Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 20
STÆRSTA LÁN ÍSLANDS- SÖGUNNAR - ÞJÓÐAR- BÚINU HALDIÐ Á FLOTI Nú á að halda þjóðarbúinu „á floti” með mesta láni íslandsög- unnar, 7500 milljónum króna. Seðlabankinn hefur gengið frá þessu láni erlendis, og eru 13 bankar alls aðilar að lánssamn- ingnum. Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjórisagðiá blaðamannafundi i gær, að lánið væri alls ekki tekið til að fjármagna framkvæmdir heldur til þess að íslendingar gæ.tu staðið við skuldbindingar sinar og þyrftu ekki að taka sifellt skyndilán til að standa undir gjaldeyriseyðslunni. Ef Islendingar gætu ekki staðið við skuldbindingar, væri hætt við, að þeir glötuðu lánstrausti sinu með alvarlegum afleiðingum fyrir afkomu almennings og efnahagslegar framfarir. Seðla- bankinn getur tekið af láni þessu til nota hvenær sem er næstu þrjú árin og það, sem þá hefur verið notað, skal endur- greitt á næstu þremur árum þar á eftir. Jóhannes sagði, að þeir erlendu bankar, sem að láns- samningnum standa, hefðu með honum lýst trausti sinu á getu og vilja íslendinga til að takast einarðlega á við efnahagsvand- ann. Seðlabankastjóri sagði, að nú hefði heldur dregið úr verðbólg- unni og mundi hún á siðari helmingi ársins verða um 25% á ársgrundvelli. Mestu um þetta ylli, hve hóflegar kauphækkanir hefðu verið á siðastliðnu vori. trar, Bretar, Finnar og Danir hefðu að undanförnu tekið slik lán, sem hér um ræddi. Verstu ljónin Alvarlegasta hættan i þjóðar- búskapnum væri hinn gifurlegi greiðsluhalli við útlönd og sivaxandi skuldabyrði, sagði Jóhannes. Sá gjaldeyrissjóður, sem Seðlabankinn hefði yfir að ráða, byggðist eingöngu á erlendum lánum. Halli rikis- sjóðs væri brýnasti fjárhags- vandinn. Setja þyrfti útlánum fjárfestingarsjóða þröng takmörk, og á næsta ári yrði að halda áfram að veita verulegt. aðhald að útlánum bankanna. Þá yrði að endurskoða reglur um erlendar lántökur til að draga um tima verulega úr innflutningi skipa, flugvéla og véla og tækja og annars, sem eingöngu byggðist á erlendum lántökum. —HH STEIKURNAR EKKERT LÆKKAÐ Á VEITINGAHÚSUM „Nautakjötsréttir ættu að lækka á matsöluhúsum eftir verðlækkunina sem varð á nautakjötinu, en það er bara annað sem kemur inn i dæmið, það er hækkun á öllum tilkostn- aði við matargerðina og hækkun á grænmeti og fleiru. Ég geri þvi ekki ráð fyrir lækkun.” Eitthvað á þessa leið fórust einum viðmælenda okkar orð er viðhringdum i nokkur veitinga- hús ög athuguðum hvort nú væri ekki hægt að borða ódýrari steikur einhversstaðar i borg- inni. Svörin voru yfirleitt neikvæð en sumir voru að athuga sinn gang og voru ekki búnir að taka ákvörðun. Þó er það svo á Sögu að lækk- un hefur orðið á nautakjöti þannig að ef samið er um veizl- ur er hægt að velja ýmsa nauta- kjötsrétti i sömu verðflokkum og aðeins var hægt að fá lamba- kjöt i áður. Við spurðum einnig hvort lambakjötsréttir heföu hækkað ensvoerekki. EVI Herferð gegn ökutœkjum með lélegan Ijósabúnað: Ljósa- samlokur ekki til frá því í haust V-ÞYZKUR I „LANDHELGI" Umferðarmenninguokkarer í flestu ábótavant. Slys i um- ferðinni og fjölmörg óhöpp, stór og smá, allt virðist þetta stafa af streitu ökumanna, sem stöðugt eru að flýta sér. ökumenn leggja bilum sinum óhikað á stæði þar sem greini- legt má vera að BANNAÐ er að leggja ökutækjum. 1 gærdag sá fréttamaður Dagblaðsins þrjá lögreglumenn önnum kafna við að skrifa sektarmiða á bila, sem lagt hafði verið ólöglega upp eftir öllum neðrihluta götunnar. Þessi bill var tekinn i land- helgi af ljósmyndaranum okkar, þetta er bHl v-þýzka sendiráosins, sem hefur lagt undir sig biðstöð strætis- vagnanna — DB-mynd, Bjarn- leifur. Bifreiðaeftirlit rikisins hyggur nú á mikla herferð gegn þeim ökutækjum og öku- mönnum þeirra, er trassa viðhald ljósabúnaðar öku- tækjanna. Margir ökumenn hafa hinsvegar kvartað undan þvi að svo virðist sem bifreiðaum- boðin séu þess ekki megnug að sjá fyrir þörfum bifreiða- eigenda á þessu sviði og kveð- ur svo rammt að þessu að um- boð rússneskra bifreiða hefur ekki átt gler i ljósker frá þvi i vor og önnur umboð eru veru- lega illa stödd varðandi inn- flutning á ljósasamlokum. Hafa þær ekki, að sögn Sveins Oddgeirssonar hiá FIB, verið fluttar inn frá þvi i haust. „Er ekki eðlilegt að umboð- in verði látin standa fyrir sinu i þessu máli auk þess sem nauðsynlegt er að menn athugi vandlega ljósabúnað bifreiða sinna”, spurði Sveinn aðlokum. HP Ríkisstjórnin samþykkir óskert námslán: Nú þarf enginn að fara í jólaköttinn Ekki eru likindi til þess að námsmenn fari i jólaköttinn um þessi jól, þvi nú hefur rikis- stjórnin samþykkt að beita sér fyrir veitingu námslána til sæmræmis kröfum námsmanna. Á fundi rikisstjórnarinnar siðdegis á fimmtudag voru lána- mál námsmanna rædd og segir i bókun frá fundinum m.a.: „Þaö er stefna rikis- stjórnarinnar, að öllum, sem geta og vilja, verði gert kleyft að stunda nám án tillits til efnahags, enda stundi þeir námið sam vizkusamlega. Markmiðið er þvi að afla til Lánasjóðs islenzkra námsmanna og annarrarfjárfyrir greiðslu við námsmenn þess fjái sem þarf til þess að framkvæma þá stefnu.” Segir ennfremur i bókuninni, að frá Alþingi muni rikisst jórnin beita sér fyrir þvi að afgreiddar verði breytingár á löggjöf um lánasjóðinn, einkum að þvi er varðar verðtryggingu og endurgreiðslur lánanna. „Rikisstjórnin beitir sér fyrir þvi að gera Lánasjóði kleyft að veita sem næst hliðstæða fyrir- greiðslu á þessu skólaári og að undanförnu, að breyttum lögum og útlánareglum skv. áðursögðu. frýálst, nháð daghlað Laugardagur 15. nóvember 1975. Hart deilt ó SVFÍ ú blaðamannafundi: Drap í f œðingu frjóls samtök til umferðar- slysavarna — segir Baldvin Þ. Kristjúnsson Tryggingafélögin gera ekk- ert sameiginlega til að forðast slysin i umferðinni og verja engum fjárupphæðum til sam- eiginlegs átaks til að forðast tjón og slys, sagði Baldvin Þ. Kristjánsson erindreki á blaðamannafundi i gær. Sam- vinnutryggingar gera klúbba, „Oruggur akstur” út fjár- hagslega og kostar það 6—700 þúsund kr. á ári. Auk þess veita Samvinnutryggingar viðurkenningar fyrir störf að umferðarmálum og kosta al- mennar varnaðarauglýsingar I hljóðvarpi. Sameiginlega lögðu svo tryggingafélögin fram 100 þús. kr. i vinninga bilbeltahappdrættis Umferðarráðs. Þar með eru upp talin fjárútlát trygginga- félaganna til umferðarslysa- varna. Tryggingafélögin beittu sér fyrir stofnun samtakanna „Varúðá vegum” 1966—67. Þá fengust 16 „frjáls félög” til samstarfs við átta trygginga- félög. SVFl drap þessa hreyf- ingu i fæðingu, sagði Baldvin, með þvi að ætla sér margföld sérréttindi. SVFÍ er fullt afbrýðisemi út i öll önnur slysavarnafélög, jafnvel flug- björgunarsveitir og hjálpar- sveitir skáta, sagði Baldvin. „Það var búið að beizla trygg- ingafélögin til að greiða allt slysavarnastarf þessara sam- taka en SVFI yfirtók völdin, hóf starfið i einu herbergi SVFl-hússins og siðan logn- aðist það út af en jarðarför Varúðar á vegum hefur þó ekki farið fram enn,” sagði Baldvin. „SVFI ætti að skipta um nafn og heita Sjó- og rjúpnaveiðimanna björgunar- félag Islands,” sagði Baldvin ennfremur. „Upp úr þessu kom Umferðarráð og yfirtók starf hinna frjálsu félaga, sem höfðu fjárhagstryggingu frá tryggingafélögunum að baki,”sagðiBaldin. ASt. Mikið hefur verið um það rætt, að námsmenn eyddu fé sinu i hljómburðartæki og fatnað. Það hafa þeir alla vega ekki getað gert frain aö þessu en cf ske kynni að störf þeirra yrðu nú loksins metin til jafns við önnur störf, þá er möguleiki á þvi, að þeir fjár- festi i fatnaði til þess að fara ekki i jólaköttinn. Hér sýnir V'ilhjálm- ur tvo möguleika. Fleiri slika má sjá I næsta töiublaði Vikunnar. (Teikn.u Colin Porter)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.