Dagblaðið - 16.12.1975, Side 23
Dagblaðið. Þriðjudagur 16. desember 1975.
23
Sjónvarp
1
Útvarp
Útvarp kl. 22,15: Kvöldsagan Dúó
HVER ER HANN EIGIN-
LEGA,
„Þessi saga heitir Dúó eftir
aöalpersónunni,” sagði Dagný
Kristjánsdóttir, er við spurðum
hana um nýju kvöldsöguna sem
hefst I kvöld. Dagný hefur þýtt
söguna og les þar að auki. „1
fyrsta lestrinum sér sögumað-
urinn auglýsingar um ráðstefnu
sem á að halda í Sandborg. Á
ráðstefnu þessari á að fjalla um
og komast að niðurstöðu um
sannleikann. Þarna mæta til
ÞESSI
fundar allir vitrustu menn
heimsins.
Dúó tekur fram reiðhjólið sitt
og heldur suður á bóginn til að
vera viðstaddur þessa ráð-
stefnu. Hann finnur hjá sér þörf
til að vera þarna á staðnum þvi
að hann er sannleiksleitandi
maður. Meira vil ég eiginlega
ekki segja um soguna þvi að þá
missir spennan i henni marks.”
Dúó er eftir danskan höfund,
DÚÓ?
Villy Sörensen. Við spurðum
Dagnýju nánar um hann.
„Villy Sörensen er einn af
yngri höfundum Dana. Hann
hefur gefið út nokkur smá-
sagnasöfn og eru Danir mjög
stoltir af honum.
En auk þess að vera -rithöf-
undur er Villy Sörensen einnig
heimspekingur og hefur sent frá
sér nokkur ritgerðasöfn um
heimspeki. íslendingar þekkja
kannski ekki mikið til hans, en
þeir, sem eru i menntaskóla
kannast vafalaust margir við
sögu eftir hann, sem heitir
Soldatens Juleaften. Ég held að
hún sé i flestum dönsku-
kennslubókum sem notaðar eru
hér á landi.”
— Hvernig kynntist þú verk-
um Sörensens?
„Ég kynntist Dúó i háskólan-
um þar sem dálitið var fjallað
um hana í bókmenntasögu. Mér
fannst sagan skemmtileg og á-
kvað að þýða hana til að fleiri
gætu notið hennar.”
— Og að lokum: Hver er Dúó?
„Það vil ég ekki segja. Þú
verður bara að hlusta á söguna
til að komast að þvi.”
—AT—
Dagný Kristjánsdóttir, sem les
kvöldsöguna „Dúó”, þýddi hana
lika. Dagný stundar nám í is-
lenzku og bókmenntum i Há-
skóianum.
Sjónvarp kl. 22,25:
Utan úr heimi
Þátturinn Utan úr heimi hóf
göngu sina i haust og er á dag-
skrá fjórum sinnum i mánuði.
Gunnar G. Schram er með einn
þátt, Jón Hákon Magnússon
annan, Sonja Diego þann þriðja
og fjórði þátturinn er erlend
fréttamynd. 1 kvöld sér Sonja
um þáttinn. Við spurðum hana
að þvi, hvað hún hygðist taka
fyrir.
„I kvöld ætla ég að gera skil
ráðstefnu, sem er að hefjast i
Paris um orku- og hráefnismál.
Þarna mæta 27 fulltrúarog ætla
að reyna að koma einhverri
stjórn á verðlagið á orku og hrá-
efnum.
Efnahagsbandalagsrikin
senda einn fulltrúa á þessa ráð-
stefnu og i þvi sambandi ætla ég
að taka fyrir hvernig smárikj-
um og rikjabrotum reiðir af inn-
an Efnahagsbandalagsins. Ég á
von á filmu, sem fjallar um
fyrirætlun Bretlands að koma
upp þingum i Skotlandi og Wal-
es. Ég hef verið að kynna mér
þetta mál og sé af þvi að þarna
er margt látið ógert, sem full
þörf hefði verið á, en það kemur
allt betur fram i þættinum á
morgun.”
— Eigið þið i nokkrum erfið-
leikum með að safna efni i þætt-
ina?
„Nei, i sjálfu sér höfum við
nóg efni en með núverandi
fyrirkomulagi þáttarins er dá-
litið erfiðara að gera ýmsum
málum skil en áður. Til dæmis
er ekki grundvöllur fyrir að
taka efni vikunnar eða mánað-
arins fyrir. Það vantar eigin-
lega meiri heildarsvip og á-
kveðinn ramma, sem er hægt að
ganga út frá.”
— Hvaðan berst efnið aðal-
lega?
„Við fáum mest efni frá Vis-
news fréttastofunni og einng
kemur töluvert frá bandarisku
fréttastofunni ABC, sem við
hófum að skipta við fyrir
skömmu.”
Jón Hákon Magnússon, einn umsjónarmanna þáttarins Utan úr heimi freistar þess að tæia nokkrar upp
iýsingar upp úr Einari Ágústssyni á ráðherrafundinum I Brussel i siðustu viku.
LáÉtKBaKr ð
Hin gömlu kynni — þóttur
fyrir eldra fólkið:
( NÆSTA ÞÆTTI SEGIR JÓN
HELGASON FRÁ ÞORLÁKS
BLÓTI í KAUPMANNAHÖFN
I
^Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Þjóðarskútan. Þáttur
um störf alþingis. Um-
sjónarmenn Björn Teitsson
og Björn Þorsteinsson.
21.30 Svona er ástin. Banda-
risk gamanmyndasyrpa
Lokaþáttur. Þýöandi Jón O.
Edwald.
22.25 Utan úr heimi. Þáttur
um erlend málefni ofarlega
á baugi. Umsjónarmaður
Sonja Diego.
22.55 Dagskrárlok.
Það er ábyggilega mikill
minnihluti þjóðarinnar sem hef-
ur tima til að hlusta á morgun-
útvarpið. Þar er þó alls ekki
siðra efni en eftir hádegi eða á
kvöldin. Til dæmis er þarna
þáttur, sem er mikið umtalaður
og þykir skemmtilegur, — Hin
gömlu kynni. Þættinum stjórnar
Valborg Bentsdóttir. Við rædd-
um við hana um þáttinn.
„Ég legg áherzlu á að hafa
efni fyrir eldra fólk, sem hefur
ekki margt við að vera,” sagði
Valborg. „Ég er litið fyrir að
taka viðtöl en nota stundum
viðtöl úr segulbandasafni út-
varpsins. Hins vegar er i þættin-
um dálitið um upplestra, frá-
sagnir og svo auðvitað tónlist.
1 þættinum i dag var lesin
saga eftir Ragnheiði Jónsdóttur
og fékk ég dóttur Ragnheiðar,
Sigrúnu Guðjónsdóttur, til að
lesa söguna. Hún heitir Draum-
ur og veruleiki.”
— En hvað veröur i næsta
þætti?
„Næsti þátturinn minn verður
á Þorláksmessu og þá leik ég
spólu með efni sem Helga Jó-
hannsdóttir tók saman fyrir ein-
um sex árum. Þar segir Jón
Helgason frá Þorláksblóti i
Kaupmannahöfn. Það er siður
hjá tslendingum i Káupmanna-
höfn að skemmta sér 22. desem-
ber og lesa þá gjarnan eitthvað
um heilagan Þorlák. Þetta er
skemmtilegt og fróðlegt efni,
sem ég held að margir hefðu
gaman af.”
—ÁT—
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 „Skrumskæling
konunnar” eftir Barbro
Bachberger Guðrún Birna
Hannesdóttir les þýðingu
sfna (3)
15.00 Miödegistónleikar. a.
„Lilja” eftir Jón Asgeirs-
son. Sinfóniuhljómsveit ts-
lands leikur, George Cleve
stjórnar. b. Lög eftir Jóhann
Ó. Haraldsson, Ingunni
Bjarnadóttur og Sigurð
Þórðarson. Friðbjörn Jóns-
son syngur. Ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó. c.
Sex lög eftir Pál Isólfsson
við texta úr Ljóðaljóðum.
Þuriður Pálsdóttir syngur.
Jórunn Viðar leikur ápianó.
d. Lög eftir Árna Thor-
steinsson. Sinfóniuhljóm-
* .............................
g Útvarp
sveit Islands leikur. Páll P.
Pálsson stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir) Tón-
leikar.
16.40 Litii barnatiminn.
Sigrún Björnsdóttir sér um
timann.
17.00 Lagið mitt. Anna-Marie
Markan sér um óskalaga-
þátt fyrir börn yngri en tólf
ára.
17.30 Framburðarkennsla i
spænsku og þýsku
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Eftirmæli eftir
striðsára n n a . Björn
Stefánsson búnaðarhag-
fræðingur flytur þriðja og
siðasta erindi sitt um efna-
hagsmál, stjórnmál og
félagsmál á Islandi eftir
strið.
20.00 Lög unga fólksins.
Sverrir Sverrisson kynnir.
20.50 Að skoða og skilgreina.
Kristján Guðmundsson sér
um þátt fyrir unglinga.
21.30 Kristfræði Nýja testa-
mentisins. Dr. Jakob Jóns-
son flytur fjórða þátt sinn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Kvöld-
sagan: „Dúó” eftir Willy
Sörensen. Dagný Kristjáns-
dóttir byrjar lestur þýðing-
ar sinnar.
22.40 Harmonikulög
23.00 A hljóðbergi.
/