Dagblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 13
12
13
Dagblaöið Föstudagur 5. desember 1975.
Dagblaðið Föstudagur 5. desember 1975
F.C. Malines — Berchem
R.W.D.M. — Waregem
F.C. Liége — Beveren
Antwerp — Standard
Lokeren — A.S. Ostende
F.C. Brugea — Anderlecht
Beringen — R. Malines
Beerschot — C. Bruges
La Louviére — Lierse
Liege 1. desember.
Fimmtánda umferðin f 1.
deild var leikin um siðustu
helgi. Yfir 35 þúsund áhorfendur
voru mættir á Olympia-Stadium
i Brugge og fylgdust með viður-
eign efstu liðanna — FC Brugge
og Anderlecht. Það er ekki hægt
að segja annað en Anderlecht
hafi fengið hreina óskabyrjun.
Strax á 13. min. varð danski
markmaðurinn hjá Brugge,
Jensen, að sækja boltann f netið
eftir sannkallaðan þrumufleyg
frá hollenzka landsliðsmannin-
um Rensenbrink.
Aðeins tveimur min. siðar
splundraði Rensenbrink svo
vörn Brugge — sendi siðan á
landa sinn Ressel, fyrrverandi
leikmann hjá Feyenoord, og
Ressel skoraði örugglega Ur
opnu færi, 0-2.
En FC Brugge er lið, sem gef-
ur sig ekki fyrr en i fulla hnef-
ana og á 21. min. tókst De
Cubber að minnka muninn, 1-2.
Belgiski landsliðsmaðurinn Van
Cool skoraði jöfnunarmarkið á
32. mín. eftir að hafa stungið
varnarmenn Anderlecht af og
staðan i hálfleik var 2-2.
SigurmarkBrugge kom á 70.
min., þegar landsliðsbakvörður
Anderlecht Van Binst ætlaði að
hreinsa frá.marki, en rann til á
hálum vellinum. Van Cool þakk-
aði fyrir sig með þvi að renna
boltanum i netið. Við þessi úrslit
erstaða Brugge orðin mjög góð.
Liðið hefur hlotið 21 stig i 14
leikjum. Lokeren og Beveren
fylgja þó fast á eftir, en bæði
liðin hafa leikið. einum leik
fleira.
Meistararnir RWDM áttu
léttan dag, þegar þeir lögðu
Waregem að velli á Edmond
Matces i Brussel. Úrslit leiksins
l-0gefa engan veginn rétta hug-
mynd um gang hans. Þriggja til
fjögurra marka sigur hefði ver-
ið sizt of stór. Benny Nielsen,
danski leikmaðurinn, sem
margir Islendingar kannast við,
skoraði eina mark RWDM á
þriðju minútu beint úr auka-
spyrnu. Waregem, sem lék án
tveggja sinna beztu manna, var
eina liðið fyrir umferðina, sem
var taplaust á útivelli. Paul Van
Himst, sem litið hefur verið með
á þessu keppnistimabili, átti
stórgóðan leik.
Óvæntustu úrslit helgarinnar
voruánefasigur Standard Liege
á útiveglli gegn Antwerpen. Það
lið hefur löngum verið erfitt
heim að sækja — til dæmis hafði
Standard ekki unnið þar leik
siðan 1966.
Van Moer, hinn margreyndi
landsliðskappi Standard, virðist
vega búinn að ná sér að mestu
leyti eftir fótbrotið, sem hann
hlaut á siðasta keppnistimabili.
Margir héldu þá, að ferli hans
væri lokið sem knattspyrnu-
manns, þvi það var hvorki
meira né minna en i fjórða
skiptið, sem leggurinn á hægra
fæti brotnaði á sama stað. En nú
er Van Moer, sem er 29 ára,
óðum að komast í sitt gamla
form og átti mjög góðan leik.
Fyrsta mark leiksins skoraði
undirritaður á 30. min. Philippe
Garot bætti öðru markinu við i
byrjun siðari hálfleiks. Á 75.
F.C. Bruges
Lokeren
Beveren
Waregem
R.W.D.M.
Anderlecht
Lierse
Standard
Antwerp
BeerSchot
C.S. Bruges
F.C. Liége
La Louviére
A.S. Ostende
Beringen
F.C. Malines
R. Malines
Berchem
S. Charleroi
Pillippe Garot — til vinstri — sést hér skora annað mark Standard
gegn Antwerpen.
min. var Garot aftur á ferðinni
og skoraði 0-3. Stuttu siðar fékk
Ande Gorezgullið tækifæri til að
auka muninn — en skaut himin-
hátt yfir.
Austurrikismaðurinn Kodat
hjá Antwerpen minnkaði mun-
inn i 1-3 Ur vitaspyrnu. Ungur og
efnilegur piltur, Jan Mees að
nafni, skoraði fjórða mark
Standard. Heyligen hjá Ant-
werpen átti svo lokaorðið i
leiknum, þegar hann skallaði i
netið á siðustu minútu leiksins
2-4.
Lokeren vann góðan sigur
gegn AS Ostende 3-1. Pólverjinn
Lubanski skoraði fyrsta mark
heimamanna. Hann varð að
yfirgefa völlinn stuttu siðar
vegna meiðsla. Van Lessem
kom Lokeren i 2-0 — Heyt skor-
aði fyrir Ostende — og Luyker-
buyk þriðja mark Lokeren. La
Louviere náði i tvö dýrmæt stig
gegn Lierse. Það var fyrsti sig-
ur La Louviere á heimavelli frá
þvi i ágúst. Mörkin tvö skoraði
Patrik Gorez og til gamans- má
geta þess, að hann er bróðir
Ande Gorez hjá Standard,
Charleroi, lið Guðgeirs Leifs-
sonar, sat hjá i þessari umferð.
1 næstu umferð leikur Standard
á heimavelli við Lokeren — og
Charleroi á heimaleik gegn
Antwerpen.
Kærkveðja
Asgeir Sigurvinsson
Nú er oð hef na ó-
ísland - Fœreyjar
faranna í Osló!
í blaki
island leikur i kvöld landsleik i
blaki við Færeyjar i Laugardals-
höllinni og hefst leikurinn kl.
20.30. Hvort island sigrar eður ei
skal látið ósagt — en það má taka
það fram að island hefur aldrei
tapað fyrir Færeyingum I lands-
keppni, hvaða nafni sem þær hafa
nefnzt.
Islenzka landsliðið hefur verið
valið og er það þannig skipað:
í kvöld
Halldór Jónsson, Indriði Arnórs-
son og Sigfús Haraldsson allir frá
ÍS. Anton Bjarnason og Tómas
Jónsson frá UMFL, Elías Niels-
son, Óskar Hallgrimsson og Páll
Ólafsson, Viking og Guðmundur
Pálsson, Gunnar Jónsson og
Valdemar Jónasson, Þrótti.
Siðari leikur þjóðanna fer fram
á morgun i Laugardalshöllinni og
hefst hann kl. 15.30.
Létt hjó Laugdœlum
Andy Gray í landsliðið
Andy Gray, hinn 19 ára mið-
herji Aston Villa, sem lék hér á
landi i haust með Dundee Utd.
gegn Keflvikingum, var valinn I
skozka landsliðið I knattspyrnu í
gær. Hann leikur Evrópuleik
Skota við Rúmena á Hampden
Park i næstu viku — fyrsti lands-
leikur þessa efnilega leikmanns.
fengið á sig 383 mörk. Að sjálf-
sögðu bætist tapið úti í Osló við —
spurningin er bara — tekst FH að
sigra ásunnudaginn? —h.halls
-------->-
Geir Hallsteinsson i fremstu víg-
linu gegn Oppsai — og gaman
væri að sjá þennan snjalla leik-
mann í landsliðinu á ný. tsland
þarfnast hans.
með 15-9 siðan 15-1 og 15-13 og var
siðasta hrinan nokkuð spennandi.
Mikill munur var á liðunum — en
áberandi bezti leikmaðurinn i
leiknum var Tómas Jónsson
UMFL, sem leikur sinn fyrsta
landsleik gegn Færeyingum i
kvöld. VS.
FH leikur siðari leik sjnn við
Oppsal á sunnudagskvöidið i
Laugardaishöllinni ki. 20.30. Eftir
slæma ósigra isienzkra iiða gegn
Norðmönnum — landsiiðsins og
FH I Osló —er kominn tími til að
snúa dæminu við. Hvort FH tekst
það á eftir að koma I ljós — alla
vega ætti FH að geta sigrað Allan
Gjerde og félaga.
Leikurinn úti var sögulegur —
fjórum FH-ingum var visað af
leikvelli i samtals 11 mínútur.
Flest gekk FH i óhag — Pal Bye
varði þrjU viti i lok leiksins —
Oppsal brunaði upp og skoraði Ur
fráköstunum.
„Við tókum á móti þeim eins og
við framast þorðum — en við
verðum að gera enn betur hér
heima,” sagði Þórarinn Ragnars-
son, „i þeim tiu Evróuleikjum
sem við höfum leikið, þá höfum
við aldrei fengið jafn lélegar mót-
tökur og Norðmenn veittu okkur
Uti — hreint ótrUlegt.”
Úrslit ó HM
Norsku stúlkurnar stóðu i þeim
rúmensku i undankeppni heims-
meistarakeppninnar i handknatt-
leik, sem fram fer i Rússlandi um
þesSar mundir. Rúmenia sigraði
13—10 eftir að hafa haft 6—3 hálf-
leik.
Pólland sigraði Bandarikin
21—66 (10—3) og Ungverjaland
sigraði Túnis 28—6 (14—3 I hálf-
leik).
Einn leikur var háður I 1. deild
tslandsmótsins i blaki á Laugar-
vatni i gærkvöld. Þá léku UMFL
(Laugdælir) við UMSB (mennta-
skólanema) og sigruðu Laugdælir
með yfirburðum eða 3-0.
t fyrstu hrinunni sigruðu þeir
Knattspyrnumenn okkar halda ársþing sitt um helgina —og þarkoma vist fáir til meðaðstanda á haus eins ogkappinn á myndinniað ofan. Frekar einblint á bolt-
anh*7kl,fJlHieritÓra1?trÍÖÍÖ^ÍnS- °Íhj? ^USfh 1 Offenbackers Kickers I Vestur- Þýzkalandi. Atvikiö er úr leik Hertha, Berlín, og Kickers I Bundesligunni I haust
þyzki landsliðsmaðunnn Erwin Kostedde, fyrsti svertinginn, sem leikiö hefur I vestur-þýzku landsiiði , „stangar” völlinn.
Best er ó bóðum óttum
Ólofi kastað
ó marksúluna
— í leiknum við Gummersbach
og hlaut skurð á höfði
Ólafur H. Jónsson brunaði að
marki Gummersbach i hraðaupp-
hlaupi i leiknum ó miðvikudaginn,
en um leið og hann sendi knöttinn i
markið hrinti einn leikmaður
Gummersbach honum illa. Ólafur
kastaðist áfram og lenti illa á
markstönginni. Hann gat ekki lcik-
ið meira — hlaut skurð á höföi,
sagði Axel Axelsson, þegar Dag-
biaðið ræddi við hann i Dankersen I
gær.
Það var farið með Ólaf til læknis,
sem saumaöi fimm spor i höfuð
hans — og vildi hann hafa óiaf 4—5
daga á spitala. En ólafur var á
annarri skoðun — fór heim með
okkur eftir leikinn. Hann er hraust-
ur og ætlar sér að veröa oröinn góö-
ur af þessu um helgina, sagði Axel
ennfremur.
Við réðum ekkert við Gummers-
bach þarna i Bielstein — þeir hafa
sérlega góðu iiði á að skipa. Mun-
urinn var mikill 21—12 og þetta er
okkar iakasti-leikur hjá Dankersen.
Kater átti frábæran leik I marki
Gummersbach. Okkur tókst að
hafa nokkuð góð tök á Hansa
Schmidt I leiknum — hann skoraði
eitt mark utan af velli og svo tvö úr
vítum.
Ólafur H. Jónsson skoraði tvö
mörk i leiknum — það slðara úr
hraöaupphlaupinu, sem áður er
nefnt, en það var um miöjan siðari
hálflcikinn. Axel skoraði eitt mark
i leiknum. Þeir Axel og Óiafur
halda til Danmerkur á sunnudag til
móts við Islenzka landsliðið — og
Gunnar Einarsson, Göppingen,
kemur þar einnig I landsliöshópinn.
George Best, knattspyrnukapp-
inn kunni, neitað þvi I gær að hafa
skrifað undir samning við Los
Angeles-félagið Aztek eins og
framkvæmdastjóri þess lét frá
ser fara. Best ætlar að hugsa sig
vel um áður en hann yfirgefur
Bretland — og sagðist hafa tilboð
frá kunnu félagi i Lundúnaborg.
og nær knettinum af Pétri, sem ætlaöi
að fara að spyrna á mark.
28 milljónir
til félagsins
Fortuna Dusseldorf mun vænt-
aniega kaupa sænska iandsliðs-
manninn Jan Mattsson frá Öster
Vaxjö og mun hann iiklega leika
með Dusseldorf á móti Hamburg
SV á laugardaginn.
Það sem er athyglisvert i þessu
sambandi er, að sænska félagið
fær 28 milljónir i sinn hlut þegar
Mattsson fer til Þýzkalands —
munar um minna fyrir sænska
áhugamannaliðið. —h.halls.
Sigurplatti
hjó ÍBK
Keflvikingar hafa gefið út
platta I tilefni sigurs þeirra i
bikarkeppni KSÍ i sumar. Aðeins
200 plattar voru gefnir út og er
hver platti númeraður.
ÍBK gaf út i sumar piatta i til-
efni sigurs liðsins I islandsmótinu
1973 og seldist hann upp á
skömmum tima. Piattarnir eru
seldir i Verzluninni Sportvlk og
hjá Hafsteini Guðmundssyni í
Keflavik.
Bommi á ótrúlegum hraða...
I---------
I
Stefnir
Arsþing Knattspyrnusambands ís-
lands verður haldið um heigina —
hefst kl. tvö á morgun. Þar stefnir I ró-
legt ársþing — engin meiri háttar mál
liggja fyrir þinginu. Siðasta keppnis-
timabil hið glæsilegasta I sögu Is-
lenzkrar knattspyrnu — og stjórnin
hefur staðið vel að málum undir
styrkri stjórn Ellerts B. Schram. Hann
gefur kost á sér til endurkjörs — og
verður áreiðanlega kosinn einróma.
Búast má við talsverðum umræð-
umum 2. deildina — og munu norðan-
rólegt
menn hafa þar forustu, en ekki sjáan-
legt, aö þar komi til mikilla breytinga.
Þá hlýtur mál Vals og ÍBK i sambandi
við þátttöku i Evrópukeppninni að
koma á dagskrá og gæti oröið eina
verulega hitamálið á þinginu. Þar þarf
ákveðnari reglur.
Tveir menn gefa ekki kost á sér til
endurkjörs i stjórn KSÍ — Jón
Magnússon og Vilberg Skarphéðins-
Jón Magnússon, varaformaður _k
hættir I stjórn KSÍ eftir 23ja ára
bært starf. Lr
— síðari leikur FH og Oppsal í Evrópukeppni bikarhafa
í Laugardalshöllinni ó sunnudagskvöld — FH þarf
_________ að vinna upp ótta marka mun
Forusta USA
Bandarikin hafa forustu eftir
fyrsta keppnisdaginn i heimsbik-
arnum i golfi, sem háöur er i
Bankok i Thailandi. Johnny
Miller náði beztum árangri
keppenda i gær — lék á 68 höggum
og hann og félagi hans i banda-
risku sveitinni, Lou Graham.
hafa fjögurra högga forustu.
í norsku pressunni eftir leikinn
var talað um villimennina frá Is-
landi — og hinir v-þýzku dómarar
hafi tekið allt of vægt á þessum
„frumstæðu” handknattleiks-
mönnum. Það var ekki talað um
óprúðmannlega framkomu leik-
manna Oppsal — þegar var kýlt
og klórað.
FH hefur leikið við mörg af
fremstuliðum Evrópu og yfirleitt
staðið sig vel — litum á frammi-
stöðu FH I Evrópukeppni:
1965— 1'66:
FH — Fredensborg 19-15 — 17-14
FH — Dukla Prag 15-20 —16-23
1966— ’ 67:
FH — Honved 19-14 — 13-20
1969—’70:
FH — Ivry 18-12 — 16-15
FH —UK 51 17-10 — 13-10
FH — Partizan Bjelo 14-28— 8-27
1974—’ 75:
FH —SAAB 16-14 — 21-22
FH —St. Othmar 19-14 — 23-23
FH — Vorwarts 17-21 —18-30
Alls eru þetta 20 leikir, þar hafa
9 unnizt, 1 jafntefli og 10 töp.
FH-ingar hafa skorað335mörk og
íþróttir
KSI-þing
son. Jón Magnússon hefur átt sæti i
stjórn KSÍ í 23 ár eða lengur en nokkur
annar maður — og setið yfir 950stjórn-
arfundi. Störf hans I þágu KSl verða
seint metin. Jón Magnússon hefur
aldrei talið eftir sér fé eða fyrirhöfn I
þágu Islenzkrar knattspyrnu.
Fulltrúar Knattspyrnuráðs Reykja-
víkur munu koma saman I fyrramálið
— og verður þar rætt um stjórnarkjör
á ársþinginu, en KRR hefur oftast
reynt að koma fram sem einn aðili
fyrir Reykjavikurfélögin. Rætt hefur
verið um Hilmar Svavarsson, Fram,
Gisla Sigurðsson, Val og Gylfa Þórð-
arson, Akranesi, sem væntanlega
kandidata i stjórn KSl — en auk Jóns
Magnússonar eiga nú að ganga úr
stjórn Jens Sumarliðason og Páll
Bjarnason. Jens verður í endurkjöri og
nýtur rríikils álits innan knattspyrnu-
samtakanna — og sama er að segja
um Pál. En Páll gefur ekki kost á sér
til endurkjörs og er það skaði fyrir
knattspyrnuhreyfinguna.