Dagblaðið - 16.12.1975, Qupperneq 3
Dagblaðið. Þriðjudagur 16. desember 1975.
3
ALLT, ER ATHUGAVERT
ÞÓTTI,VAR LAGAÐ
— segir Einar Hólm forstöðumaður Skólatúnsheimilisins
vegna fréttar í Dagblaðinu
Einar Hólm ólafsson, forstöðu-
maður vistheimilisins að Skála-
túni skrifar:
„Vegna fréttar á baksiðu
Dagblaðsins þann 10. des.
siðastl. um orðróm þess efnis að
brunavarnir á Skálatúns-
heimilinu séu ófullnægjandi,
finn ég mig knúinn til að taka
fram eftirfarandi:
Ég tók við forstöðumanns-
starfi Skálatúnsheimilisins
þann 1. ágúst 1974. Þá um haust-
ið komu tveir menn frá
Eldvarnaeftirlitinu á staðinn til
þess að kanna, hvernig bruna-
vörnum heimilisins væri háttað.
Ég fór með mönnum þessum
um öll húsakynni heimilisins og
gerðu þeir réttilega athuga-
semdir við einstök smávægileg
atriði, er að þeirra dómi voru
ófullnægjandi. Fékk ég at-
hugasemdir þessar i hendur
skriflega og ætlazt var til, að úr
yrði bætt. Var ég þakklátur
fyrir ábendingar og var allt það,
er athugavert þótti, lagfært á
næstu dögum. I framhaldi af
þessu vil ég geta þess, að um
það bil einni viku áður en um-
rædd frétt birtist i Dagblaðinu,
var þess farið á leit við
Eldvarnaeftirlitið, að það
sendi hingað á Skálatúns-
heimilið fulltrúa til þess að hafa
brunaæfingu með starfsfólkinu.
Á Skálatúnsheimilinu er
húsakosti þannig háttað að
f jögur ibúðarhús eru á staðnum.
Tvö þessara húsa eru starfs-
mannahús og tvö eru heimili
vistfólks. I svokölluðu drengja-
húsi eru 19 vistmenn, og i
stúlknahúsi eru vistmenn 39
talsins. Sérstök næturvakt er sin
i hvoru húsinu, þ.e. tvær vöku-
konur eru á staðnum hverja
nótt. Sérstakt kallkerfi er milli
þessara tveggja hús og einnig
frá þeim báðum i annað starfs-
mannahúsið og að auki hafa
vökukonurnar báðar sima i
vaktherbergjum og geta á þann
hátt einnig komizt i samband
hvor við aðra og starfsmanna-
húsin bæði svo og slökkvilið.
Það að starfsfólkið búi i nokk-
urri fjarlægð, verð ég að segja
að sé alrangt þar eð öll þessi hús
eru á sömu lóðinni.
Það sem ég hefi hér skrifað,
geri ég mestmegnis til þess að
aðstandendur vistfólksins sem
sumir hverjir búa viðs fjarri
verustað barna sinna óttist ekki
aðbúnað barna sinna, vegna
fleipurs og „orðróms” sem
þess, er vitnað er i i Dagblaðinu
10. des. siðastliðinn.
SkólatúnsbainiM:
Óskað eftir
meiri og
betri
eldvörnum
„Skdla túnsheimilib er
kannski ekkert verr útbúið en
margar aörar stofnanir, en
bitt er annab mál, aB þar
mætti ymislegt betur fara,”
svaraði Gunnar ólafsson hjá
Eldvarnaeftirlitinu spumingu
Dagblaösins um oröróm þess
efnis aö Skálatúnsheimiliö
væri sérstaklega slæmt hvaö
eldvarnir snerti.
Þaö, sem helzt er ábótavant
I Skálatúni, er aö vaktmaöur-
inn á staönum á óhægt meö aö
ná I starfsfólkiö ef eldur kem-
ur upp. Starfsfólkiö býr i
nokkurri fjarlægö frá heimil-
inu sjálfu og ekki næst f þaö
nema 1 gegnum slma. Eld-
varnaeftirlitiö hefur fariðv
íram a ati 1 startsmannaíbo!)-
unum yérQi. Jtomiö upy bjollu-
'ITerli. sem váktmaöurinn 1
sett l eang f emu vetfangi ef_l
ígætl
eltlur kæmi upp.
1 Mosfellssveit er hvorki
slökkviliö né sjúkrablll.
Spurningunni um, hvort ekki
væri æskilegt aö hreppurinn
kæmi sér upp slökkviliöi svar-
aöi Gunnar, aö í rauninni væri
litiö lengra upp I Mosfellssveit
en til fjarlægustu staöa innan-
bæjar. Aö svo stöddu væri þvf
ekki ástæöa til slfks.
—AT—
t svari samgönguráðherra,
við fyrirspurn þingmannsins
Sigurlaugar Bjarnadóttur,
kemur fram að dælupramminn
Hákur sé útbúinn „skera” á inn-
taki dælurörsins, sem er mjög
þarflegt tæki þegar losa þarf
föst eða þjöppuð jarðefni á botn-
inum.
Ég vil benda samgönguráð-
herra á það að i dæluskipinu
Grjótjötunn er einnig slikur
„skeri” fyrir hendi og einnig er i
þvi skipi mjög öflugur og fljót-
virkur „krabbi” sem lokast og
opnast með vökvaþrýstingi.
Þessi krabbaútbúnaður er mjög
fljótvirkur við uppmokstur á
botnefnum, sem oft er erfitt að
ná upp með venjulegri sugu —
þ.e. dælingu.
Samgönguráðherra heldur
þvi fram að reynzt hafi illa að
ætla þessum skipum erfiðari
verkefni en að dæla lausum
sandi. Ráðherra ætti ekki að
staðhæfa slikt áður en „full-
reynt” er og þau tæki sem til eru
i landinu fái viðunandi tækifæri
til að sýna hvað þau raunveru-
lega geta gert. Ég efast um að
þessi skip hafi fengið tækifæri til
að sýna ágæti sitt — enda varla
von þar sem litið sem ekkert
hefur verið gert i hafnarmálum
landsbyggðarinnar mörg und-
anfarin ár. Ráðamenn verða að
taka hafnamál föstum tökum nú
þegar — það er búið að salta þau
of lengi. Betur væri að þvi fjár-
magni sem ausið er i óþarfari og
óarðbærari verkefni, væri varið
til hafnamála. Það er mál til
komið að dusta rykið af hafna-
málastofnuninni sem og mörg-
um öðrum stofnunum rikisins.
Timi er til kominn að rikisstofn-
anir taki upp nútimalegri og
raunsærri vinnubrögð.”
HAFNAMÁL í ÓLESTRI
Trausti Guðmundsson skrifar:
„Dýpkunarframkvæmdir i
höfnum landsins eru mjög brýnt
verkefni og ástæða skrifa minna
sú að mig Iangar til að gera at-
hugasemd við svar samgöngu-
ráðherra við fyrirspurn á Al-
þingi.
Það er mjög brýnt verkefni,
sem liggur fyrir, varðandi
dýpkun fiskihafna viða um land.
Áreiðanlega ekki siður brýnt en
brúarævintýrið yfir Borgar-
fjörð.
1 dýpkunarmálum hafna hef-
ur mjög litið verið aðhafzt sið-
ustu árin — svo litið að furðulegt
verður að teljast. Þannig mun
nú viða skapast neyðarástand
þegar hin nýju fiskiskip okkar
koma inn til að landa afla sinum
og einnig þegar flutningaskipin
koma til að lesta afurðir til út-
flutnings og losa vörur.
Ég vil gera athugasemd við
umræður sem hafa orðið áþingi
varðandi tækjakost landsmanna
til dýpkunar hafna.
Þingeyri byggir að mestu afkomu sina á sjónum eins og svo mörg fiskiþorp á tsiandi gera. Höfnin er þvi
lifæð staðarins og þvi mikilvægt að hún sé i góðu ásigkomulagi. Við viljum þó taka fram að Þingeyri
dregst engan veginn inn I þetta bréf — aðeins sem dæmigert dæmi um islenzkt fiskiþorp sem byggir af-
komu sina á sjónum. Aðeins eitt af mörgum. Ljósm. Mats Wibe Lund.
BIRTIÐ NÝJAR SKÁKIR
Gunnar Finnlaugsson, Seifossi
skrifar:
„Þegár DAGBLAÐIÐ hóf
göngu sina kom i ljós að skák-
unnendur myndu geta gengið að
skákþætti visum i hverju laug-
ardagsblaði. Undirritaður hefur
lesið flesta þá þætti sem birzt
hafa og orðið fyrir miklum von-
brigðum og kemur þar einkum
tvennt til.
Umsjónarmaður þáttarins
hefur upp til hópa birt gamlar
skákir og virðist ekki gera sér
grein fyrir að litið gildi hefur að
birta skákir sem birzt hafa i
innlendum og erlendum blöð-
um. Væri æskilegt að umsjónar-
maður þáttarins gerði sér far
um að birta nýjar skákir og gæti
þá e.t.v. fengið sér sterkari
skákmenn til hjálpar við gerð
skákskýringa.
Hitt atriðið sem undirrituðum
finnst ámælisvert er að umsjón-
armaðurinn hefur upp ■ á sið-
kastið skrifað væmna lofrullu
um sitt eigið félag sem er Tafl-
félag Reykjavikur. Einnig hefur
hann notað dálkana til að aug-
lýsa mót i sinu félagi. Er ekki
DAGBL. „frjálst og óháð"?
Er það von undirritaðs nð
þessum lofskrifum linni og að
umræddurdálkahöfundur gerist
„frjáls og óháður” i skrifum
sinum og fréttaflutningi.”
Svar:
„Gunnar hefur hér einkum
við tvennt að athuga: Gamlar
skákir og auglýsing á starfsemi
T.R. Skýringin á fyrra atriðinu
er sú að Dagblaðið hefur ekki
yfir þeirri tækni að ráða að setja
upp skákstöðumyndir þannig að
við höfum stundum gripið til
þess ráðs að birta gamlar skák-
irúrerlendum blöðum og fengið
lánaðarstöðumyndir þaðan. Við
vonum að þetta atriði leysist
fljotlega.
I sambandi við seinna atriðið
er varla hægt að segja. að kynn-
ing á unglingastarfsemi T.R. sé
nein lofrulla um félagið og þó
birzt hafi fréttir af mótshaldi
T.R. i skákþættinum er ekki þar
með sagt að ekki sé hægt að
birta þar fréttir um starfsemi
annarra félaga. Bréfritari mun
vera ritari Skáksambands Suð-
urlands og væri ekki úr vegi að
hann sendi þættinum fréttir af
starfsemi sins félags og er það
auðsótt mál að birta þær i skák-
þættinum sem og fréttir frá öðr-
um skákfélögum.
ólafur Orrason.
Hefur skammdegiö mikil
áhrif á þig?
Ragnheiður Axelsdóttir sjúkra-
liði: „Nei — það er sjaldgæft að
ég sé eitthvað niðurdregin. Það
fer þó nokkuð eftir veðri”.
Brynjólfur Arnason hárgreiðsiu-
maður: „Já — það hefur mjög
slæma verkan á mig. Ég á erfitt
með að vakna á morgnana og
þegar það tekst, erég hálfsofandi
allan daginn”.
Aðalheiður Vilhjálmsdóttir af-
greiðslust.: „Nei — það hefur
engin áhrif á mig. Ekki nokkur.
Ég er sennilega svona skapgóð
manneskja”.
Edda Steingrfmsdóttir, nerai:
„Nei — ekki hefur það nein yfir-
þyrmandi áhrif á mig. Þö geta
þessir dagar veriö leiðinlegir.
sérstaklega þegar maður er alltaf
i prófum".
Pagný Pálsdóttir hjúkrunar-
kona: „Jú — ekki get ég neitað
þvi. Svartasta skammdegið hefur
oft deyfandi áhrií á mann. sér-
staklega er erfitt að vakna".
Ingunn Magnúsdóttir af-
greiðslust.: „Svona hundaveður
og myrkur hefur aldrei haft nein
góð áhrif á mig. Ég nýt min bezt i
sól og sumri".