Dagblaðið - 10.11.1975, Qupperneq 18
18
Hagblaðið. Mánudagur 10. nóvember 1975.
Ribli tryggur
í efsto sœti
Óvissa ríkir um nœstu sœti
Staðan i biðskák Friðriks er
þessi:
Jansa (hvltt): K e3, H b5, b c4,
f3, g4, h4.
Friðrik(svart): K g7, Hb2, Itd7,
b3, f7, gfi, hG.
Hvftur á leik i þessari stöðu.
Biðskákir verða tefldar i dag
kl. 3, og fæst þá skorið úr þeirri
nistandi óvissu um, hvort Frið-
rik nær jöfnu við Liberzon.
Sama óvissan rikir um úrslitin
hjá Parma i skákinni við Ham-
ann.
Staðan i svæðismótinu er nú
þessi:
Ribli: 11
Liberzon: 10 1/2
Friðrik, Parma: 9 1/2 og bið-
skák
Poutiainen: 8 1/2
Ostermayer: 7 1/2 og biðskák.
Timman: 7 1/2
Zwaig og Jansa: 7 og biðskák
Hamann: 6 1/2 og biðskák
Hartston: 6 1/2
Murray og Van Den Broeck: 3
1/2
Björn og Laine: 2
Efstu menn úr svæðismótum,
ásamt nokkrum, sem öðlast rétt
á annan hátt, keppa á tveim
millisvæðamótum. Verða þau
haldin á næsta ári. Annað verð-
ur haldið á Filippseyjum en hitt
i Sviss. 18 keppendur verða i
hvoru móti. Verði tveir eða
fleiri jafnir fer fram keppni
milli þeirra um 2. sætið, en Ribli
er öruggur meö að vera nr. 1 i
mótinu hér.
Séra William Lombardy, yfir-
dómari mótsins, bað keppendur
og áhorfendur að eiga með sér
hljóöa stund áður en lokaum-
ferðin hófst. Fregnir höfðu bor-
izt um, að faðir Hollendingsins
unga, Jan Timman, hefði látizt
aðfaranótt sunnudagsins. Vott-
uðu menn honum samúð sina á
þennan einfalda en virðulega
hátt.
Timman tjáði fréttamanni
Dagblaðsins, að lát föður sins
hefði borið mjög óvænt að. Hann
hefði ekki kennt sér meins, þeg-
ar hann lagðist til svefns á laug-
ardagskvöldið, en ekki vaknað
aftur.
Irinn Murray og Timman átt-
ust við i þessari umferð. Léku
þeir örfáa leiki og sömdu siðan
jafntefli. Þannig var þeirra
þætti i svæðismótinu lokið
nokkru fyrr en gert var ráð fyr-
ir. Þeir áttu hvorugur mögu-
leika á 1. eða 2. sæti og voru þvi
úrslit skákarinnar einungis per-
sónulegt metnaðarmál. Slik mál
eru hégómi meðal sómamanna,
þegar svona stendur á.
Van Den Broeck brosti breitt
og rétti fram hönd sina til sam-
þykkis, þegar Zoltán Ribli bauð
honum jafntefli eftir 9 leiki i
kóngs-indversku tafli. „Maður
leikur sér ekki að eldinum i
minni stööu á mótinu,” hafði
Ribli sagt i viðtali við Dagblaðið
stundu áður en hann varð sig-
urvegari. Hann bætti við: ,,Það
getur maður gert alla aðra
daga.” Ribli var kominn i ó-
hnekkjandi efsta sæti með 11
vinninga.
Laine tapaði fyrir Poutiainen i
stuttri skák, sem Finninn hafði
tögl og hagldir i. Þar með er
þessi ungi og hresilegi Finni
kominn með 8 1/2 vinning i 5.
sæti eftir 8 vinninga og eitt jafn-
tefli i öllu mótinu.
Björn og Hartston tefldu Sikil-
eyjarvörn. Björn gaf eftir 30
leiki.
Ostermayer og Zwaig tefldu
spánska leikinn. Var skákin
býsna skemmtileg þótt hún félli
að visu i skuggann af skákum
Friðriks og Jansa og Parma og
Hamann. Liklegt var talið, að
Norðmaðurinn ætti vinnings-
möguleikann, þegar skákin fór i
bið.
Parma og Hamann tefldu
Sikileyjarvörn. Varðist Ham-
ann vel, þegar þess er gætt, hvi-
BRAGI
SiGURÐSSON
Friðrik, — allra augu beindust
aö honum um helgina, — og
gera enn. A hann von i biðstöö-
unni eða ekki? (DB-myndir
Björgvin)
likt kapp Parma lagði á að
koma honum á kné. Varð
Parma raunar að gæta sin á
köflum fyrir Dananum, og er
liklegt, að hann hafi oft átt lak-
ari stöðu i skákinni en þegar hún
fór i bið. Ekki heyrðust þó stærri
spámennirnir reikna neinum
vinning, þegar skákin fór I bið.
Friðrik hafði svart á móti
Jansa. Sikileyjarvörn. Taflið
var mjög jafnt mestallan tim-
ann, en afar þungt og fast.
Saxaðist jafnt og þétt á timann
en leikirnir komu seint. Tima-
hrakið blasti við hjá báðum.
Voru áhorfendur ekkert óá-
nægðir með það eftir atvikum.
Menn treysta Friðrik i hrað-
skák við hvern sem er. Voru
menn heldur tregir til að sjá
vinninghjá Friðrik, þegar skák-
in fór i bið. Hefði Friðrik haft
einhver not af hugsunum áhorf-
enda i sinn garð, hefi hann getað
unnið marga Jansa.
Ahorfendur voru nú fleiri en
nokkru sinni — sennilega ekki
færri en á milli fimm og sex
hundruð. Skákir voru skýrðar á
þrem stöðum utan keppnissal-
arins. Poutiainen tók skemmti-
lega rispu með Ingvari As-
mundssyni. Skýrðu þeir einkum
skákina milli Friðriks og Jansa.
Annars stóðu þeir sig prýðilega
að vanda Margeir Pétursson,
Helgi Olafsson og Leifur Jó-
steinsson. Fleiri góðir menn
lögðu hönd á plóginn eins og oft-
ast áður.
Meðal áhorfenda voru þessir:
Sveinn Finnsson, lögfræðingur,
Jóhann Guþmundsson, vélvirki
dr. Ingimar Jónsson, Ólafur
Helgason, bankaeftirlitsmaður,
Einar Ólafsson, stórkaupmaður
og Sigrlður Bjarnadóttir, Valur
Jónsson, yfirþjónn, Eggert Guð-
mundsson, pipulagningameist-
ari, Þorlákur Kristmundsson,
arkitekt, Gunnar Hvanndal,
Finnur Arnason, bifreiðasmið-
ur, Eysteinn Helgason, sölu-
maður, Bragi Kristjánsson,
simaforstjóri, Sigurður Helga-
son, deildarstj., Guðni Theó-
dórsson, verzlunarm., Róbert
Gestsson málarameistari,
Magnús G. Jónsson, mennta-
skólakennari, Ólafur Friðriks-
son, Jakob Hafstein, Lárus
Johnsen, Haraldur Einarsson,
lista teiknari, Kristján
Sylveriusson, verkamaður og
skákmaður, Konráð Árnason,
Eiríkur sundkennari Stefáns-
son, Ólafur Björnsson, prentari,
Einar Þorfinnsson, Hermann
Guðbrandsson, fulltrúi i Sjúkra-
samlaginu, Jóhann Friðriksson
i Kápunni, Egill Valgeirsson,
rakarameistari, ólafur Sveins-
son, kaupmaður, Eirikur Karls-
son, kennari, Birgir Sigurðsson,
kennari og rithöfundur, Jónas
Þorvaldsson, Jóhann örn Sigur-
jónsson, Ólafur Magnússon, Jó-
hann Þór Jónsson, Anton Sig-
urðsson, skólastjóri, Barði Þor-
kelsson, jarðfræðingur, Óskar
Gislason, skrifstofustjóri, Jó-
hann Snorrason, Akureyri,
Timman, - hann kom of seint,
kveikti sér i sigarettu og samdi
siðan um jafntefli við Murray.
Skömmu áður hafði hinn ungi
skákmaður fengið þær sorgar-
fréttir að heiman að faðir hans
hefði iátizt I svefni nóttina áður.
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11.12. 13. 14. 15.
1. Ribli i / / 72 / í 72 i /? '/? 'h i 1 'lz II
2. Poutiainen i/ o o / i O i '/z l o i 1 1 8‘k
3. Hartston O o 0 o / o o Vz 1 7? l / / 1 b'/z
4. Hamann O 1 / •k o o o !z 0 1 / Vz 1 6!z+ £>i 0
5. Friflrik Vz i 1 'k 'k 1 / l 'k 0 / i Vz 9'/l + öl€>
6. Zwaig o 0 0 1 'h 0 'lz i i 'k Vz i 1 7 + SiO
7. Timman 0 O 1 1 0 i 0 'k i Vz 'k l o 1 77z
8. Liberzon '/z l 1 1 0 ’/Z í i 'h '!z /z 1 1 1 m
». Murray O o V? Zz o o ’/z o 'k 0 Vz / o 37z
10. Ostermeyer 'k 'k o i 0 o 7z h Vz ‘/z 1 1 1 T/t* S |£
11. Jansa Vz o 'k o o ’/a 'h \ Vz Vz 1 1 1 7 «■ GlO
12. Parma 'k 1 72 / 'k Vz Vz i Vz Vz 1 1 1 9k* OiO
13. Björn o o 0 o 0 72 O o Vz 0 o O ■ 1 o z
14. Laine O 0 0 'k o o 1 o 0 0 O o 0 Vz 2
15. VandcnBroeck Vz o o o 'k o o 0 1 o o o 1 'k 3 'lz
Svœðismótið í Búlgaríu:
Guðmundur í efsta
sœti við fjórða mann
Agúst Ingimundarson, Ragnar
Björnsson, dómkantor, Haukur
Gunnlausson, verkamaður, Vil-
mundur Gylfason, Þórður Her-
mannsson, útgerðarmaður,
Sveinn Kristjánsson, bifreiðar-
stjóri, Sigurður Kristjánsson,
fulltrúi i Globus, Magnús Sigur-
jónsson, forstöðumaður, Grim-
ur Thorarensen, bifreiðakaup-
maður, Hjörtur Torfason,
Haukur Sveinsson, Sigurður
Arnason hjá Fossberg, Ólafur
Hannesson, prentari, Sæmund-
ur Pálsson lögreglumaður, Ein-
ar S. Einarsson, bankamaður,
Birgir Thorberg, málarameist-
ari, Karl Birgisson, nemi,
Magnús Alexandersson, Björn
Bjarman, Heimir Bjarnason,
læknir, Sigurbjörn Pétursson,
tannlæknir, Matthias Gislason,
endurskoðandi, Helgi Bach-
mann, bankamaður, Áslaug
Kristinsdóttir, Svana Samúels-
dóttir, Vigdis óskarsdóttir,
Guðjón Teitsson, forstjóri
Rikisskip, Gisli Alfreðsson,
leikari, Viðar Thorsteinsson,
gistihúseigandi, Högni Torfa-
son, Páil Jónsson, fram-
kvæmdastjóri, Ólafur Eyjólfs-
son, framkv stjóri, Bjarni
Steingrimsson, verkfræðingur
Haraldur Tómasson, yfirþjónn,
Haukur Helgas. sérfræðingur,
Asgeir Karlsson, læknir, Sig-
urður Steinþórsson, Gull og Silf-
ur, Ragnar Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri tsal, Kristin Guð-
johnsen, Róbert Sigmundsson,
forstjóri, Jóhann Gislason,
tannlæknir, Kristján Sigurðs-
son, sölumaður, Rúrik Har-
aldsson, leikari, Sigurður Þor-
steinsson, byggingameistari,
Magnús Sigurðsson, lögfræðing-
ur, Jakob Bjarnason, verk-
stjóri, Stefán Guðjohnsen, við-
skiptafræðingur, Guðmundur
Norðdahl, tónlistarkennari,
Magnús Hallgrimsson verk-
fræðingur.
Eins og fyrr segir verða bið-
skákir tefldar i dag kl. 15. —kl. 3
— að Hótel Esju.
I kvöld kl. 8 verður svo hrað-
skákmót svæðismótsins háð i
Skákheimilinu við Grensásveg.
Er gert ráð fyrir, að velflestir
keppendur úr mótinu taki þátt i
hraðskákmótinu.
Guðmundur Sigurjónsson er i
efsta sæti ásamt Ermenkov,
Matanovic og Saks. Hann vann
biðskákina við Netskar og gerði
jafntefli við Vogt. Efstu menn
eru með 8 vinninga eftir 12 um-
ferðir.
I dag hefur Guðmundur svart
á móti Matulovic. Aðþeirri skák
lokinni á hann eftir að tefla
við Letsler og Cermiak.
—BS
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
heldur fund miðvikudaginn 12.
nóvember kl. 8.30 á Baldursgötu
9. Dröfn Farestveit verður með
sýnikennslu á pizza-réttum.
Munið bazarinn sunnudaginn 16.
nóvember að Hallveigarstöðum.
Kvenfélag
Lágafellssóknar
Fundur i boði Kvenfélagsins
Seltjörn verður miðvikudaginn
12. nóvember i Félagsheimilinu
Seltjarnarnesi. Rútuferð verður
frá Brúarlandi kl. 8 siðdegis.
Tilkynningar
Bingó
Kvenfélag Ásprestakalls heldur
bingó að Hótel Borg þriðjudaginn
11. nóvember kl. 8.30.
Barðstrendingafélagið
i Reykjavik
Sveitakeppni Barðstrendinga-
félagsins i bridge hefst mánu-
daginn 17. nóvember. Þátttak-
endur eru beðnir að mæta tiu
minútum fyrir klukkan átta.
Barðstrendingar, eflið bridge-
deildina og mætið stundvislega.
Spilað er i Domus Medica.
Sýningar
Kjarvaisstaðir: Sýning á verkum
Jóhannesar S. Kjarvals er opin
alla daga nema mánudaga klukk-
an 16—22. Aðgangur og sýningar-
skrá ókeypis.
Listasafn tslands: Yfirlitssýning
á verkum Jóns Egilberts. Opið
frá 13.20-22 daglega til 18. nóvem-
ber.
c
Veðrið
Sunnan kaldi og siðan
stinningskaldi eða a 11-
hvasst. Rigning með
köflum. Heldur mun
hlýna.
Andlát
Sigriður Oddsdóttir,
Hvassaleiti 153, lézt 30. október i
Landspitalanum og var jarðsett
á laugardag. Hún var fædd 10.
mai 1890 að Sámsstöðum i Fljóts-
hlið, dóttir Helgu Magnúsdóttur
og Odds Oddssonar gullsmiðs.
Sigriður giftistHelga Magnússyni
vélstjóra frá Eyrarbakka, en
hann lézt árið 1918. Eftir lát
manns sins hóf Sigriður störf hjá
Landssimanum i Reykjavik, unz
hún giftist Páli Sigurgeirssyni
deildarstjóra hjá Braunsverzlun i
Reykjavik.
Árið 1922 fluttust þau hjónin til
Akureyrar, er Pá.ll tók við starfi
deildarstjóra þar. Siðan eignaðist
hann verzlunina og varð eigandi
Vöruhússins árið 1946. Árið 1961
hætti Páll verzlunarstörfum og þá
fluttust hjónin til Reykjavikur.
Þau hjónin eignuðust tvo syni,
Sverri skólastjóra á Akureyri og
Gylfa skólastjóra i Mosfellssveit.
Kristófer Ingimundarson,
bóndi, Grafarbakka, lézt 3.
nóvember og var jarðsunginn frá
Hrunakirkju á laugardaginn.
Hann var fæddur 10. ágúst 1903,
sonur hjónanna Mariu Gisla-
dóttur og Ingimundar Guð-
mundssonar. Framan af ævi
stundaði hann ýmiss konar störf.
Arið 1941 kvæntist Kristófer
Kristínu Jónsdóttur frá Grafar-
bakka, og nokkrum árum siðar
hófu þau búskap þar. Á siðasta
ári brugðu þau búi, þar sem
heilsa og kraftar Kristófers
entust ekki lengur.
Þau hjónin eignuðust ellefu
börn, og þar af komust tiu upp.
Jónas Hallgrimsson
forstöðumaður Manntalsskrif-
stofunnar, lézt 3. nóvember, og
verður jarðsunginn frá Dóm-
kirkjunni i dag klukkan 15. Jónas
var fæddur á Siglufirði 12. marz
1910. Hann hlaut framhalds-
menntun við Verzlunarskóla
Islands og starfaði að námi loknu
hjá Pósthúsinu i Reykjavik og
siðar Vinnufatagerð íslands hf.
Arið 1936 gerðist hann starfs-
maður Manntalsskrifstofu
Reykjavikurborgar og veitti
henni forstöðu frá 1966.
Jónas var mikill áhugamaður
um frimerkjasöfnun.
Hann var tvikvæmtur. Fyrri
kona hans var Vilborg Jónsdóttir.
Þau eignuðust þrjú börn, Hrafn-
hildi, Hallgrim og Asgerði.
Siðari kona Jónasar var Ingi-
björg Eyþórsdóttir og eignuðust
þau fjögur börn, Jóhönnu, Jónas,
Eddu og Marius Þór.
Dóra Margrét Björnsdóttir
lézt af slysförum 31. október sl.
Útför hennar fer fram frá Dóm-
kirkjunni i dag kl. 13.30.
Guðrún Hansdóttir,
Nesvegi 56, lézt i Landspitalanum
2. nóvember. Útför hennar fer
fram frá Dómkirkjunni á morgun
kl. 14.
Magnús Guðmundsson,
frá Hamraseli, lézt að dvalar-
heimilinu Asi, Hveragerði, 6.
nóvember.
Svanfriður Hjartardóttir,
léztað heimilisinu aðafaranótt 7.
nóvember.
Oddur Jónsson,
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Grenimel 25, lézt i Landakots-
spitala 7. nóvember.