Dagblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 2
nagblaðið. Fimmtudagur 13. nóvember 1975.
I slagviðri á Grundartanga:
Vilhjálmur Þorláksson yfir-
verkfræðingur og Bragi Jónsson
fyrir framan einn hinna um-
deildu bfla.
er ekki til að einfalda hlutina.
En við erum bjartsýnir hér enda
höfum við yfir góðum mann-
skap að ráða.”
JU, rétt var það, ekki vantaði
mannskap. Hvarvetna voru
menn önnum kafnir við vinnu
sina. Þarna er unnið á vöktum
allan sólarhringinn — 12 tima
vaktir í senn. Unnið var við
sprengingar, boranir og svo
sjálfan jarðvegsflutninginn.
Geysimiklar jarðvatnslagnir
hafa verið lagðar og þegar þess-
um áfanga lýkur tekur við sjálf
verksmiðjubyggingin og vinnu-
búðir verða reistar. h.halls
Þegar við ókum um í rigning-
unni og drullunni á vinnusvæð-
inu á Grundartanga komum við
að Ólafi Sigurbjörnssyni þar
sem hann var i óða önn að reyna
að losa bil sinn. Billinn var þá
pikkfastur i drullunni eins og sjá
má á myndinni.
„Það er ekki tekið út með
sældinni að vinna við svona að-
stæöur,” sagði ólafur. „Allt
vaðandi i drullu — vona bara að
billinn sé ekki skemmdur. Ann-
ars má ég ekkert vera að þvi að
tala við ykkur. Sjáiði ekki að ég
er önnum kafinn,” sagði Ólafur
og hélt áfram að moka af pallin-
um. Jú, rétt. Hvað vorum við aö
þvælast fyrir vinnandi mönn-
um. Þvi hunzkuðumst við i
burtu enda fegnir að komast inn
i bilinn. Já, aumingja billinn.
Það var ekki tekið út með sæld-
inni að keyra um á fólksbil i
Já. billiim bans ólafs var blýfastur. Kins og sjá má hefur pallurinn skekkzt.
DB-mynd Ragnar.
Dagblaðsmenn
brugðu sér upp á
Grundartanga til þess
að fylgjast með fram-
kvæmdum þar. Nú er
langt komið með jarð-
vegsflutning. Það verk
hefur Jón V. Jónsson
annazt og eins og flestir
muna hefur gengið á
ýmsu.
Ekki völdum við sól
og bliðu heldur rok og
rigningu. Óðum drull-
una upp i hné en hvað
gera ekki „dugmiklir”
blaðamenn fyrir les-
endur sina.
leðjunni. Hvað eftir annað rann
kalt vatn milli skinns og hör-
unds á vesalings blaðamannin-
um þegar billinn tók niðri.
Hugsanir skutu upp kollinum.
Fer púströrið — enda þessi
ósköp ekki með að við sitjum
eftir i drullunni og billinn, vesa-
lings billinn, eitt brak. En bill-
inn sýndi ótviræða kosti sina og
ekki einu sinni púströrið fór —
þó heyrast orðið einkennileg
hljóð, sem ekki hafa heyrzt áð-
ur. En hvað um það — þrátt fyr-
ir óveður og hinar verstu að-
stæður unnu menn.
Vilhjálmur Þorláksson verk-
fræðingur sagði okkur að búið
væri að fjarlægja um 350 þúsund
rúmmetra af mold og leir. Upp-
haflega var gert ráð fyrir að það
efni sem aka ætti burtu væri um
330 þúsund rúmmetrar — en i
reynd verða þetta alls um 390
þúsund rúmmetrar. Þannig er
verkið að komast á lokastig —
nú eigum við eftir að keyra möl i
þetta. Mölin, sem við tökum
héðan úr Akrafjalli nánar Fells-
öxl, átti upphaflega að vera um
90 þúsund rúmmetrar en verður
i raun þrefalt það magn. Af
þessu má sjá að þetta er engin
smáframkvæmd.
Aðalvandamál okkar hafa
verið haugarnir, sem við höfum
keyrt leirinn i. Þeir þekja sam-
tals um 7 hektara og umkringja
verksmiðjuna á tvo vegu. Siðar
verður sáð i þetta. Þannig verð-
ur verksmiðjan umkringd háum
bökkum, sem ættu að setja
skemmtilegan svip á umhverf-
ið. Geysileg aurbleyta hefur
verið og þvi hafa þessir haugar
runniö og breitt úr sér. Við höf-
um verið með dragskóflur til að
moka þessu upp. Það er rétt
með naumindum að þær fljóta
ofan á drullunni.
Það segir sig sjáift að veður-
far eins og hefur verið undan-
farið eykur á erfiðleikana. Þú
sást bilinn, sem var fastur. Slikt
Grundartangi enn tilefni deilna!
— klippt númer af fjórum bílum
Þessi bill hefur nú gengið i gegnum fjórar skoðanir á hálfum mánuði. Ætti að vera i sæmilegu ástandi,
eða hvað haldið þið?
„Jú, það má vel vera að
mönnum finnist þetta einkenni-
legar aðfarir, en hafi menn yfir
einhverju að kvarta þá eiga þeir
að snúa sér til min. Þá er hægt
að endurskoða og skoða málið
ofan i kjölinn,” sagði Guðni
Karlsson, forstöðumaður Bif-
reiðaeftirlits rikisins. Ástæðan
er að menn eru ekki á eitt sáttir
um þær aðferðir sem Bifreiða-
eftirlitið beitti þegar það fór upp
á Grundartanga til að skoða bif-
reiðir.
„Okkur finnast aðgerðir Bif-
reiðaeftirlitsins vafasamar,”
sagði Bragi Jónsson, sonur Jóns
V. Jónssonar verktaka á
Grundartanga. „Tökum dæmi,
þeir skoðuðu hér bil sem við
höfðum nýlega keypt frá Kefla-
vik. Þessi bill hafði verið skoð-
aður nokkrum dögum áður en
þeir komu og þá vantaði ljósa-
stillingu sem varsnarlegabættúr.
Svo koma þessir menn og
skoða bilinn, benda á smávægi-
leg atriði og klippa númerið af.
Enginn frestur var gefinn. Lát-
um vera þó þeir finni eitthvað
að — en að klippa númer af
fyrirvaralaust er út i hött, og
billinn nýskoðaður.”
Já, billinn var skoðaður og
samkvæmt aðfinnsluvottorði,
sem gefið var út þá, var þetta
að bilnum. Endurskinsmerki
vantar — hemlaljós — slit i
stýrisenda — aurhlif vantar og
hjólbarði ekki nógu góður.
Einnig er vert að taka fram að
umskráning hafði ekki farið
fram en ekki var á það minnzt i
vottorðinu.
Baldur Júliusson, bifreiða-
eftirlitsmaður i Keflavik, — þar
var billinn skráður — sagði að
undir venjulegum kringum-
stæðum hefði verið gefinn frest-
ur og þessar aðfarir virkuðu
svolitið einkennilega.
Nú, en billinn var skoðaður
þrisvar á tveimur vikum og i
tvö fyrri skiptin fékk hann
skoðun — var með hvitan miða
þegar númerin voru klippt af.
Þess vegna koma aögerðir Bif-
reiðaeftirlits rikisins svolitið
spánskt fyrir sjónir. En hvað
um það — öryggi á vinnustað er
fyrir öllu og að sjálfsögðu ber að
gæta fyllsta öryggis — en að
það sé gert með viðeigandi að-
ferðum. —h.halls.
Það gcrist alltaf eitthvað
í þessari Viku: , "■i-i'ihmi
Jólagetraun hefst — Sex í sömu blokk — Glannar eða karlmenni -