Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.11.1975, Qupperneq 4

Dagblaðið - 10.11.1975, Qupperneq 4
4 Oagblaðið. Mánudagur 10. nóvember 1975. BREYTTU STAÐARVALI OG TEIKNINGUM HÚSS „Það kom óneitanlega nokkuð flatt upp á okkur i byggingar- nefnd Búðardals þegar byrjað var að grafa fyrir 800 fermetra húsi mjólkurstöðvarinnar á allt öðrum stað en samþykkt lá fyrir um”, sagði Gunnar Jónsson húsasmiöameistari, formaður nefndarinnar, I samtali við Dagblaöið. Aðdragandi málsins er, að samþykkt var ný bygging fyrir mjólkurstöö staðarins fyrir rúmu ári. Siöan hefur teikning- um verið breytt og einnig stað- arvali, og þegar byrjað var að grafa fyrir húsinu fyrir skömmu, hafði ekki verið leitað eftir samþykki byggingar- nefndarinnar fyrir breyttum teikningum og breyttu staðar- vali. Hér voru að visu brotnar regl- ur um gang mála viö byggingar, en gröfturinn var hafinn aðal- lega vegna þess að tæki til hans var fáanlegt. Byggingarnefndin hefur kynnt sér málin og bent á brotin. Hefur hún fjallað um málið á einum fundi og mun af- greiöa það á þeim næsta, e.t.v. á mánudag. Mun hið breytta stað- arvalfyrir bygginguna liklegast hljóta einróma samþykki, þvi þar er um heppilegra staðarval að ræða. Hinar breyttu teikn- ingar munu og hljóta samþykki. Meira er nú byggt i Búðardal en verið hefur. 1 byggingu er — án samráðs við byggingar- nefnd skóli, heilsugæzlustöð, frysti- hús, sex ibúðarhús og svo er að hefjast bygging mjólkur- stöðvarinnar. Af ibúðarhúsun- um sex eru 3 orðin fokheld, en hin nálgast þann áfanga. Er þetta raunar öllu meira en heimamenn ráða við með góðu móti, sagði Gunnar. —ASt. Líflega boðið í á málverkauppboðinu í gœr: Dýrasta myndin fór á 672 þúsund kr. Hvert sæti i Súlnasal Hótel Sögu var skipað á málverkauppboði Guðmundar Axelssonar i Klausturhólum i gærdag. Dýrasta myndin var slegin á 672 þúsund kr. Var það oliumynd frá Múlakoti eftir Asgrim Jónsson, máluð 1912. önnur Asgrimsmynd, Núpstungugnipa fór einnig fyrir mjög hátt verð eða 374 þúsund. Ný verzlun_______ Rafvirkjar Rafvirkjar óskast til Snæfellsnessveitu meö aösetur i ólafsvik, Störfin eru við rafmagnseftirlit og raf- veiturekstur. Nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. Hafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Fteykjavik. ARABIA HREINIÆTISTÆKI Finnsk gæðavara GERIÐ VERÐSAMANBURO ^Bijgc/incfavöruverztunitx^, ©íííiííaæía™? SKULATUNI 4 SIMI 25150 20% söluskattur er innifalinn I þessu verði. Landslagsmynd frá Þing- völlum eftir Gunnlaug Blöndal fór á 222 þúsund og svartkritarmynd eftir Mugg var slegin á 186 þúsund. (Skatturinn innif.). Mjög gott verð fékkst fyrir önnur málverk á uppboðinu. Ýmsar litlar myndir eftir Jóhannes Kjarval, bæði blek- teikningar, tússmyndir, litkrit og vatnslitamyndir fóru frá 30 upp i 75 þúsund auk söluskatts. Mynd frá Hornafirði eftir Jón Þorleifsson var slegin á 138 þúsund með söluskatti. Litil oliu- mynd eftir Kjarval (16x79 cm) var slegin á 136 þúsund með sölu- skatti. Oliumynd eftir Þórarin B. Þorláksson, Úr Laugardal i Biskupstungum, var slegin á 180 þúsund meö söluskatti. Ráðgert hafði verið að hafa fleiri myndir eftir Þórarin á sýningunni en dóttir listamannsins, Guðrún, taldi vafa leika á um að faðir hennar hefði málað þrjár mynd- anna. Voru þær af þeim sökum teknar út úr uppboðinu og er nú verið að rannsaka þær. Myndir eftir Gunnlaug Blöndal voru slegnar á veröinu frá 75 upp i 150 þúsund, fyrir utan söluskatt. Myndir Sveins Þórarinssonar voru slegnar upp i 80 þúsund fyrir utan söluskatt. Ein mynd eftir Kára Eiriksson fór á 108 þúsund. Oliumynd eftir Brynjólf Þórðar- son „Við Reykjavik” var slegin á 110 þúsund, fyrir utan söluskatt. Alls voru 88 málverk boðin upp á þessu fyrsta málverkauppboði vetrarins. Ráðgert er að hafa eitt uppboð fyrir jól, sem verður lik- lega bókauppboð. Ekki þykir lik- legt að annað málverkauppboð verði fyrr en I vor. Uppboðshaldari var Arni Ólafur Lárusson. A.Bj. Hlýindi á Norð- austurlandi: 18 stig á Siglufirði „Menn njóta hér veðurblið- unnar, eins og hægt er, allar heiðar eru opnar og rjúpnaveiði I algleymingi”, sagði Hannes Scheving á Vopnafirði I viðtali við Dagblaðið I gær. Hálfgerð hitabylgja gekk yfir Austurland siðustu dagana i fyrri viku. Komst hitinn i allt að 16 stig á Egilsstööum og I Vopnafiröi. Þá var og allheitt á Siglufirði, — á föstudag var hiti þar 18 stig. „Fólk gengur að visu ekki léttklætt”, sagði Guðrún Aöal- steinsdóttir á Egilsstöðum, „en hér er unnið við steypuvinnu, sem er einsdæmi i nóvember. Veðrið hefur verið afskaplega gott hér I haust og ég vona bara að það haldist”. Að sögn Knúts Knudsen veö- urfræðings er hér ekki um neitt einstakt fyrirbæri að ræða, oft koma hlýindakaflar á þessum tima árs á Norður- og Austur- landi. Sunnanáttin ber oft með sér hlýtt loft og nú hafi hnúka- þeyr éinnig bætzt við hlýindin. Taldi Knútur, að heita loftið yrði komið austur fyrir land upp úr helginni. HP Réttingaverkstœði athugið Getum útvegað með stuttum fyrirvara hina fjölhœfu réttingatjakka og réttingatœki frá Guy - Chart i Kanada fyrir allar stœrðir ökutœkja og verkstœða GuL/Charf Sýningartœki og nánari upplýsingar á staðnum Bílasmiðjan Kyndill 36/5”™i 35051 09 85040

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.