Dagblaðið - 20.11.1975, Síða 11
Dagblaðið. Fimmtudagur 20. nóvember 1975.
11
RelLKj
Notaóir bílarti! sölu
Hornet 4 dyra '71 og '74
Hornet Hatsback '74
Wagoneer Custom
sjálfskiptur '71
AAinica station '74
Willy's jeep V6 '66
Willy's station m. dísil-
vél '58.
Hunter de luxe station
'73
Mazda 818 '74
Volkswagen 1300 '71
Volkswagen 1302 '71.
Citroén Ami 8 '70 og
'71.
Opel Rekord station '68
Fiat 124 station '74
Fiat 125 '68
Moskvitch station '71
Renault 6TL '71.
Allt á sama stað
EGILL,
VILHJALMSSOM
HF
Laugavegi 118-Simi 15700
r INGA >
OG
RAGNHEIÐUR
Snyrtistofa
ÁRMÚLA32
SÍMI
LUGATO
SILICONE-ÞÉTTIEFNI
FYRIRLIGGJANDI
CUDO-I
IGLERHF.I
lugato
CHEMIE
SKÚLAGÖTU 26
sími 26866
STIMPLAR
STIMPLAVÖRUR
MIKIÐ ÚRVAL
FULLK0MNAST
HÉR Á LANDI
Stimplagerðin
Hverfisgötu 50
Sími 10615
HALLUR
HALLSSON1’’
LESENDUR!
Ef ykkur liggur
eitthvað á hjarta
hafið þó samband
við okkur sím-
leiðis, eða bréflega.
Síminn er 83322
á milli klukkan 13 og
14 og heimilisfangið
er Síðumúli 12
— segsr Björn um gagnrýni 6 stjórnmálamenn
Björu Jóhannesson skrifar:
,,Ekki alls fyrir löngu hafði
Lúðvik Jósepsson — sá ágæti
maður — orð á þvi að það væri
bara tizkufyrirbrigði og áróður
fjölmiðla að gagnrýna stjórn-
málamenn fyrir slælega
frammistöðu.
Tja, verði honum að góðu —
það er allt sem ég get sagt. Ég
er nú 62 ára gamall og hlustaði
alltaf á eldhúsumræður stjórn-
málaflokkanna — eða þangað til
mér fannst þetta orðinn hrein-
asti skripaleikur. Hefði verið
næg atvinna i gamla daga er ég
nokkuð viss um að þessum
mönnum hefði verið i snarhasti
komið i vinnu — já, ég segi
vinnu.
Minn aldursflokkur hefur
bara alltaf haldið kjafti. Við
vorum svo þrúguð af atvinnu-
leysi að við sögðum ekkert.
'Nú eru — guði sé lof —
breyttir timar. Ungt fólk hefur
tekið við.
Ég tek undirmeð þvi og tel
gagnrýni unga fólksins
tvimælalaust réttmæta.
Þetta er ekkert tizkufyrir-
brigði — afskaplega kaldar og
dapurlegar staðreyndir.
Næst er að taka til bæna
þrýstihópa þjóðfélagsins —
embættismannakerfið. Já,
mikið starf er framundan. Ég
vona bara að unga fólkið láti
ekki kúga sig heldur haldi
áfram að byggja upp réttlátt
samfélag.”
ELZTUR
Athugull hringdi:
,,Fyrir nokkru birtist mynd af
afskaplega fallegri stúlku á for-
siðu Dagblaðsins. Með mynd-
inni var texti þar sem sagt var
að myndin væri tekin i gamla
kirkjugarðinum. Gamli kirkju-
garðurinn var tekinn i notkun
1834 en mig langar til að benda á
að til er eldri kirkjugarður, ein-
mitt á horni Kirkjustrætis og
Aðalstrætis. Sá kirkjugarður er
hinn eini og sanni ,,gamli
kirkjugarður” enda hefur hann
verið til frá þvi fyrstu landnem-
arnir fóru að týna tölunni. En
hvað uin það, i daglegu tali er
kirkjugarðurinn við Suðurgötu
nefndur gamli kirkjugarðurinn
og er ekki nemagott eitt um það
að segja. Mig langaði aðeins til
að benda á þetta.”
Það er fallegt i gamla kirkju-
garöinum er skuggana tekur að
lengja og nýfallin mjöllin skart-
ar sinu fegursta.
SÁ GAMLI
ER EKKI
Ekkert tizkufyrirbrigði, Lúlli
minn — aðeins blákaldar stað-
reyndir, segir iesandi.
Raddir
lesenda
ÞAÐ VERÐUR AÐ
KENNA ÞEIM AÐ
GEIFLA Á SALTINU
Gunnar Gunnarsson skrifar:
„Umræður um landbúnaðar-
mál hafa verið heitar — nú sem
fyrr. Þess vegna vildi ég rifja
upp nokkra eldri þætti þeirra
mála.
Á siðari hluta ársins 1940 urðu
miklar umræður um verðlag á
kjöti sem meirihluti svokall-
aðrar kjötverðlagsnefndar
ákvað. En þegar deilan tók að
harðna, birti meirihluti
nefndarinnar yfirlýsingu þar
sem sagði m.a.: „Engum
óbrjáluðum manni þótti kjöt-
verð i fyrra nógu hátt.” Með
öðrum orðum: Ef einhver and-
mælti fékk sá hinn sami það
framan í sig að hann væri
Klepptækur. Undir þessa vizku
rituðu eftirtaldir nöfn sín: Páll
Zóphaniasson, Helgi Bergs og
Jón Árnason. Minnihluti
nefndarinnar, Þorleifur Gunn-
arsson og sr. Ingimar Jónsson,
var þarna á öndverðum meiði
og kváðu þeir öllum bezt að
engri úlfúð yrði komið af stað.
Þá mætti minna hér á að
skömmu fyrir seinna striðið var
nokkrum tugum hvala slátrað
suður i Fossvogi og birtu sum
blöðin leiðbeiningar um hvernig
nýta skyldi hvalkjötið. Þá brást
Timinn ókvæða við og taldi þær
afleiðingar „herferðar gegn
bændum”. Nefna mætti annað
dæmi: Sigurjón heitinn á Ala-
fossi sagði eitt sinn frá þvi i
blaðaviðtali að hann hefði ekki
bragðað kjöt i mörg ár en héldi
þó heilsu og kröftum.
Þá umhverfðist Timinn gjör-
samlega og kvað bezt mundi
vera fyrir þáverandi borgar-
stjóra Reykjavikur, Jón Þor-
láksson,'að fara út á Austurvöll
og „bita gras”.
Sem sagt, svona hefur þetta
gengið i áratugi. „Taktik”
svonefndra bændaleiðtoga hefur
verið svipuð um langa hrið. Þeir
sem gerzt hafa svo djarfir að
andmæla hinni einu sönnu land-
búnaðarpólitik hafa fengið yfir
sig ómældan skamma- skammt.
Hversu miklu af fúkyrðum ætli
hafi verið ausið yfir þá Arna
Jónsson frá Múla, Halldór Lax-
ness, Gylfa Þ. Gislason, Björn
Matthiasson og Jónas Kristj-
ánsson? Allar orðræður þeirra
um breytta og betri hætti i land-
búnaðarmálum hafa verið
stimplaðar sem fjandskapur við
bændur og sveitafólk. Nú er
kominn timi til þess að neyt-
endur i landinu láti ekki bjóða
sér hvað sem er i þessum efn-
um. Ef þeim, sem vilja taka upp
málefnalegar umræður um
þessi mál verður einungis sagt
að „bita gras á Austurvelli”
kynni að verða að kenna hinum
gömlu landbúnaðargoðum að
„geifla á saltinu.”
EKKERT TÍZKUFYRIRBRIGÐI -
KALDAR STAÐREYNDIR
V