Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 3
Pagblaðið. Mánudagur 10. nóvember 1975. 3 Snobbar f járveitingavaldið fyrir menntaskólunum? ÞEIR FÁ ÞREFALT MEIRA FÉ EN IÐN- SKÓLANEMENDURNIR „Verkmenntun er ekki metin til jafns við aðra menntun i landinu/ Það er ekki einu sinni til námsskrá fyrir iðnskólana. Eðlilega viljum við aukna fjár- veitingu til skólanna. Tækja- kostur þeirra er afar takmark- aður. Ekki er til myndvarpi, sem þyrfti þó að vera i hverri stofu, og þannig mætti lengi telja.” Þetta segir formaður iðn- nemasambandsins Kristinn Hrólfsson og bætir við að til dæmis sé Iðnskólinn hér i Reykjavik með þeim annmarka að i honum sé geislahitun en ekkert rakastillitæki i stofun- um. Virki þetta þannig að nem- endur séu hálfsofandi i kennslustundum. „Astandið i Reykjavik er þó alveg hátið miðað við það sem er úti á landi,” "heldur Kristinn áfram. „Kennsluhúsnæði á ísa- firði er þröngt. Þar er kennt I frystihúsinu. A meðan er byggð- ur menntaskóli á ísafirði. A Neskaupstað er kennt i óhent- ugu húsnæði, dagheimilinu á staðnum. Ekki þarf að nefna neinar heimavistir i sambandi við skólana. Þó koma menn alls staðar að úr sveitum landsins til að sækja þessa skóla. Það má minna á að fyrsta skóflustungan að menntaskóla sem risa skal á Egilsstöðum var samt sem áður tekin nú á dögunum. A Selfossi hefur staðið til i tvö ár að byggja iðnskóla. Ekkert bólar á honum. í vetur er gert ráð fyrir 3404 nemendumiiðnskólum landsins, i menntaskólunum 3742 nem- endum. í lið undir stofnkostn- aði á fjárlögum stendur að veitt skuli 33.060 milljónum til iðnskóla landsins, en 93.525 milljónum til menntaskólanna. Það þýðir að 9.710 krónur koma á hvern iðnskólanema en kr. 24.990 á hvern menntaskóla- nema. Iðnskólar eru 16 á land- inu, menntaskólar 9.” Segir þetta alla sögunaT Eru ekki iðnskólanemar mun styttri tima i skólanum hvert ár en menntaskólanemar? „Eins og ég sagði áðan er ver- ið að byggja upp verkmenntun- ina. Iðnfræðslan er að færast meira og meira inn i skólana. Til dæmis er framhaldsdeild verknámsskóla nemenda i raf- iðnaði 9 mánuði i iðnskólanum og hluti af námi bifvélavirkja- nema einnig. Meistarakerfið er orðið úrelt og það sem koma skal er iðn- fræðsla i skólunum. —EVI Bílvelta á Sandskeiði 1 gærmorgun kom öku- maður á lögreglustöðina i Arbæ og tilkynnti um það óhapp sitt á Sandskeiði, að bill hans fór út af vegi og valt ökumaður slapp ómeiddur, en bill hans er mikið skemmdur. ASt Hlaut brunasór af tjörupotti Eldur kom upp i tjörupotti við ibúðarhús i Hafnarfirði i gær. Var þar ibúðareigandi að vinna að tjörgun. Við óhappið hlaut maðurinn nokkur brunasár, en þau eru ekki alvarleg. Skemmdir urðu ekki miklar. ASt Tvö innbrot í Breiðholti Tvö innbrot voru framin i Breiðholti fyrir helgina. Kom hið fyrra i ljós á föstudags- morguninn, en er fólk kom til vinnu sást að brotizt hafði verið inn i húsið. Engar skemmdir höfðu verið unnið og litlu stolið. A laugardagsmorgun kom svo i Ijós að þá um nóttina hafði verið farið inn i Nýgrill við Völvufell 17. Var tréspjald tekiö frá gati á áður brotinni rúðu og þar skriðið inn. Þarna var einnig litlu stolið og skemmdir ekki unnar að neinu ráði. ASt Reykjarkóf í húsi þar sem hjón og 3 börn svófu Gífurlegar skemmdir af sóti og reyk Umklukkan5i gærmorgun sá vegfarandi eld lausan og reyk leggja út um glugga á nýlegu einbýlishúsi að Mávahrauni 1 i Hafnarfirði. Vakti hann ibúa hússins, sem voru I fastasvefni og slökkvi- liði var gert viðvart. Húsið var þá fullt af reyk og eldur logaði i forstofu og gangi. Má mildi kalla að hér fór ekki verr, þvi i húsinu sváfu hjón með þrjú börn sin. Um klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins. Var bruninn mestur I for- stofu, en þar er inntak rafmagns og rafmagnstafla. Hafði eldurinn teygt sig I loft forstofunnar og inn eftir lofti innri gangs. övenjulegt reykjarkóf gerði I húsinu. Skemmdir urðu mjög miklar af sóti og reyk. Lik- legt þykir að upptök eldsins séu út frá rafmagni, en þó virtist útbúnaður við töflu vera góður. ASt I peningaleit hjó RAFHA Siðla dags i gær kom i ljós að innbrot hafði verið framið i húsnæði Rafha i Hafnarfirði og er talið sennilegt að það hafi verið framið aðfaranótt sunnudags. Ekki er ljóst hvernig inn var farið, en um mikinn fjölda glugga er að ræða og voru þeir ekki allir vel kræktir. 1 fljótu bragði varð ekki séð að neinu hafi verið stolið, en það er ekki fullkannað, þvi svo mörg tæki eru á staðnum. Ljóst er að innbrotsþjófarnir hafa verið i peningaleit, en hafa ekki haft erindi sem erfiöi, þvi peningar lágu ekki á glámbekk i fyrirtækinu. ASt Róðizt að póstkassa ó húsvegg 1 gærmorgun var lögregl- unni i' Arbæ tilkynnt að póst- kassi hefði fundizt i reiðileysi i Rofabæ fjarri þeim stað er hann á að gegna hlutverki sinu. Við athugun kom i ljós að póstkassi á húsi við Rofabæ haföi verið rifinn af veggnum. Hér var einungis um skemmdarverk að ræða, þvi ekki hafði verið tilraun gerð til að komast i kassann að þvi er séð varð. I kassanum er eitt- hvað af bréfum og kortum, sem lögreglan afhenti póst- yfirvöldum, svo allt ætti að komast til skila. AS FJAÐRAFOK I SEÐLABANKA ÚT AF FRÉTT Í DAGBLAÐINU Fjaðrafok varð i Seðlabank- anum á föstudaginn vegna fréttar Dagblaðsins um gifur- legan halla á rikisrekstrinum. Yfirmenn leituðu logandi ljósi að þeim, sem gefið hefðu Dag- blaðinu upplýsingar, sem lágu að baki fréttarinnar. Yfirmenn telja vist, að upplýsingar um þetta mikil- væga atriði séu leyndarmál, þar til fjármálaráðuneytið gefur út tilkynningu um málið. Hinir „seku” fundust ekki i leitinni á föstudaginn. Dagblaðið mun kappkosta að segja lesendum sinum, hvað er að gerast i fjár- málum rikisins sem i öðrum málum. I frétt Dagblaðsins var sagt frá þvi, að hallinn á rikis- rekstrinum væri i ár að veröa fjórir milljarðar króna. Staða rikissjóðs hriðversnaði i október og skuld hans við Seðlabankann óx úr tæpum sex milljörðum i tæpa átta milljaröa. HH Sigurður rennir á augabragði hina ýmsu leirmuni. — Ljósmynd Bjarnleifur. UNGUR LEIR- KERASMIÐUR í BREIÐHOLTINU „Leirinn sem við notum er innfluttur frá Hollandi, sagði ungur leirkerasmiður, Sigurður Hauksson, er við hittum hann að máli i gróðrarstöðinni Alaska i Breiðholti i gær. Sigurður brosti og setti renni- vélina i gang og á augabragði hafði hann haganlega rennt litinn, snotran vasa. Sýning á leirmunum Sigurðar stendur yfir þarna i Breið- holtinu. Þar sýna einnig Magnea Hallmundardóttir og Paul Martin sem bæði starfa hjá Glit. Sigurður Hauksson er fæddur árið 1952. Hann lærði keramik- iðn hjá þýzkum leirkerasmið, Gerhard Swarzt, sem vann hjá Glit i nokkur ár. Sigurður hefur starfað sem handrennari hjá Glit i s.l. 5 ár. Meðal þeirra gripa sem hann sýnir er haganlega gerður blómavasi um 60 cm á hæð. Vasinn er raunverulega renndur i mörgum hlutum og siðan skeyttur saman áður en leirinn þornar alveg. Ofan i vasanum voru litlar, renndar skálar notaöar til þess að láta styttri blóm standa i en i miðj- unni er rými fyrir langstilkaðri blóm. Sagði Sigurður að um 60% af framleiðslu Glits væri flutt út m.a. til Danmerkur og Banda- rikjanna. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.