Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 9
Pagblaðið Föstudagur 5. desember 1975. Einn þeirra, sem fengu uppsagnarbréf, segir fró: Er œtlunin að Húsnœðismála- stofnun riði allt nœsta ár?#/ „Fjórum tæknifræðingum og einum verkfræöingi var sagt upp en eftir eru allir tækniteikn- ararnir og einn tæknifræðingur. Uppsagnirnar virðast hafa mið- ast við, hverjir höfðu verið ráðnir i ár. Þær virðast þvi hafa verið handahófskenndar og ekki miðaðar við þarfir tæknideild- Þannig fórust orð einum þeirra, sem sagt var upp störf- um hjá Húsnæðismálastjórn, i viðtali við blaðið. Maðurinn vill ekki láta nafns sins getið. Hann spyr hvort ekki hefði verið vit- urlegri sparnaður að breyta lög- um um stuðning við byggingu leiguibúða sveitarfélaga. Starfsmaðurinn segir: ,,A árunum 1974 og 1975 var starfslið tæknideildar aukið, lik- lega um 15-20 manns, og var það að stórum hluta vegna bygginga 1000 leiguibúða á vegum sveit- arfélaga, eins og segir i 3. grein reglugerðar: „skal húsnæðis- málastjórn annast eða láta ann- ast tæknilegan undirbúning framkvæmda, könnun aðstæðna á byggingarstað, gerð teikn- inga, verklýsingu og kostnaðar- áætlanir, eftirlit og tæknilega aðstoð á byggingartimanum.” 1 ár hefur verið unnið af fullum krafti að undirbúningi þessara verkefna. Geysileg vinna hefur verið að hafa ofangreind verk-. efni með höndum auk þess sem allt teikningasafn stofnunarinn- ar hefur verið endurnýjað. Rikið borgar, hversu dýr- ar sem íbúðirnar verða. Reynt hefur verið að byggja ódýrt. Þó hefur það ekki veriö auðvelt þar sem i áðurnefndri reglugerö er ekki einn stafur um að þessar 1000 ibúðir skuli vera ódýrar. Aðeins er tekið skýrt fram að rikið láni 80% I fram- kvæmdinni, hvað sem hún kost- ar, til 33ja ára. Hefði ekki veriö viturlegra að spara á þessu sviði en fækka starfsfólki? Nú þegar er byrjað á tæplega 200 ibúðum og á árinu 1976 hefði annað eins átt að fara af stað. 1 lögunum segir að byggja skuli þessar 1000 ibúðir á árunum 1974-’78. Ekki trúi ég þvi að for- ráðamenn stofnunarinnar ætli að ekkert skuli byggt á árinu 1976, en 400 ibúðir 1977 og 400 1978. Ekki geta þeir veriö svo ó- forsjálir,” segir starfsmaður- inn, „að segja nú upp 10-15 manns og geyma öll tækin og út- búnaðinn, sem hefur verið keyptur, handa nýju starfsfólki siðar meir. Ráögefandi fyrirtæki fjórum sinnum dýrari Ég trúi ekki að þeir ætli að selja alla þessa vinnu til ráðgef- andi verkfræðifyrirtækja sem hafa fjórum sinnum hærri tima- taxta en við. Sannleikurinn er liklega sá að forráðamönnum stofnunarinnar hefur verið gert að gefa stofnun- inni svo rækilega utan undir að hún mundi riða allt næsta ár, árið sem rikiö telur að það geti ekki staðið viö framkvæmd leiguibúðalaganna,” segir starfsmaðurinn. „Eftir verða einn tæknifræð- ingur og þrir arkitektar. Og tæknimenntuðu aðstoðarfólki tæknimannanna, sem upp var sagt, var ekki sagt upp. Hvaö á að gera við allt þetta aðstoðar- fólk? Hefði ekki verið nær að biöa eftir niðurstöðum athugunar á starfsmannaþörf en gera þetta út i loftið?” sagði starfsmaður- inn að lokum. —HH Njarðarfélagar fara á stúfana með jólapappír Lionsklúbburinn Njörður hefur m.a. varið ágóða af jólapappirs- sölunni til kaupa á tækjum til háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspitalans, keypt tvo fjalla- bila til afnota og eignar fyrir Flugbjörgunarsveitina. Fleiri liknarverkefni mætti nefna sem klúbburinn hefur lagt liö á undan- förnum 10 árum. Jólapappirssalan hefur verið ein aðaltekjulind klúbbsins og er nú salan að hefjast. Njaröarfé- lagar munu nú þessa dagana og næstu vikur ganga i hús og selja jólapappir.auk þess munu klúbb- félagar selja pappirinn i anddyri Borgarspitalans á heimsóknar- timum og við bila Flugbjörgunar- sveitarinnar, sem verða i Austur- stræti næstu tvo laugardaga, 6. og 13. desember, kl. 10—18. Um leið og Njarðarfélagar þakka ágætar undirtektir borgar- búa á undanförnum jólum vona þeir að borgarbúar taki þeim vin- samlega nú sem áður og kaupi jólapappir Njaröar. Með þvi hjálpa þeir Njarðarfé- lögum við að hjálpa öðrum. Þaö var unnið af kappi viö aö útbúa jólapapplrinn fyrir söluna sem fram fer á laugardaginn kemur. ## OLÆTIN HAFA VERIÐ MIKIL, OG FÓLK AÐ BRÚKA KJAFT VIÐ LÖGREGLUNA" ' l*'w’“lnn á Seyðisfirði „Ólætin hafa verið með verra móti nú i ár,” sagði Erlendur Björnsson bæjarfógeti á Seyðis- firði i viðtali við DB. „En þau koma svona i bylgjum — hafa gosið upp af og til i gegnum ár- in.” Sagði Erlendur, að löggæzlu- mennirnir tveir, sem nú hafa sagt upp störfum, hefðu ekki kvartað við sig persónulega um linkind gagnvart afbrotamönn- um enda taldi hann að oft hefði ekki verið ástæða til þess að dæma menn sem hægt væri að ræða við og reyna að tala um fyrir eins og hann hefði gert i þvi tilfelli sem nefnt var i blað- inu I gær þar sem sérstaklega var rætt um einn mann er nokkrar kærur hefðu borizt út af. „Sá drengur hefur dálitið leiö- inlega framkomu en er bind- indismaður á vin. Ég hef rætt við hann um þá erfiðleika er af honum stafa!’ sagði Erlendur. „Það er oft uppistand á ungu fólki og það hefur verið að brúka kjaft við lögregluna,” sagði Er- lendur ennfremur. „En ég hef enga trú á öðru en að mál þetta leysist’.’ HP. BiRATT EFTIRLIT MEÐ TANNLÆKNUM Eftirlit með reikningum tannlæknanna verður með þeim hætti, að trúnaðarmaður frá Tryggingastofnun mun bera saman reikningana og spjaldskrár tannlækna”, sagði Gunnar Möller, forstjóri Sjúkrasamlags Reykjavikur, i viðtali við Dagblaðið i morg- un. „Þetta eftirlit er ekki komið i gang ennþá en kemst á innan skamms,” sagði Gunnar. „Ekki er búið að ráða i stöðuna.” Enn er þvi ekkert eftirlit með framkvæmd reglnanna um ókeypis tannlækningar og tannlækningar fyrir hálfvirði til handa ákveðnum hópum þjóðfélagsins. Reikningarnir koma til sjúkrasamlaganna, sem greiða þá og innheimta hjá sveitarfélagi. —HH JAKOB HAFSTEIN SÝNIR A SKAGANUM Þessa dagana sýnir Jakob Hafstein 15 oliumálverk og 13 vatnslitamyndir i Bókhlöðunni á Akranesi. Jakob heldur sig mest við landslagsmyndirnar sem fyrr, einkum eru þar áber- andi myndir úr Borgarfirði, af Snæfellsnesi og úr Botnsdal, auk blóma og fuglamynda. Jakob hefur fengið góða að- sókn, eins og viöast þar' sem hann sýnir, og hafa 7 myndir þegar selzt. „Mér finnst það mikið menn- ingarlegt framtak hjá forstöðu- konu bókhlöðunnar,” sagði Jak- ob er Dagblaðið hafði tal af hon- um, „að hafa skapað litla en snotra sýningaraðstöðu fyrir listaverk i húsinu. Listafólkið greiðir leigu fyrir sýningasalinn með mynd eftir sig. Þannig hef- ur þegar skapazt visir að mál- verkasafni i bókhlööunni.” Sýningu Jakobs lýkur á sunnudagskvöldið. —JBP— sýningarsalur Tökum allar notaðar bifreiðar í umboðssölu Opið á morgun, laugardag, kl. 10 til 3. Fiat 600 árg. ’73 Fiat 126 árg. ’74 Fiat 126 árg. ’75 Fiat 850 árg. ’71 Fiat 127 árgerð 1974 Fiat 127 árgerð 1975 Fiat 128 árgerö 1971 Fiat 128 árgerð 1973 Fiat 128 árgerö 1974 Fiat 128 station árgerð 1974 Fiat 128 sport SL árgerö 1973 Fiat 128 sport SL árgerð 1974 Fiat 128 Rally árgerö 1973 Fiat 128 Rally árgerö 1974 Fiat 132 Special árgerö 1973 Fiat 132 Special árgerð 1974 Fiat 132 GLS árgerö 1974 Citroé'n GLS árgerö 1972 Volkswagen sendiferöabifreiö árgerö 1973 Volkswagen 1300 árgerö 1973. FIAT EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI Davíð Sigurðsson h.f., SÍÐUMULA 35, SIMAR 38845 — 38888 HAPPDRÆTTI BLAKSAMBANDSINS UTANLANDSFERÐIR EINSTAKLINGSFERÐIR FERÐIR FYRIR TVO SINNUM DREGH) Á SAMA MIÐA DAGAR TIL DRÁTTARDAGS 41

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.