Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 11
10 Dagbla&ið. Laugardagur 15. nóvember 1975. Pagblaðið. Laugardagur 15. nóvember 1975. 11 < ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Það væri synd að segja að þessi unga dama hafi mikið álit á sjálfri sér en hún virðist hafa gert var- úðarráðstafanir á meðan hún æfir sig á rúllu- skautunum. En æfingin skapar meistarann og væntanlega sleppir hún púðanum með tið og tima. HÁ IÐGJÖLD AUKA LÆKNISKOSTNAÐ ALMENNINGS í BANDARÍKJUNUM LÆKNAMYNDIR í SJÓNVARPI ORSÖK MARGRA MÁLAFERLA Eins og alkunna er rikir hiö mesta ófremdarástand varð- andi samband sjúklinga og lækna i Bandarikjunum. Sjúkl- ingar, sem verða fyrir hinum minnstu vonbrigðum með ár- angur af læknismeðferð sinni, eru ekki seinir á sér að fara i mál við læknana. Tryggingafélögin álita á- hættusamara að vátryggja lækna en fjöllistamenn sem leika hættulegar listir. Staðreynd er, að þetta skaðar læknana meira en orð fá lýst og um leið skaðar það allan al- menning. Á sl. sumri þurfti fólk að fara á slysavarðstofur til þess að ná sambandi við lækna i New York, Californiu og Texas. Hundruð lækna drógu saman seglin I mótmælaskyni við hækkun tryggingafélaganna á iðgjöld- um þeirra. Sums staðar fóru trygginga- félögin fram á að læknar greiddu allt að fjórðungi launa sinna i iðgjöld. Sú tegund sérfræðinga sem verður einna mest fyrir barðinu á tryggingafélögunum eru beinasérfræðingar og tauga- skurðlæknar. Þeirra verk er að skeyta saman brotna limi og gera vandasamar aðgerðir, sem i sumum tilfellum geta ekki annáð en mistekizt, burtséð frá hæfni læknisins. Þessum sérfræðingum var á sl. ári gert að greiða frá tæpum 780 þús. upp i tæpa millj. kr. i ið- gjöld. I desember sl. var öllum læknum i New York tilkynnt að iðgjöld ársins 1975 yrðu þreföld upphæð ársins 1974. Þetta þýddi 6—7 millj. kr. iðgjaldagreiðslur fyrir beinasérfræðinga og taugaskurðlækna. Næstirá eftir þeim eru taldir brjóstholsskurð- læknar, kvensjúkdómalæknar, svæfingalæknar, plastik-skurð- læknar og venjulegir skurð- læknar. Jafnvel barnalæknum og venjulegum heimilislæknum, sem sárasjaldan er stefnt, var gertað greiða alltað 500% hærri iðgjöld en fyrir tveimur árum. Það er ekki erfitt að imynda sér hvers vegna þessir læknar og aðrir sögðu tryggingafélög- unum að fara til fjandans og kröfðust þess að opinberir aðil- ar gerðu eitthvað raunhæft til þess að leysa þennan vanda. Margir læknar muna þá daga, fyrir aðeins 15 árum, þegar ið- gjöld þeirra voru ekki nema rúmlega 30 þúsund kr., álika háa upphæð og þeir þurftu að greiða i bifreiðatryggingu. Þá áttu sárafáir læknar i málaferl- um við sjúklinga sina. Sjúklingarnir báru ótta- blancjna virðingu fyrir læknun- um. Þetta var fyrir þann tima sem bæði sjónvarp og kvik myndaframleiðendur voru farnir að framleiða hinar svo- kölluðu læknamyndir og al- menningur þekkti hvorki haus né sporð á algengustu læknis- tækjum. Þá sjaldan læknar þurftu að svara til saka i réttarsalnum unnu þeir 8 mál af hverjum 10. Kviðdómurinn dró frekar taum læknisins, jafnvel þótt málaferl- in ættu fullan rétt á sér og sjúkl- ingarnir hefðu á réttu að standa. A siðari árum hefur þetta breytzt. Almenningur veit miklu meira um almenn lækna- visindi og margir sinnulausir og of störfum hlaðnir sérfræðingar hafa komið þvi til leiðar að gamla máltækið: Læknirinn veit bezt, er orðið úrelt. Læknafélagið i Bandarikjun- um, The American Medical As- sociation, álitur að almenningur hafi séð of margar ævintýraleg- ar og óraunverulegar lækna- myndir i sjónvarpinu. Fólk sé farið að búast við miklu meiru af læknum en er i þeirra valdi að framkvæma. Þannig verður fjöldi fólks fyrir vonbrigðum þegar það fær ekki ævintýraleg- an bata, rétt eins og i sjónvarps- myndunum, og er staðráðið i að láta einhvern greiða sér skaða- bætur. Einn af hverjum tiu læknum stendur nú i málaferlum og 40% þeirra munu tapa málinu að sögn talsm. tryggingafél. þess sem um það bil fimmtungur allra bandariskra lækna er tryggður h já. F jórði hver læknir getur átt von á a.m.k. einni málssókn á ferli sinum, segir tryggingafélagið, og hjartahlýir kviðdómendur hallast æ meir á sveif með siúklingunum. Fyrir bragðið héiur iðgjaidahækkunin orðið gifurleg. Þetta er einna erfiðast fyrir ungu læknana, sem nýlokið hafa námi, margir hverjir með skuldabagga á bakinu. Margir hætta við að hefja læknisstörf meðal almennings og kjósa heldur að fara i herþjónustu til þess að vinna fyrir námsskuld- um. 1 herþjónustu eiga þeir ekki málssókn yfir höfði sér þvi her- menn geta ekki farið i mál við herlækna. Aðrir taka það ráð að setjast að i rikjum eins og Ala- bama og Georgia, þar sem ein- hverra hluta vegna eru færri málaferli og þar af leiðandi lægri iðgjöld. Þessi háu iðgjöld hafa haft i för með sér að læknar hafa neyðzt til að hækka þóknun sina til þess að geta staðið i skilum með iðgjöldin. Lækniskostnaður fyrir allan almenning hefur einnig hækkað að öðru leyti vegna þessa. Læknar eru nú mjög varkárir og senda sjúkl- inga sina i rándýrar röntgen- myndatökur og alls kyns kostn- aðarsamar rannsóknir til þess að þurfa ekki sjálfir að bera ábyrgðina. Einnig leggja þeir mun fleiri sjúklinga inn á sjúkrahús til þess ef til mála- ferla kemur, að þeir hafi sann- anlega sýnt fyllstu varkárni. GAMLIR EN SAMT í GÓÐU FORMI Þessar gömlu kempur hafa leitt saman hesta sina á ný, er þeir sungu saman inn á hljómplötu i London fyrir skömmu. Bing Crosby og Fred Astaire hafa ekki sungið saman i næst- um 30 ár, siðast sungu þeir ,,Blue Skies” árið 1946. Bing, sem orðinn er 71 árs hefur verið i skemmtanaiðnað- inum i 50 ár en Fred sem er 74 ára hefur skemmt fólki i 70 ár Geri aðrir hetur AAætti ég fá að sjá Veskú verðlistann þinn? Þú ættir að lagfæra verðskrána, svo að þú missir ekki lækningaleyf ið Eftirlitsmaðurinn. Ég verð að hækka taxtann. Hver var Verðin þín eru til hreinnar skammar. Finnið fimm villur — lausnin er á bls. 14 þeim, scm stillt hefur heilann, heldur aö 6 sinn- utn 7 séu 54! Aðeins til að gefa Erni færi á sér til að skjóta! \j Hvað, s hefði get * að svarið I í þetta var1 ?(í konuhróp Næsta vika: Englar dauðans. i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.