Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 7
Hagblaðið. Laugardagur 15. nóvember 1975. f .... ■ ■■ I ■ Mótvindar blása um stjórn Bhuttos í Pakistan Zulfikar Ali Bhutto, forsætis- ráðherra Pakistan, og Alþýðu- flokkur hans, standa nú frammi fyrir alvarlegustu ógnun sinni til þessa siðan flokkurinn komst til valda fyrir fjórum árum. Þessi ógnun er maður, sem áður fyrr var talinn einn traust- asti stuðningsmaður Bhuttos og sjálfkjörinn eftirmaður hans, Ghulan Mustafa Khar, fyrrum fylkisstjóri og forsætisráöherra i hinu fjölmenna Punjab-fylki. Khar sagði sig úr Pakistanska alþýðuflokknum i september tveimur mánuðum eftir að Bhutto rak hann úr embætti i annað sinn, og kastaði þegar striösöxinni i baráttunni um embætti flokksformanns. Honum hefur siöan bætzt styrkur i andstöðu sinni við stjórnina. Sá styrkur er fyrrum keppinautur hans á sviöi stjóm- málanna, Hanif Ramay. Brottför Khars og Ramays úr stjórnarflokknum, sem þeir áttu báðir þátt i að stofna og voru þar til nýlega meðal helztu máttarstólpa, hefur orðið til þess að veikburða og getulaus stjórnarandstaðan hefur fengið byr undir báða vængi. Gamalt nafn á nýjan flokk Eftir að þeir kumpánar höfðu borið viurnar i nokkra stjórnar- andstöðuflokka og látið að þvi liggja að þeir kynnu að stofna sinn eigin flokk, gengu þeir til liðs viö pakistanska Múhameðs- trúarflokkinn. ,,l rauninni hefur veriö stofn- aður nýr flokkur,” segir pólitiskur fréttaskýrandi i Islamabad. „Það, sem þeir hafa gert, er að þeir hafa fengið lán- aða virðuleikahem pu Múhameðstrúarmannaflokks- ins.” Flokkurinn var i upphafi ábyrgur fyrir stofnun Pakistanska rikisins. Þegar Indlandsskagi fékk sjálfstæði frá Bretum 1947 barðist flokkur- inn fyrir sérstöku riki múhameðstrúarmanna. Khar er hægri maður en Ramay heldur vinstrisinnaður. Með þeim koma fyrst til sög- unnar mismunándi stjórnmála- skoðanir i flokknum. Ýmsir eru þeirrar skoðunar Zulfikar Ali Bhutto. að Ramay sé heilinn og Khar vöövinn i hinum endurvakta flokki. Hallar undan færí fyrir Bhutto Khar er aðeins 39 ára gamall, glæsilegur ásýndum. Enginn vafi er talinn leika á þvi, að hann muni halda um stjórnvöl- inn. Vegna ágreinings hans viö forsætisráðherrann hefur Khar orðið eins konar tákn fyrir þá andstöðu við Bhutto sem er meðal ibúa landsins. Enn er ekki ljóst hversu mikið af stuðningi þeim er hann hefur hlotið er tilkominn vegna óánægju með stjórnina, og hvað er tilkomið vegna persónulegra vinsælda Khars sjálfs. ,,Ef Khar tekst að halda and- stöðubylgjunni gangandi, þá getur hann auðveldlega fellt Bhutto,” hefur Reuter eftir embættismönnum i höfuðborg- inni. ,,Um leið og tækifærissinn- arnir i flokki hans gerasér ljóst að hann á upp i vindinn að sækja, þá verða þeir fljótir að yfirgefa hann.” Að minnsta kosti 20 þingmenn flokks Bhuttos, sem er dágóður hópur af fylkisþinginu i Punjab, sögðu skilið við flokkinn ásamt Khar. Margir aðrir eru reikulir i afstööu sinni til forsætisráö- herrans. Enginn vafi leikur á þvi að fjöldi Pakistana er óánægður með stjórnvöld vegna erfiös efnahagsástands og vaxandi lögleysis i landinu á undanförnu ári. Hver verður mótleikur Bhuttos? Mikilvægasta spurningin i stjórnmálum Pakistan þessa dagana er sú hvaða ráöum Bhutto mun beita til aö hressa upp á flokk sinn og skáka þeim Khar og Ramay. 1 útvarps- og sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar 31. október gagn- rýndi forsætisráöherrann harð- lega þá félaga fyrir að krefjast aukinnar sjálfsstjórnar héraða og varaði við þvi að einstefna Punjab i þeim efnum gæti haft hörmuleg áhrif á framtið Pakistan. Khar hefur um stund leikið einleik á sinu mikilvægasta spili — hann er frá Punjab en Bhutto frá Sindhi. Bhutto veit aö hann hefur ekki efni á að einangra Punjab þar sem stjórnmálaáhugi fólks er venju fremur meiri en annars staöar i landinu. Þar naut hann mikils stuðnings i kosningunum 1970. Hann veröur að halda styrk- leika sinum þar i héraðinu — þarsem 60% af 72milljón ibúum landsins búa — ef hann ætlar að halda völdum þar til kosningar fara næst fram, i ágúst '77. Khar hefur þegar útskýrt þá bardagaaðferð sem hann hyggst beita.Hann ætlar einfaldlega aö viðhalda baráttunni með þvi að fara gegn Bhutto og flokki hans I hverjum aukakosningunum á eftir öðrum. Kosningasvik? Astæðan fyrir þvi að Khar sagði sig úr Alþýðuflokki Pakistan var sú aö Bhutto neit- aði honum um efsta sætið á lista flokksins viö aukakosningar til fylkisþings Punjab i Lahore, höfuðstað fylkisins. Khar bauð sig fram á eigin spýtur og tapaði illa fyrir frambjóðanda stjórnarflokks- ins. Samt sem áður virtist staða hans góð eftir sem áður og leitt var að þvi getum að einhver brögð hefðu verið i tafli i kosn- , ingunum. Næst er Khar býður sig fram mun hann sem múhameös- trúarmaður njóta stuönings sameinaðrar stjórnarand- stöðunnar sem endurheimt hefur virðingu sina að hluta eftir að hafa sniðgengið fundi þjóðþingsins um átta mánaða skeið. Meðal menntamanna i Pakistan er sú skoðun útbreidd að töluverð hætta kunni að vera þvi samfara að Khar taki við af Bhutto. Khar hafi ekki þá aðlögunar- hæfni, gáfur og stjórnunarhæfi- leika sem einkenni Bhutto, og ef heraflinn gerði sér upp ein- hverjar efasemdir um stjórn hans, þá gæti farið svo að hann hæfi ihlutun. Þar með væri stjórnarfar i landinu komiö aftur i timann og lýðræðið farið veg allrar verald- ar. Um þrettán ára skeið var herstjórn i Pakistan — raunar allt þar til Bhutto tók við völd- um eftir striðiö sem skapaði hörmungarikið Bangladesh i desember 1971. fi ókleift, meðan þeir eru i þvi ólaunaða starfi er nefnist nám. Með lögunum er þessari skyldu létt af aðstandendum náms- manna og tilgangurinn getur varla hafa verið annar en sá að gera börnum láglaunafólks kleift að stunda framhaldsnám til jafns við börn þeirra efna- meiri. Það ætti þvi sizt að koma Alþingi á óvart, að átt hefur sér stað mikil fjölgun námsmanna — það er raunar sönnun þess, að lögin hafa að verulegu leyti náð tilgangi sinum hvað þetta snertir. Árið sem lögin voru sett, voru námslán ekki nema 40% af þeirri umframfjárþörf hvers og einssem siðarmeir áttiaðbrúa aö fullu samkvæmt lögunum. Þau þurftu þvi að hækka um meira én helming til þess að lögunum yrði fullnægt gagnvart þeim, sem þá þegar áttu rétt á aöstoð. Með tilliti til þess, að siöan hefur fleiri skólum utan háskólast., s.s. tækniskóla, vél- skóla og stýrimannaskóla, verið bætt inn i námslánakerfið og að tilgangur laganna var beinlinis að gera fleirum en áður kleift að stunda það nám, sem aðstoðin tók upphaflega til, þarf engan Kjallarinn Finnur Birgisson að undra að fjárþörf lána- sjóðsins hefur vaxið rúmlega tvöfalt hraðar en rikisútgjöldin i heild. Engum dettur i hug að neita þvi, að rikissjóður stendur nú frammi fyrir stórum vanda, þar sem námslánakerfið er. Orsökin er bara ekki sú, að stór hópur ungsfólks stundi framhaldsnám eða að opinber aðstoð við hvern einstakan sé of rifleg. — Orsökin er einfaldlega óðaverðbólga, sem á þessu sviði eins og öðrum, hefur gert allar fyrri áætlanir að markleysu. Endur- greiðslur námslánanna, sem áttu að standa undir hluta af fjárþörf lánasjóðsins hafa fuðrað upp til agna á verðbólgubálinu. Nú eru liðin þó nokkur ár siöan menn fóru að sjá þennan vanda fy rir. Á fyrri hluta ársins 1972 fól Alþingi menntamálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun laga um lánasjóðinn. 1973 var svo lagt fram á þingi írumvarp að nýj- um lögum, sém m.a. fól i sér nýjar endurgreiðslureglur en hlaut litinn stuðning af öðrum ástæðum. Málið sofnaði i menntamálanefnd þingsins og var skipið nefnd, m a. með aðild námsmanna. og á hún r.ú að endurskoða áðurnefnt frum- vaip. Allt frá þvi að frumvarpið kom fram hefur afstaða náms- manna til breyttra endur- greiðslureglna legið ljós fyrir. Stærstu samtök þeirra, Stúdentaráð Háskóla Islands, settu þá strax fram tillögur sem fólu i sér að fallizt var á hertar endurgreiðslur, þó með þvi ófrávikjanlega skilyrði, að endurgreiðslur miðuðust við laun að námi loknu. Til þess að tryggja að hátekjumenn greiddu til baka i raungildi hið sama og þeir höfðu fengið, gerðu tillögur Stúdentaráðs ráö fyrir visitölubindingu náms- lána, en innihéldu jafnframt ákvæði sem gerðu að verkum, að hin aukna endurgreiðslu- byrði myndi ekki leggjast of þungt á þá, sem ekki yrðu af- lögufærir að loknu námi. Siðan hafa svo til öll samtök námsmanna tekið upp tillögur Stúdentaráðs og gert þær að sin- um. Þetta lá fyrir þegar á sl. hausti. En það segir sina sögu. að það er ekki fyrr en vélskóla- og stýrimannaskólanemar vekja athygli á þessum tillögum i ályktun frá fundi sinum hinn 16. okt. sl. að stærsta málgagni rikisstjórnarinnar þóknast að veita þeim athygli. Þá er skyndilega að dómi Morgun- blaösins, eftirtektarvert að kynnast viðhorfum námsmanna i Stýrimanna- og Vélskóla. — Þeirvilja fá lán en ekki ölmusu. Af framangreindu hlýtur að vera ljóst, að sá seinagangur. sem verið hefur á endurskoðun iaganna skrifast eingöngu á reikning rikisstjórnarinnar og er að engu leyti námsmönnum að kenna. Það er jafnframt ljóst, að þótt endurskoðað frumvarp verði lagt fyrir Alþingi á þessum vetri getur það ekki orðið til þess að minnka fjárþörf sjóðsins þegar á yfirstandandi ári. Sá háttur ráðherra að skjóta sér sifellt bak við þessa endurskoðun. þegar ra*tt er um fjár- veitinguna i ár og af- leiðingarnar af glannalegri stefnu rikisstjórnarinnar i þessu máli. er þvi ekkert annað en fullkomlega ábyrgðarlaus málflutningur. Námsmenn og reyndar þjóðin öll eiga heimtingu á þvi, að þessu landi sé stjórnað i sam- ræmi við lög og almenna siðferðisvitund. en þurfa ekki að þola rikisstjórninni, að hún velti i sífellu afleiðingunum af eigin vanrækslu yfir á herðar þeirra. sem minna mega sin i þjóð- félaginu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.