Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 4
Zoltan Ribli frá Ungverjalandi var hinn öruggi sigurvegari á svæðamótinu hér i Reykjavik. Hlaut hann 11 vinninga i 14 skákum, tapaði ekki skák. Tefldi hann mjög örugglega allt mótiB. Komst aðeins einu sinni I taphættu, á móti Jansa. Liber- zon frá ísrael og Parma urðu i 2.-3. sæti með 10 1/2 vinning. Friðrik Ólafsson er fjórði með tiu vinninga. 1 fimmta sæti varð hinn ungi og efnilegi Finni, Poutiainen, með 8 1/2 vinning. Hann lagði m.a. að velli stór- meistarana Jansa og Timman. Fyrir skák sina á móti Timman hlaut hann að fá fegurðarverð- laun mótsins. Norðmaðurinn Zwaig hlaut einnig 8 1/2 vinning. Vonbrigðum veldur hin slaka frammistaða Islandsmeistar- ans, Björns Þorsteinssonar, en hann lenti saman með Laine frá Guernsey í neðsta sæti mótsins. Voru þeir báðir með 2 vinninga. Bjöm kenndi sér einhvers las- leika meðan á mótinu stóð, og hlýtur það að vera skýringin á slakri frammistööu hans, en það afsakar það samt ekki að Björn mættislog æu.þ.b. hálftíma eða meira of seint. Skákum slnum tapaöi hann svo mjög oft I tlma- hraki. Þegar þetta er skrifað eru 3 umferðir eftir á svæðamótinu I BUlgarlu. Guðmundur Sigur- jónsson, sem teflir þar fyrir Is- lands hönd, hefur staðið sig mjög vel og er I efsta sæti eftir 12 umferðir ásamt þeim Ermenkov frá Búlgariu og Sax frá Ungverjalandi með 7 1/2 vinning. Guðmundur hefur til þessa unniö 3 skákir, en gert 9 jafntefli. Tékkneski stórmeistarinn Jansa stóð sig ekki eins vel og búizt var við á svæðamótinu hér I Reykjavlk. En hann á það nú samt til að tefla mjög skemmti- legar skákir og hér er ein þeirra, sem hann tefldi á ólympiumótinu i Skopje 1972. Hv. Jansa (Tékkóslóvakía) Sv. Filipowicz (Pólland) Sikileyjarvörn. I. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 d6 6. Be3 a6 7. Bd3 1 þessari stöðu kemur einnig til greina að leika Be2. 7. — Rf6 8. 0-0 Bd7 9. Rb3 b5 10. f4 b4 11. Rbl Eftir Ra4 Hb8 er staðan óljós. II. — e5!? Hér kom frekar til greina Be7. 12. f5 d5 13. Rld2 Be7 14. Df3 dxe4 Eftir 14 — d4, 15. Bf2 stendur hvitur aðeins betur. 15. Rxe4 0-0 16. Hadl Dc7 17. Rxf6+ Bxf6 18. Be4 Hac8 19. Hd5 Hér- átti hvitur fyrst að leika c3! til þess að ná valdi á d4 reitnum. 19.— Rd4! 20. Rxd4exd4 21. Bf4 Auðvitað væri vitleysa að leika 21. Bxd4 vegna Bc6 22. Bxf6 Bxd5 23. Dg4 Db&+ og hvitur gæti gefið. 21. — Da7 22. Hd6 Bb6 23. Bd3 Hvítur stendur ennþá aðeins betur. 23. — He8? Hér hefði verið betra að leika Kh8. 24. Hxf6! gxf6 25. Bxb5 25. Bh6 dugar ekki strax vegna 25. — Kh8 26. Dg3? Hg8 27. Dd6 Hc6 o.s.frv. 25. — axb5 26. Bh6 Kh8 27. Dg3 Hg8 28. Dd6 d3+ 29. Khl Hg4 30. Dxf6+ Kg8 31. Hf4?! Lltur vel út, en er ekki ná- kvæmasta framhaldið. Betra heföi verið að leika 31. h3! Dd4! 32. Da6! Hd8 33. hxg4 d2 34. Bxd2 og hvlturhefurhagstæðara tafl. En hinn gerði leikur býður upp á skemmtilega gagnfóm. 31. — Hxg2! 32. Kxg2 Alls ekki 32. Hd4 vegna Da8. 32. — Hxc2+ 33. Kfl Hcl+ 34. Kg2 Hc2+ 35. Kf3!? Jansa tekur það með i reikn- inginn að andstæðingurinn er I miklu timahraki og þvi fer hann út I þetta vafasama afbrigði. 35. — Df2+ 36. Ke4 De2 + ? Eftir Dg2+ gat hvitur aðeins svarað meö 37. Kd4, sem leiðir til jafnteflis. 37. Kd5! Dg2+ 38. He4 Hc8 39. Dxf6+ Kg8 40. Dg5+ Dxg5 41. bxg5 h6 42. Bxh6 d2 43. Hg4 + Kh7 44. Bxd2 Hd8+ 45. Ke5 Hxd2 46. Hxb4 svartur gafst upp. Svo má að lokum minna á það, að nú eftir svæðamót hefst starfsemi Taflfélags Reykja- víkur aftur af fullum krafti. Miðvikudaginn 19. nóvember hefst hið svokallaða bikarmót T.R. Þar em tefldar hálftíma skákir (hvor keppandi hefur hálftima til að. ljúka skákinn), þrjár á kvöldi. Þegar keppandi hefur tapað 5 ec hann úr leik. Sigurvegari er siðan sá, sem eftir stendur, þegar allir aðrir hafa fengið á sig 5 töp. Bikar- mótið verður teflt á miðviku- dögum og fimmtudögum. Á þriðjudögum I vetur verða hin mjög vinsælu kortérsmót. Þátt- takan i þeim var fremur dræm meðan á svæðamótinu stóð, en fór samt aldrei niður fyrir 15 þátttakendur. Nk. þriðjudags- kvöld má búast við að þátttakan verði aftur komin i gamalt horf, þ.e.a.s. milli 40 og 50 þátttak- endur. Tefldar eru 7 umferðir á kvöldi og lýkur keppni yfirleitt um miðnætti, en keppni hefst kl. 20. Allir skákmenn, sem hafa gaman af stuttum skemmtileg- um skákum, eru hvattir til að mæta. Nóvember-hraðskákmót T.R. verður haldið annað kvöld, sunnudaginn 15. nóvember kl. 20. KoLLRjl Tor V£LX>/ 0. « k 0) +1 JÖ& F'/Nfí 6LEQ\ 'OHRE/N Hfí RíNIZ i-fíKRR ST/LLfí UPP fíBoT/ ; L'£T mflDUlZ 'ajúúR/ FoTfí m£!N GLÖÐ TflLfí TO/V Ffl S/ E/Nflfí SrpflU/n HflST snm ÞVKK/ VflNpE KK/NGi ri\i c,«> L-V-Á KLfíK/ STflUL fíST KúNUNá SSfSS RFIRIR all m/KLU HönSÐ BKflUT fOR VEá/ PEKKT OPTÐ 7 K/knu/o SKÓL/ E/TT GofflWI ÓKUT/EK/ HRÓS HLJOP L/Tft VflTNfí T/SK KEáRfíR Fofífí Hu& LE/Ð/R SKR'fíP ■DÝRS GtANúUR -f-T FREKA Kof/flN Fl/'ot floGfl FVRR HflLL/ 'ISL'flflTuI: EN D. SKJOLú ■v.r t SYRSjfí HvflL SP/K/E) SÝN/S HORNum EFSTuR. Ej/er SÖ&N PflTflR t SKflP/ st'or. velv/ SflmTp 2*Z / e/ks! HÆNU NN / OKUáfíR FflflS-K /N&AR UN& V/t>/, Jr O HELáfíR oRmuR Lflá-Ð/. r/£D fl VELLU HREmm fíT'O öl'/k/r /NNflf BPOT s t'or- 6ERVU. SUND 'OÐfíáoT ’a HPE/r /NG u /flpiN. JURT EvoD/ -X— VÆ6 \R HEL/JUR Fun'd Dagblaðið. Laugardagur 15. nóvember 1975. Bíkamiót og kortérsmót — og þótttaka óvallt mikil sO £ o: CV CV •4 Uj ÍX -4 q: 3 ~3 o: 4 V3 —4 o: £ 3 *-~S b •4 4 4 'O ■ a: cD 3 4 4 Cl h VD 3 O cv 3: p: -4 U > GT 4 U u • V3 '<o 0 • -- Q, a: L, U4 CV O) a: > 4 4 3 ■ ,3 3 3 CC •4 a Ul -4 q: CL O £ • 4 U d: 3 • csr N/ - Qd p: a: (Jh •4 Uj 4 V~ * u O u O U 4 £ 3 uh !V o; CV '4J -4 Uj 4 cr > • 3 4 4 O 3 • c- o, f~ > q: tV •EC LD 4*1 u 3 > 3 4 4 3 V -4 Cfc q: X) > o: cv «'0 u £ 3 ■ Ul 4 4 (D $ o: - > 4 O) '4 u. 3 U 4 O ■3 0 ÍV £ - (4 V > '4 U N/ 4 4 3 3 3 o (D o tv 3 O 4 4 O 4 3 4 3 ft O 4 (D co ÍC vn O 4. 3

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.