Dagblaðið - 13.11.1975, Blaðsíða 11
Dagblaöiö. Fimintudagur 13. nóvember 1975.
11
HVERS VFAiM
EKKI I
jólafötin strax?
Nýbúnir að fá mikið urval af TERRA
fötum, og Manhattan skyrtum.
Stœrðir fyrir alla
A'\
Ég vil bæta þvi við að þá verða
lika sumir menn að öpum!!
— Ég held að maðurinn hafi
ofmetið sjálfan sig nokkuð
mikið þegar hann sagðist vera
kóróna sköpunarverksins. Ja,
sér er nú hver kórónan, sagði
frú Svanlaug og hana beinlinis
hryllti við tilhugsuninni um
meðferð manna á dýrunum.
— Hvað á fólk að gera ef það
getur einhverra hluta vegna
ekki lengur haft heimilisdýr
sin?
— Það á að fara með þau til
dýralæknis og láta deyða þau á
mannúðlegan hátt. Ég hef ekki
tölu á hve marga ketti ég hefi
þurft að láta deyða. Ef mér er
tilkynnt um flækingsketti aug-
lýsi ég þá og ef enginn eigandi
gefur sig fram fer ég með þ á til
dýralæknisins, Brynjólfs Sand-
holt, og læt deyða blessuð dýrin.
— Mjög algengt er að sjá i
blaðaauglýsingum að kettlingar
fáist gefins, — en aftur á móti
eru fuglar, hamstrar og önnur
dýr auglýst til sölu! Fólk er i
vandræöum með kettlingana og
vill endilega gefa þá.
— Hvað á það að gera?
— Það á að láta dýralækninn
sprauta læðurnar til þess að þær
eignist ekki kettlinga. En þvi
fylgir að sjálfsögðu fyrirhöfn og
þá nennir enginn að standa i þvi.
— Er nóg að láta sprauta
læðurnar einu sinni?
— Nei, það verður að gerast á
4 mánaða fresti. Einnig er sjálf-
sagt að láta vana fressketti, —
þeir lenda þá ekki i slagsmálum
og leika sér eins og kettlingar.
— Geta kettir passað börn?
— Bæði hundar og kettir geta
passað börn ef rétt er farið að
þeim. Mér hefur sýnzt börnin
yfirleitt vera góð við dýrin,
þ.e.as. þangað til hinir fullorðnu
hafa mótað þau eftir sinu höfði.
— Hvað finnst þér að hægt sé
að gera til úrbóta i málinu?
— Þaðá skilyrðislaust að láta
fólk sem hefur ketti borga
kattaskatt, rétt eins og
hundaeigendur borga hunda-
skatt og skylda það til að hugsa
vel um dýrin. Ég vil skora á
dýravini um allt land að láta
ketti ekki falla unnvörpum i
vetrarkuldum og ef þaö verður
vart við flækingsketti að kynna
sér málið áður en þeim er lógað.
Verið gæti að um væri að ræða
læðu sem ætti kettlinga einhvers
staðar, sem þá hlytu hinn versta
dauðdaga.
— Þó að ég hafi haft mest
með ketti að gera af öllum
dýrum, sagði frú Svanlaug, —
hef ég miklar mætur á öllum
dýrum. Ef mér berast til eyrna
fréttir af hundum á flækingi tek
ég þá til min og tilkynni siöan
Hundavinafélaginu. — Ég vil
beina tilmælum til allra lands-
manna að hugsa vel um öll dýr.
Mér detta t.d. i hug útigangs-
hrossin, sem hvorki hafa skjól
gegn vetrarhörkum eða fæðu.
Það eru kannski fylfullar
hryssur með trippi, sem eru
matar- og skjóllausar.
— Það þarf að verða vakning
i þessum málum um allt land og
dýravinir ættu að taka höndum
saman og stofna félög til
verndar hinum ferfættu vinum
okkar. Það hefur verið komiö að
máli við okkur hjónin um að við
kæmum eftir áramót til Kefla-
vikur til að stofna þar dýra-
verndarfélag. Þetta fannst
okkur gleðilegt og viö vonum að
fleiri fylgi á eftir.
— í þessu sambandi langar
mig til þess að minnast á
Sólskrikjusjóðinn hans
Þorsteins Erlingssonar, sem
gefur árlega út jólakort sem
dýravinum er bent á að kaupa.
Agóðinn rennur til þess að
kaupa fræ handa smáfuglunum
á veturna.
Að lokum sagði frú Svanlaug:
Þorsteinn Erlingsson ságði eitt
sinn að kötturinn veittist aldrei
að neinum að fyrrabragði og
mætti margur maðurinn taka
hann sér til fyrirmyndar.
-A.Bj.
Frú Svanlaug hefur alla tið átt ketti, núna á hún tvo. Þetta er mynd af kettinum Tuma, sem hún neyddist
til að láta lóga þegar hún fiutti i ófrágengið hverfi, hætturnar voru of miklar fyrir köttinn.
Svanlaug hefur gengið
ötullega fram i þvi að hjálpa
hjálpa heimilislausum köttum.
Við heimsóttum hana og hún
sagði okkur frá ýmsu i
sambandi við ketti og þeirra
hagsmunamál.
er sannað mál að ef farið er
langar leiðir með ketti i bil þá
rata þeir ekki til baka. Það hafa
fundizt kettir i sliku reiöileysi og
hafa þeir verið með hálsband
með simanúmeri. Þegar svo
hefur verið hringt I númerið
kannast enginn við að hafa
nokkru sinni átt kött!
— Um daginn var mér send
úrklippa úr Alþýðublaðinu, frá
28. okt. Þar segir að kettir verði
að rándýrum um leið og þeir
komist undan mannahöndum.
Hroðaleg meðferð ó köttum í þéttbýli
Farið vel með öll
dýr og rekið ekki
heimiliskettino út
ó guð og gaddinn
— Það er mjög algengt að
fólk fái kettlinga handa
börnunum til þess að leika sér
við, — svo þegar kötturinn
stækkar er hann hreinlega
rekinn út á guð og gaddinn. Ein
kona, sem hafði gert þetta, var
spurö hvernig hún gæti gert
þetta og svaraði hún þá : „Hann
bjargar sér einhvern veginn!”
Þetta sagði frú Svanlaug
Löve, sem sæti á i stjórn Dýra-
verndunarfélagsins, en maður
hennar, Gunnar Pétursson, er
formaður þess félags.
— Það er alveg voðalegt að
hugsa sér hvernig fólkið fer með
kettina. Ég veit þess mörg
dæmi að þegar fólk flytur skilur
það dýrin hreinlega eftir til þess
eins að veslast upp og deyja.
Einnig veit ég dæmi þess að fólk
hefur ekið út fyrir bæinn með
kettina ef það vill losna við þá,
og skilur þá eftir þar.
— Rata kettirnir ekki heim til
sin aftur?
— Það er sagt að ef kettir
tapa áttum, eins og kallað er,
rati þeir ekki heim aftur. Og það