Dagblaðið - 10.11.1975, Side 2
2
Pagblaðiö. Mánudagur 10. nóvember 1975.
Skótarnir
skemmta
sér:
DÖNSUÐU AF JÖTUNMÓDI
í SEX KLUKKUTÍMA
Þessiskátagleði var haldin nú
um helgina. Dagblaðið brá sér á
staðinn á laugardagskvöldið og
fylgdist með skátunum. Er við
komum upp eftir, stóð yfir
kvöldvaka, sem allir skátarnir,
um sjötiu talsins, tóku þátt i.
Kvöldvökunni lauk um ellefu-
leytið og tók þá við dansleikur-
inn. Það mun vera algengast, að
dansleikur þessi standi yfir til
klukkan átta á sunnudags-
morgni, en í þetta skipti lauk
honum klukkan fimm.
Fyrst i stað dönsuðu skátarnir
af miklum jötunmóði. En er liða
tók á nóttina fór að bera á
þreytu hjá fólkinu. Forráða-
menn dansleiksins sáu þá aum-
ur á mannskapnum og til-
kynntu, að dansleiknum lyki
klukkan fimm. Voru þá sumir
búnirað dansa svo til stanzlaust
I sex klukkutima, svo að engan
skyldi furða, þótt þeir hafi verið
orðnir dálitið reikulir i spori.
Dansleikur þessi, svo og sam-
komuhaldið allt, fór hið bezta
• r
sionvarps-
TÆKI r
Meö 20" og 24" skjá.
Aratugsreynsla á íslenzkum markaAi.
Hagstætt verð. — Góð greiðslukjör.
Fást víða um land.
Auglýsingastofan form, Bankastræti 11,
Reykjavik pósthólf 795, símk 12577.
Það er árlegur viðburður, að
dröttskátar frá Reykjavik,
Keflavik og Akranesi flykkist i
Saltvik og skemmti sér þar yfir
helgi. Þeir koma þá siðdegis á
föstudegi og halda siðan til sins
heima á miðjum sunnudegi.
Hápunktur þessa samkomu-
halds mun vera dansleikur, sem
haldinn er á laugardagskvöldið
ogstendurfram undir morgun á
sunnudegi.
fram. Skátarnir voru hinir
priíðustu og vin sást ekki á
nokkrum manni, enda mun það
ekki vera til siðs að skátar
drekki sig fulla.
—AT—
0
....en þegar fram i sótti gerðust
menn þreyttir og létu liða úr sér
þreytuna. Ljósm. DB-Björgvin.
Rafmagnsgjaldskrár ólöglegar:
Rafveita Hafnarf jarðar leiðréttir
reikninqa Hvað gera aðrar rafmagnsveitur?
,,Ég fagna þvi að úr þvi er skor-
ið, hvernig skal gera þetta,”
sagði Jónas Guðlaugsson raf-
veitustjóri i Hafnarfirði i viðtali
við Dagblaðið. Hann kvað nýja
reikninga hafa verið gerða fyrir
Norðurbæinn i Hafnarfirði og
væri verið að byrja að senda þá
út. Hafnarfjörður skiptist i tvö
innheimtusvæði, og höfðu áður
verið sendir út reikningar i
Norðurbæinn samkvæmt nýrri
gjaldskrá. „Væntanlega verða
reikningar i Norðurbæinn leið-
réttir. Það er mikill minni hluti
reikninga og nemur leiðréttingin
um 10 dögum,” sagði Jónas Guð-
laugsson.
Raftækjaverksmiðjan hf. i
Hafnarfirði neitaði á sinum tima
að greiða reikning, samkvæmt
hækkaðri gjaldskrá, sem ekki
hafði verið birt samkvæmt lögum
um birtingu i Stjórnartiðindum. 1
dómsmáli, sem reis út af þessum
ágreiningi, var staðfest bæði i
héraðsdómi og i Hæstarétti, að
gjaldskrá Rafveitunnar tæki ekki
gildi fyrr en á þeim degi, sem
Stjórnartiðindin komu út með
hinni nýju gjaldskrá. Ákvæði
gjaldskrárinnar sjálfrar um
gildistöku höfðu enga þýðingu,
heldur raunveruleg birting i
Stjórnartiðindum. Dagblaðið
hefur áður skýrt frá þessum
dómi.
,,Það sýnir sig, að ekki hefur
verið rétt að þessu staðið,” sagði
Jónas Guðlaugsson, rafveitu-
stjóri, ,,og þó hefur þetta verið
haft svona i mörg ár”.
Nýjasta gjaldskrá Rafmagns-
veitu Reykjavikur er gild frá 1.
septembér sl. að þvi er hún segir.
Stjórnartiðindi með þessari
gjaldskrá komu út hinn 9.
september.
Rafveita Hafnarfjarðar telur
sér skylt að hlita leiðsögn
dómstóla um gildistöku gjald-
skrár. Leiðréttir hún reikningana
til samræmis við hana.
Vitað er um fleiri rafmagns-
veitur, sem eru þessa dagana að
senda út reikninga, sem ganga i
berhögg við niðurstöðu Hæsta-
réttar. Ekki er vitað, hvort þær
ætra að kippa að sér hendinni og
leiðrétta reikninga. — B.S.
Úr lesendabréfum brezku blaðanna:
„Stóra" hefur dottið
framan af „Bretlandi"
„Bretar voru einu sinni
verndarar smáþjóða.” Svo
segir i lesandabréfi i brezka
blaðinu i Financial Times. Eins
og alltaf áður eiga Islend-
ingar mikinn stuðning i
landhelgismálinu meðal þeirra,
sem skrifa bréf i lesendadálka
brezku blaðanna. Sú var raunin
isiðasta þorskastriði. Þessi bréf
hafa jafnan talsverð áhrif á
ráðamenn, ekki sizt þau, sem
birtast i „virðulegri” blöðum,
svo sem Financial Times.
„Oft greiddu Bretar stuðning
við smáþjóðir dýru verði, miklu
dýrara en þyrfti i landhelgis-
deilunni við íslendinga” segir
bréfritarinn i þessu dæmi. Hann
mælist til þess, að Bretar stefni
að þvi að endurheimta „Stóra”
fyrir framan rikisheitið Bret-
land. Menn sleppi nú yfirleitt að
tala um „Stóra”-Bretland.
Ef strangar verndunarað-
gerðir koma ekki til sögunnar,
munu fiskveiðarnar, sem skapa
80 af hundraði útflutningstekna
íslendinga, verða fyrir miklu
tjóni, segir bréfritari. Hins
vega mun útfærslan hafa áhrif á
atvinnulif i hafnarborgum á
austurströnd Bretlands.
,,An stöðva við Hvalfjörð
hefði orrustan um Atlantshafið
tapazt Bretum og Bandarikja-
mönnum,” segir hann. „Okkar
eigin fiskimanna i Devon og
Cornish biða sömu örlög og
islenzkra fiskimanna vegna
athafna Efnahagsbandalags-
ins,” segir bréfritari um afleið-
ingar þess, að útfærsla á land-
helgi íslands mistækist i reynd.
-HH