Dagblaðið - 10.11.1975, Side 6

Dagblaðið - 10.11.1975, Side 6
6 Hagblaftiö. Mánudagur 10. nóvember 1975. WHITLAm 0G FRAStR HITTAST Á MORGUH „Burtu með þetta!" Ford Bandarikjaforseti var sleginn i höfuðið með banda- riskum fána i hendi strákpatta i Springfield i Massachusetts þegar forsetinn kom þangað á föstudaginn. Ekki bar áhorfendum sam- an um hvorum hefði brugðið meira, forsetanum eða stráknum. Forsetinn kipptist við og sagði „Ó”. Hann meiddist ekki. Leyniþjónustumaður hrifs- aði fánann af snáðanum, henti honum i götuna og sagði: „Burtu með þetta!” Stráksi var i hópi þúsunda barna og fjölskyldna þeirra frá herstöðinni i Andover. Forsætisráherra Ástraliu, Gough Whitlam, og leiðtogi stjórnarandstöðunnar i landinu, Malcolm Fraser, hafa boðið hvor öðrum til viðræðna um stjórnar- skrárkreppu, staðið hefur i mán- uð. Báðir hafa jafnframt lýst þvi yfir, að þeir muni hvergi hörfa undan með afstöðu sina. Það var Fraser, sem fyrri varð til með boðiö. Stakk hann upp á þvi, að Whitlam og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hittust til að ræða „skynsamlega og lýð- ræðislega lausn byggða á þvi, að kosningar til fulltrúadeildarinnar fari fram”. Talsmaður forsætisráðherráns neitaði þessu tilboði, og sagði það ekki vera tilboð fyrir fimm aura. Skömmu siðar sendi Whitlam frá sér yfirlýsingu, þar sem hann stakk upp á að viðræður hefjist í fyrramálið. Whitlam sagðistætla að standa harðurá afstöðu sinni gegn þving- unartilraunum stjórnarandstöð- unnar og myndi hann alls ekki efna til kosninga til fulltrúa- deildarinnar fyrr en gert er ráð fyrir skv. lögum, i mai 1977. Hann sagðist aftur á móti fagna tækifæri til að ræða vandamál dagsins við leiðtoga stjórnarand- stöðunnar. „Ég mun gera þeim það mjög ljóst, sagði forsætisráðherrann, „að mistök þeirra við að neita að afgreiða fjárlagafrumvarpið skapa aukið harðæri fyrir áströlsku þjóðina. Atvinnuleysi eykst og kemur i veg fyrir að efnahagsbatinn ndisteins og gert hafði verið ráð fyrir.” Nýleg^ skoðanakönnun i Ástra- liu styður Whitlam og má þvi fara svo, eins og leitt var getum að i blaðinu nýlega, að útkoman verði pólitiskur dauði Frasers. í frystikistuna: Nýtt fyrir húsmœður Glaený ýsuflök, heilagfiski og smálúða. Mikið úrval af öllum hugsanlegum fisk- tegundum. Ýtrasta hreinlæti, f Ijót og góð þjónusta. FISKÚRVALIÐ Skaftahlíð 24 FISKÚRVALIÐ í verzluninni Iðufelli FISKÚRVALIÐ Sörlaskjóli 42. Pöntunarsími 85080 Úrvals kjötvörur og þjónusta AVALLT EITTHVAÐ GOTT í MATINN Stigahlíð 45-47 Sími 35645 Húsnœði — Bílosala Húsnæði fyrir bilasölu óskast á góðum stað i bænum. Tilboð merkt Bilasala sendist afgreiðslu Dagblaðsins fyrir 14. nóvember. Hríngurínn dýrí enn í S-Afríku Elizabeth Taylor og Richard Burton fóru frá Jóhannesarborg í Suður- Af ríku til London í gær og skiIdu eftir 25-karata demantshring að verð- mæti 166 milljónir ís- lenzkra króna. Burton keypti hringinn handa konu sinni til að minnast brúðkaups þeirra í Bots- wana í síðasta mánuði. Hringurinn var skilinn eftir í öryggishólfi de- mantskaupmanns nokk- urs eftir að Liz af þakkaði gjöfina og sagðist heldur vilja nota peningana til að byggja sjúkrahús i þorp- inu Kasane í Botswana, þar sem þau gengu í hjónaband i annað sinn. Talsmaður demanta- kaupmannsins sagði fréttamönnuum, að á- kveðið hef ði verið að taka við hringnum aftur, þar sem ekki hefði verið séð ástæða til aðkasta skugga á hið góða orð Suður-Af- ríku með þvi að hefta að mannúðarhugsjönir Taylor kæmust í fram- kvæmd. Richard Burton sýnir frétta- mönnum millljón dollara hring- inn i Jóhannesarborg skömmu áður en hans ekta- kvinna, Liz Taylor, tilkynnti aö hún vildi hann ekki. „Ég elska Richard þrátt fyrir allt,” sagöi hún. Fornar hefðir notaðar í stjómmálabaráttunni Svo litur út sem dauðasöngur reiðra frumbyggja i Astraliu hafi engin áhrif á Johannes Bjelk-Pet- ersen, forsætisráðherra Queens- land. Rúmlega hundrað sönglandi frumbyggjar endurvöktu ævaforn an sið ættflokks sin og ákváðu að hegna forsætisráöherranum fyrir slæma meöferð á blökkumönn um meö þvi að „syngja hann til dauða”. Bjelke-Petersen, sem var trufl- aður af söngli frumbyggjanna við dýrindis máltið i borg einni i mið-Astraliu á fimmtudaginn, sagði i gærkvöldi að hann kenndi sér einskis meins og liði i rauninni prýðilega. Leiðtogi frumbyggjanna i Charles Perkins sagði frétta- möllun, að fólk sitt hefði sungið yfir honum „og hann fer að déyja úr þessu. Likami, hugur og andi, allt deyr.” Forsætisráðherrann, sem er þeirrar skoðunar, að „að frátöld- um nokkrum herskáum fuglum, þá eru frumbyggjarnir prýðis fólk”,hefur fengið tilboð um hjálp frákonu nokkurri i Brisbane, sem telur sig vera gædda yfirnáttúru- legum kröftum. Bjelke-Petersen virðist enga skemmtun hafa af tilraunum frumbyggjanna og boði galdra- kvendisins. „Látum hana gera út um þetta við Charles Perkins.” sagði hann.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.