Dagblaðið - 20.11.1975, Side 10
10
Spurning
dagsins
Iiver er mesta vinaþjóð okkar um
þessar mundir?
Þórhallur Gunnarsson nemi: „Ég
hef alltaf haldið þvi fram að Fær-
eyingar væru beztu vinir okkar
Islendinga.”
Guðrún óskarsdóttir nemi: „Kin-
verjar, — alveg tvimælalaust
Kinverjar. Þeir heimsóttu okkur
með fjöllistasýningu og það þykja
mér vinahót.”
Guðrún Pálsdóttir skrifstofu-
stúlka: „Það hef ég ekki hug-
mynd um, — alla vega eru Bretar
ekki neinir vinir okkar i augna-
blikinu.”
lljörleifur Jónsson nemi: ,,Ég
myndi telja Norðurlandaþjóðirn-
ar til vina okkar og þá helzt Norð-
menn.”
Jóhann Kristinsson atvinnulaus:
„Ég hef alls enga skoðun myndað
mér á þvi máli.”
Gissur Pctursson ncmi: „Hún er
erfið þessi. Eigum við ekki að
segja Bretar? Þeir vöktu okkur
upp af vondum draumi um ástand
fiskistofnanna hér við land, þó
þeir verði að gjalda fyrir það.”
Dagbiaðið. Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
Að voðo umferðar-
strauminn í hóloftunum
Friðrik Ásmundsson Brekkan
skrifar:
„í laugardagsblaði Dagblaðs-
ins er grein eftir Sigurð Hreiðar
Hreiðarsson og nefnir hann
greinina „Að vaða umferðar-
strauminn i klof”.
Mikið hefur verið ritað um
umferðarvandann en fáir
komizt að kjarna málsins.
Greinarhöfundur lýsir þvi hve
erfitt það sé að komast yfir
Hverfisgötuna við Frakkastig
Þetta er vissulega rétt. Menn
verða að stinga „nefjum” bif-
reiða sinna fram fyrir kofa þann
er stendur á horninu. Ef bifreið
á miklum hraða þóknast að
birtast i þann mund er við
stingum „nefinu” fram — þá
verðum við að vera tilbúin til
afturhalds upp Frakkastiginn i
bakkgir.
Hvað er þá til úrbóta á þessu
vandræðahorni. Það mætti setja
upp umferðarspegil — sem
sýnir umferðina niður
Hverfisgötuna. Nú, svo mætti
rifa kofann.
Hvað snertir Hverfisgötuna,
Laugaveginn og aðalgötur
borgarinnar almennt, ætti
einfaldlega að minnka
hámarkshraðann niður i 30 km á
klst. Mörg slys hafa orðið á
Hverfisgötunni og oftast hefur
of miklum hraða verið um að
kenna. Strika ætti göturnar með
gulum skástrikum á köflum og
merkja með tölunni 30 með
jöfnu millibili. Einnig ætti að
auka radarmælingar.
Sigurður segir að tillitsleysið
sé bölvaldurinn i islenzkri
umferð. Af hverju stafar þetta
tillitsleysi? Siðastliðinn mánuð
hef ég sérstaklega tekiö eftir
hversu þumbaralega er ekið.
Ástæðurnar tel ég allar vera af
sama toga spunnar. Efnahags-
mál og sifelldar hótanir yfir-
valda um lögtök, ein<íaga,
gjalddaga og málsóknir.
Sérstaklega er þetta áberandi i
þeim stutta frftima sem vinn-
andi fólk hefur, þ.e. i hádegis-
útvarpinu.
Einnig á sólarleysið sinn þátt i
þessu. Krakkarnirliggja heima,
vælandi vegna vitaminskorts.
Þeir sem „betur máttu sin” i
vor og sumar og „höfðu efni á
þvi” að bregða sér til sólarlanda
með fjölskyldur sinar eru nú á
taugum yfir þvi að geta ekki
borgað ferðavixlana, sem þeir
eru þegar búnir að framlengja
einu sinni.
Vandamálin hrúgast upp.
Skammdegið er skollið á og
menn aka um á háaloftum efna-
hagsáhyggna. Menn hirða ei um
jarðbundnar akbrautir en klóra
sig i magasár sin á meðan beðið
er eftir grænu ljósi.”
Alþingi taki af skarið
— og álykti að farið verði eftir tillögum nefndar um flugvélakaup
Landhelgisgœzlunnar
Korviða skrifar:
„Ef til vill — segja sumir — er
að bera i bakkafullan lækinn
þegar flugvélakaup Landhelgis-
gæzlunnar ber á góm. Þó get ég
ekki stillt mig um að leggja
nokkur orð i belg.
Eins og alþjóð veit var á sin-
um tima skipuð nefnd sérfræð-
inga til að gera tillögúr um flug-
vélakaup til handa Landhelgis-
gæzlunni. Menn voru afskap-
lega ánægðir með þetta framlag
— töldu að komizt yrði að hag-
kvæmri niðurstöðu. Nefndin á-
lyktaði, að hagkvæmast mundi
vera að kaupa Beechcraft-flug-
vél. 1 þessari nefnd var Pétur
Sigurðsson forstjóri Land-
helgisgæzlunnar — og stóð hann
meðal annarra að greinargerð
nefndarinnar.
Nú, en þessi maður lýsir þvi
yfir skömmu áður en birtar
voru niðurstöður nefndarinnar
að það yrði ekki keypt nein
Beechcraft — Fokker skyldi það
vera. Jú, sko mennirnir hans
verða að geta teygt úr sér.
Almenningur varð afskaplega
hissa. Hvernig gat maðurinn
leyft sér þetta? spurði fólk. Jú,
embættismannahrokinn leyndi
sér ekki.
Fylgdi nú i kjölfarið mikil
gagnrýni. Hvers vegna að
kaupa rándýra flugvél þegar
hægt var að fá vél engu lakari
en miklu ódýrari? Erum við
ekki mitt i geysilegum efna-
hagserfiðleikum? spurði fólk.
Þó keyrði um þverbak þegar
dómsmálaráðherra lýsti þvi yf-
irað fyrr færi hann frá embætti
en hætt væri við að kaupa Fokk-
erinn. Þessir menn i nefndinni
hefðu ekkert vit á þessu, væru
bara kjánar!
Hvilikur hroki!
Eru engir menn á Alþingi sem
finnst ekki rétt að málum stað-
ið? Hvers vegna i ósköpunum er
ekki borin fram tillaga um að
þetta mál verði kannað ofan i
kjölinn? Hvers vegna er ekki
borin fram tillaga um-að þessi
ákvörðun verði ógilt — og ódýr-
ari vél keypt?
Við hvað eru þessir menn
hræddir? Er nema von að fólk
væni stjórnmálamenn um slæ-
lega frammistöðu?
Enginn þingmaður virðist
hafa bein i nefinu til að leið-
rétta svona vitleysu. Það væri
hægt að leggja þessar fimm til
sexhundruð milljónir sem mun-
’ari sjúkrahúsin, skólana, sem
þeir hafa barizt svo hart fyrir en
ekki fengið fjárveitingar til.
Þingmenn, hvar er ábyrgðar-
tilfinning ykkar?”
Of lítið greint
frá sundmótum
„Tritill” úr Ytri-Njarðvik
skrifar:
„Ég vil eindregið lýsa yfir
ánægju minni með skrif önnu
Friðriksdóttur. Henni fannst of
litið greint frá sundmótum og
það finnst mér lika.
Svar Dagblaðsins var ekki
alveg rétt. Ekki voru öll sund-
mót afstaðin þegar Dagblaðið
byrjaði að koma út — 2.
nóvember var 30 ára afmælis-
sundmót SH i Hafnarfirði. Ég
hef ekkert heyrt eða séð um
þetta sundmót i okkar annars
ágætu fjölmiðlum.”
Geta einnig borið
móðurnafn
Asta hringdi:
„Þvi fer fjarrri að „kvenna-
árinu” ljúki um áramótin.
Þetta var aðeins byrjunin.
Karlmennirnir skulu ekki
halda að þeir séu „sloppnir”
þótt árið liði.
Mig langar til að færa i tal
hvort konur og karlar megi
ekki kenna sig við móður sina
jafnt og föður. Það er ekkert
jafnréttiað börn beri einungis
„föðurnafn”. Þau ættu, eftir
atvikum, einnig að geta borið
móðurnafn.”