Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 5
5 \ Dagblaöið. Laugardagur 15. nóvember 1975. ■ ■■■'■ ■'■■■ :: -V N ' -■ ■ : . i - ■■■■'-'-■ ■ l ■ iilil HCS SííS ISi ■ ■■ ■ v. '■' 1 .. Tann- viðgerðir skólabarna og annarra hópa nú greiddar af almannafé Það eru ekki litil hlunnindi að sjiíkrasamlagið greiöi annaðhvort allan reikninginn eða hluta hans. Þrjú sjúkrasamlög hafa greitt rúmlega 71 millj. kr. í ór Fjölmennasti hópurinn á aldrinum 6-15 ára. Ljósm. Bjarnleifur 1 september 1974 voru sett lög á alþingi um þátttöku almanna- trygginga i greiðslum vegna tannlækninga ákveðinna hópa i þjóðfélaginu. í fyrsta lagi er þarna um að ræða skólabörn á aldrinum 6-15 ára, en fyrir þau eru tannlækn- ingar greiddar að fullu hafi við- gerð farið fram eftir 1. septem- ber 1974. Fyrir börn á aldrinum 3-5 ára og 16 ára unglinga, ellilifeyris- þega, örorkulifeyrisþega og .vanfærar konur eru tannlækna- reiknir.gar greiddir að hálfu, hafi viðgerð farið fram eftir 1. janúar 1975. Þó er ekki greiddur kostnaður við gullfyllingar, krónu- eða brúargerðir. t bæklingi sem Trygginga- stofnunin hefur gefið út er það tekið fram að reikningar séu einungis greiddir frá tannlækn- um sem hafa samið við Trygg- ingastofnun rikisins en ekki frá öðrum. Langflestir tannlæknar hafa þó samið, en ganga ber úr skugga um það áður en viðgerð hefst. Þá hafa sérfræöingar i tann- réttingum og tannlæknar, sem hjá þeim vinna, ekki gerzt aðil- ar að samningnum og eru að- gerðir þeirra ekki greiddar. Tannréttingar sem samlags- tannlæknar vinna greiðast eftir sömu reglum og aðrar aðgerðir. Einnig er rétt að taka fram að gervitennur eru greiddar að hálfu, þó ekki oftar en á þriggja ára fresti, nema sérstaklega standi á. Vegna þeirra sem dveljast langdvölum á sjúkrastofnunum og eiga e.t.v. ekki gilt örorku- mat er rétt að taka eftirfarandi fram: Þurfi langlegusjúklingur á tannlæknisþjónustu að halda verður að útvega honum ör- orkuskirteini sem fæst i lifeyr- isdeild Tryggingastofnunarinn- ar eða umboðum hennar. Þegar tannlæknishjálp er þáttur i lækningu annars sjúkdóms mun sjúkrastofnunin bera kostnað af henni. Þetta eru ekki svo litil hlunn- indi þvi eins og allir vita eru tannlækningar stór liður i út- gjöldum t.d. barnmargra heim- ila og fróðlegt að kynna sér hvað þetta kostar riki og bæjarfélög. Við höfum samband viö sjúkrasamlögin i Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði og fengum athyglisverðar upplýs- ingar. Höfðu þessi þrjú sjúkra- samlög greitt fyrir tannviðgerð- ir til októberloka samtals rúm- lega 71 milljón kr. Gunnar Möll- er, framkvæmdastjóri Sjúkra- samlags Reykjavikur, sagði okkur að greiðsla fyrir skóla- börn á aldrinum 6-15 ára næmi til októberloka 23,7 millj. kr. Fyrir alla hina hópana er upp- hæðin 16.976 millj. kr. Gunnar tók fram að sjúkrasamlagið ætti endurgreiðslukröfu á hendur borgarsjóði fyrir helming þess sem greitt hefur verið fyrir skólabörnin, en aftur á móti hef- ur borgarsjóður reikning á hendur samlaginu fyrir þess þátt i greiðslu viðgerða sem farið hafa fram i skólum borg- arinnar. Hjá Sjúkrasamlagi Kópavogs fengum við þær upplýsingar að fyrir skólabörn á aldrinum 6-15 ára hefði verið greitt kr. 17.666.215, þar af á bærinn eftir að greiða sinn helming til sam- lagsins, og fyrir hinn flokkinn væri búið að greiða 1.916.453. Sjúkrasamlag Hafnarfjaröar hafði i októberlok greitt fyrir skólabörn frá 6-15 ára kr. Gullfyllingar, krónu- og brúar- geröir fást ekki greiddar af sjúkrasamlögum. 8.757,816, fyrir börn 3-5 ára kr. 733.659, fyrir 16 ára skólabörn kr. 434.447, fyrir örorkulifeyris- jiega kr. 181.025, fyrir ellilifeyr- isþega kr. 337.865 og fyrir van- færar konur kr. 397.084. — End- anlegur kostnaður allra þessara sjúkrasamlaga vegna tann- lækniskostnaðar liggur ekki fyr- ir fyrr en á næsta ári og verður fróðlegt að fylgjast með þvi hver útkoman verður. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.