hjá Friðrik en úr
þvi fæst liklega ekki skorið fyrr
en á morgun. Biðskákir verða
tefldar kl. 10 i fyrramálið. Fari
svo, að Friðrik vinni skákina við
Liberzon. itreka ég það, sem ég
sagði i gær: Ennþá getur allt
skeð i mótinu. Yrðu þeir þá
jafnir i 3.-4. sæti Friðrik og
Parma með 8 vinninga.
Biðstaðan hjá Friðrik og Liber-
zon er Friðrik < hvitt): K g2, B
gl. H c7, a5, b6, d5, g3.
Liberzon (svart): K g8, B d2, H
e4. atí, b7, dtí, e5, h5.
I þessari stöðu lék hvitur bið-
leik. sem er innsiglaður og
geymdur hjá yfirdómara móts-
ins, séra Lombardy.
Van Den Broeck vann Björn i
drottningar-indversku tafli. Með
allri virðingu fyrir belgiska
doktornum, sem gersigraði
Björn i 28 leikjum, eru menn að
verða vondaufir um, að Björn
ætli að hrista af sér slenið. Hann
er sagður hafa teflt verulega
undir styrkleika i a.m.k. sum-
um skákunum.
Hamann og Murray tefldu
drottningarbragð. Var skákin
sögð jafnteflisleg, þegar hún fór
i bið.
Hartston vann Ostermayer i
Sikileyjarvörn. Mun Þjóðverj-
inn hafa talið vonlaust að tefla
með biskup og 3 peð á móti 6
peðum Bretans. Þeir luku sin-
um 40 leikjum en Ostermayer
gaf siðan.
Poutiainen sigraði Jansa i
kóngs-indversku taíli. Einhver
sagði. aö það væri óvenjulegt að
sjá stórmeistara jafn þrælslega
mátaðan á miðju borði.
Poutiainen fór á kostum rétt
einu sinni og fékk Tékkinn ekki
vörnum við komið.
Skák þeirra Zwaig og Timm-
an fór i bið. Þeir tefldu enska
leikinn og er jafntefli ekki fjar-
lægt að sögn manna á mótinu,
en staðan flókin.
Ribli og Parma sömdu stór-
meistarajafntefli i Drottningar-
Indverja eftir 15 leiki.
Helgi ólafsson lék aðalhlut-
verkið i skákskýringunum og
leysti það af hendi meö prýði.
Ilann er greinilega að venjast
sviðinu. þótt hann hafi enn ekki
hið leikandi átoritet Ingvars Ás-
mundssonar, sem leysti hann af
hólmi annað veifið. Margir eru
kallaðir, en áhorfendum er
mikill styrkur að mönnum eins
og Inga R. Jóhannssyni, Þóri
Olafssyni. Leifi Jósteinssyni og
Braga Halldórssvni i sinu liði.
Tæknileg vandamál voru til
nokkurs baga, þvi að simasam-
bandið á milli keppnissalarins
og skákskýringasviðsins var á
köflum eins og rafmagnið i
Grundarfirði: Ekki neitt. Það
voru þó smámunir, sem
gleymdust óðara, þegar Ingvar
hafði fengið alla leikina i skák
Friðriks og Liberzon og lýsti þvi
yfir, að það væri ekki á hvérjum
degi, sem menn ynnu tvær
skákir á svona stórmeistara-
móti.
I iitla herberginu sátu þeir
lengst af og skoðuðu skák Frið-
riks Jakob Hafstein, dr. Ingi-
mar Jónsson og Jón Þóroddsson
og fleiri.
Enginn þurfti eða gat kvartað
yfir daufri keppni, en alger met-
aðsókn var i gærkvöldi á Hótel
Esju. Meðal áhorfenda þekktust
meðal annars þessir menn:
Kristján söngvari Kristjánsson,
Sigurkarl Stefánsson, mennta-
skólakennari, Garðar Svavars-
son, kaupmaður i Kjötbúð
Tómasar, lögfræðingarnir
Bergur Bjarnason, Jón Þór-
oddsson, Magnús Sigurðs-
son, Jakob Hafstein og Baldur
Möller ráðuneytisstjóri, Stefán
Unnarsson, Magnús G. Jónsson,
frönskukennari, Kristján Sig-
urðsson, sölumaður, Guðmund-
ur Pálmason, Kristinn Berg-
þórsson stórkaupmaður og
söngvari, Einar Þorfinnsson og
Ásmundur Pálsson kunnir
bridgespilarar, Ólafur Friðriks-
son, Margeir i Steinavör,
Róbert Gestsson, málari, Guð-
laugur Guðmundsson, kaup-
maður Pálmi Jónsson,
alþingismaður, Sigurður
Gislason, Flugleiðum. Rikharð-
ur Kristjánsson, kaupmaöur,
Baldur Kristjánsson, simafor-
stjóri, Sturla Pétursson, Sveinn
Jónsson, formaður KR, Heimir
Guðjönsson, markvörður, Leif-
ur Jósteinsson, Þórir Ólafsson,
Ingi R. Jóhannss., Árni Jakobs-
son, Páll Þorgeirsson úr Hvera-
gerði, Guðfinnur Kjartans-
son, lramkvstj., Mikael Jóns-
son, Akureyri, Jón Þ. Þór, rit-
stjóri, Grétar Haraldsson, lög-
fræöingur og útgerðarmaðúr,
Guðni Theódórsson, verzlunar-
maður. Högni Torfason. fulltrúi
og blaðamaður, Garðar Sig-
urðsson, framreiðslumaður, Is-
leifur Runólfsson, forstjóri,
Björn Bjarman, rithöfundur,
Jóhann Friðriksson i Kápunni,
Vilmyndur Gylfason. Haraldur
Tómasson. ylirþjónn, Ingimar
Jónsson, Guðmundur Ágústs-
son, Sveinn Kristjánsson. bif-
reiðastj., Úlfar Þormóðsson,
BRAGI SIGURÐSSON l
A
blaðamaður, Gestur Jónsson,
Hjörtur Gunnarsson, kennari
Þráinn Guðmundsson, Sigurður
Sigurðsson, fréttastjóri. Meðal
starfsmanna mótsins, sem ekk-
ert láta fram hjá sér fara, má
nefna Knud Kaaber Henderson,
Guðbjart Guðmundsson, Braga
Kristjánsson og Jón Pálsson, að
ógleymdum hjálparhellum
blaðamanna, Ólafi Orrasyni og
Ólafi V. Ólafssyni, sem eru
blaðafulltrúar mótsins.
1 dag er fri, en á morgun hefst
alvara mótsins á ný með bið-
skákum, sem tefldar verða i
fyrramálið kl. 10 og kappskák-
um i 13. umferð, sem hefst kl.
17. Timman á fri, en þessir eig-
ast við:
Björn — Ribli
Parma — Poutiainen
Jansa — Hartston
Ostermayer — Hamann
Murray — Friðrik
Liberzon — Zwaig
Laine — Van Den Broeck
14. umferð á föstudag.
Van Den Broeck á fri:
Ribli — Laine
Poutiainen — Björn
Hartston — Parma
Hamann — Jansa
Friðrik — Ostermayer
Zwaig — Murray
Timman — Liberzon
15. umferðin verður svo tefld á
sunnudaginn kemur
Liberzon á fri:
Van Den Broeck — Ribli
Laine — Póutiainen
Björn — Hartston
Parma — Hamann
Jansa — Friðrik
Ostermayer — Zwaig
Murray — Timman.
Af þessu sést, að Liberzon á
eftir að tefla við Zwaig og
Timman, alls tvær skákir.
Ribli á eftir að tefla við Björn.
Laine og Van Den Broeck.
Friðrik á eftir Murray, Oster-
mayer og Jansa.
Parma á eftir að tefla við
Poutiainen, Hartston og Ham-
ann.
Jansa á eftir Hartston. Ham-
ann og Friðrik.
Poutiainen á eftir Parma,
Björn og Laine.
Hamann á eftir Ostermayer,
Jansa og Parma.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15.
1. Ribli i / / 'A / / '/z i 'k 'k 'h 87?
2. Poutiainen o / o o / / O / Vz 1 1 67?.
3. Hartston o o 0 o i o O 'k / / 1 k'k
4. Hatnann o i 1 Vz o / o / 'k J 6 + 6\e
5. Friðrik Vz i 1 'k 'k l 0 / 1 'k 7 e BlO
6. Zwaig 0 0 0 1 V / 'k 'k 1 1 5U Bip
7. Timman 0 o 1 0 O / 'k 'k i o 1 5 * Oie
8. Liberzon '!z 1 1 1 i 'h 'k 'k I 1 1 9
9. Murray o o Vz o 'k 0 Vz 1 o Z'U 6io
10. Ostermeyer '/z 'k o o 'h 'k 'h Vz 1 1 1 6
11. Jansa 'k o 0 'k 'k l 'M 1 1 1 67?
12. Parma 'k 1 'k Vz Vz i /z Vz 1 1 1 B
13. Björn o 0 72 O ö Vz O o o 1 O 2
14. Laine 0 'k 0 o 1 o 0 0 O o O \'lz
15. Vanden Broeck o o 0 'k 0 0 0 1 o o o 1 Z'k
Guðmundur enn efstur í Búlgoríu
Guðmundur Sigurjónsson er i
1.-3. sæti á svæðismótinu i Búl-
gariu ásamt þeim Ermenkov og
Matulovic. Ilafa 5 1/2 vinning.
i 4. sæti eru Wirtensohn með
ö vinninga. i 5.-13. sæti eru
Georghiu. Sax. Bednarski (með
biðskák), Duball, Ree, Radulov
og Voigt, allir með 4 1/2 vinning.
Kvennadeild Styrktarfé-
lags lamaðra og fatlaðra.
Fundur verður haldinn að Háa-
leitisbraut 13 fimmtudaginn 6.
nóvember kl. 20.30. Basarinn
verður haldinn sunnudaginn 9.
nóvember nk. og eru þeir, sem
ætluðu að gefa muni, vinsamleg-
ast beðnir um að koma þeim að
Háaleitisbraut 13 á fimmtudags-
kvöldið. Stjórnin.
ci
Veðrið
Sunnan og suðaustan
gola. Smáél, en bjart á
milli. Hiti verður nálægt
frostmarki.
Austfirðingamót
Austfirðingamót verður haldið
að Hótel Sögu föstudaginn 7.
nóvember og hefst með borðhaldi
kl. 19. Húsið verður opnað kl.
18.30. Aðgöngumiðar eru afhentir
i anddyri Hótel Sögu miðvikudag
5. og fimmtudag 6. nóv. kl. 17-19.
Mænusóttarbólusetning
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna
gegn mænusótt fara fram i
Heilsuverndarstöð Reykjavikur á
mánudögum kl. 16.30 — 17.30.
Vinsamlega hafið með ykkur
ónæmisskirteini.
Laugardaginn 17. mai voru gefin
saman i hjónaband i Bústaða-
kirkju af séra Ólafi Skúlasyni
Hrafnhildur Jóhannsdóttir og
Ólafur Bachmann Haraldsson.
Heimili þeirra verður að
Hásteinsvegi 6, Vestmannaeyj-
um.
I.jósmyndastofa Þóris.
Laugardaginn 16. ágúst voru gef-
in saman i hjónaband i Garða-
kirkju af séra Braga Friðrikssyni
Vilborg I. Stefánsdóttir og Reynir
Guðjónsson. Heimili þeirra verð-
ur að Móaflöt 23, Garðahreppi.
Ljósmyndastofa Þóris.
Laugardaginn 16. ágúst voru gef-
in saman i hjónaband i Dómkirkj-
unni af séra Sigurði Hauki Guð-
jónssyni Bergþóra Karen Guð-
jónsdóttir og Þorsteinn Ingi Sig-
lusson. Heimili þeirra verður i
Kaupmannahöfn.
- I.jósmyndastofa Þóris.
Svavar Helgason
framkvæmdastjóri, Fornuströnd
5, Seltjarnarnesi, lézt af slysför-
um 26. október siðastliðinn. Útför
hansfer fram frá Fossvogskirkju
i dag kl. 13.30. Svavar var fæddur
18.mail931 í Haukadal i Dýra-
firði, sonur hjónanna Bergljótar
Bjarnadóttur og Helga Pálssonar
kennara. Hann lauk landsprófi
frá Núpsskóla árið 1951 og og
prófi frá Kennaraskóla tsl. árið
1954.
Hann hóf kennslu i Isaksskólan-
um en réðst til Breiðagerðisskól-
ans árið 1955.
Svavar átti sæti i stjórn Stéttar-
félags barnakennara i Reykjavik
á árunum 1960-62, og var hann um
skeið formaður félagsins. Árið
1964 var hann kjörinn i stjórn
Sambands islenzkra barnakenn-
ara og sat þar óslitið frá þvi og
allt til dauðadags. Árið 1967 var
hann kjörinn framkvæmdastjóri
sambandsins og varaformaður
þess var hann 1972-74. Hann
gegndi fjölda annarra trúnaðar-
starfa.
Svavar var tvikvæntur. Fyrri
kona hans var Guðrún Guð-
mundsdóttir og eignuðust þau
þrjú börn, Ásgerði Stefaniu, Sól-
veigu og Jakob Guðmund. Guð-
rún og Svavar slitu samvistum
1969, árið 1971 kvæntist hann eft-
irlifandi konu sinni Unni Bjarna-
dóttur kennara.
Loftur Arnason,
járnsmiðameistari, lézt i Borgar-
spitalanum 29. október sl. Bálför
hansfer fram frá Fossvogskirkju
á morgun kl. 15.
Kristveig Jónsdóttir.
lézt 31. október. Útför hennar fer
fram frá Dómkirkjunni á morgun
kl. 13.30.
Jöhanna Lárusdóttir
Stóragerði 22, lézt i Borgarspital-
anum 23. októbersl. Útför hennar
hefur farið fram i kyrrþey.
Kristófer Ingimundarson,
bóndi, Grafarbakka, Hruna-
mannahreppi, lézt á sjúkrahúsinu
á Selfossi 3. nóvember.
Anna Þorsteinsdóttir,
Bergstaðastræti9B, lézt i Borgar-
spitalanum 2. nóvember.
Magnús Magnússon,
múrari, Sörlaskjóli 32, lézt i Elli-
heimilinu Grund 3. nóvember.
Ragnar Guðjónsson
Hverfisgötu 16, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju á morgun
kl. 10.30.
SkráO frá Kining Kl. 13.00 Sala
28/10 1975 1 Bandaríkjadollar 165,90
3/11 1 Sterlingspund 344,15 «
- 1 Ka nadadolla r 163,10 *
- 100 Danskar kcónur 2789.10 *
- 100 Norskar krónur 3045,80 «
100 S<cnska r krónur 3829,90 *
- 100 Finnsk rnórk 4340,80 *
- 100 Franakir /rankar 3816, 70 *
31/10 100 Uelg. frankar 431,30
3/11 100 Svissn. frankar 6332, 20 «
30/10 100 Gyllini 6334,00
3/11 100 V. - Þýzk mörk 6502,75 «
- 100 Lirur 24. 67 *
- 100 Auaturr. Sch. 918,65 «
- 100 Escudos 627,40 *
30/10 100 Pesetar 281,85
28/10 100 Yen 55, 02
- 100 Relkningskrónur
Vöruskiptalönd 100,14
- • 1 Reikningsdollar •
Vöruskiptalönd 165,90
* Br'tytinp frá afRnstu skráningu