Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 12
Pagblaðið. Mánudagur 10. 23-0 í hálfleik Pólland sigraði England 42-5 i Varsjá á laugardag í forkeppni Olympluleikanna I handbolta. Staðan 1 hálfleik var 23-0!! Flest mörk Póllands skoruðu Jerzy Kempel 10, Jan Gmyrej 8, Andre Sokolowskiog Alfred Kaluzinski 5 hvor. John Horne skoraði 4 af mörkum Englands. — John Compton það fimmta. Létt hjá A- Þjóðverjum Austur-Þýzkaland sigraði Belgiu i gær 27-11 i 5. riðli I for- keppni Olympiuleikanna i hand- bolta. Leikurinn var háður i Austur-Berlin og staðan i hálfleik 10-5. Jurgen Rost var mark- hæstur með 7 mörk, og Axel Kaehlert skoraði 5. Dirk Verhofstadt skoraði 6 mörk fyrir Belgiu. Næstileikur A-Þjóðverja i riðlinum verður við V-Þjóðverja I Munchen 20. desember. Vestur-Þjóðverjar léku við Rúmena I gær — vináttuleikur — og sigruðu Rúmenar með 17-13. Og Ungverjum Ungverjaland sigraði Sviss 24-15 i forkeppni Olympiuleik- anna i handbolta i Budapest á laugardag. Staðan I hálflcik var 11-7. Varga skoraði flest mörk Ungverja eða 6, en Szilagyi var með 5. Zullig var markhæstur Svisslcndinga með 4 og Egg skoraði 3. NUDD- OG SNYRTISTOFA Hagamel 46, sími 14656 AFSLATTUR af 10 tima and- lits- og likamsnuddkúrum AFRODIPA býður allt til fegrunar. Haltu þér ungri og komdu i AFROPIPU. ÞÚ ATT ÞAÐ SKILIÐ Regnboga- plast h/f Kársnesbraut 18 Sími 44190 Höfum fyrirliggjandi glært Acryl plastgler undir skrif- borðsstóla og fleira á hag- stæðu verði. Knötturinn sendur I körfu Snætells - og Fram sigraöi DB-mynd Bjarnleifur Sigruðu UMFN í íþróttahúsinu í Njarðvíkum í fyrsta leik íslandsmótsins í körfubolta Agnar Friðriksson gerði út um leikinn i Njarövikunum I fyrradag þegar heimamenn, UMFN, kepptu við IR-inga I I-deild körfuknattleiks- ins. IR-ingarnir höfðu reyndar ávallt forustuna, en tókst ekki að hrista Njarðvikingana af sér fyrr en Agnar tók að skora úr hverju langskotinu á fætur öðru I siöari hálfleik, án þess að heimamenn kæmu nokkrum vörn- um við, skoraði 14 stig. lagaðist staðan úr 23 stiga mun I 15 eftir að „varaliðið” var komið inn á að mestu. Stigahæstir voru þeir Stefán Bjarkason og Gunnar Þorvarðarson, en Geir Þorsteinsson. skoraði átta stig undir lokin og bjargaði „andliti” UMFN að nokkru. Dómarar voru þeir Jón Otti og Hörður Tulinius og var mikið ósam- ræmi I dómum þeirra. Sérstaklega voru menn undrandi á úrskurði Harðar, bæði leikmenn og áhorfend- ur — og sé það rétt, að hann hafi komið akandi norðan frá Akureyri I einni lotu og beint til leiks, þarf varla að undra þótt dómgreindin hafi eitt- hvað sljóvgast. Samt er ekki annað hægt en lofa Hörð fyrir eljusemina og áhugann að leggja slikt erfiði á sig fyrir vanþakklátt dómarastarf-emm að sækja I sig veðrið — átti Kristinn Jörundsson.'beztan leik IR-inga bæði i vörn og sókn. Hann hirti mörg frá- köst og krækti I knöttinn á sinn læ- visa hátt og skoraði hvorki meira né minna en 31 stig. Þorsteinn Guðmundsson skoraði 10, en nafni hans Hallgrimsson aðeins 6 stig enda litið með I leiknum, vegna meiðsla. Óheppnin elti UMFN strax I byrj- un. Brynjar Sigmundsson, fékk fjór- ar villur á þremur minútum og þá fimmtu skömmu eftir að hann kom inn á i siðari hálfleik. Samtals lék hann I rúmar fjórar minútur og var kallaður af gárungunum „villingur- inn”. Hittni UMFN liðsins var I lág- marki og svo var að sjá sem öflug- ustu mennirnir væru hafðir of lengi inn á og yrðu útkeyrðir of fljótt, enda Troðfullt hús áhorfenda var i Njarðvikum og hvöttu þeir flestir „sitt lið”, UMFN, ákaflega. Framan af virtist leikurinn ætla að verða jafn, 6-6 sáust á töflunni og 10-10, en eftir það voru IR-ingar yfir og leikn- um lauk með stórum sigri, 75-61. Þótt Agnar skoraði þegar mest á reið fyrir IR — UMFN var þá heldur Tveir tapleikir Snœfells ana, Fram. Reykjavlkurliöið sigraði örugglega 88-67. teknum hætti — stööugt jókst munur- inn. Sér i lagi var „Trukkurinn” iðinn. Hann var ekki aöeins stigahæstur heldur hirti hann lika 17 fráköst og munar um minna. Þegar yfir lauk var staðan 88-54 — öruggur og um leiö’léttur sigur KR i höfn. Stiga- hæstur KR-inga var — þarf ég að taka það fram — „Trukkurinn” með 22 stig. Gunnar Jóakimsson skoraöi 13 stig. Arni Guðnasogn og Eirikur Jóhannesson skoruðu 12 stig hvor. Snæfell gerði ekki stóra hluti þegar liðið kom til höfuðborgarinnar um helgina og lék við KR og nýliðana i deildinni Fram. Báðir leikirnir töp- uðust með miklum mun og svo virðist sem Snæfell þurfi að taka á honum stóra sinum ætli liðið að halda sér I 1. deildinni i ár. Á laugardaginn léku Snæfellsmenn við KR. Þeir höfðu litið i hendurnar á „Trukknum” og hans sveinum að gera — ekki var leikurinn skemmti- legur. Hraði nánast enginn og hittni léleg, einkum leikmanna Snæfells. KR-ingar tóku strax afgerandi for- ystu og höfðu yfir i hálfleik, 40-20 I siðari hálfleik héldu KR-ingar upp- Drýgstur i liði Snæfells var Kristján Agústsson með 24 stig. Sig- urður Hafsteinsson skoraði 14 stig. Snæfell lék siðan i gær við nýlið- RITSTJORN: HALLUR SÍMONARSON Iþróttir nóvember 1975. Dagblaðið. Mánudagur 10. nóvember 1975. 13 Haukar féllu á prófinu töpuðu fyrir Gróttu! — Mikil spenna komin aftur í íslandsmótið í handknattleik eftir sigur Gróttu — Valur og Haukar hafa tapað þremur stigum, Víkingur og FH fjórum Leikmenn Gróttu gerðu það sem sterkustu liðum deildarinnar hefur ekki tekist. Þeir sigruðu Hauka i iþróttahúsinu i Firðinum i gærkvöldi. Já, Haukavélin hikstaði svo um munaði og i raun komst hún aldrei i gang. Eilifar gangtruflanir — ef til vill munaði þar mest um Hörð Sigmarsson, sem aldrei fann sig i leiknum. Haldi einhver að sigur Gróttu hafi verið heppni eða tæpur, þá er það mikill misskilningur. Seltirn- ingar virkuðu sterkari frá upphafi til enda. Sjálfságt hafa Haukarnir fallið i sömu gryfju og FH og Vikingar gerðu þegar þau léku við Haukana — vanmátu andstæðing sinn. Grótta náði strax forystu með mörkum Björns Péturssonar og Axels Friðrikssonar og tónninn var gefinn. Leikmenn Gróttu náðu upp góðri baráttu. Fyrri hálfleikur var jafn — Grótta yfir- leitt fyrri til að skora og staðan i hálfleik var 8—8. Markakóngur þeirra Hauka, Hörður Sig- marsson, hafði ekki skorað mark I hálfleiknum og það út af fyrir sig eru tiðindi. Leikmenn Gróttu komu tvi- efldir til siðari hálfleiks og fljót- lega náðu þeir fjögurra marka forystu — 14 — 10. Það var of mikið fyrir hið unga Haukalið — þeir náðu ekki upp þeirri baráttu og samstillingu sem hefur verið þeirra aðall fram til þessa. Þó þeim tækist að minnka muninn i eitt mark — 14—15, þá hafði maður alltaf á tilfinningunni, að þetta væri ekki þeirra dagur. Grótta seig aftur fram úr með mörkum Atla Þórs og Björns Péturssonar — 17—14. Lokaorðið áttu Elias og Hörður en það var allt of seint — öruggur og um leið óvæntur sigur Gróttu var i höfn. Haukar féllu þarna á mikil- vægu prófi — möguleikar þeirra til að ná afgerandi forystu i 1. deild runnuút i sandinn. Sjálfsagt hafa þeir vanmetið andstæðing sinn og slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Þegar þeir svo fengu óvænta mótstöðu, þá höfðu þeir ekki bein i nefinu til að ná upp baráttu. Eitt ætti þessi ósigur að kenna þeim: Aldrei að vanmeta andstæðing sinn. Einmitt þetta boðorð virðist fara hljótt meðal islenzkra handknattleiksliða. Þó Hörður Sigmarsson ætti ekki göðan dag, var hann engu að siöur markahæstur Hafn- STAÐAN Úrslit í Islandsmótinu i handbolta um helgina urðu þessi. 1. deild Haukar — Grótta 16-17 FH —Fram 19-16 2. deild Þór — KR 21-25 KA — KR 23-20 Leiknir — Fylkir 19-11 Staðan er nú þannig: 1. deild Valur 5 3 1 1 94-73 7 Haukar 5 3 1 1 89-78 7 Vikingur 5 3 0 2 106-95 6 FH 5 3 0 2 100-92 6 Fram 6 2 2 2 94-94 6 Grótta 5 2 0 3 88-94 4 Ármann 5 1 1 3 69-97 3 Þróttur 4 0 1 3 56-73 1 2. deild KA 5 4 0 1 108-91 8 ÍR 2 2 0 0 43-34 4 KR 3 2 0 1 74-59' 4 Þór 3 1 0 2 64-62 2 Leiknir 3 1 0 1 57-64 2 Fylkir 2 1 0 1 28-34 2 Keflavik 2 0 0 2 30-34 0 Breiðabl. 2 0 0 2 27-53 0 firðinganna með 4 mörk — 1 viti Guðmundur Haraldsson skoraði 3 mörk, Elias Jónasson, Ólafur Ólafsson og Ingvar Haraldsson skoruðu tvömörk hver. Sigurgeir Marteinsson, Arnþór Guðmundsson og Svavar Geirsson skoruðu eitt mark hver. Það er engum hnöppum um það að hneppa, Grótta er að vakna — eftir væran svefn i 3 fyrstu leikjum sinum i Islandsmótinu. Liðið er að komast i æfingu og er leitt til þess að vita, að liðið skuli leyfa sér að koma jafn illa undir- búið til íslandsmótsins og raun hefur borið vitni. Vörn liðsins er að verða nokkuð sterk — mark- varzla Guðmundar Ingimundar- sonar i leiknum var góð. Arni Indriðason er ekki aðeins sterkur varnarmaður heldur og sóknar- maður. Þó hann skoraði ekki nema eitt mark I leiknum, þá fiskaði hann ótalin vitaköst — liðið fékk sjö alls — , flest fiskaði Ámi. Björn Péturssson var að vanda markhæstur þeirra Seltirninga — skoraði 7 mörk — 5 víti. Halldór Kristjánsson og Axel Friðriksson skoruðu 3 mörk hvor. Magnús Sigurðsson 2 mörk. Atli Rekinn af velli út leikinn Leiknir sigraði Fylki 19-11 I 2.deild I gær i hörðum leik. Jafnt var i hálfleik 7-7, en þegar um 10 min. voru af siðari hálfleik var einum leikmanni Fylkis, Einar Agústssyni visað af leikvelli það sem eftir var leiks. Þó annar kæmi i hans stað 5 mín. siðar hafði þetta mikil áhrif. Leiknir þétti vörn sina vel og vann örugg- lega. Charleroi tapaði Marsh í Anderlecht Allt er nú farið að snúast á ógæfuhlið hjá Charleroi á ný — liðinu, sem Guögeir Leifsson leikur með I Belgiu. I gær lék liðið við Ostende á heimavelli og tapaði. Ostende skoraði eina markið i leiknum, sem var afspyrnu lélegur. Ahorfendur i Charleroi voru mjög æstir eftir leikinn — réðust inn á völlinn og höfðu i heitingum við þjálfara og aðra forsvarsmenn liðsins. Ostende er neðarlega á blaði, svo þetta var slæmt tap hjá Charleroi. Liðið er i alvarlegri fallhættu. Standard Liege, liðið, sem Asgeir Sigurvinsson leikur með, lék ekki i gær, en úrslit urðu annars þessi I Belgiu. Malinois-Brugge 1-3 Molenbeek-Beveren 0-2 Liegeois-Louviere 2-2 Antwerpen-Anderlecht 0-3 Lokeren-Malines 1-0 Brugeois-Berchem 4-0 Beerschot-Lierse 1-1 Charleroi-Ostende 0-1 Beringen-Waregem 0-2 Þá má geta þess, að Rodney Marsh hjá. Manch. Cty hefur samþykkt að leika með Ander- lecht. Hann mun skrifa undir 2ja ára samning á fimmtudag — en Anderlecht mun greiða Manch.City 75-80 þúsund sterlingspund fyrir hinn 32ja ára sóknarmann. Galli er á gjöf Njarðar. Marsh má ekki byrja að leika með Anderlecht fyrr en eftir niu mánuði. — Aðeins leikmenn, sem hafa gert samning áður en leiktimabilið hefst eru hlutgengir i deildakeppnina, en hins vegar getur hann leikið i Evrópuleik félagsins i marz. Rodney Marsh lék niu landsleiki fyrir England og er talið, að hann muni þéna þrefalt meira i Belgiu en Englandi. Þór Héðinsson og Arni Indriðason skorðuð 1 mark hvor. Leikinn dæmdu Jón Friðsteinsson og Kristján örn. h.halls. Stórsigur Bayern Úrslit i 1. deildinni vestur- þýzku á laugardag urðu þessi: Uerdingen-Borussia 1-1 Hertha-Duisburg 1-2 Dusseldorf-Offenbach 0-0 Frankfurt-Bochum 6-0 Schalke-Köln 3-1 Bayern Munchen-Essen 5-1 Werder-Hannover 0-0 Brunswick-Hamborg 1-0 Karlsruher-Kaiserslautern 3-5 Björn Pétursson , nr. 4, sendir knöttinn I mark Hauka- fyrirliði Gróttu Árni Indriðason, nr. 9. fylgist spenntur með. DB-mynd Bjarnleifur. Meðalmennskan réð í lelk FH og Fram — og FH vann öruggan sigur 19-16 í Hafnarfirði í gœrkvöldi FH sigraðiFram örugglega i 1. deild suður I Firði I gærkvöldi. Aðeins i byrjun var jafnræði með liðunum — eftir 23 minútna leik var staðan 5-4 fyrir Fram — en FH-ingar sigu fram úr og sigruðu 19-16 eftir 9-5 i hálfleik. Fram- arar misstu illilega tökin á leiknum eftir að þeir komust yfir — 5-4 og þær minútur sem eftir liföu hálfleiksins skoruðu FH-ing- ar hvert markið á fætur ööru. Guðmundur Stefánsson og Þðrar- inn voru þá drjúgir — Guðmundur skoraði þrjú mörk og Þórarinn tvö. Þessi kafli var afdrifarikur fyrir Fram, þvi þcir voru ekki þess megnugir aö vinna upp forskotið, þrátt fyrir góðan leik Pálma Pálmasonar, sem skoraði hvert markið á fætur öðru fyrir Fram. En það var einfaldlega enginn til að aðstoða Pálma og einn mátti hann sín litils. Þó þessi leikur hafi verið milli liða, sem eru að berjast um að komast meðal toppliöa, þá var fátt um fina drætti — meðal- mennskan allsráðandi. Almennt talað held ég megi segja þetta um öll liðin i deildinni — meðalmennskan virðist tröll- riða islenzkum handknattleik — ef til vill ekki nema von. Það er búið að fleyta rjómann ofan af og á ég þar við Islendingana i Þýzkalandi. Ekkert lið virðist þess megnugt að taka af skarið — aðeins eitt stig og skilur fyrsta og fimmta lið að. Við skulum vona, að fyrir vikið verði mótiö skemmtilegra, þó gæðum sé ef til vill ábótavant. En hvað um það — Fram tókst aldrei að nálgast FH-inga i gær- kvöldi — þá Gils, Sæmundi og Geir hafi verið visað af velli, þá er það mikii reynsla i FH-liðinu, að þeir féllu ekki i sömu gryfju og Vikingarnir á dögunum. Eins og ég sagði áðan, þá var þetta enginn glansleikur. FH-ing- ar höfðu alltaf töglin og hagldirn- ar. Þórarinn Ragnarsson var markahæstur FH-inga skoraði 5 mörk — 4 viti. Sérstaklega var Þórarinn iðinn við að fiska viti. Guðmundarnir, Sveinsson og Ste- fánsson, skoruðu sin fjögur mörk- in hvor, Geir Hallsteinsson 3, Örn Sigurðsson 2 mörk og Viðar Si- monarson 1 mark. Pálmi barðist hetjulegri bar- áttu — en hann hafði ekki menn með sér og mátti sin litils einn. Hann skoraði 8 mörk, Pétur Jó- hannesson, Arnar Guðlaugsson, og Jón Arni Rúnarsson 2 mörk hver. Kjartan Gislason og Hannes Leifsson sitt markið hvor. Leikinn dæmdu Björn Kristjánsson og Óli Ölsen-h.halls. Úrslitaleikur Fram og Vals Hörkuleikir voru i' mcistara- flokki kvenna á Reykjavikur- mótinu i gærkvöldi. Valur átti i erfiðleikum með Viking, en vann þó 11-9 — og þegar Fram vann Ármann i tvisýnum leik á eftir 8-7 urðu Valur og Fram jöfn að stigum i mótinu. Hreinan úrslita- leik þarf þvi milli liðanna um meistaratitilinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.