Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 2
Pagblaðið. Laugardagur 15. nóvember 1975. Utvarp Sjónvarp Sjónvarp kl. 21,30 í kvöld: Ástir og ósam- komulag í kvik- mynd kvöldsins Kl. 21:30 er kvikmyndin Sviptibylur (Wild is the wind) á dagskrá sjónvarpsins. Er þetta bandarisk kvikmynd frá árinu 1957 og með aðalhlutverk fara Anthony Quinn, Anna Magnani og Anthony Franciosa. Leik- stjóri er George Chukor, þýð- andi Stefán Jökulsson. Myndin fjallar um bóndann Gino sem býr i Nevada. begar kona hans deyr fær hann systur Sjónvarp í kvöld kl. 20,30: Lœknarnir á sínum stað í dagskránni Að vanda eru læknarnir á dagskrá sjónvarpsins i kvöld kl. 20:30 og nefnist þátturinn ,,Vis- indastörf”. Þýðandi er Stefán Jökulsson. Það stendur til að aðla prófessor Loftus ef hann getur komið upp góðri rannsóknar- st. Hann hyggst fá Duncan til aðst. við það verk, en Duncan er grúttimbraöur eftir veizlu heima hjá Loftusi. Paul og Dick telja honum trú um að hann hafi hagað sér mjög ósæmilega i veizlunni. Hann trúir þeim þvi hann man ekki sjálfur hvað gerzt hafði. Og þegar Loftus kallar á hann inn til sin heldur hann að nú ætli karlinn að setja ofan i við hann. Léttir honum mjög þegar hann heyrir erindið en likar miður að heyra að Bingham eigi að aðstoða hann við verkið. 1 rannsóknarstofunni kviknar rautt ljós ef vart verður geisla- virkni frá tækjum sem eru i her- berginu fyrir neðan, en það er leynisamkomustaður lækna og hjúkrunarkvenna og einnig bruggherbergi Pauls. Loftus segir Bingham að bandariskur prófessor eigi að halda áfram starfi hans á rann- sóknarstofunni, verður Bing- ham þá sárreiður og stekkur á barinn til að drekkja sorgum sinum. Þar er Dick staddur ásamt blaðamanni sem hann er að fræða um vandamál sjúkra- hússins. Bingham blaðrar og blaðamaðurinn verður spenntur að fá æsifrétt og rýkur i rann- sóknarstofuna til þess að taka myndir. Loftus kemur að honum og verður mjög undrandi, — vill fyrir alla muni komast hjá hneyksli eins og á stendur... Það er ekki vert að fara lengra út i söguna, endalok hennar verður að sjá i ,,varp- inu”ikvöld. —A.Bj. Anna Magnani og Anthony Quinn f hlutverkum sinum I kvikmynd- inni I sjónvarpinu i kvöld. hennar, sem var búsett á Italíu, til þess að koma og taka við bú- stjórn með sér. Hann reiknar ekki með þvi að skjólstæðingur hans verður ástfanginn af stúlk- 1 kvikmyndahandbók okkar hefur þessi mynd fengið þrjár stjörnur, sem þýðir að hún sé góð. Sýningartimi myndarinnar er 2 klst.og 10 minútur. A.Bj. Góðum útvarpstíma ekki nógu vel varið Einhver allra bezti útvarps- timinn finnst mér vera eftir há- degið á laugardögum. Það er sá timi sem ég hlusta einna helzt á útvarpið og þá um leið og hús- verkin eru gerð. Ég efast ekki um að likt sé farið með margar fleiri húsmæður sem stunda vinnu utan heimilis alla vikuna. 1 sumar var einstaklega skemmtileg dagskrá eftir há- degið á laugardögum, sérstak- lega minnist ég og þá með sökn- uði þáttar Páls Heiðars, ,,Á þriðja timanum”. Einu sinni var framhaldsleikrit fyrir böm, — það var einnig mjög skemmtilegt. Svo minnist ég einnig þáttarins hans Atla Heimis. Með fullri virðingu fyrir Atla og þvi efni, sem hann flytur, þá finnst mér þetta ein- um ,,of góður” timi fyrir þennan þátt. Það væri nú kannski sök sér ef hann væri annan eða þriðja hvern laugardag, en að hlusta á hann á hverjum einasta laugardegi allan veturinn út i gegn, finnst mér fullmikið af þvi góða. Iþróttaþáttur á fullan rétt á sér að minum dómi, áheyrenda- hópur iþróttaþáttanna er áreið- anlega mjög stór. bá finnst mér einnig að þáttur- inn á bókamarkaðinum, sem nú hefur hafið göngu sina, eigi heldur heima eftir hádegið á laugardögum en i kvölddag- skránni. Sá þáttur er einkar vel til þess fallinn að hlusta á um leið og húsverkin eru gerð. Mér finnst ég blátt áfram komast i jólaundirbúningsskap við að hlusta á bókaþáttinn. Sama er að segja um is- lenzkuþátt þeirra orðabóka- manna, sem hefur nú verið á dagskrá útvarpsins i 20 ár. Slikum þætti verður maður aldrei leiður á og verður margs visari um islenzkt mál. A.Bj. ^Sjónvarp Laugardagur 15. nóvember 17.00 iþróttir. Umsjónarmaö- ur Bjarni Felixson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga, sem gerist snemma á öldinni sem leið. Faðir Dóminiks, Bullman skipstjóri, verður skipreika fyrir ströndum Norður-Af- riku og er ekki vitað um af- drif hans. 1. þáttur. Talinn af. Þýðandi Ellert Sigur- björnsson. 19.00 Enska knattspyrnan lllé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir I vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. vis- indastörf. býðandi Stefán Jökulsson. 20.55 D ixiela ndh I jóms vei t Arna isleifssonar i sjón- varpssal. Arni Isleifsson, Bragi Einarsson, Guð- mundur Steingrimsson, Gunnar Ormslev, Kristján Jónsson, Njáll Sigurjónsson og Þórarinn Oskarsson leika. Söngkona Linda Walker. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.15 Mvndir af H.C. Ander- sen.H.C. Andersen hafði af þvi mikið yndi að fara til ijósmyndara. 1 þættinum eru sýndar allmargar ljós- myndir af skáldinu. Ander- sen skrifaði i dagbækur sin- ar um þessar myndir, og texti þáttarins er tekinn upp úr þeim. Þýöandi og þulur Jón O. Edwald. 21.30 Sviptibylur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 23.20 Dagskrárlok. Sunnudagur 16. nóvember 18.00 Stundin okkar. Fyrst er mynd um Misha og siðan teiknimynd um Jakob og fólkið, sem býr i sömu blokk og hann. Mússa og Hrossi fá kött i heimsókn, krakkar, sem heita Hinrik og Marta, leika minnisleik og loks verður sýndur leikþáttur, byggður á sögum um Sæmund fróða. Umsjón Hermann Ragnar Stefáns- son og Sigrlöur Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Maöur er nefndur Jón Norðmann Jónasson. Jón býr einn á Selnesi á Skaga og er margfróður. Magnús Gislason á Frostastöðum ræðir við hann. Kvikmynd Sigurliöi Guömundsson. Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.30 Samleikur á tvö píanó. Gfsli Magnússon og Halldór Haraldsson leika verk eftir Georges Bizet og Witold Lutoslawski. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.50 Valtir veldisstólar. Breskur leikritaflokkur. 2. þáttur. Enska prinsessan. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 22.40 Brosandi land.Mynd um Thailand. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 23.05 Að kvöldi dags. Páll Gislason læknir flytur hug- leiöingu. 23.15 Dagskrárlok. | Útvarp Laugardagur 15. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veður fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10' Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guörún Guðlaugsdótt- ir les „Eyjuna hans Múmln- pabba” eftir Tove 'Jansson i þýðingu Steinunnar Briem (15). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. óska lög sjúklinga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir Umsjón: Bjarni Felixson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Bjöm Baldursson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir 16.15 Veöurfregnir. tslenzkt málDr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A minni bylgjulend Jök- ull Jakobsson við hljóðnem- ann I 25 minútur. 20.00 Hljómplötusafnið Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Á bókamarkaðinum Andres Björnsson útvarps- stjóri sér um þáttinn. Dóra Ingvadóttir kynnir. Létt tónlist frá hollenzka útvarp-, inu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 16. nóvember 8.00 Morgunandakt Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. 11.00 Messa i Langholtskirkju Prestur: Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Organ- leikari: Jón Stefánsson. 12.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Islenzku selastofnar.nir Sólmundur Einarsson fiski- fræðingur flytur hádegiser- indi. 14. Staldrað við i Þistilfirði — annar þáttur Jónas Jónas- son litastum og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaidsleikritið:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.