Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 23
23
Sjónvarp
Pagblaðiö Föstudagur 5. desember 1975.
Útvarp
Sjónvarp kl. 22,10:
Frelsisbarátta íra í
kvikmynd kvöldsins
Kvikmyndin sem er á dagskrá
sjónvarpsins i kvöld kl. 22.10
heitir Heilsaðu kölska. Er þetta
bandarisk biómynd frá árinu
1959 og heitir á frummálinu
Shake hands with the devil.
Myndin gerist i Dyflinni árið
1921 og lýsir á óbliðan hátt bar-
áttu irsku andspyrnuhreyf-
Sjónvarp kl. 20,40:
ingarinnar. Ungur bandariskur
læknanemi af irskum ættum
gengur i andspyrnuhreyfinguna
erEnglendingar skjóta vin hans
til bana.
Leikstjóri myndarinnar er
Michael Anderson. Aðalhlut-
verkin eru leikin af James
Cagney, Don Murray, Michael
Redgrave og Glynis Johns. Þýð-
andi er Kristmann Eiðsson.
1 kvikmyndahandbók okkar
fær þessi mynd þrjár stjörnur.
Þar er tekið fram að prýðisgóðir
leikarar i aðalhlutverkunum
vegi upp á móti lélegu kvik-
myndahandriti.
Sýningartimi myndarinnar er
1 kíst. 45 min. A.Bj.
Alþingismenn fyrir svörum í „Kastljósi" í kvöld
— Fjarskiptasamband Is-
lands við umheiminn verður á
dagskrá Kastljóss i kvöld kl.
20.40 i sjónvarpinu. Umsjónar-
maður þáttarins er Eiður
Guðnason.
Póst- og simamálastóri Jón
Skúlason verður fyrir svörum.
Þá verður fjallað um bækur
og bókaútgáfu og rætt við full-
trúa útgefenda. Það verða þeir
Orlygur Hálfdánarson og Arn-
björn Kristinsson en þeir eru
formaður og varaformaður i fé-
lagi bókaútgefenda.
Loks verður spjallað við tvo
stjórnmálamenn um samband
og tengsl stjórnmálamanna og
fréttamanna i starfi. Verða þeir
alþingismennirnir Steingrimur
Hermannsson og Ragnar Arn-
alds fyrir svörum.
ur á Morgunblaðinu og Jón
Sigurðsson skrifstofustjóri
menntamálaráðs aðstoða Eið i
Kastljósi i kvöld. —A. Bj.
Hver eru tengsl alþingismanna
og fréttamanna í starfi?
James Cagney sem leikur aðalhlutverk myndarinnar i kvöld hefur
verið á hvita tjaldinu frá þvi árið 1930 og ætti þvi aö vita hvernig á
aö haga sér fyrir framan kvikmyndavéiarnar.
Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður.
-20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Kastijós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónar-
maður Eiður Guðnason.
21.40 Hljóð úr horni. Howard
McGullough leikur nokkur
lög á nýstárlegt rafmagns-
orgel og kynnir hljóðfærið.
Þýðandi Stefán Jökulsson.
22.10 Vitahringur. (Shake
Hands With The Devil).
Bandarisk biómynd frá ár-
inu 1959. Leikstjóri er
Michael Anderson, en aðal-
hiutverk leika James
Cagney, Don Murray og
Michael Redgrave. Myndin
gerist i Dyflinni árið 1921.
Bandariskur læknanemi af
irskum ættum gengur i and-
spyrnuhreyfinguna, er eng-
lendingar skjóta vin hans til
bana. Þýðandi Kristmann
Eiðsson.
Magnús Finnsson blaðamað-
Ragnar Arnalds alþingismaður.
Steingrlmur Hermannsson al-
þingismaður.
Stjórn upptöku Andrés Ind- 23 55 nagskrárlok.
riðason.
Utvarpið kl. 20,00:
Verk eftir Beethoven og Brahms
á Sinfóníutónleikum í kvöld
Ashkenazy stjórnar. Rúmenskur einleikari
Vladimir Ashkenazy, sem er
nýkominn heim úr sinni fyrstu
hljómleikaför til Afriku er
stjórnandi á hljómleikum
Sinfóniuhljómsveitarinnar sem
eru á dagskrá útvarpsins kl. 20.
i kvöld. Einleikari er rúmenski
píanósnillingurínn Radu Lupu.
Tónleikarnir voru hljóðritaðir
i gærkvöldi og kynnir er Jón
Múli Árnason.
Píanóleikarinn er Radu Lupu frá Rúmeniu. — Ljósmyndir Jón
K. Cortes.
A efnisskránni eru Egmont-
forleikurinn eftir Beethoven,
Pianókonsert nr. 4 i G-dúr eftir
Beethoven og Sinfónia nr. 1 eftir
Brahms.
Einleikarinn Radu Lupu
fæddist i Rúmeniu 1945 og hóf
pianónám sex ára gamall. Kom
hann fyrstfram opinberlega tólf
ára gamall. Sautján ára vann
hann námsstyrk við Tónlistar-
skólann i Moskvu. Hann vann
fyrstu verðlaun i Van Cliburn
keppninni áriö 1966 og Enescu
keppninni 1967.
Radu Lupu settist að i London
og kvæntist brezkri stúlku og
varð hann fljótlega eftirsóttur
einleikari. Hann er nú i fremstu
röð pianóleikara bæði austan
hafs og vestan. Hefur hann leik-
ið inn á allmargar hljómplötur
sem hvarvetna hafa hlotið hið
mesta lof.
Óþarfi er að kynna Ashkenazy
fyrir islenzkum hlustendum en
fyrir utan að vera frábær pianó-
leikari er hann nú farinn að
snúa sér i æ rikara mæli að
hljómsveitarstjórn.
A.Bj.
Æfing fyrir tónleikana, sem
fram fóru i gærkvöldi. Ashken-
azy i essinu sinu með stóra
sveiflu i hlutverki stjórnandans.
Útvarp
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan :
„Fingramál” eftir Joanne
Greenberg Bryndis Vig-
lundsdóttir les þýðingu
sina(9).
15.00 Miðdegistónleikar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 Ótvarpssaga barnanna:
„Drengurinn I gullbuxun-
um” eftir Max Lundgren.
Olga Guðrún Arnadóttir les
þýðingu sina (9).
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Guðni
Kolbeinsson flytur þáttinn.
19.40 Þingsjá. Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 Frá tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar íslands i
Háskólabiói kvöldið áður.
21.30 Útvarpssagan: „Fóst-
bræður” eftir Gunnar
Gunnarsson. Jakob Jóh.
Smári þýddi. Þorsteinn ö.
Stephensen leikari les (23).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Leiklistar-
þáttur. Umsjón: Sigurður
Pálsson.
22.50 Afangar.Tónlistarþáttur
i umsjá Asmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.