Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 16
16 Pagblaðið Föstudagur 5. desember 1975. Hvað s^gja stjörnurnar Spáin gildir fyrir laugardaginn 6. desem- ber. Vatnsberinn (21. jan.—19. feb.): Ró hvilir yfir flestum málum núna. Ekki er spáð neinu spennandi hjá þér núna, og allt gengur eins og smurt i hinum daglegu málum. Einbeittu þér bara að þvi að gera verkin á sem auðveldastan hátt. Fiskarnir (20. feb.—20. marz): Þú kynnir aö lesa eitthvað sem hefur truflandi áhrif á þig. bú verður að gera vandlega upp við þig allar uppástungur, er haft gætu áhrif á framtið þina. Hrúturinn (21. marz—20. aprfl): Nýr meðlimur kunningjahóps þins virðist vera að fá meira en litinn áhuga á þér. t kvöld ættirðu að fara eitthvað út og þá helzt þangað sem tónlist kemur inn i spilið. Náutið (21. april—21. maf): Eitt vináttu- sambanda þinna þróast miklu fljótar en þig hafði grunað. Svo virðist sem nú fari skemmtiiegir tímar I hönd hjá þér. En mundu samt að vanrækja ekki mikilvæg efni. Tviburarnir (22. maí—21. júnl): Mann- eskja þér nákomin virðist nokkuð skap- mikil um þessar mundir. Reyndu að ræða málin við hana og ætti þá ekki að koma þér á óvart að geöbrigði þessi séu tengd óskynsamlegum kaupum. Krabbinn (22. júní—23. júli): Nú er upp- lagt að eiga umræður um breytingar heima fyrir og gera áætlanir varðandi þær. Vel gæti verið að vinur þinn þægi hjálp við heimilismálin með þökkum. Ljónið (24. júlí—23. ágúst): bú ert ekki einn um að langa til að gera hluti sem þú hefur ekki efni á. Vertu þolinmóður, þvi að stjörnustaðan bendir til að fjárhagur- inn fari batnandi bráðlega. Meyjan (24. ágúst—23. sept.): Láttu ekki eftir þér að ræða persónuleg mál annarr- ar manneskju við manneskju er þú hefur nýverið kynnzt. Svo virðist sem þú verðir að draga nokkuð úr viðskiptaáætlun, sem þú hefur gert. Vogin (24. sept.—23. okt.): Gættu tungu þinnar ef þú ferð út i kvöld. Eitthvaðsagt i gamni gæti verið tekið alvarlega og valdið spennu. Ekki blanda saman viðskiptum og skemmtun, það er ekki viturlegt núna. Sporödrekinn (24. okt.—22 nóv.): Þú ættir ekki að taka neinar áhættur núna. Aftur á móti ættirðu að iðka útilif. Þú gætir þurft að neita yngri manneskju um bón vegna þess hversu heimtufrek hún er orðin. Borgmaðurinn (23. nóv.—20. des.): Manneskja er þú treystir á i einkamálum þinum virðist ætla að svikja þig. Þú ættir að ræða málin við annan traustan vin þinn þvi ekki er óliklegt að hann geti hjálpað þér. Steingeitin (21. des.—20. jan.): Dapurleiki sá, er fylgt hefur þér undanfarið, ætti að hverfa með kvöldinu. Bjart er yfir félags- lifinu og likur á að þú eignist nú nýjan vin með sömu áhugamál og þú. Afmælisbarn dagsins: Sérstök heill fylgir hinum athafnasömu og ævintýrafúsu þetta árið. Margir i þessu merki virðast fara til útlanda til að vinna. Skyndilegar giftingar gætu orðið nokkuð algengar og þá oft milli fólks er ekki hefur þekkzt lengi. Varastu samt að vera alltof fljót- fær, sérstaklega i fjármálum. ,,Ég talaði ekki i tvo klukkutima.. ég hlustaði alltaf annað slagið.” „Þýðir þetta, að ef ég dey, taki ég 10 milljónir með mér?” Lögregla iReykjavik: Lögreglan simi 11166, 'slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. '' Kópavogur : Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 51100. Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi simi 18230. 1 Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir: Simi 25524. Vatnsveitubilanir: Simi 85477. Símabilanir: Simi 05. Bilanavákt borgarstofnana Sími 27311 Svarar alla virka daga frá kl. 17 siðdegis til kl. 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólar- hringinn. Tekið er við tilkynningum um bil- anir á veitukerfum borgarinnar og i öðrum tilfellum, sem borgar- búar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. SJðkrahás Borgarspitalinn: Mánud. — föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. — sunnud. kl. 13.30—14.30 og 18.30— 19. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15—16 og kl. 18.30—19.30. Fæðingardeild: Kl. 15—16 og 19.30— 20. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30—16.30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 18.30—19.30. Flókadcild: Alla daga kl. 15.30— 17. Landakot: Mánud. — laugard- kl. 18.30— 19.30. Sunnud. kl. 15—16. Barnadeild alla daga kl. 15—16. Grensásdeild: Kl. 18.30—19.30 alla daga og kl. 13—17 á laugard. og sunnud. Iivitabandið: Mánud. — föstud. kl. 19—19.30, laugard. og sunnud. á sama tima og kl. 15—16. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Sólvangur Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Landspitalinn: Alla daga kl. 15—16 og 19—19.30. Fæðingar- deild: kl. 15—16 og 19.30—20. Barnaspitali Hringsins: kl. 15—16 alla daga. Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 5.—11. desember er i Lyfjabúð Breiðholts og Austurbæjar- apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörziu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Hafnarfjörður-Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla, upplýsingar á slökkvistöðinni i sima 51100. Á laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i sfmsvara 18888. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakter i Heilsuvernd- 'arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17—18. Simi 22411. Reykjavik — Kópavogur Dagvakt: Kl. 8—17. Mánud,—föstud., ef ekki næst i heimilislækni, sími 11510. Kvöld- ognæturvakt: Kl. 17—08 mánud. — fimmtud., simi 21230. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjabúðaþjónustu eru gefnar i slmsvara 18888. f0 Bridge Í) A frönsku úrtökumóti fyrir HM fyrir nokkrum árum kom eftir- farandi spil fyrir. Spilarinn kunni, Gerard Desrousseaux, var i vestur I vörn gegn þremur tigl- um. Hvernig tókst honum að hnekkja spilinu? 4 KDG2 V G853 4 62 * D54 4-1063 VAK97 ♦ AD8 #»AG7 4 954 V D1042 ♦ 75 * 10832 4 A87 ¥ 6 4 KG10943 * K96 Sagnir gengu þannig i spilinu: Suður Vestur Norður Austur ltigl. dobl lgr. pass 2 tigl. pass 2sp. pass 3 tigl. pass pass pass Frakkinn með erfiða nafninu spilaði út hjartakóng — siðan ásn- um og suður, Steinberg, tromp- aði.' Spilaði bíindum inn á spaða og svinaði siðan tigulgosa. Des- rousseaux drap á drottningu — og hverju spilaði hann nú? Hann vissi að tæknil. var úti- lokað að hnekkja sögninni — þar er suður hlaut að eiga spaðaás og laufakóng og minnsta kosti sexlit i tigli. En Gerard fann bráðfall- ega vörn — spilaði laufagosa eins og hann ætti laufatíu eftir að hafa fengið slag á tiguldrottningu. Steinberg tók slaginn heima á kónginn — og spilaði tigli. En vestur tók á ásinn og hélt áfram sinu „djöflabragði” — spilaði litlu laufi. Auðvitað hélt aumingja suður að austur ætti laufaásinn — lét þvf lítið lauf úr blindum. Mað- ur getur imyndað sér undrun suð- urs þegar austur fékk slaginn á laufatiu og vestur siðan á laufa- ásinn. Frábær vörn — aðeins byrjandi hefði unnið spilið!! If Skák Eftirfarandi staða kom upp i skák Kuntz og dr. Vecsey, sem haföi svart og átti leik, árið 1957. 16.-----Bf4! 17. Dxf4 — Bxd5 18. Hdl — 0-0! 19 . Hxd5 — Df6! 20. Hf5 — De7 og hvftur gafst upp. Til dæmis 21. Bc4 — g6 22. Hd5 — Df6 23. Dxf6 — Rxf6 24. Hd4 — Hae8 25. Bd3 — He3. — Já, þetta er jólapósturinn — allur á einu bretti!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.