Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 24
Hœnurnar hœttar að hafa undan — eggjaskorfur farinn að segja tii sín Hún varð allmyndarleg biðröð- in, og sumir biðu allt upp i þrjá tima. Hún varð all myndarleg bið- röðin. sem myndaðist i Vöru- markaðnum i gær. Og hvað var að gerast? Jú, það var eggja- laust, og húsmæðurnar lögðu á sig að standa i lengri tima i röð til að ná i eggin i jólabaksturinn, — sumar allt upp i þrjá klukku- tima. „Svona er þetta fyrir hver jól,” sagði Ebenezer Ásgeirsson forstjóri Vörumarkaðsins. „Eggjanotkunin er langmest fyrir jólin og bændurnir anna engan veginn eftirspurninni. Þess vegna verðum við að skammta eggin, þegar þau koma, svo að allir fái eitthvað.” Vörumarkaðurinn fær egg tvisvar i viku frá Ásmunda- staðabúinu. Þáð er langstærsta hænsnabú á landinu og meðal annarra viðskiptavina þess má nefna Hagkaup. —AT— Þarna eru eggin loksins komin, og allir fá eitthvað. DB-myndir: Ragnar Th. frjálst, áháð dagblað Föstudagur 5. desember 1975. t Fimm fluttir of Öxna- dalsheiði Lögregla á Akureyri og sjúkrabill þaðan voru kvödd á slysstað á öxnadalsheiði, skammt vestan við Giljareiti i gærdag. Hafði orðið þar mjög harður árekstur milli bifreiða úr Skagafirði og frá Akureyri. Þar sem slysið varð er blindhæð á veginum og munu ökumennirnir ekki hafa sýnt nægilega aðgætni, þvi bif- reiðarnar skullu beint framan á hvor aðra. Mikil hálka var einnig á veginum. Fimm manns, sem i bifreið- unum voru, slösuðust nokkuð, skárust i andliti og stúlka i annarri bifreiðinni fótbrotn- aði. Var allt fólkið flutt á sjúkra- hús á Akureyri og liður þvi eftir atvikum vel. — HP. INNANLANDSFLUG TEFST VEGNA YFIRVINNUBANNS Smávœgilegar skemmdir og ónœði af hvass- viðrinu í nótt Yfirvinnubann 16 „hlað- manna” tafði i gær allt inn- anlandsflug Flugleiða. Allar flugvélar nema ein voru á eftir áætlun. Þó mun verðið hafa átt nokkurn þátt i töfum. Ágrein- ingur er um vetrarorlof. Þegar halda átti fund um málið i fyrradag, reyndust við- ræðumenn Flugleiða farnir úr landi á fund. Við þetta reiddust starfsmenn og lögðu niður yfir- vinnu. Heldur dró Ur hitanum 1 morgun. Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði, að sér virtist sem hlaðmenn mundu fresta yfirvinnustöðvun fram yfir helgi. Einn hlað- manna sagði við blaðið, að i' ráði væri, að aðgerðirnar yrðu ein- staklingsbundnar, þannig að hver og einn hætti yfirvinnu án samtaka og mundu þær aðgerð- ir koma aðsömunotumfyrir þá. Hlaðmenn þessir eru Dagsbrúnarmenn, sem starfa á vellinum. Sveinn Sæmundsson sagði, að ágreiningur væri um túlkun samninga. Að sögn eins hlað- manna segir i samningum, að vetrarfri skuli vera 12 dagar, sem koma til viðbótar sumarfri- um. Stjórnendur Flugleiða hafi ekki viljað reikna nema 5 klukkustundir á dag við greiðslu á vetrarfrii og þeir vildu reikna vinnuvikuna 7 daga, af þvi að hlaðmenn ynnu á vöktum. Hlaðmenn teldu vinnuvikuna hins vegar vera 5 daga. Hann sagði, að viðræður hefðu fariðfram annað veifið siðan 15. september en ekki gengið sam- an. —HH Suðvestan hvassviðri, sem gekk yfir suðurhorn landsins i gærkvöldi og I nótt, olli vand- ræðum, en ekki stórfelldu tjóni. Vestmannaeyjar eru alltaf fyrsta fórnarlamb suðvestan áttarinnar, en þar varð ekki teljanlegt tjón, þrátt fyrir 12 vindstig, sem án efa hafa verið fleiri i mestu hviðunum. Lausar járnplötur fuku þar á einum stað og bátur i höfninni losnaði að aftan, ,en fljótlega tókst að binda hann. A Selfossi hafði brotnað gluggi og eitthvað laus- legt dót fokið. Á Akranesi lá Akraborgin bundin við bryggju. Ekki er talið vogandi að ögra brimöldum á Faxaflóa þegar tryggingar eru litlar sem engar á bifreiðum, eins og i ljós kom við óhappið nú fyrir nokkrum dögum. 1 Reykjavik olli veðrið ekki teljandi tjóni, þó brotnaði stór rúða i Tónabæ undan virid- inum. ÞORSKURINN KOSTAR MEIRA EN NAUTAKJÖT í DANMÖRKU hefur farið allt upp í 500 krónur kílóið „Eftir þvi sem færri þorskar eru eftir i hafinu, þeim mun hærra verð fæst fyrir þennan fisk. Þessi staðreynd á eftir að endurspeglast á fiskmörkuðum i framtiðinni,” sagði Kristján Ragnarsson, formaður Lands- sambands islenzkra útvegs- manna, er Dagblaðið bar undir hann eftirfarandi frétt: Þorskverð hefur hækkað um 800% frá þvi meðalverði, sem fengizt hefur fyrstu þrjá árs- fjóröungana 1975 á dönskum fiskmarkaöi. I Fiskhöllinni i Hvide Sande i Danmörku var úrvalsþorskur nýlega seldur á allt að 18.05 krónum dönskum kilóið. Þetta jafngildir um 500 islenzkum krónum fyrir hvert kiló af úrvalsþorski. Meðalverð- ið á þorskkilóið fyrstu þrjá árs- fjórungana var D. kr. 2.15, eða um isl. kr. 60.00. Kristján Ragnarsson sagði ennfremur, að Danir væru nú búnir með sinn kvóta samkvæmt samkomulagi Norö- austur-Atlantshafsnefndarinnr. Hann kvað Dani að visu hafa fengið hluta af þorskveiðikvóta Norðmanna gegn ónotuðum lýsukvóta. „Danir hafa ekki leyft sölu á islenzkum þorskihjá sér,” sagði Kristján. „1 dönskum fiskibæj- um rikir nánast striðsástand vegna óánægju danskra sjó- manna yfir þvi að fá ekki að veiða þær fisktegundir, sem út- lendingar eru aö veiða á þeirrg nálægustu miðum. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir þvi, að islenzku sildarskipin hættu veiðum i Norðursjónum áður en þau höfðu fyllt kvótann. Við höf- um ekki sótt fast á um sölu I Danmörku vegna þessa á- stands,” sagði Kristján Ragn- arsson. Verð það sem greint er frá i fréttinni er einstakt hámarks- verð, en þó liklega raunhæf bending um þá þróun, sem er i mótun á þorskverði á fleiri mörkuðum. Staðfestir þetta þvi ótvirætt þýðingu þess, að þorsk- stofninn nái þeim vexti og gæð- um, sem allir eru sammála um að stefna beri að með vemdun hans og skipulegum veiðitak- mörkunum. —BS—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.