Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 3
Dagblaöið Föstudagur 5. desember 1975. 3 Raddir ______a Reykvíkingar njóta óvaxta okkar peninga Utanbæjarmaður hringdi: „Allir gera sér grein fyrir að Reykjavik er alltof stór borg i ekki stærra samfélagi en is- lenzka þjóðin er. 011 stjórnsýsla hefur safnazt á litinn blett svo og öll helztu fyrirtæki landsins. Af þessu leiðir að Reykjavik tekur til sin allt of stóran bita. Þetta svipar að mörgu leyti til aðstoðar iðnrikja við þróunar- lönd — það er hinir riku verða rikari og hinir fátæku fátækari. Tökum enn nærtækara dæmi: Aðstoð Norðurlanda við Island eftir eldgosið i Eyjum. Norður- lönd veittu Islandi myndarlega aðstoð — en hvert runnu hinir raunverulegu peningar. Jú, i iðnað þessara landa. Keypt voru svokölluð viðlagasjóðshús — öll frá Norðurlöndum. Þannig má segja að iðnaður Norðurlanda hafi notið góðs af — jú, við feng- um húsin en þetta rann ekki út i atvinnulifið hér heima. Þannig svipar til hér á Horna- firði — Brunabótafélag Islands rukkar inn iðgjöld að meðaltali 10 þúsund krónur á heimili. Samtals yrðu þetta um 6 mill- jónir sem eru greidd i trygg- ingagjöld. Peningarnir eru allir lagðir inn á banka suður I Reykjavik. Með öðrum orðum — Reykvikingar ávaxta peninga okkar Hornfirðinga — beinlinis lána Reykvikingum i gegnum bankakerfið. Þannig njóta Hornfirðingar alls ekki góðs af þessum trygg- ingagjöldum — aðeins enn eitt dæmið um ofvöxt Reykjavik- ur.” JÓLALJÓS í HAFNARSTRÆTI Gestur Arnason skrifstofum.: „Eins og vanalega og þvi ekki dýrari. Maður reynir að gæta hófs i þessu sem öðru.” .. Halidór Astvaldsson verzlunar- stjóri: „Já auðvitað, — ég á nóg af peningum þvi ég legg þá fyrir og spara til jólagjafakaupa. Þetta er einföld kapitalisk regla — gefa mikið og fá mikið gefið i staðinn.” Myndin er úr Hafnarstræti Ijósm. OB.—BP. Birgir Þorsteinsson vélvirki: „Nei, — ég hef aldrei gefið dýrar jólagjafir og er ekki farinn að hugsa það mál alvarlega. Gigja Arnadóttir húsmóðir: „Minar jólagjafir fylgja visitöl- unni og verða þvi að kosta i sam- ræmi við hana.” Ætlarðu að gefa dýrar jólagjafir i ár? Sólveig Jónsdóttir afgreiðslust.: „Nei, sennilega geri ég þaö nú ekki. Ég ætla að gefa hljómplötu i jólagjöf enda eru þær hlutfalls- lega ódýrari en aðrar gjafir.” Guðni Agnarsson afgreiðslumað- ur: „Nei, —þaðtel ég ótrúlegt, ég á ekki þaö mikla peninga. Þaö er alltaf að verða dýrara að lifa enda þótt maöur reyni að spara við sig.” Arngrímur tók myndina af Grunman Albatros Mynd þá, er birtist af Grun- man Albatros flugbát Land- helgisgæzlunnar, tók Arngrim- ur Sigurðsson. Vegna mistaka fórst fyrir að taka nafn hans fram og biðjum við Arngrim velvirðingar. Spurning dagsins Kona úr miðbænum hringdi: „Nú hafa verið settar upp jólaskreytingar i Austurstræti og að sjálfsögðu eru allir á- nægðir með það. Jólaskreyting- ar setja skemmtilegan svip á miðbæinn — að ekki sé minnzt á hve börnin hafa gaman af þessu. Menn komast i jólaskap þegar þeir sjá ljósin tindra. — 1 beinu framhaldi af þssu vil ég stinga upp á þvi að lika verði sett ljós i Hafnarstræti'— þá myndast nokkurs konar hring- rás. Ekki veitir af þvi mér hef- ur fundizt Hafnarstræti svolitið drungalegt — þetta er þvi ákjós- anlegt tækifæri til að hressa svolitið upp á götuna. Ég er viss urn að fólk yröi afskaplega á- nægt með þetta — þar eru margar ágætar verzlanir.” •ar- Keypt. Furðulegir viðskiptchœttir — segir iesandi sem segir sínar farir ekki Prtur Þorkelsson skrifar: „£g get ekki lengur orfta bundizt um þá furftulegu vift- skiptahætti sem fyrirtækift Frifirik A. Jónsson hefur sýnt * mér og hef þvi ákvefiifi afi skýra frá málavöxtum opinberlega. 1 dgUst ’74 keypti ég kassettu- spilara af gerfi ITT, Shaub-Lor- enz 82. Þegar ég haffii átt tækifi i fjóra mánufii rak ég augun i afi innstunga fyrir hijófinema var brotin en þessa innstungu haffii ég aldrei notafi. £g fór þegar mefi tækifi til fyrirtækisins, en þafi var i janúar, og sýndi þeim þetta. Afgreifislumafiur I verzluninni leit á þetta og sagfii afi tækifi væri l ábyrgfi — innstungan væri greinilega ónotuö. Þeir tóku siftan tækifi og tóku innstunguna úr — þá kom upp úr kafinu afi hún var ekki til I landinu og ekki vitaö hvenær von væri á henni. Mér var sagt afi panta þyrfti innstunguna. Lifiu nú fjórir mánubir og ekkert heyrfiist frá þeim. Eg fór þd til þeirra aftur og spurfii hvort innstungan færi ekki afi koma. Þcir vissu ekkert. Sffiast i ágúst fór ég og kraffiist afi fá afi tala vifi eigandann. Hann sagfii afi þeir skyldu taka innstungu úr ööru tæki og setja I mitt. Þaö gekk nú ljómandi þangafi til ég ætlabi afi sækja tækifi. £g fékk reikning upp á 2500 krónur — en ég neitafii aö greifia, afi sjdlfsögöu. Þeir höffiu sagt afi tækifi væri 1 ábyrgfi. Svo fór aft þeir settu gamla stykkifi I aftur en þegar ég sótti tækifi fylgdi enn reikningur — I þetta sinn afi upphæfi 1000 kr! Fyrir hvafi? Ég átta mig ekki á þvi — og er ég spurfii upp ð hvafi reikningurinn hljóftafti varfi þeim svarafátt." ábyrgð vegna óhappa ögmundur Friöriksson skrifar vegna bréfs, sem birtist i Dag- blaðinu miðvikudaginn 3. des- ember undir fyrirsögninni „Furðulegir viðskiptahættir, segir lesandi sem segir sinar farir ekki sléttar.” „Við viljum að gefnu tilefni taka fram aö eins árs ábyrgð er á hljómtækjum og sjónvörpum vegna verksm iðjugalla . Abyrgðin nær hins vegar ekki til rangrar meðferðar eða óhappa sem kunna að verða hjá eig- anda.” KREPPA AUÐVALDSINS Björk Gunnarsdóttir, Hvera- gerði hringdi: „Hátið stúdenta haldin i Há- skólabiói 1. desember 1975. Hvað ertu að hugsa ef situr þú heima? Að brýna hnifa og fægja byssur, brýzt svo oft um i huga mér. Já, það hefur verið brýnt svo biti hjá forsvarsmönnum 1. des. hátiðahaldanna i ár, svo um munar. Nauðsynlegt er að mennta sig en ljótt til þess aö vita að menntun skuli gera ein- staklinga sem hafa þessar hug- myndir, en búa yfir miklum hæfileikum, að þvilikum áróö- ursherforingjum. Er það ef til vill skýringin að þessir einstakl- ingar eru búnir að lesa sig i hel. Alþýðubandalagið gat, á meðan það hafði völd, gert margt fyrir þjóðina, fyrir verkafólkiö og þá sem minna mega sin, eins og þeir orða það. En flokkshagur réð þar öllu — er þaö flokkur vinnandi handa? Við viljum ekki brýna hnifa og við fægjum ekki byssur. Við eigum að nota okkur rökstuddan sannleika og láta heilbrigða skynsemi ráða. Hættið að gegnumsia fólkið — það er fólkið sem ræður sér sjálft. Eruð þið hræddir — eða litið trúaðir?”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.