Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 10.11.1975, Blaðsíða 24
„Maður leikur sér ekki að eldinum i minni stöðu á mótinu,” sagði Zoltán Ribli, er fréttamaður Dagblaðsins leit inn til hans á herbergi númer 811 á Hótel Esju i gær. Hann bætti við: „Það getur maður gert alla aðra daga.” Þessi 24 ára gamli Ungverji er atvinnumaður i skák og virðist ekki hafa verið að leika sér undanfarna 14 mánuði. Hann hefur ekki tapað skák þennan tima, það er að segja, engri þeirra um 70 alvarlegu kappskáka, sem hann hefur teflt. „Nú tefli ég að sjálfsögðu fyrst og fremst upp á að tapa ekki fyrir Van Den Broeck,” sagði Ribli. Ribli kveðst hafa búið i Búda- pest i nærri 4 ár. Annars er hann frá bænum Pécs, sem liggur ekki mjög fjarri landamærum Ungverjalands og Júgóslaviu. Þar búa foreldrar Ribli, tveir bræður og ein systir. t Pécs eru um 150 þúsund ibúar. Heimsmeistaratitillinn: „Ég reyni eins l • • # # og ninir segir Zoltán Ribli Ungverjinn Zoltán Ribli er með 8 vinninga og 6 jafntefli —efstur og tapaðiekki skák. — Ljósm. B.P. „Það eru engin vandkvæði að hringja i konuna,” sagði Zoltan Ribli.” Ég hefi gert það. Við erum bara búin að vera gift i tæpt ár.” Þau hjónin eru barn- laus ennþá, en konan stundar háskólanám i landafræði og þýzku. Þessi alþjóðlegi stórmeistari er einstaklega hógvær og ljúfur i viðmóti. Hann segist hafa nóg að bita og brenna heima fyrir. Hann á ibúð og telst hafa góð laun. „Ég gæti átt bil, ef ég vildi, en ég hefi ekkert gaman af bilum,” sagði Ribli. „Ég er rómversk-kaþólskur, eins og flestir i Ungverjalandi,” sagði Ribli. Hann hefur skoðað Hallgrimskirkjuna okkar og farið i kaþólsku kirkjuna i Landakoti. Fjárhagsörðugleikar náms- manna erlendis eru nú orðnir það miklir, að nokkrir þeirra hafa orðið að gripa til þess ráðs* að hverfa frá námi og koma heim, a.m.k. um stundarsakir, til þess að sjá hverju fram vind- ur i námslánamálum. Reyndar höfðu menn talið, að til þessa þyrfti ekki að koma, en þrátt fyrir loforð um skyndikannanir á neyðartilfellum og aðrar yfir- lýsingar er ljóst, að námsmenn lifa ekki á þeim og verða þvi að Huldumaðurinn forinn: Huldumaðurinn,sem gisti klefa lögreglunar i Keflavik um tima i fyrri viku, er nú kominn til sins heima, Þýzkalands. Hafði hann áður leikið mikið laumuspil, var með falskt vegabréf og harð- neitaði i fyrstu að segja til nafns. Komst hann undir mannahendur, er hann var tekinn fyrir ölvun við akstur i hliðinu á Vellinum, en vegna undarlegs hátternis var i fyrstu álitið að maðurinn væri viðriðinn eiturlyfjasmygl, eða a.m.k. eiturlyfjaneytandi. „Við fengum málið til okkar á mið- „Það er mikill áhugi á skák hér,” segir Ribli, þegar hann er spurður, hvernig honum liki við íslenzka áhorfendur: „Þeir eru afar kurteisir. „Ég loka að vísu eyrunum,” en ég hefi ekki orðið var við ónæði hér á keppnis- staðnum. Salurinn er of litill fyrir áhorfendur. Það getur ekki verið þægilegt að standa svona koma heim. S.l. laugardag komu fyrstu námsmennirnir heim, tvær stúlkur, sem verið hafa i leik- listarnámi i London. Við rædd- um við aðra þeirra, Margréti Hallgrimsson: „Hvorug okkar hafði haft peninga til þess að ‘greiða skólagjöldin, en höfðum fengið frest, þar eð skólanum var kunnugt um lánavandræði islenzkra námsmanna. Þegar okkur var svo tilkynnt, að við fengjum um 30 þúsund isl. til vikudag og það leið ekki langur timi þar til hann sagði okkur allt af létta”, sagði Árni Sigurjónsson hjá útlendingaeftirlitinu. ”Hann sagði til nafns, Willy Denker, 25 ára og sagðist vera frá litlum bæ, rétt fyrir utan Bremen. Þar þekkti hann lögreglunienn i lögreglu staðarins, og við gerðum okkur litið fyrir, höfðum samband við þessa litlu stöð og þeir könnuðust strax við hann. Höfðu ekkert á hann, nema hvað hann skuldaði eitthvað af barns- timunum saman, eins og margir áhorfendur gera á hverjum einasta degi,” sagði Zoltán Ribli. Við spyrjum hann, hvort hann þekki margakeppendur fráíyrri mótum. „Já, þó nokkra. Ég ætlaði ekki að þekkja Liberzon, þegar ég sá hann. Ég tefldi siðast við hann á móti i Moskvu þess að lifa af fram yfir áramót, var náminu náttúrlega sjálf- hætt,” sagði Margrét. Sagði hún fjárhagsaðstæður námsmanna i London ákaflega slæmar og væri það algengt, að fólk væri farið að spara veru- lega við sig i fæði allt niður i sem svarar hálfri máltið á dag. Kemur það heim og saman við það, sem við höfum frétt, enda efna námsmenn i London til mótmælaaðgerða fyrir utan is- lenzka sendiráðið þar i dag.HP meðlögum”, sagði Arni. Yfirvöld hér féllu frá málsókn á hendur manninum til þess að losna við að senda hann úr landi með gæzlu- mönnum, sem hefði kostað stórfé, en fengu hann til þess að biðja um aðstoð v-þýzka sendiráðsins. Það greiddi fyrir hann farmiða og fór hann úr landi nú fyrir helgina. Falska vegabréfið, sem hann var með, hafði hann fengið hjá vinum sinum i Paris og mun hann upphaflega ætlað til Grænlands i atvinnuleit. HP fyrir tveim til þrem árum. Þá var hann sköllóttur Rússi. Nú er hann hárprúður Israelsmaður,” sagði Ribli. Verður þú næsti heims- meistari spyrjum við. Ribli brosir, ekkert nema lltillætið. „Ég veit það ekki. Þetta eru sterkir menn, en ég reyni eins og hinir.” —BS 97 milljónir króna í fölskum óvísunum 97 milljónir króna reyndust vera i innistæðulausum tékkum i „rassiu”, sem gerð var i bönk- unum á föstudag. Er þetta mesta fjárhæð i fölskum tékk- um, sem vitað er um i mjög langan tima. Alls voru 1199 tékkar innistæðulausir. Siðasta ávisanakönnun var gerð i m'arzmánuði og reyndust þá 22.9 milljónir króna gefnar út með 1065 innistæðulausum tékk- um. Það var 0.87% af ávisana- veltunni. 1 könnun þeirri, sem gerð var á föstudaginn var hlutfall inni- stæðulausra ávisana um 3% af . veltunni. Er það hærra hlutfall en verið hefur mjög lengi. Starfsmenn Seðlabankans og viðskiptabankanna unnu fram á nótt á föstudag við þessa könn- un, sem leiddi i ljós á milli 4—5 sinnum hærri meðaltalsfjár- hæðir á hverja ávisun en við sið- ustu könnun. Meðaltalsf járhæð hverrar ávisunar var nú kr. 80.900.00 og er auðséð af þvi, að allmargar ávisanir hafa verið mjög háar. —BS— frjálst, úháð dagblad Mánudagur 10. nóvember 1975. Skotmenn handteknir Tveir 18 ára skotmenn, byssuleyfalausir, voru hand- teknir i Sandvik i Höfnum þar sem þeir voru að skjóta úr riffli á vinnuvél, sem þar stendur á afskekktum stað. Höfðu þeir þá skotið sundur rúðu i vélinni. Byssuna höfðu þeir að láni frá öðrum rétt- indalausum. Tvær stúlkur voru meðpiltunumog horfðu á félaga sina við verknaðinn. 1 ljós kom að þeir höfðu áður skotið úr fjarlægð á sömu vél og var verið að vinna með henni, en vinnuvélarstjórinn i kaffi, og hafði aldrei þessu vant ekki drukkið kaffi sitt inni i vélinni. ASt. Milli heims og helju eftir slys Þrír fluttir flugleiðis frá Djúpavogi Ungur maður, 21 árs, ættað- ur úr Álftafirði liggur milli heims og helju eftir bifreiðar- slys á Djúpavogi á laugar- dagsmorgun Hann og tveir aðrir sem i bilnum voru voru fluttir flugleiðis suður. Félag- ar hans tveir eru á batavegi, en ungi maðurinn er i alvar- legri lifshættu. Þessir þrir sem allir eru úr Alftafirði höfðu á laugardags- nóttina ekið mjög glæfralega um á Djúpavogi. Lauk þvi svo að bifreið þeirra bræddi úr sér. Slógust þeir þá i för með pilti og stúlku frá Djúpavogi og tók einn piltanna við akstri bifreiðar Djúpavogsfólksins. ökuferðinni lauk er bifreið- inni var ekið á miklum hraða aftan á hjólavagn frá Vega- gerðinni er lagt hafði verið á- samt dráttarbil á götunni milli Djúpavogs og þjóðvegarins. Var höggið mikið, rúðubrot fundust i 20 m fjarlægð og ann- að eftir þvi. Grunur er um ölv- un við akstur. ASt. Rœndi her- hergisfélaga sinn Ibúi einn i verbúð i Keflavik saknaði aleigu sinnar i reiðufé á laugardagsmorgun. Grunur féll þegar á herbergisfélaga mannsins. Kom fljótt i ljós að hann hafði haldið til Reykja- vikur með leigubifreiö. Þar tókst lögreglumönnum i Reykjavik að aðstoða Kefla- vikurlögregluna með þvi að handtaka manninn. Viður- kenndi hann brot sitt og hafði þá i fórum sinum 21 þús kr. af 32 þúsundum er horfið höfðu. Auk þess var tekinn af honum varningur er hann hafði keypt, m.a. áfengi. Maðurinn er nú i vörzlu Keflavikurlögreglunn- ar. ASt. SMITANDI HEILAHIMNUBÓLGA í RADARSTÖÐ HERSINS — ekki vitað hvaðan smitið hefur borizt Nokkur ótti greip um sig i Rockwille, radarstöð varnar- liösins i Miðnesheiði á fimmtu- daginn þegar einn starfsmaður mötuneytis veiktist i höfði og var lagður inn á sjúkrahús varnarliðsins á Keflavikurflug- velli, með smitandi sjúkdóm. Nokkrir íslendingar starfa i stöðinni, meðal annars i mötu- neytinu. Fengu þeir að fara heim á fimmtudagskvöldið, eftir nokkrar vangaveltur yfir- manna. A föstudaginn voru þeir, sem ekki áttu vakt i mötu- neytinu, beðnir að koma til læknisskoðunar i Rockwille, en skömmu siðar var sú beiðni afturkölluð. Seinna um daginn kom bifreið frá radarstöðinni heim tii þeirra og með henni lyf sem starfsmennirnir voru beðnir að taka inn til frekara öryggis. Engar skýringar voru gefnar á þvi um hvaða sjúkdóm væri aö ræða, né heldur hvaða lyf það væri sem mönnum var gert að neyta. Hins vegar voru þeir beðnir um að láta vita, ef þeir fengju höfuðverk — sem leiddi niöur I herðar. Ekki var mönnum bent á að hafa sam- band við islenzka lækna. Að þvi er bezt er vitað mun umferð um Rockwille ekki hafa veriö með eðlilegum hætti á föstudaginn, hliöið lokað og engum óviðkomandi hleypt þar um, að minnsta kosti hluta úr deginum. Lögregluskýrslur munu ekki hafa verið teknar, vegna atburðanna, að þvi er lögreglu- þjónn sagði, en hins vegar sagðist viökomandi yfirmaöur hjá varnarliðinu hafa tilkynnt landlækni og héraðslækni um málið. „Á Keflavikurflugvelli kom upp tilfelli af heilahimnubólgu, sem við fáum hér á hverju ári,” sagði Ólafur Ólafsson land- læknir I viðtali viö Dagblaðið. „Maðurinn, sem sjúkur var, er varnarliðsmaður. Var hann lagöur á sjúkrahús og honum gefið sýklalyf. Er hann við góða heilsu og ekki i neinni hættu. „Þetta er einn af 35 sjúk- dómum, sem á að gefa skýrslu um”, sagði landlæknir. „Þaö var gert og sjúklingnum komið til réttrar meðferðar, enda er gott samstarf viö lækna og heilsugæzlu hjá varnarliöinu.” Sú tegund heilahimnubólgu, sem þarna kom upp, er smitandi. Landlæknir sagði að erftitt væri að geta sér til um, hvaðan smit þetta hefði borizt, og lægi ekkert fyrir um það enn. BS Það sem átti ekki að koma fyrir: FYRSTU NÁMSMENNIRNIR HEIM Willy Denker, 25 ára Þjóðverji

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.