Dagblaðið - 11.12.1975, Qupperneq 8
8
Dagblaðið. Fimmtuclagur 11. desember 1975.
MMSBUmB
frjálst, óháð dagblað
Ctgefaudi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn’ R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: llallur Simonarson
ilönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson,
Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Haliur Ilallsson, Helgi
'Pétursson, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson.
Ilandrit: Asgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga
Guðmannsdóttir, Maria ólafsdóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Práinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir llannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. llalldórsson
Áskriftargjald SIIO kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 10 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ritstjórn Siðumúla 12, simi S3J22, auglýsingar, áskriftir og af-
greiðsla Þverholti 2, simi 27022.
Vaxtalækkun
Bankavextir eru miklu hærri hér en
annars staðar gerist. Háu vöxtunum
er ætlað að hamla gegn verðbólgunni.
Þeir eru mikil byrði á atvinnuvegum
og einstaklingum. Nú virðist hafa
skapazt tækifæri til að lækka vextina,
án þess að það stuðli að verðbólgu.
Það kynni þvert á móti að verða til
þess, að verðbólgan yrði minni.
Hóflegar kauphækkanir á siðastliðnu vori eiga
mestan þátt i, að úr hraða verðbólgunnar hefur
dregið siðustu mánuði. Þegar atvinnuvegirnir hafa
ekki svigrúm til að veita verulegar kauphækkanir
með þvi að skerða hagnað sinn koma kauphækkanir
fram i verðhækkunum eða gjaldþroti fyrirtækja.
Það er lýðum ljóst, að verði talsverð kauphækkun
nú um áramótin le.'ðir hún einungis til þess, að
verðbólguhjólið eykur hraðann. Það verður að finna
aðrar leiðir.
Kjaramálaráðstefna Alþýðusambandsins benti á
eina slika leið, vaxtalækkun.
Launþegar hafa með þessu lýst yfir, að þeir muni
meta lækkun vaxta sem kjarabætur, draga úr kröf-
um sinum um kauphækkanir, ef vextirnir lækka.
Það eru óhóflega háir vextir, nema við sérstak-
lega óeðlilegar aðstæður, þegar sá sem tekið
hefur lán til fimm ára, sem greiðist með jöfnum af-
borgunum, borgar álika mikið i vexti og hann"
greiðir i afborgunum. Þannig er málum farið i ár.
Vextirnir eru þung byrði á launþega almennt.
Þvi er rökrétt að lækkun vaxta sé metin tii jafns
við kauphækkun. Það þýðir, að beinar
kauphækkanir verða minni, ef komið er til móts við
launþega i þessu. En vaxtalækkun verkar með
öðrum hætti að lausn kjarasamninga. Hún gerir at-
vinnuvegunum auðveldara að greiða hærra kaup,
þar sem þessi kostnaðarliður minnkar.
Fyrir aldrað fólk og aðra, sem kunna að eiga ein-
hverja peninga i banka, skipta vextirnir litlu máli i
samanburði við verðbólguna. Aðalhagsmunamál
þessa fólk er, að úr verðbólgunni dragi. Það er með
örðum orðum hagur þess að kauphækkunum verði
haldið innan þeirra marka, sem efnahagurinn þolir,
án þess að enn ein verðbólgusprengingin dynji yfir.
Ennfremur má færa þau rök fram til stuðnings
vaxtalækkun um þessar mundir, að verðbólgan er
minni en áður. Ef sérfræðingar hér hugsa sér, að
vera skuli eitthvert ákveðið hlutfall milli vaxta og
verðbólgu, þá ber að lækka vextina, þegar
verðbólgan minnkar.
Við núverandi aðstæður, þegar flestir eru
tilneyddir að taka lán þrátt fyrir vextina, gefst út-
lánastopp betur en háir vextir til að hamla gegn
þenslu.
Vitað er að sumir ráðherrar að minnsta kosti telja
vaxtalækkun koma til greina, en Seðlabankinn
hefur önnur sjónarmið og tekur fyrst og fremst mið
af áhrifum hárra vaxta á þenslu.
Meginmálið er að leiðir finnist til að koma til móts
við kröfur alþýðusamtakanna um kjarabætur án
þess að allt fari i loft upp. Við verðum að halda
verðbólgunni niðri, úr þvi að tækifæri gefst til þess.
ÞORA ÞEIR AÐ
Þorir rikisstjórnin að skera
niður framlög til almannatrygg-
inga um tvo milljarða króna eins
og hún boðaði i haust er fjárlög
voru lögð fram?
Gera ráðherrar, þingmenn og
aðrir stuðningsmenn stjórnarinn-
ar sér ljóst hvað slíkur niður-
skurður mundi þýða fyrir gamla
fólkið, öryrkjana, fyrir sjúklinga
á sjúkrahúsum og fjöískyldur
þeirra?
Þessar spurningar biða nú
svara að tjaldabaki á Alþingi þar
sem frumvörp um niðurskurð
rikisútgjalda hafa loksins verið
lögð fram, eftir að þingið hefur
verið aðgerðalitið i tvo mánuði.
En stærsti bitinn er eftir:
almannatryggingarnar.
Það er rétt að tryggingarnar
kosta þjóðina of fjár — ef rétt er
að nota orðið kosta.af þvi að þær
eru tilflutningur á tekjum, frá
þeim sem helzt eru aflögufærir,
til hinna sem verst eru stæðir
vegna aldurs, veikinda eða af
öðrum ástæðum.
Tryggingakerfi okkar hefur nú
verið að þróast og vaxa i nokkra
áratugi, og er sjálfsagt að halda
uppi ýtrustu gætni hvað
framkvæmd þess snertir. Það
mun án efa vera nokkuð um mis-
notkun trygginga. Slik kerfi eru
alltaf misnotuð að einhverju
marki. En það eru smámunir i
samanburði við það gagn sem
þau gera, þá mannúð sem þau
sýna.
Almannatryggingar eru krist-
indómur i framkvæmd, sagði
frægur klerkur i Reykjavik eitt
sinn, enda þótt hann væri ekki
„vinstrisinnaður” i stjórnmála-
skoðunum.
Við skulum dæma hvert
þjóðfélag eftir þvi hvernig það
fer með sjúka og aldraða, segir
fornt orðtæki.
Okkur hættir til að telja al-
mannatryggingar sjálfstæðar og
þvi er hollt að hlusta eftir dæmum
um þýðingu þeirra.
Amerisk stúlka, sem er öryrki,
giftist tslendingi, átti með honum
tvö börn og fluttist hingað. Þau
skildu og hún var spurð hvort hún
vildi fara heim. Nei, hún sagðist
bjarga sér miklu betur við trygg-
ingar og aðstoð hér á Islandi en i
Bandarikjunum
Það er talað um að láta
sjúklinga greiða daggjöld á
sjúkrahúsum eins og gerist
erlendis án trygginga. Flestir
vilja byrja lágt, e.t.v. með 800
krónur á dag. En þessi gjöld
mætti hækka með ákvörðunum
Hann er
gamaldags
hann Jón
foreldror eru
heldur ekki við-
mœlandi í dag
Það er ekki ofsögum sagt að
hann Jón og hún Gunna hans hafi
fengið fyrir hjartað eftir lesturinn
á þvi sem eftir framkvæmda-
stjóra Tónabæjar, Ómari Einars-
syni, var haft i Dagblaðinu á
dögunuraÞetta var út af drykkju-
skap og skemmdarverkum
unglinganna við Tónabæ, en
Omar sagði: „Þetta fólk hefur
aldrei upplifað það að fullorðinn
maður hafi talað við það af viti.
Reyni maður slikt eiga
krakkarnir það hreinlega til að
skæla. En auðvitað verður maður
að halda áfram að reyna. Það ber
náttúrlega ekki árangur nærri
strax, þetta er miklu meira mál
en svo.”
Gat það verið að hann Jón hefði
ekki talað við börnin sin af viti, en
þau voru einmitt á þeim aldri sem
mest hafði haft sig i frammi i
Tónabæ? Ekki gat Jón staðið á
móti þvi að 15 og 16 ára unglingar
fengju að fara út að skemmta sér.
Það fengju „allir” eftir þvi sem
Jón vissi bezt.
Að visu hafði samkomulagið
ekki verið sem bezt við krakkana
að undanfömu. Hann hafði svo
sem fengið að heyra ab hann væri
gamaldags og bezt geymdur á
elliheimilinu. Og hún Gunna hans
átti ekki sjö dagana sæla þar sem
hún gekk um með bómull i eyrun-
um. Hvers vegna? Jú, það var
verið að spila poppmúsik og þau
Jón og Gunna áttu steriótæki. Ef
Á öndverðum áttunda tug
aldarinnar hefur hvert merkisár-
ið af öðru heilsað og kvatt. 1971
var til að mynda ár nýrrar rikis-
stjórnar sem sálaðist úr innan-
meini á þjóðhátiðarárinu. Striðs-
skip danskt flutti upp hingað
Flateyjarbók og fleiri handrit is-
lensk, þjóðargjöf dana. Þetta var
ár geirfuglsins sem við keyptum
á tvær milljónir úttroðinn; mundi
vist leggja sig á einar 7—8 nú.
1972 ber hátt heimsmeistara-
mót i skák og þvi heimsfrægt. Þó
ekki að endemum, en nærri lá
það. Landhelgin færð út i 50 milur
og hófst þorskastrið. Floti hennar
hátignar fékk verkefni við sitt'
hæfi eins og nú, og varla seinna
vænna að berjast um siðustu titt-
ina.
Þetta var ár bókarinnar. 800
millj. manna geta ekki lesið bæk-
ur samkv. skýrslum það ár. Hall-
dór Laxness sjötugur, og minntist
jafnvel háskólinn afmælisins.
Arsins 1973 verður lengi minnst
sem árs náttúruhamfara og þá
um leið háfleygra loforða, en um
efndirnar má minna 'á visu eina
gamla: Þótt þú lofir fögru fljóð
o.s.frv. Þetta var og ár hinna
„tignu gesta” og þá fjölgaði orðu-
bræðrum. — Áður fyrr borguðu
krossberar metorðaskatt, skv.
röðun i 9 tignarflokka og var þetta
hár skattur. Þar sem mjög skort-
ir nýja tekjustofna legg ég til að
metorðaskattur veri lagður á að
nýju.
Dýrtiðardraugurinn fitnaði.
Skattakerfið varð óskiljanlegra
en nokkru sinni fyrr; vel fjáðir
menn gátu orðið skattlausir og
fengu jafnvel endurgreiðslur úr
rikissjóði. Þetta hét neikvæður
tekjuskattur. 1 ár eru 3000 orða
skýringar prentaðar á skattseðil-
inn, enda óskiljanlegri en nokkru
sinni fyrr.
Þá er komið að þjóðhátiðarár-
inu með tilheyrandi þjóðhátið af
litlu tilefni, nýjum þjóðhátiðar-
vegi, sem var þó litt notaður, en
þetta var góð hátið og lauk með
umferðarhnút aldarinnar. Auk
Þingvallahátiðar margar minni
um landið vitt og breitt með góð-
um ræðum og meiru sem geymt
var niðursoðið útvarpshlustend-
um til andlegrar upplyftingar og
entist út árið. Og þjóðhátiðarbók-
menntir urðu til. Rangæingar
gáfu út myndarlega bók sem
þeirra var von og visa. Skáld
þeirra — og þjóðarinnar — Guð-
mundur Danielsson, skrifaði Óra-
tóriu ’74, sloppinn úr heljargreip-
um, en lifði auk þess af þjóðhátið-
ina miklu og tvennar kosningar.
Guðmundur er af Vikingslækjar-
ætt.
Það brá nokkrum skugga á vel-
nefnda hátið að andinn brást
þeim sem ortu h-ljóð samkvæmt
útboði. En betur fór en áhorföist
þvi út kom ljóðabók eftir formann
hátiðarnefndar, nýr landvinning-
ur skáldsins og „gagnbylting
ljóðsins”. Þar sem viðurlög nokk-
ur eru gegn þvi að vitna i Ljóð ’74
læt ég flakka visu eftir Halldór
Laxness úr Aþingishátiðarljóði
1930:
Heimsfræga stund nær pólitiin
prúð
puntuð með bláhvitt og visuðu
oss i gjána,
þángað sem hnipin hlustar
Snorrabúð
á helga ræöu um Jesúkrist og
Stjána.
Merkasta atriði hátiðarinnar
var þingmannasýning á palli og
þjóðargjöfin sem þó hefur verið
klipið af. Og ekki má gleyma gjöf
Norðmanna, teinæringunum. Dag
hvern sögðu fjölmiðlar frá hinni
frækilegu siglingu. Loks tóku
frændur okkar land i Grindavik
og hlutu góða gistingu i verbúð.
En landar virtust ekki sérlega